Morgunblaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Sun 10/9 kl. 14 Sun 24/9 kl. 14
Lau 30/9 kl. 14 Sun 1/10 kl. 14
VILTU FINNA MILLJÓN?
Lau 2/9 kl. 20 Sun 3/9 kl. 20 UPPS.
Fim 7/9 kl. 20 Sun 10/9 kl. 20
FOOTLOOSE
Fim 31/8 kl. 20 Lau 9/9 kl. 20
Fös 22/9 kl. 20 Lau 23/9 kl. 20
EYFI STÓRTÓNLEIKAR
Fös 1/9 kl. 20
Fös 1/9 kl. 22
MANNAKORN
ÚTGÁFUTÓNLEIKAR
Þri 5/9 kl. 20
Þri 5/9 kl. 22
HÖRÐUR TORFA
AFMÆLISTÓNLEIKAR
Fös 8/9 kl. 19:30
Fös 8/9 kl. 22
PINA BAUSCH
LOKSINS Á ÍSLANDI!
Dansleikhúsið frá Wuppertal undir stjórn
Pinu Bausch verður með 4 sýningar á
verkinu Aqua í Borgarleikhúsinu.
Sun 17/9 kl. 20
Mán 18/9 kl. 20
Þri 19/9 kl. 20
Mið 20/9 kl. 20
Aðeins þessar 4 sýningar.
Miðaverð 4.900.
MIÐASALA HAFIN.
OPIÐ HÚS
Sunnudaginn 3.september verður opið hús
í Borgarleikhúsinu. Allir velkomnir.
ÁSKRIFTARKORT
Endurnýjun áskrftarkorta stendur yfir!
Mein Kampf e. George Tabori
Amadeus e. Peter Shaffer
Fagra veröld e. Anthony Neilson
Dagur vonar e. Birgi Sigurðsson
Söngleikurinn Grettir e. Ólaf Hauk Símonar-
son, Þórarinn Eldjárn og Egil Ólafsson.
Lík í óskilum e. Anthony Neilson
Ronja ræningjadóttir e. Astrid Lindgren
Viltu finna milljón? e. Ray Cooney.
Belgíska Kongó e. Braga Ólafsson
Íslenski dansflokkurinn
og margt, margt fleira.
Kortasala hafin!
Áskriftarkort er ávísun á góðan vetur. Vertu með!
Litla hryllingsbúðin - síðustu aukasýningar!
Lau. 2/9 kl. 19 UPPSELT
Lau. 2/9 kl. 22 ný aukasýn – örfá sæti laus
Sun. 3/9 kl. 20 UPPSELT
Fös. 8/9 kl. 19 örfá sæti laus
Lau. 9/9 kl. 19 UPPSELT
Lau. 9/9 kl. 22 ný aukasýn – sala hafin!
Sun. 10/9 kl. 20 örfá sæti laus
Fös. 15/9 kl. 19
Lau. 16/9 kl. 19 síðasta sýning – örfá sæti laus
www.leikfelag.is
4 600 200
Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga.
Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn.
BROTTNÁMIÐ ÚR KVENNABÚRINU - eftir W. A. Mozart
Frumsýning fös. 29. sep. kl. 20
2. sýn. sun. 1.okt. kl. 20 – 3. sýn. fös. 6. okt. kl. 20 – 4. sýn. sun. 8. okt . kl. 20
5. sýn. fös. 13. okt. kl. 20 - 6. sýn. sun. 14. okt. kl. 20
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Kynning fyrir sýningu í boði Vinafélags íslensku óperunnar kl. 19.15
Námskeið um Mozart og Brottnámið úr kvennabúrinu hjá
EHÍ hefst 3. október. Skráning í síma 525 4444 – endurmenntun@hi.is
Þriðjudagstónleikar
í kvöld kl. 20.30
Johann Sebastian
Trio Bellarti
Chihiro Inda fiðla, Pawel Panasiuk selló
og Agnieszka Panasiuk píanó leika Tríó
í C-dúr K 548 eftir W.A. Mozart, Andað
á sofinn streng eftir Jón Nordal og Tríó
í d-moll op. 32 eftir Anton Arensky.
Síðustu tónleikar sumarsins.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar,
Laugarnestanga 70, 105 Rvík.
www.lso.is - lso@lso.is
KVIKMYNDAHÁTÍÐIN Iceland
Film Festival hefst á morgun 30.
