Morgunblaðið - 29.08.2006, Page 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569
1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
dagbók
Víkverji las frétthérna í blaðinu
sínu sl. sunnudag sem
vakti hann til umhugs-
unar. Fyrirsögn henn-
ar var: „Stór hluti miða
á Danaleikinn seldur
fyrirtækjum.“ Hér er
átt við landsleik Ís-
lendinga og Dana í
undankeppni Evr-
ópumótsins í knatt-
spyrnu 6. september
nk. Í fréttinni upplýsir
Geir Þorsteinsson
framkvæmdastjóri
KSÍ að 9.600 miðar séu
í boði á téðan leik en
aðeins 4.000 verði seldir íslenskum
almenningi.
Hvað verður þá um hina miðana,
5.600 talsins? Geir segir að 900 mið-
ar gangi til danska knattspyrnu-
sambandsins, sem er eðlilegt. Þá eru
eftir 4.700 miðar og það eru einmitt
afdrif þeirra sem vöktu Víkverja til
umhugsunar. Obbinn af þeim fer
nefnilega til íslenskra fyrirtækja,
2.000 miðar til styrktaraðila KSÍ og
annað eins til fyrirtækja sem höfðu
sérstaklega samband við KSÍ af
þessu tilefni en þau eiga það sameig-
inlegt að vera í viðskiptasambandi
við Dani.
Þessum miðum, jafnmörgum og
íslensk alþýða og
ósviknir áhugamenn
um knattspyrnu hafa
aðgang að, dreifa þessi
fyrirtæki svo líklega til
starfsfólks síns og við-
skiptamanna. Það er
óskandi að þeir mið-
aþegar hafi áhuga á
knattspyrnu og séu
reiðubúnir að þenja
barkann í þágu ís-
lenska landsliðsins en
ljóst má vera að það
þarf á miklum stuðn-
ingi að halda í leiknum
gegn sterku liði Dana.
Hitt er ekki óhugs-
andi að umrædd fyrirtæki miðli mið-
unum í stórum stíl til Dana, ýmist
búsettra hér á landi eða annarra
sem leggja munu leið sína hingað
upp á skerið af þessu tilefni.
Auðvitað er skiljanlegt að Geir
Þorsteinsson og félagar reyni að
reka KSÍ eins og hvert annað fyr-
irtæki. Þar á bæ mega menn hins
vegar gæta sín á því að fjarlægjast
ekki og styggja grasrótina, hina
sönnu sparkunnendur, sem sækja
leiki af því að þeir þrá það og vilja,
ekki bara til að prófa eitthvað nýtt
vegna þess að ókeypis miði var fyrir
hendi. Oft er nefnilega sagt að áhorf-
endur séu tólfti maðurinn í leik.
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Orð dagsins: Þú Drottinn, ríkir að eilífu, þitt há-
sæti stendur frá kyni til kyns. (Hl. 5, 19.)
Í dag er þriðjudagur
29. ágúst, 241. dagur
ársins 2006
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Aftur til fortíðar með nýjum
meirihluta í Reykjavík
ÞETTA er sú staðreynd sem okkur
íbúum Árbæjar og Seláshverfa er
boðið uppá í almenningssamgöngum
af hinum nýja meiri hluta í borginni.
Hér höfum við í rúman áratug átt
kost á tveimur strætóleiðum úr okk-
ar hverfi sem hafa þjónað okkur vel,
og enginn renndi grun í hvað í vænd-
um væri af hálfu hinna nýju valdhafa
í ráðhúsi okkar Reykvíkinga, þegar
þeir láta það óátalið að felld er út
leið S5 strætó, hraðleið okkar í
miðbæ Reykjavíkur.
Þar á bæ eru almennings-
samgöngur eitthvað sem valdhaf-
arnir virðast hafa hinn mesta ímu-
gust á og telja greinilega að fólk sem
notar þess háttar samgöngumáta sé
bara eitthvert undirmáls fólk og sér-
vitringar, sem sé ekki of gott til þess
að hanga hálfu dagana á biðstöðum
út um allan bæ eða halda sig þá bara
innan síns hverfis.
