Morgunblaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 11 FRÉTTIR  SIGURÐUR Óli Sigurðsson varði 21. apríl sl., doktorsritgerð sína; In- vestigating the effects of real-time vi- sual feedback on computer workstation post- ure. Sigurður Óli leitaðist við með rannsókn sinni að sýna notagildi sjónrænnar end- urgjafar í raun- tíma til að leið- rétta líkamsstöðu við notkun tölvu. Sterkar vísbendingar eru um að röng líkamsstaða við tölvuvinnu geti aukið líkur á meiðslum á stoðkerfi lík- amans, til dæmis sinaskeiðabólgu og álagsmeiðslum í hálsi og baki. Í rannsókninni var notast við tölvu- viðmót sem Sigurður Óli þróaði ásamt Eyjólfi Sigþóri Garðarssyni forritara. Þátttakendur, sem voru BA-nemar í sálfræði, mættu á rann- sóknarstofu í sálfræði og slógu inn texta í ritvinnsluforriti. Í fyrstu fengu þeir engar upplýsingar um tilgang rannsóknar. Að loknu grunnlínu- tímabili voru þátttakendur þjálfaðir í að aðgreina hvort eigin líkamsstaða væri rétt eða röng. Hver þátttakandi mat stöðu eins ákveðins líkamshluta í einu (bak, olnbogi, eða háls). Því næst hófust þátttakendur aftur handa við innslátt texta á tölvu, en fengu auk þess að sjá sína eigin líkamsstöðu í rauntíma í glugga á tölvuskjá með reglulegu millibili. Þátttakendur dæmdu einnig hvort eigin líkams- staða væri rétt eða röng. Alls tóku átta þátttakendur þátt í tilrauninni, og unnu við tölvu í átján skipti hver að meðaltali, 20 mínútur í senn. Hlutfall réttrar líkamsstöðu batn- aði að meðaltali um rúmlega 58 pró- sentustig eftir að þátttakendur höfðu tækifæri á að meta eigin líkamsstöðu. Einnig má segja að þeir sem gátu áreiðanlega aðgreint ranga líkams- stöðu frá réttri voru líklegri til að bæta eigin stöðu en þeir sem áttu í vandræðum með aðgreininguna. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að líkamsstaða við tölvu- vinnu geti batnað við notkun tölvu- notendaviðmóts sem sýnir líkams- stöðu í rauntíma, og krefst þess að notandi meti eigin líkamsstöðu. Sigurður Óli Sigurðsson fæddist í Reykjavík árið 1974. Hann útskrif- aðist frá Menntaskólanum í Reykja- vík vorið 1994. Sigurður lauk BA- prófi í ensku frá Háskóla Íslands árið 2000, og BA-prófi í sálfræði frá sama skóla árið 2001. Hann hóf nám við Western Michigan University að hausti 2001. Hann hlaut þaðan meist- aragráðu í vinnusálfræði árið 2004 og hóf doktorsnám að því loknu. Vörnin fór fram við sálfræðideild Western Michigan University, í Kala- mazoo í Bandaríkjunum. Rannsóknin var unnin við sálfræðideild skólans og sá John Austin, prófessor við sama skóla, um handleiðslu. Foreldrar Sigurðar Óla eru Magna M. Baldursdóttir, og Sigurður Guð- laugsson. Sigurður Óli hefur störf sem lektor við sálfræðideild Univers- ity of Maryland-Baltimore County í ágústlok á þessu ári. Doktor í sálfræði Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn FUNDUR trúnaðarmanna Stétt- arfélags í almannaþágu (SFR) skor- ar á stjórnvöld að sjá til þess að Íbúðalánasjóður verði áfram sú kjölfesta í fjármögnun íbúðar- húsnæðis hér á landi sem nauðsyn- leg er. Hækkandi vextir og skert framboð lána hafi gert fólki erf- iðara að eignast húsnæði. „Þróun síðustu missera hefur sýnt að ekki er hægt að treysta á þröngan bankamarkað til að halda vöxtum á íbúðalánum í skefjum né tryggja nægilegt lánsfjármagn til íbúða- kaupa. Þess vegna er varað við öll- um hugmyndum sem lúta að því að skerða svigrúm Íbúðalánasjóðs.“ SFR vill styrkja Íbúðalánasjóð ♦♦♦ Bjóðum nýtt kortatímabil 10% kynningarafsláttur og fallegur kaupauki Kavíar línan gefur húðinni létta andlitslyftingu og fallegan ljóma! Sjón er sögu ríkari ... Velkomin á kynningu í Hygeu Smáralind í dag og á morgun föstudag kl. 13-17 báða dagana Smáralind • Sími 554 3960www.laprairie.com FANTASTIC MATCH Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16 50% afsláttur Útsöluhorn - Góðar vörur Dúnúlpur rúskinnsúlpur leðurjakkar vattkápur hattar húfur leðurhanskar ullarsjöl Góðar gjafir ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K EL 3 40 69 0 9/ 20 06 Kvenleg Glæsilegur fatnaður við öll tækifæri. Kringlunni · sími 568 4900 www.kello.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.