ágúst og stendur til 21. september.
Óhætt er að segja að boðið sé til
sannkallaðrar kvikmyndaveislu og
verður mikill stjörnufans á hátíðinni
en Matt Dillon og Marisa Tomei
hafa boðað komu sína á opnun hátíð-
arinnar. Eins munu Gerard Butler,
Jim Stark, Ray Winstone og Bent
Hamer verða heiðursgestir á hátíð-
inni.
Alls verða sýndar 30 kvikmyndir í
fjórum flokkum: Heimurinn, sem er
kjarnadagskrá hátíðarinnar ætluð
óháðum myndum hvaðanæva að úr
heiminum. Ameríka, flokkur óháðra
kvikmynda frá Bandaríkjunum.
Heimildarmyndir, flokkur nýjustu
heimildarmynda og Gala, fyrir sér-
valdar myndir sem frumsýndar
verða með viðhöfn.
Meðal mynda sem sýndar verða
er kvikmynd Pedros Almodóvar
Volver, óskarsverðlaunamyndin
Tsotsi, The Libertine sem skartar
Johnny Depp í aðalhutverki, Factot-
um með þeim Matt Dillon og Marisu
Tomei í aðalhlutverkum, The Wind
that Shakes the Barley sem Ken
Loach leikstýrir og sjálf Bjólfskviða
sem Sturla Gunnarsson leikstýrði og
er kölluð dýrasta kvikmynd Íslands-
sögunnar en myndin var öll tekin
hér á landi.
Grúsksýningar
og handritanámskeið
Jack Stevenson, sem er með ötul-
ustu kvikmyndasöfnurum heims,
mun stjórna sérstökum sýningum
helgina 1. til 3. september þar sem
hann sýnir fágætar myndir og fjallar
um gerð þeirra og áhrif. Meðal ann-
ars mun hann fjalla um bandarískar
stríðsáróðursmyndir og erótík í am-
erískri kvikmyndamenningu.
Í tengslum við kvikmyndahátíðina
verður haldið eins dags námskeið
fyrir upprennandi kvikmynda-
handritshöfunda. Námskeiðið fer
fram á Hótel Nordica á laugardag og
er kennsla í höndum David Garret
og Gregg Rossen sem báðir hafa átt
ágætu gengi að fagna sem handrits-
höfundar í Hollywood.
Kvikmyndir | Stjörnufans á Iceland Film Festival
Blásið til hátíðar
www.icelandfilmfestival.is
Morgunblaðið/Steingerður
Berserkir Íslenska stórmyndin Bjólfskviða verður sýnd á hátíðinni.
LJÓST er að fáir kettir njóta jafn-
mikilla vinsælda Grettir og vinsældir
hans hér á landi sönnuðust um
helgina þegar kvikmyndin Grettir 2
var frumsýnd en hún skaust beint í
fyrsta sæti íslenska bíólistans. Um
5.500 manns sáu hana um helgina en
þess má geta að fyrri myndin halaði
til sín í um 6.100 áhorfendur á sinni
frumsýningarhelgi.
Að þessu sinni er Grettir staddur í
Bretlandi þangað sem að Jón, mis-
heppnaði eigandi hans, ákvað að
skella sér í ferðalag. Grettir hittir þar
kött sem reynir allt til að gera honum
lífið leitt á meðan á dvölinni stendur.
„Fjölskyldumyndir eins og Grettir
2 lifa ávallt mun lengur en aðrar
myndir, t.d. unglingamyndir og gam-
anmyndir, sem brenna hraðar upp,“
segir Christof Wehmeier, markaðs-
og vörumerkjastjóri hjá Samfilm,
sem dreifir myndinni.
Grínmyndin You, Me and Dupree,
með Owen Wilson, Kate Hudson,
Michael Douglas og Matt Dillon, var
frumsýnd um helgina og situr í öðru
sæti bíólistans. Matt Dillon og Kate
Hudson leika nýgift hjón sem bjóða
svaramanninum, Owen Wilson, að
dvelja hjá sér eftir að hann missti
bæði vinnuna og íbúðina. Óhjá-
kvæmilega endar svaramaðurinn á
því að misnota sér gestrisni ungu
hjónanna. Heyrst hefur að hlutverk
svaramannsins sé byggt á Owen Wil-
son sjálfum. Aron Víglundsson,
markaðsstjóri Myndform/Laug-
arásbíó, sem dreifa myndinni, segir
að landinn kunni vel að meta grín-
myndir eins og þessa og því má búast
við góðu gengi hennar á komandi vik-
um.
