Morgunblaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 43 Atvinnuauglýsingar Starfsmaður óskast Malbikunarstöðin Höfði hf. vill ráða mann til starfa við malbiksafgreiðslu o.fl. Upplýsingar veitir verkstjóri í síma 587 8370. Ritstjóri Blaðamaður Bændasamtök Íslands óska eftir að ráða rit- stjóra að Bændablaðinu. Leitað er að einstakl- ingi sem hefur starfað á fjölmiðlum og hefur góða þekkingu á ritstjórn blaða. Ritstjóranum er einnig ætlað að ritstýra heima- síðu BÍ www.bondi.is og fréttavef Bændablaðs- ins en fréttavefurinn hefur göngu sína í byrjun vetrar. Skriflega umsókn skal senda til Sigurgeirs Þorgeirssonar, framkvæmdastjóra BÍ, merkta: „Bændablaðið/ritstjóri”. Blaðamaður BÍ óskar eftir að ráða blaðamann að Bænda- blaðinu og til fleiri starfa á útgáfu- og kynning- arsviði. Aðeins blaðamaður með góða þekk- ingu á landbúnaði og málefnum dreifbýlisins kemur til greina í starfið. Skriflega umsókn skal senda til Sigurgeirs Þorgeirssonar, framkvæmdastjóra BÍ, merkta: „Bændablaðið/blaðamaður”. Bændablaðið er málgagn bænda dreifbýlis og kemur út hálfsmánaðarlega í rösklega 15 þúsund eintökum. Það er yfirleitt 32-40 síður. Blaðinu er dreift um allt land. Í því er jöfnum höndum fjallað um málefni bændastéttarinnar og strjálbýlisins. Um bæði störfin gildir að þekking og færni á umbrotsforritið Indesign og myndvinnslufor- ritið Photoshop er kostur. Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til 20. september. Bent er á rafrænt umsóknar- eyðublað á heimasíðunni bondi.is Nánari upplýsingar gefur Sigurgeir Þorgeirs- son í síma 563 0300. Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Starfsfólk óskast Starfsfólk óskast í kaffiteríu. Vaktavinna. Umsóknir sendist á perlan@perlan.is. Smiðir — múrarar — verkamenn Akkorð ehf. óskar eftir trésmiðum, múrara og verkamönnum. Næg vinna, laun eftir getu og þekkingu. Upplýsingar veitir Svanur í síma 893 1901. Akkorð ehf., Fossaleyni 16, 112 Reykjavík, sími 517 3450 — 893 1901. Bifvélavirki eða laghentur maður óskast til framtíðar- starfa. Starfið er fjölbreytt og felst m.a. í við- gerðum og afgreiðslu varahluta. Viðkomandi þarf að vera áhugasamur, geta unnið sjálfstætt, hafa þjónustulund, gott mannorð og hreint sakavottorð. Góð laun eru í boði fyrir réttan mann. Upplýsingar um menntun, hagi og fyrri störf sendist til auglýsingadeildar Mbl. eða í box@mb.is merktar: „Laghentur — 19020“. Heildsala - Lagerstarf Halldór Jónsson ehf. óskar eftir traustum einstaklingi til almennra lagerstarfa. Viðkom- andi þarf að vera stundvís, skipulagður og með góða þjónustulund. Áhugasamir vinsamlegast skilið inn umsóknum til auglýsingadeildar Morgunblaðsins, merktar „L — 19025“ fyrir þriðjudaginn 19. september. Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Drekavogur 4, 226-0776, Reykjavík, þingl. eig. John Manuel Ontive- ros, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 18. september 2006 kl. 13.30. Framnesvegur 48, 200-2282, Reykjavík, þingl. eig. Harry Bjarki Gunn- arsson, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., Kaupþing banki hf., Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv. og Tollstjóraembættið, mánudaginn 18. september 2006 kl. 10.30. Hjallavegur 6, 201-7707, Reykjavík, þingl. eig. Örvar Þór Jónsson, gerðarb. Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., Glitnir banki hf., útibú 527 og Tollstjóraembættið, mánudaginn 18. september 2006 kl. 14.00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 13. september 2006. Félagslíf Kvöldvaka í kvöld kl. 20 Veitingar og happdrætti. Umsjón: Bræðurnir. Allir velkomnir. Fimmtudagur 14. sept. 2006 Samkoma kl. 20.00 í félagsmið- stöð Samhjálpar í Stangarhyl 3. Vitnisburður og söngur. Predikun Ástríður Júlíusdóttir. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is VERIÐ er að skrá pör á hjóna- og sambúðarnámskeið þau sem sr. Þór- hallur Heimisson, prestur í Hafnar- fjarðarkirkju, hefur annast undan- farin 10 ár. Á þessum tíma hafa um 7500 manns tekið þátt í námskeið- unum. Námskeiðin eru ætluð öllum sem eru í hjónabandi eða sambúð, ekki aðeins þeim sem eiga við vandamál að stríða, heldur hinum líka og ekki síður, sem vita sig búa í góðu hjóna- bandi en vilja samt styrkja samband sitt, segir í fréttatilkynningu. Þá er á þessu hausti væntanleg bók eftir Þórhall sem byggist á námskeiðun- um og heitir Hjónaband og sambúð. Námskeiðin hafa verið haldin um allt land og verður í vetur boðið upp á þau víða um land, m.a. á Austur- landi, í Hveragerði og í Mosfellsbæ. Eru námskeiðin kynnt á hverjum stað fyrir sig og annast sóknarprest- ar skráningu á þau. Á námskeiðunum er farið í gegn- um helstu gildrur sambúðarinnar, hvernig fjölskyldumynstrum hægt er að festast í, fjallað um væntingar, vonir og vonbrigði þeirra sem til- heyra fjölskyldunni. En fyrst og fremst er talað um þær leiðir sem hægt er að fara til að sleppa út úr vítahring deilna og átaka í sambúð og hvernig styrkja má innviði fjöl- skyldunnar. Rætt er um hláturinn, kynlífið, gleðina, hamingjuna o.fl. Námskeiðið fer fram í formi samtals milli þátttakenda og leiðbeinanda, þar sem pörin eru m.a. látin vinna ýmis verkefni saman og hvert fyrir sig. Að lokum fá allir heimaverkefni upp á framtíðina. Enginn þarf að tjá sig á námskeiðinu frekar en hann vill, segir í fréttatilkynningunni. Hjóna- og sambúðar- námskeið að hefjast (Myndin birtist á ný, því textinn með henni féll niður í gær.) Þið getið bara farið í rass og rófu, þið eruð ekkert vinir mínir. FRÉTTIR MÁLBJÖRG stendur fyrir fyrstu samkomu vetrarins laugardaginn 16. september, með fjallgöngu á Þorbjörn. Mæting er við sunnanverðan Þor- björn kl. 11, rétt sunnan Bláa lóns- ins og Svartengis. Eftir gönguna býður félagið þátt- takendum til grillveislu. Tilkynna þarf þátttöku fyrir föstudaginn 15. sept. til Björns Tryggvasonar í síma 856 6440 eða á netfangið btrygg@simnet.is. Málbjörg gengur á Þorbjörn SVOKÖLLUÐ Leikjaveiki verður haldin í fyrsta sinn í BT Smáralind nk. laugardag. Leikjaveikin er tölvuleikjakeppni opin öllum og fer skráning fram í verslun BT í Smáralind og á vefsvæði útvarps- stöðvarinnar Xfm919, www.xfm.is. Keppt verður í fótboltaleiknum FIFA 2006. Þátttaka kostar ekkert og aldurstakmark er ekkert. Aðal- vinningar eru fartölva, Playstation 2 og PSP leikjatölvur ásamt tölvu- leikjum. Fyrsta leikjaveik- in í BT Smáralind
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.