Morgunblaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 27             UPPÁHALDSBORG Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur, þulu og varaþingmanns, er Kraká í Póllandi. ,,Ég kom þangað fyrst í september 1988 og þá á aðaltorgið sem heitir Wawel og er minn uppáhaldsstaður í borginni en þar er einnig hinn frægi Wawel kastali.“ Sigurlín Margrét segir að þegar hún hafi í fyrsta skipti komið á torg- ið hafi mjög fáir verið á ferli og húsin í kringum torgið verið illa hirt, skít- ug, búðir fáar og hálfhráslagalegt um að litast. ,,Ég tók samt ástfóstri við þetta torg og hef heimsótt það 12 sinnum á ferðum mínum til Póllands í gegnum árin. Þarna var markaður sem seldi pólskar ferðamannavörur en núna er miklu meira í hann lagt og hann jafnframt dýrari. Í hvert sinn sem ég heimsæki torgið er það fallegra og margar breytingar til framfara. Ég og fjölskyldan höfum alltaf í lok hverrar heimsóknar á torgið leigt okkur hestvagn til þess að aka um þröngu göturnar sem eru allt í kringum torgið og næsta ná- grenni og upp að Wawel kastala. Það er líka skemmtilegt að nefna það, en af einhverjum ástæðum hefur ekill- inn alltaf ekið fram hjá skóla sem er fyrir heyrnarlaus börn og bent okk- ur sérstaklega á hann. Ég hef einnig séð heyrnarlaus börn leika sér þar í garðinum. Wawel-torgið og kast- alinn eru á heimsminjaskrá Samein- uðu þjóðanna en í nágrenninu eru líka fleiri sögulegar byggingar.“ Skemmtilegir veitingastaðir Sigurlín Margrét segir að nú sé urmull af skemmtilegum veitinga- stöðum og kaffihúsum á torginu en árið 1988 hafi þar aðeins verið eitt sem reyndar sé þar enn. ,,Kakan góða sem ég fékk í fyrstu heimsókn- inni er reyndar ekki lengur í boði en úrvalið af hnallþórum að pólskum hætti er þó mikið, og gaman að bragða á Biskupatertunni og Fall- toppakökunni en sú síðarnefnda er gerð úr vatnsdeigi, sérstakt krem sett á milli og svo er flórsykri sáldr- að yfir. Í hliðargötum torgsins er að finna skemmtilegar antíkbúðir sem og aðrar sérverslanir. Ég fann líka eitt sinn í einhverri götunni krá sem er í eigu heyrnarlauss manns og er mjög vinsæll hverfisbar á svæðinu.“ Tákn- málið er fyrsta mál Sigurlínar en hún segir að flestir á svæðinu tali pólsku en skilji dálítið í ensku. ,,Ég á stundum auðveldara með að gera mig skiljanlega á táknmáli við inn- fædda en talandi samferðamenn mínir í útlöndum ef tungumálið er þröskuldur. Það er oft hægt að bjarga sér á hrognatáknmáli,“ segir hún og hlær. Bjargar sér á hrognatáknmáli Kraká Aðaltorgið sem heitir Wawel er uppáhaldsstaður Sigurlínar í borg- inni en þar er einnig hinn frægi Wawel-kastali sem sést í á myndinni. Morgunblaðið/Jim Smart Minjagripir Sigurlín Margrét með hluti sem hún keypti á Wawel-torginu í Kraká. Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is ÍRLAND er eitt þeirra landa sem Íslendingar heimsækja reglulega og því ættu þeir sem verða staddir í Dublin í lok þessa mánaðar ekki að láta framhjá sér fara þá staðreynd að laugardaginn 30.september gefst almenningi sjaldgæft tæki- færi til að heimsækja vinnustofur rúmlega hundrað listamanna í borginni góðu. Viðburður þessi kallast VISIT og felst í því að lista- menn opna dyrnar að vinnustofum sínum upp á gátt og bjóða þeim sem eiga leið um að koma innfyrir, bæði til að fólk geti skoðað aðstöðuna þar sem listin verður til, notið lista- verkanna sjálfra og spjallað við listamennina á þeirra sköp- unarvelli. VISIT er forvitnilegur viðburður bæði fyrir listunnendur og ekki síður áhugafólk um mann- líf, því vinnustofur listamanna og listamennirnir sjálfir eru jafn ólík og þau eru mörg. Hægt verður að kaupa verk af listamönnunum. Reuters List Aldrei að vita nema gestir rekist á fótleggi þegar þeir líta inn á vinnu- stofur listamanna í Dublin, rétt eins og þessi gestur á sýningu í Barcelona. Listamenn opna vinnu- stofur sínar í einn dag www.imma.ie
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.