Morgunblaðið - 14.09.2006, Síða 51

Morgunblaðið - 14.09.2006, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 51 50% afsláttur af síðum kjólum Laugavegi 54 sími 552 5201 Helgar- brjálæði Stórbrotin hljómsveitarverk, frábærir einleikarar og Kristall Starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands er hafið og á morgun eru fyrstu tón- leikarnir í GULU ÁSKRIFTARÖÐINNI. Aðalhljómsveitarstjóri sí, Rumon Gamba stýrir hljómsveitinni og á efnisskrá eru sjaldheyrðar en stórbrotnar sinfóníur. FIMMTUDAGINN 14. SEPTEMBER KL. 19.30 gul tónleikaröð í háskólabíói Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Malcolm Arnold ::: Sinfónía nr. 5 Dímítríj Sjostakovítsj ::: Sinfónía nr. 12 „Árið 1917“ LAUGARDAGINN 16. SEPTEMBER KL. 17.00 kristall í listasafni íslands Georg Friderich Händel ::: Passacaglia Ludwig van Beethoven ::: Septet í Es-dúr op. 20 Nýjung starfsársins er kammertónleikaröðin Kristall. Listamenn úr hljómsveitinni fara víða og flytja einstök verk í fallegu umhverfi. Flytjendur ::: Einar Jóhannesson, Rúnar Vilbergsson, Joseph Ognibene, Sigrún Eðvaldsdóttir, Helga Þórarinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Hávarður Tryggvason. Laugardagur í Listasafni Íslands FL GROUP ÓSKAR TÓNLISTARUNNENDUM GÓÐRAR SKEMMTUNAR Í VETUR aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Tónlistarveisla á Egilsstöðum Sinfóníuhljómsveitin heldur tónleika í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum FÖSTUDAGINN 15. SEPTEMBER KL. 19.30. Ótrúlega fjölbreytt og litrík efnisskrá bíður tónleikagesta. Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba miðaverð: 1.500 kr. ::: 6 tónleikar: 7.650 kr. tónleikakynning vinafélags sinfóníuhljómsveitarinnar. Vinafélagið stendur fyrir fróðlegum og vinsælum kynningum í Sunnusal Hótels Sögu. Rumon Gamba er gestur kvöldsins. Dagskráin hefst kl. 18 á fimmtudaginn. Boðið er upp á súpu og kaffi og aðgangseyrir er aðeins 1.200 kr. EITT DÆMI um þá töfra sem lesa má úr formi sígildrar tónlistar er að finna í „Goldberg tilbrigðunum“ eftir Bach. Þau hefjast á aríu, sem þó er ekki sungin eins og vaninn er með aríur, heldur leikin á sembal. Engu að síður er um söng að ræða, há- stemmda sönglínu sem í sjálfu sér er afar fábrotin. En svo taka við um þrjátíu tilbrigði sem ekki nokkur leið væri að syngja. Þar sem söngur er hin náttúrulega tónlistartjáning lík- amans má segja að í „Goldberg til- brigðunum“ felist umbreyting hins líkamlega (aríunnar) í eitthvað sem er handan líkamans (tilbrigðin). Slíka umbreytingu er að finna í flestum klassískum tónverkum. Í fimmtu sinfóníu Beethovens lætur tónskáldið t.d. litla hendingu verða að stórfenglegri tónsmíð með því að beita alls konar úrvinnsluaðferðum klassískrar tónlistar. Svo virðist því sem sígild tónlist byggist á útópískri sýn á lífið, að maðurinn eða tilteknar aðstæður geti orðið að einhverju miklu meira og „æðra“. Ég hugsa að flestir sem komu á tónleika Tan Longjian kvartettsins í Seltjarnarneskirkju á miðvikudags- kvöldið hafi verið vanir slíkri tónlist. Meira að segja venjuleg vestræn dægurtónlist byggist á flóknara hljómferli en músíkin sem boðið var upp á á tónleikunum. Um var að ræða hirðtónlist frá keisaratímabilinu í Kína sem leikin var á ýmiskonar forn strengjahljóðfæri, það elsta að mestu óbreytt frá tímum Konfúsíusar. Tón- listin einkenndist af sömu tónstöð- unni, það var eins og að heyra verk í C-dúr sem ALDREI skipti um tón- tegund. Fyrir vestræna áheyrendur kann slík tónlist að virka býsna leiði- gjörn. Og samt voru allskonar litir og blæbrigði sem heyrast varla í vest- rænni tónlist. Kvarttónbil sköpuðu sérstæðan hugblæ, einnig mismun- andi raddsamsetningar og áherslur. Vissulega var meiri kyrrstaða í tón- listinni en við eigum að venjast, en að sama skapi gerðist allt mögulegt í kyrrstöðunni. Það var stígandi í henni og hápunktarnir voru magnaðir. Óhætt er að fullyrða að óvenjuleg stemning hafi skapast á tónleikunum. Leikur fjórmenninganna var vand- aður og vel ígrundaður. Sérstaka að- dáun vakti stórglæsilegur lútuleikur eins hljóðfæraleikaranna og einnig fjörlegur fiðluleikurinn. Fiðlan (eða var þetta kannski selló?) var auðvitað ekki eins og við eigum að venjast; hálsinn var gríðarlega langur en hljómbotninn pínulítill. Tónninn var því mun grynnri en í venjulegu strok- hljóðfæri, en hann lét engu að síður vel í eyrum. Og heildarhljómur allra hljóðfæranna var í góðu jafnvægi. Óneitanlega voru þetta athygl- isverðir tónleikar. Á þeim var flutt tónlist sem alþýða manna í Kína fékk ekki að njóta og sem lítið hefur verið flutt á vesturlöndum. Þar fyrir utan eru tónleikar með heimstónlist alltof sjaldgæfir á Íslandi. Meira svona! Tónlist keisarans í Kína TÓNLIST Seltjarnarneskirkja Tónlist úr handritinu Xian Suo Bei Kao sem fræðimaðurinn Rong Zhai skráði ár- ið 1814. Verkin hétu Skipun hershöfð- ingjans, Klausturþula, Næturför um furu- skóg, Hjartnæm kveðjustund við hliðið, Veiðgammurinn og Shi Liu Ban. Tan Longjian kvartettinn lék. Tónleikarnir voru á vegum Kínversk-íslenska menn- ingarfélagsins og Listvinafélags Seltjarn- arneskirkju. Miðvikudagur 6. september. Kammertónleikar Jónas Sen Morgunblaðið/Ásdís Kínverskt „Leikur fjórmenninganna var vandaður og vel ígrundaður.“ Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.