Morgunblaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 33 Í UMRÆÐUNNI um brott- hvarf bandaríska varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli sýnist undrun og hneykslun yfirgnæfa viðhorf margra sem um málið fjalla. Meira að segja þingmenn setja sig í stellingar og gagnrýna Banda- ríkjamenn fyrir að „skilja Ísland eftir varnarlaust“ eft- ir áratuga samstarf í varnarmálum. Á sama tíma bland- ast umræða um hraða þróun ofbeldisverka og agaleysi sem virð- ist nú vera að fara endanlega úr böndum hér á landi. Afleið- ingin er óumdeil- anleg. Landlægt agaleysi um áratuga skeið birtist okkur Íslend- ingum nú í sinni nöpru og raunsönnu mynd um leið og hugmyndir skjóta upp kollinum um hvaðeina sem til varnar má verða. Endurskipulag lögreglu og aukið eftirlit vegna aðsteðjandi vanda verða svo að yfirþyrmandi deilumálum, sem enda í úrræða- leysi og loks uppgjöf. – Allt vegna þess að Íslendingar búa ekki við aga líkt og flestar nágrannaþjóðir okkar. Hvers konar samfélag? Í leiðara Morgunblaðsins sl. sunnudag er spurt: „Hvers konar samfélag er þetta að verða?“, og reifaðar helstu ógnir íslensks næt- urlífs, tilraunir til manndrápa og árásir á lögreglu sem á sér vart undankomu auðið vegna óspekta á almannafæri. Og menn spyrja í forundran hvernig á því standi að menn sem staðnir eru að lögbrotum og óhæfuverkum og handteknir séu jafnharðan látnir lausir og leiki lausum hala! Reynt er að draga úr neikvæðum fréttum að beiðni ým- issa ráðamanna og samtaka. Það eitt og sér getur ekki leitt til ann- ars en gefa misind- isfólki aukin tækifæri til afbrota. Og ráðaleysið end- urspeglast í end- urteknum upphróp- unum um að „komast þurfi að rót vandans“, „tölvuleikir og sjón- varp hafi áhrif á hugsanir fólks“ eða að „víðtækt stofn- anauppeldi kunni að hafa hér áhrif“. Sannleikurinn er hins vegar sá, að víð- ast hvar annars staðar er sjónvarp og tölvuleikir viðteknir þættir í daglegu lífi án þess að þeir veki ógnvekjandi atburði til lífsins á jafnáberandi hátt og hér á landi. Forystumenn á vettvangi stjórnmála munu ekki geta leyst úr þessum vanda, því þeir eru sjálfir óagaðir og hafa hvorki þor né burði til að rífa sig lausa frá dæmigerðum dægurmálum sem setja svip sinn á störf hins háa Al- þingis að öllu jöfnu. Herskylda – þegnskylda Varnarliðið sem nú hverfur frá Íslandi var undir heraga. Þetta var samfélag karla og kvenna sem alist hafa upp við aga, gagnstætt því sem hér gerist. Hér innir eng- inn af hendi neinar skyldur við þjóð sína frá vöggu til grafar, aðr- ar en þær sem grunnskólaskyldan býður. Að minnast á herskyldu ungs fólks á Íslandi er líkt við mannsmorð og foreldrar ófáan- legir til að leyfa unglingum að kynnast vopnaburði líkt og skyld- an býður í flestum löndum, þ.m.t. annars staðar á Norðurlöndunum. Vilja frekar að þeir taki hann upp að eigin frumkvæði á götum úti, með ömurlegum endalokum! En að herskyldunni slepptri, mætti þá ekki spyrja, hvort þegn- skylda af einhverju tagi væri ekki fullboðleg á einhverju æviskeiði ungmenna (svo sem 8–10 mánuði). Hér gæti t.d. verið um svo einfalt verkefni að ræða að ganga inn í störf varnarliðsmannanna brott- horfnu, tímabundin störf í fiskiðn- aði, umönnun á hjúkrunar- og elli- heimilum, uppbyggingu í samgöngukerfinu og óteljandi önnur störf þar sem agi og eftirlit væru uppistöðuþættir. Þótt Alþingi og einstaka ráð- herra hafi lagt línur til að auka á agaleysið, t.d. með afnámi þéringa (sem var þó eina kurteisisávarpið sem við Íslendingar áttum og er viðtekin regla í öllum siðuðum þjóðfélögum) og niðurfellingu z- unnar í ritmáli, er ekki loku fyrir það skotið að síðasta úrræði lög- gjafans í því að sporna gegn full- komnu skrílræði hér sé að setja lög um þegnskylduvinnu ungra karla og kvenna. Keflavíkurflugvöllur Þótt brotthvarf varnarliðsins bandaríska megi rekja til ónógrar fyrirhyggju og kjarkleysis okkar Íslendinga og skorts á hæfileikum til samninga um óbreytt ástand er þó ömurleikinn staðfestur þegar sá stjórnmálamaður sem hefur haft einurð og framsýni til að koma með raunhæfar tillögur í stað fyrirhyggjuleysis í varnar-, öryggis- og löggæslumálum er allt að því lagður í einelti. Það er klökkt til þess að hugsa að húseignir og öll mannvirki sem þjónuðu fimm þúsund manna bæj- arfélagi kunni að verða að bitbeini ýmissa sérhagsmunahópa og stofnana sem hugsa gott til glóð- arinnar að fá þar inni. Væri hægt að hugsa sér betra hlutverk á þessu afgirta svæði en að nýta það fyrir ungt fólk á þegnskyldustigi, þar sem því er kennt að vinna ýmis störf sem gagnast þjóðfélaginu. Einnig mætti nýta hluta bygginganna fyrir fangelsi, sem brýn þörf er sögð fyrir á öllum stigum varð- halds og gæslu. Ekki verður áfram deilt um að Ísland hafi hervarnir í einhverjum mæli. Brýnast af öllu á þessum tímamótum, þegar Íslendingar þurfa á samstöðu og siðferð- isstyrk að halda, er að þeir fylki sér um þá stjórnmálamenn sem hvetja til þjóðarátaks um að ala upp kynslóðir sem velja aga um- fram óstjórn, samstöðu en ekki sundrungu og upprætingu mein- semda í þjóðarsálinni. Agi – vörn gegn vá Geir R. Andersen fjallar um varnarmál í ljósi landlægs agaleysis á Íslandi »… að þeir fylki sérum þá stjórnmála- menn sem hvetja til þjóðarátaks um að ala upp kynslóðir sem velja aga umfram óstjórn … Geir Andersen Höfundur er blaðamaður. Páll Jóhann Einarsson skrifar um trú og vísindi. Gunnar Jóhannesson skrifar um trú, vísindi. Guðjón Sveinsson: Rík þjóð en fátæk í anda. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar vaxtaauki! 10% smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.