Þessir háu herrar lifa greinilega í
öðrum heimi heldur en við hin. Þeir
hugsa bara í borgarstjóra-
bensum,fínum jeppum og láta sig
jafnvel dreyma um Hömmera, og þá
eru þessir stóru strætisvagnar bara
fyrir þeim á götum borgarinnar. Já,
þeim eru allar leiðir greiðar.
Þeir eru líka svo uppteknir í öðr-
um verkefnum þessa dagana, því nú
liggur meira á að koma öllum flokks-
gæðingunum fyrir í embættum hjá
borginni, og það er fólk sem ferðast
sko ekki með strætó.
Ég spyr: hvað varð um flokk litla
mannsins, sem við Árbæingar kus-
um svo bláeygir yfir okkur í vor? Er
litli maðurinn kannski dáinn og
verðbréfa- guttarnir og ofurlauna-
forstjórarnir komnir í hans stað?
Svekktur Selásbúi.
Textaklúður hjá Sjónvarpinu
LOKSINS þegar það gerist, að
RUV sjónvarp sýnir góða kvikmynd
á laugardagskvöldi, sem sjaldan
skeður, þarf að eyðileggja útsend-
ingu með því að klúðra textaþýð-
ingu.
Ekki veit ég, hverju um er að
kenna, en myndin Loforðið ( Pledge
) með Jack Nicholson var alveg frá-
bær, eins og flestar hans myndir
eru. En að eyðileggja útsendingu
myndarinnar með slíku er til
skammar. Betra hefði verið að hafa
myndina textalausa, en alla þýð-
inguna í slitrum sem raun var, og
erfiðara að fylgjast með tali hennar.
Varla á RUV skilið þakklæti fyrir
svona vinnubrögð, sem koma alltof
oft fyrir hjá þessari mætu stofnun.
Í lokin stóð Íslensk þýðing eftir
ónefndan þýðanda. Varla hefur hann
átt sök á þessu klúðri sem ég leyfi
mér að kalla.
Svanur Jóhannsson.
Morgunblaðið/Golli
Brúðkaup | Gefin voru saman
í hjónaband í Lágafellskirkju 29. júlí sl.
af sr. Ólafi Jóhannessyni þau Drífa
Viðarsdóttir og Ásgeir Örn Ásgeirs-
son.
SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK
VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON
H.J. MBL.
eee
S.U.S. XFM 91,9
SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
eeee
S.U.S. XFM 91,9.
eeee
TOMMI KVIKMYNDIR.IS
B.J. BLAÐIÐ
rúmlega
60.000
gestir
4 vikur
á toppnum
á Íslandi !
JAMIE FOXX COLIN FARRELL
SVALASTA SPENNUMYND SUMARSINS
FRÁ MICHAEL MANN LEIKSTJÓRA
“COLLATERAL” OG “HEAT”
eee
LIB - TOPP5.IS
eee
HJ - MBL
með Owen Wilson (Wedding Crashers) sem fer á kostum,
ásamt Kate Hudson, Matt Dillon og Michael Douglas.
60.000
gestir
GEGGJUÐ
GRÍNMYND
Ein fyndnasta grínmynd ársins
YOU, ME AND DUPREE kl. 5:45 - 8 - 10:15
PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 5:30 - 7 - 8:30 - 9 - 10:30 B.i. 12.ára.
SUPERMAN kl. 5:30 - 8:30 B.i. 10.ára.
THE BREAK UP kl. 5:30 Leyfð
5 CHILDREN AND IT kl. 6 Leyfð
LADY IN THE WATER kl. 8 - 10:20 B.i. 12
PIRATES OF THE CARIBBEAN: 2 kl. 6 - 9
SNAKES ON A PLANE kl. 8 - 10:10 B.i. 12
THE SENTINEL kl. 8 B.I.14
HALF LIGHT kl. 10:10 B.I.16
MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar
um afmæli, brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að kostn-
aðarlausu. Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í síma 569-
1100 eða sent á netfangið ritstjorn-
@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
Hlutavelta | Þessir duglegu krakkar
héldu tombólu í Nóatúni um daginn og
söfnuðu til styrktar Rauða krossi Ís-
lands 7.337 krónum. Þetta voru þau
Harpa Rut, Karín Dúa, Sigurður,
Ragnar, Guðjón og Andrea.