Morgunblaðið - 14.09.2006, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 45
Vörubílar
Kranabíll. DAF 85 CF 380 8x4
með Palfinger 66000. Pallur með
gámalásum + 20 tonna víraheisi.
Getum útvegað þennan bíl.
Einnig aðra bíla og tæki. Alls kon-
ar varahlutir. Fjaðrir, hjólkoppar,
dekk o.fl.
Heiði rekstrarfélag ehf.,
s. 696 1051.
Hjólhýsi
HJÓLHÝSI TIL LEIGU
Lengdu sumarið í leiguhjólhýsi frá
okkur. Fullbúin og tilbúin í ferða-
lagið. Ótrúlegir möguleikar í boði.
Hafðu samb., 587 2200, 898 4500.
www.vagnasmidjan.is
Kerrur
Easyline 105
Kerrur til sölu á gamla verðinu!
Verð frá 39.900. Innanmál
105x84x32 cm. Burðargeta 350 kg.
8" dekk. Klassakerra frá Easyline.
Lyfta.is - Reykjanesbæ -
421 4037 - www.lyfta.is
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Húsnæði í boði
Miðbæjarleiga, city center rent
í miðbænum. Glæsileg fullbúin 2ja
herb. björt með 3,3 metra loft-
hæð. Laus 25. sept. Leigist viku+.
Nánari upplýsingar http://
reykjavik-rent.mysite.wanadoo-
members.co.uk eða Berta
003368596558.
Aukahlutapakki fylgir með í júlí á meðan birgðir
endast. Upphækkun, heilsársdekk og 16” álfelgur.
Júlípakki: 180.000 kr.
STAÐALBÚNAÐUR: 2.0 lítra - 158 hestöfl,
fjórhjóladrif, hiti í speglum, hraðastillir (PLUS), hiti
í sætum (PLUS), hiti í framrúðu (PLUS), sjálfvirk
loftkæling (PLUS), kastarar í stuðara (PLUS), sóllúga
(LUX), aðgerðastýri (LUX) og leðurinnrétting (LUX).
Jepplingur á verði fólksbíls.
2.590.000 kr.
www.subaru.is
Forester2.590.000,- Forester PLUS2.790.000,- Forester LUX 3.090.000,-
Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00.Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is
Akureyri
461-2960
Njarðvík
421-8808
Höfn í Hornafirði
478-1990
Reyðarfirði
474-1453
Subaru Forester er mun öflugri en margir stærri jeppar
en samt lipur og léttur í akstri líkt og fólksbíll. Forester var
valinn dráttarbíll ársins í Hollandi og hentar því vel fyrir fellihýsi
og tjaldvagna. Í Rússlandi var hann valinn jepplingur ársins
og bíllinn með minnstu bilanatíðnina í Þýskalandi. Á Íslandi er
hann ódýrasti sjálfskipti jepplingurinn á markaðnum í dag.
Umboðsmenn
um land allt
FRÉTTIR
Rangt föðurnafn
Í FORMÁLA minningargreina um
Jón Karl Ólafsson, sem birtist í
Morgunblaðinu í gær, miðvikudag-
inn 13. september, var tengdadóttir
dóttur hans, Höllu, og manns hennar
Gunnars E. Finnbogasonar, Kristín
Sigurðardóttir, óvart sögð Gunnars-
dóttir. Það leiðréttist hér með.
Rangt ártal
Í FRÁSÖGN af Þorsteini Eyjólfs-
syni 100 ára í Morgunblaðinu á
mánudag var sagt að hann hefði
fæðst sama ár og fyrsti togarinn
kom til Íslands. Hið rétta er að fyrsti
íslenski togarinn, Coot, kom til
landsins árið 1904, þ.e. tveimur ár-
um áður en Þorsteinn fæddist. Beð-
ist er velvirðingar á þessum mistök-
um.
LEIÐRÉTT
OPIÐ hús verður í Heilsudrekanum
í Skeifunni 3, í dag,14. sept., og á
morgun, föstudag, kl. 7–19. Einnig
verður opið laugardag og sunnu-
dag kl. 9–16. Kynnt verður ýmis
heilsumeðferð, t.d. nálastungur,
kínverskt nudd, tækjameðferð, kín-
versk leikfimi fyrir alla aldurshópa
s.s. Wu Shu Art, Tai Chi og hugræn
teygjuleikfimi. Þá verður kynning á
margskonar kínversku heilsutei.
Kynningartilboð verða veitt með-
an á kínversku heilsudögunum
stendur.
Kínverskur sérfræðingur verður
á staðnum til að veita leiðbeiningar
um kínverska heilsurækt og hvern-
ig hún getur gagnast til að ná jafnt
líkamlegu sem andlegu jafnvægi en
samkvæmt kínverskum heilsuráð-
leggingum er haustið sú árstíð sem
best er til þess fallin að safna orku
fyrir líkamann, segir í frétta-
tilkynningu.
Nánari uppl.í síma 553-8282 og á
heimasíðunni www.heilsudrek-
inn.is.
Kínverskir
heilsudagar
KEPPNIN sterkasti fatlaði maður
heims fer fram dagana 15. og 16.
september og eru keppendur að
þessu sinni frá Íslandi, Finnlandi,
Svíþjóð og Færeyjum. Búið er að
sérhæfa kraftagreinar fyrir fatlaða
bæði í flokki standandi og í flokki
hjólastóla.