Áhugaverðasta myndin sem frum-
sýnd var um helgina er án efa hin
umdeilda Thank you for Smoking
sem vermir þriðja sæti listans. Þar
leikur Aaron Eckhart talsmann tób-
aksiðnaðarins sem reynir að koma al-
menningi í skilning um að tóbak sé á
engan hátt skaðlegt heldur þvert á
móti sé það heilsusamlegt.
Kvikmyndir | Topp tíu í bíó á Íslandi
Allir elska Gretti
Vinsæll Grettir trónir á toppi íslenska bíólistans um þessar mundir.
MAGNI Ásgeirsson mun flytja lagið
„I Alone“ með hljómsveitinni Live í
þættinum Rock Star Supernova í
kvöld, en lagið er úr smiðju hljóm-
sveitarinnar Live. Það voru áhorf-
endur þáttanna sem völdu lagið með
kosningu á heimasíðu þáttanna á
slóðinni rockstar.msn.com.
Í síðustu tveimur þáttum hefur
Magni verið í hópi þeirra þriggja sem
fæst atkvæði fengu í vinsældakosn-
ingu áhorfenda og hefur hann því
þurft að taka aukalag til að sanna sig
fyrir forkólfum Supernova-bandsins.
Nokkuð hefur borið á óánægju
meðal íslenskra áhorfenda og virðist
sem atkvæði þeirra gegnum heima-
síðu þáttarins nái sum ekki að skila
sér í keppnina. Skjár einn, sem sýnir
þættina, hyggst því taka saman sér-
stakar leiðbeiningar fyrir íslenska
áhorfendur svo netatkvæði þeirra
skili sér örugglega. Einnig hefur
gjald fyrir kosningu með SMS-
skilaboði verið lækkað úr 99 krónum í
19 krónur.
Nokkrir tölvupóstar eru á ferð
milli íslenskra netverja þar sem fólk
er hvatt til að styðja við bakið á
Magna og taka þátt í kosningunni.
Mikil stemning hefur skapast kring-
um þáttinn en nú eru aðeins sex þátt-
takendur eftir af þeim fimmtán sem
hófu keppni.
Lagalistinn í Rock Star í kvöld er
annars eftirfarandi: Lukas: „Lithi-
um“, Ryan: „Clocks“, Dilana: „Moth-
er, Mother“, Storm: „Bring Me To
Life“, Magni: „I Alone“ og Toby:
„Rebel Yell“.
Sjónvarp | Aðeins sex eftir í Rock Star
Magni syngur lag
úr smiðju Live
Ljósmynd/Danny Moloshok
Fjölskyldumaður Magni Ásgeirs-
son ásamt syni sínum.
Bretar hafavalið
Bítlaplötuna
Sgt. Pepper’s
Lonely Hearts
Club Band
uppáhalds plöt-
una sína í mik-
illi könnun á vegum breska rík-
isútvarpsins, BBC, í tilefni af því að
50 ár eru liðin frá því byrjað var að
birta opinbera vinsældalista í landinu.
Litlu munaði þó á plötunni, sem kom
út árið 1967, og Thriller sem Michael
Jackson sendi frá sér árið 1982.
Alls tóku 220 þúsund manns þátt í
könnuninni og munaði 201 atkvæði á
Sgt. Pepper og Thriller en hlust-
endur BBC 2 gátu valið á milli platna
sem náð höfðu 1. sæti á breska vin-
sældalistanum.
Í þriðja sæti var platan Joshua
Tree með U2, Rumours með
Fleetwood Mac var í 4. sæti og Wish
You Were Here með Pink Floyd var í
5. sæti. Bítlarnir áttu 4 plötur í 10
efstu sætunum og einnig plötuna í 11.
sæti.
Önnur könnun var einnig gerð um
plötur sem ekki komust í efsta sæti
vinsældalistans. Þar varð Dark Side
Of The Moon með Pink Floyd hlut-
skörpust og The Rise And Fall Of
Ziggy Stardust And The Spiders
From Mars með David Bowie varð
önnur.
Fólk folk@mbl.is
Fréttir
í tölvupósti
"#
$ %
&'
"' ()
)
*)
+)
,)
-)
.)
/)
0)
(1)
0,70