Morgunblaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 51 50% afsláttur af síðum kjólum Laugavegi 54 sími 552 5201 Helgar- brjálæði Stórbrotin hljómsveitarverk, frábærir einleikarar og Kristall Starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands er hafið og á morgun eru fyrstu tón- leikarnir í GULU ÁSKRIFTARÖÐINNI. Aðalhljómsveitarstjóri sí, Rumon Gamba stýrir hljómsveitinni og á efnisskrá eru sjaldheyrðar en stórbrotnar sinfóníur. FIMMTUDAGINN 14. SEPTEMBER KL. 19.30 gul tónleikaröð í háskólabíói Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Malcolm Arnold ::: Sinfónía nr. 5 Dímítríj Sjostakovítsj ::: Sinfónía nr. 12 „Árið 1917“ LAUGARDAGINN 16. SEPTEMBER KL. 17.00 kristall í listasafni íslands Georg Friderich Händel ::: Passacaglia Ludwig van Beethoven ::: Septet í Es-dúr op. 20 Nýjung starfsársins er kammertónleikaröðin Kristall. Listamenn úr hljómsveitinni fara víða og flytja einstök verk í fallegu umhverfi. Flytjendur ::: Einar Jóhannesson, Rúnar Vilbergsson, Joseph Ognibene, Sigrún Eðvaldsdóttir, Helga Þórarinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Hávarður Tryggvason. Laugardagur í Listasafni Íslands FL GROUP ÓSKAR TÓNLISTARUNNENDUM GÓÐRAR SKEMMTUNAR Í VETUR aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Tónlistarveisla á Egilsstöðum Sinfóníuhljómsveitin heldur tónleika í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum FÖSTUDAGINN 15. SEPTEMBER KL. 19.30. Ótrúlega fjölbreytt og litrík efnisskrá bíður tónleikagesta. Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba miðaverð: 1.500 kr. ::: 6 tónleikar: 7.650 kr. tónleikakynning vinafélags sinfóníuhljómsveitarinnar. Vinafélagið stendur fyrir fróðlegum og vinsælum kynningum í Sunnusal Hótels Sögu. Rumon Gamba er gestur kvöldsins. Dagskráin hefst kl. 18 á fimmtudaginn. Boðið er upp á súpu og kaffi og aðgangseyrir er aðeins 1.200 kr. EITT DÆMI um þá töfra sem lesa má úr formi sígildrar tónlistar er að finna í „Goldberg tilbrigðunum“ eftir Bach. Þau hefjast á aríu, sem þó er ekki sungin eins og vaninn er með aríur, heldur leikin á sembal. Engu að síður er um söng að ræða, há- stemmda sönglínu sem í sjálfu sér er afar fábrotin. En svo taka við um þrjátíu tilbrigði sem ekki nokkur leið væri að syngja. Þar sem söngur er hin náttúrulega tónlistartjáning lík- amans má segja að í „Goldberg til- brigðunum“ felist umbreyting hins líkamlega (aríunnar) í eitthvað sem er handan líkamans (tilbrigðin). Slíka umbreytingu er að finna í flestum klassískum tónverkum. Í fimmtu sinfóníu Beethovens lætur tónskáldið t.d. litla hendingu verða að stórfenglegri tónsmíð með því að beita alls konar úrvinnsluaðferðum klassískrar tónlistar. Svo virðist því sem sígild tónlist byggist á útópískri sýn á lífið, að maðurinn eða tilteknar aðstæður geti orðið að einhverju miklu meira og „æðra“. Ég hugsa að flestir sem komu á tónleika Tan Longjian kvartettsins í Seltjarnarneskirkju á miðvikudags- kvöldið hafi verið vanir slíkri tónlist. Meira að segja venjuleg vestræn dægurtónlist byggist á flóknara hljómferli en músíkin sem boðið var upp á á tónleikunum. Um var að ræða hirðtónlist frá keisaratímabilinu í Kína sem leikin var á ýmiskonar forn strengjahljóðfæri, það elsta að mestu óbreytt frá tímum Konfúsíusar. Tón- listin einkenndist af sömu tónstöð- unni, það var eins og að heyra verk í C-dúr sem ALDREI skipti um tón- tegund. Fyrir vestræna áheyrendur kann slík tónlist að virka býsna leiði- gjörn. Og samt voru allskonar litir og blæbrigði sem heyrast varla í vest- rænni tónlist. Kvarttónbil sköpuðu sérstæðan hugblæ, einnig mismun- andi raddsamsetningar og áherslur. Vissulega var meiri kyrrstaða í tón- listinni en við eigum að venjast, en að sama skapi gerðist allt mögulegt í kyrrstöðunni. Það var stígandi í henni og hápunktarnir voru magnaðir. Óhætt er að fullyrða að óvenjuleg stemning hafi skapast á tónleikunum. Leikur fjórmenninganna var vand- aður og vel ígrundaður. Sérstaka að- dáun vakti stórglæsilegur lútuleikur eins hljóðfæraleikaranna og einnig fjörlegur fiðluleikurinn. Fiðlan (eða var þetta kannski selló?) var auðvitað ekki eins og við eigum að venjast; hálsinn var gríðarlega langur en hljómbotninn pínulítill. Tónninn var því mun grynnri en í venjulegu strok- hljóðfæri, en hann lét engu að síður vel í eyrum. Og heildarhljómur allra hljóðfæranna var í góðu jafnvægi. Óneitanlega voru þetta athygl- isverðir tónleikar. Á þeim var flutt tónlist sem alþýða manna í Kína fékk ekki að njóta og sem lítið hefur verið flutt á vesturlöndum. Þar fyrir utan eru tónleikar með heimstónlist alltof sjaldgæfir á Íslandi. Meira svona! Tónlist keisarans í Kína TÓNLIST Seltjarnarneskirkja Tónlist úr handritinu Xian Suo Bei Kao sem fræðimaðurinn Rong Zhai skráði ár- ið 1814. Verkin hétu Skipun hershöfð- ingjans, Klausturþula, Næturför um furu- skóg, Hjartnæm kveðjustund við hliðið, Veiðgammurinn og Shi Liu Ban. Tan Longjian kvartettinn lék. Tónleikarnir voru á vegum Kínversk-íslenska menn- ingarfélagsins og Listvinafélags Seltjarn- arneskirkju. Miðvikudagur 6. september. Kammertónleikar Jónas Sen Morgunblaðið/Ásdís Kínverskt „Leikur fjórmenninganna var vandaður og vel ígrundaður.“ Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.