Skipuleggjendur mótsins eru
Arnar Már Jónsson þjálfari ÍFR og
Magnús Ver Magnússon mótshald-
ari. Mótið er haldið í samvinnu við
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík og
verða því gerð skil í sjónvarpsþætti
á RÚV, segir í fréttatilkynningu.
Dagskráin hefst föstudaginn 15.
sept. kl 15, á Lækjartorg þar sem
dreginn verður 2,5 tonna bíll, geng-
ið 20 metra með 180 kg kúta o.fl. Á
laugardag hefst dagskrá kl. 11, í
Fjörukránni í Hafnarfirði, þar
verður m.a. drumbalyfta, Herkúles-
arhald, réttstöðulyfta o.fl.
Sterkasti fatlaði
maður heims
ÞRÍR háskólanemar í meistara- og
doktorsnámi hljóta námsstyrki frá
Þróunarsamvinnustofnun Íslands á
þessu hausti vegna rannsóknar-
verkefna sem tengjast þróunar-
málum. Styrkþegarnir eru Dag-
finnur Sveinbjörnsson, sem er í
doktorsnámi við Harvard-háskóla í
Bandaríkjunum, Inga Dóra Péturs-
dóttir, sem er í meistaranámi við fé-
lagsvísindadeild Háskóla Íslands,
og Jo Tore Berg sem einnig leggur
stund á meistaranám við félags-
vísindadeild HÍ. Styrkirnir eru
bæði náms- og ferðastyrkir.
Þetta er í þriðja sinn sem stjórn
Þróunarsamvinnustofnunar veitir
námsstyrki til háskólanema en
styrkirnir eru auglýstir í samvinnu
við Háskóla Íslands og afgreiddir
að fenginni umsókn skólans, segir í
fréttatilkynningu.
Þróunarsam-
vinnustofnun
veitir styrki
STJÓRNARFUNDUR Verk-Vest
sem haldinn var á Reykhólum 9.
september sl.,vill enn og ítrekað
vekja máls á því að bættar sam-
göngur eru ein af undirstöðunum
til að tryggja og viðhalda byggð í
landinu.
„Eitt brýnasta verkefnið hvað
varðar Vestfirði er að tengja
byggðir fjórðungsins með góðum
vegum sem nýtast allt árið.
Barist hefur verið fyrir því að
vegir á heiðum og hálsum, sem
gjarnan eru tepptir stóran hluta
árs, verði færðir niður á láglendi,
yfir firði og fyrir nes.
Ein af þeim hugmyndum er vega-
lagning í Barðastrandarsýslu, frá
Melanesi yfir Gufufjörð, Djúpafjörð
og Þorskafjörð, u.þ.b. 15 km leið og
losna þar með við hættulegan veg
yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls.
Stjórnin tekur undir óskir heima-
manna á Reykhólum um að þessi
vegagerð, sem Vegagerð ríkisins
mælir með og kölluð er leið B, verði
valin. Við verðum að treysta því að
við slíkar framkvæmdir sýni þeir
sem verkið vinna fyllstu gát svo
umhverfinu verði ekki spillt, enda
hefur vegagerðin sýnt í verkum sín-
um að hún er þess trausts verð.“
Hvetja til
vegagerðar á
Vestfjörðum
STOFNFUNDUR Lögreglustjóra-
félags Íslands var haldinn á Hvols-
felli sl. laugardag. Félagið er stofnað
vegna fyrirhugaðra breytinga á
skipulagi lögreglunnar og eru fé-
lagar allir lögreglustjórar og aðstoð-
arlögreglustjórar sem sinna munu
þeim störfum eftir 1. janúar 2007.
Tilgangur félagsins er að vera vett-
vangur félagslegrar umræðu um
málefni lögreglunnar þ.m.t. að stuðla
að bættu starfsumhverfi lögreglunn-
ar, vera ráðgefandi og hafa frum-
kvæði gagnvart ríkisstjórn og Al-
þingi um nýmæli í löggjöf sem vænta
má að snerti verksvið félagsmanna
eða þegar óskað er eftir áliti félags-
ins, stuðla að samræmi í lagafram-
kvæmd og embættisfærslu fé-
lagsmanna og annast fyrirsvar fyrir
félagsmenn í kjaramálum, segir í
fréttatilkynningu.
Stjórn félagsins skipa eftirtaldir
lögreglustjórar: Kjartan Þorkelsson,
Hvolsvelli, formaður, Stefán Eiríks-
son, höfuðborgarsvæðinu, Sigríður
B. Guðjónsdóttir, Ísafirði, Ólafur K.
Ólafsson, Stykkishólmi, og Lárus
Bjarnason, Seyðisfirði.
Dómsmálaráðherra, Björn
Bjarnason, flutti ávarp, segir í til-
kynningunni.
Stofnfundur Lögreglustjórafélags Íslands á Hvolsvelli
Vettvangur fyrir málefni lögreglunnar
FJÖLBRAUTASKÓLINN við Ár-
múla fékk afhentan Grænfána,
fyrstur allra framhaldsskóla, við at-
höfn sem fram fór 11. september sl.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra flutti ávarp
og dró fánann að húni. Þá afhenti
fulltrúi frá Landvernd skólanum al-
þjóðlegt FEE skírteini.
Leikin var lifandi tónlist fyrir
viðstadda eftir að fáninn hafði ver-
ið dreginn að húni og boðið var upp
á lífrænt ræktaðar veitingar í skól-
anum sem skreyttur var í grænu í
tilefni dagsins, segir í fréttatilkynn-
ingu.
FÁ fékk afhentan
Grænfánann
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111