Morgunblaðið - 29.08.2006, Page 43

Morgunblaðið - 29.08.2006, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 43 menning H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Magi og melting Acidophilus FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Grétar Gíslason - Kerfisfræðingur NTV „Ég hlakka til að takast á við skemmtileg og krefjandi störf á þessu sviði. Ég gef NTV skólanum og kennurum hans toppeinkunn!“ Að námskeiði loknu á nemandi að geta séð um rekstur minni eða meðalstórra tölvuneta. Námið undirbýr nemendur fyrir próf sem gefur gráðuna: - MCP / Microsoft Certified Professional - Meðal efnis námskeiðsins er: Uppsetningar og uppfærslur í Windows XP, Sjálfvirkar uppsetningar Meðferð vélbúnaðar og rekla, Umsjón með notendum og notendahópum Umsjón með skráarkerfinu og kvótaúthlutun, Aðgangsstýringar í skráar- kerfinu og samnýting gagna , Uppsetning prentara og samnýting þeirra Afritatökur og endurheimt gagna, Stillingar XP við notkun í netkerfum Skipulaggning TCP/IP netkerfa og villuleit, DHCP og DNS í Win 2003 Active Directory í Win 2003 Nokkur sæti laus á kvöldnámskeið sem byrjar 4. september. Mán. og mið. 18-22 og lau. 8:30-12:30 Byrjar 4. sept. og lýkur 21. okt. Námskeið fyrir yngri nemendur (yngst 3 ára) og framhaldsnemendur: Ballet-leikskóli (ein kennslustund í viku, 3-4 ára) Ballet-forskóli (ein kennslustund í viku, 4-6 ára) Balletstig (2-3 kennslustundir í viku, 7 ára og eldri) Vetrarstarf skólans skiptist í tvær annir. Fyrir jól er tólf vikna námskeið og eftir jól er 12-14 vikna námskeið. Kennt er í Skipholti 35 í Reykjavík, og Íþróttahúsi Breiðabliks í Kópavogi. Innritun er hafin í síma 588 4960 og 567 8965 Baetskóli sigríðar ármann www.balletskoli.is Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir einbýlishúsi í Fossvogi. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. EINBÝLISHÚS Í FOSSVOGI ÓSKAST - STAÐGREIÐSLA ÞAÐ var mikið um dýrðir þegar virt- asta verðlaunahátíð sjónvarpsiðn- aðarins í Bandaríkjunum, Emmy- verðlaunin, var haldin í Los Angeles á sunnudagskvöldið. Spennuþátturinn 24 var þar verðlaunaður sem besti dramatíski þátturinn og fékk Kiefer Sutherland verðlaun sem besti leik- arinn í dramatískum þætti fyrir frammistöðu sína í 24. Þættirnir fengu einnig verðlaun fyrir bestu leikstjórnina. Aðstandendur þeirra hafa undanfarin fjögur ár farið tóm- hentir heim af Emmy-verðlaununum en þættirnir hafa lengi notið mikilla vinsælda og hrifið gagnrýnendur. The Office var valinn besti grín- þátturinn, en bandaríska útgáfan er byggð á þeirri bresku. Fyrstu þætt- irnir fengu misjafnar undirtektir vestanhafs en eitthvað hefur betur gengið við framleiðsluna upp á síð- kastið því að þættirnir hafa slegið í gegn. Fastlega var búist við því að að- alleikari þáttanna, Steve Carell, fengi verðlaun sem besti leikarinn í grín- þáttum en þau hlaut Tony Shalhoub fyrir hlutverki sitt á þáttunum Monk. Julia Louis-Dreyfus hlaut verðlaun sem besta leikkonan í grínþáttum fyrir hlutverk sitt í The New Advent- ures of Old Christine en hún varð fyrst fræg í hlutverki Elaine í þátta- röðinni vinsælu um Seinfeld. Verð- laun sem besta leikkona í drama- tískum þætti hlaut Mariska Hargitay fyrir leik sinn í Law & Order: Special Victims Unit. Meðal annarra leikara sem hlutu verðlaun voru Helen Mir- ren og Jeremy Irons fyrir hlutverk sín í míníseríunni Elizabeth I, Megan Mullally fyrir aukahlutverk í Will & Grace og Alan Alda sem hlaut verð- laun sem besti aukaleikarinn í drama- tískum þætti fyrir leik sinn í The West Wing, en framleiðslu þeirra hef- ur verið hætt. Með verðlaunum Alda hafa þættirnir nú hlotið alls 26 Emmy-verðlaun, sem er jafn mikið og þátturinn Hill Street Blues fékk á meðan hann var sýndur. Enginn þátt- ur hefur unnið til fleiri verðlauna. Sigurvegararnir frá því í fyrra, Lost og Desperate Housewives hlutu eng- in verðlaun í ár. Sjónvarp | Emmy-verðlaunin afhent í Bandaríkjunum Reynslubolti Hin sí- unga Joan Collins lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á svæðið. Fyndin Julia Louis- Dreyfus fékk verðlaun sem besta leikkonan í grínþætti. Áberandi Leikkonan Kyra Sedgwick fór vafalaust ekki framhjá nokkrum manni í þessum kjól. Glæsileg Leikkonan Debra Messing vakti mikla athygli þegar hún mætti á verð- launahátíðina. 24 og The Office bestu þættirnir Sigurvegari kvöldsins Kiefer Suth- erland hlaut tvenn verðlaun, sem að- standandi 24 og fyrir bestan leik í dramatískum þætti. Reuters Sigursælir Leikarar The Office voru kampakátir með verðlaunin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.