Morgunblaðið - 14.09.2006, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 43
Atvinnuauglýsingar
Starfsmaður
óskast
Malbikunarstöðin Höfði hf. vill ráða
mann til starfa við malbiksafgreiðslu o.fl.
Upplýsingar veitir verkstjóri í síma
587 8370.
Ritstjóri
Blaðamaður
Bændasamtök Íslands óska eftir að ráða rit-
stjóra að Bændablaðinu. Leitað er að einstakl-
ingi sem hefur starfað á fjölmiðlum og hefur
góða þekkingu á ritstjórn blaða.
Ritstjóranum er einnig ætlað að ritstýra heima-
síðu BÍ www.bondi.is og fréttavef Bændablaðs-
ins en fréttavefurinn hefur göngu sína í byrjun
vetrar.
Skriflega umsókn skal senda til Sigurgeirs
Þorgeirssonar, framkvæmdastjóra BÍ, merkta:
„Bændablaðið/ritstjóri”.
Blaðamaður
BÍ óskar eftir að ráða blaðamann að Bænda-
blaðinu og til fleiri starfa á útgáfu- og kynning-
arsviði. Aðeins blaðamaður með góða þekk-
ingu á landbúnaði og málefnum dreifbýlisins
kemur til greina í starfið.
Skriflega umsókn skal senda til Sigurgeirs
Þorgeirssonar, framkvæmdastjóra BÍ, merkta:
„Bændablaðið/blaðamaður”.
Bændablaðið er málgagn bænda dreifbýlis
og kemur út hálfsmánaðarlega í rösklega 15
þúsund eintökum. Það er yfirleitt 32-40 síður.
Blaðinu er dreift um allt land. Í því er jöfnum
höndum fjallað um málefni bændastéttarinnar
og strjálbýlisins.
Um bæði störfin gildir að þekking og færni á
umbrotsforritið Indesign og myndvinnslufor-
ritið Photoshop er kostur.
Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til
20. september. Bent er á rafrænt umsóknar-
eyðublað á heimasíðunni bondi.is
Nánari upplýsingar gefur Sigurgeir Þorgeirs-
son í síma 563 0300.
Bændahöll við Hagatorg,
107 Reykjavík.
Starfsfólk óskast
Starfsfólk óskast í kaffiteríu. Vaktavinna.
Umsóknir sendist á perlan@perlan.is.
Smiðir — múrarar
— verkamenn
Akkorð ehf. óskar eftir trésmiðum, múrara og
verkamönnum. Næg vinna, laun eftir getu og
þekkingu.
Upplýsingar veitir Svanur í síma 893 1901.
Akkorð ehf., Fossaleyni 16, 112 Reykjavík,
sími 517 3450 — 893 1901.
Bifvélavirki
eða laghentur maður óskast til framtíðar-
starfa. Starfið er fjölbreytt og felst m.a. í við-
gerðum og afgreiðslu varahluta. Viðkomandi
þarf að vera áhugasamur, geta unnið sjálfstætt,
hafa þjónustulund, gott mannorð og hreint
sakavottorð.
Góð laun eru í boði fyrir réttan mann.
Upplýsingar um menntun, hagi og fyrri störf
sendist til auglýsingadeildar Mbl. eða í
box@mb.is merktar: „Laghentur — 19020“.
Heildsala - Lagerstarf
Halldór Jónsson ehf. óskar eftir traustum
einstaklingi til almennra lagerstarfa. Viðkom-
andi þarf að vera stundvís, skipulagður og með
góða þjónustulund. Áhugasamir vinsamlegast
skilið inn umsóknum til auglýsingadeildar
Morgunblaðsins, merktar „L — 19025“ fyrir
þriðjudaginn 19. september.
Raðauglýsingar 569 1100
Nauðungarsala
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Drekavogur 4, 226-0776, Reykjavík, þingl. eig. John Manuel Ontive-
ros, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 18. september
2006 kl. 13.30.
Framnesvegur 48, 200-2282, Reykjavík, þingl. eig. Harry Bjarki Gunn-
arsson, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., Kaupþing
banki hf., Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv. og Tollstjóraembættið,
mánudaginn 18. september 2006 kl. 10.30.
Hjallavegur 6, 201-7707, Reykjavík, þingl. eig. Örvar Þór Jónsson,
gerðarb. Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., Glitnir banki hf., útibú 527
og Tollstjóraembættið, mánudaginn 18. september 2006 kl. 14.00.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
13. september 2006.
Félagslíf
Kvöldvaka í kvöld kl. 20
Veitingar og happdrætti.
Umsjón: Bræðurnir.
Allir velkomnir.
Fimmtudagur 14. sept. 2006
Samkoma kl. 20.00 í félagsmið-
stöð Samhjálpar í Stangarhyl 3.
Vitnisburður og söngur.
Predikun Ástríður Júlíusdóttir.
Allir hjartanlega velkomnir.
www.samhjalp.is
VERIÐ er að skrá pör á hjóna- og
sambúðarnámskeið þau sem sr. Þór-
hallur Heimisson, prestur í Hafnar-
fjarðarkirkju, hefur annast undan-
farin 10 ár. Á þessum tíma hafa um
7500 manns tekið þátt í námskeið-
unum.
Námskeiðin eru ætluð öllum sem
eru í hjónabandi eða sambúð, ekki
aðeins þeim sem eiga við vandamál
að stríða, heldur hinum líka og ekki
síður, sem vita sig búa í góðu hjóna-
bandi en vilja samt styrkja samband
sitt, segir í fréttatilkynningu. Þá er á
þessu hausti væntanleg bók eftir
Þórhall sem byggist á námskeiðun-
um og heitir Hjónaband og sambúð.
Námskeiðin hafa verið haldin um
allt land og verður í vetur boðið upp
á þau víða um land, m.a. á Austur-
landi, í Hveragerði og í Mosfellsbæ.
Eru námskeiðin kynnt á hverjum
stað fyrir sig og annast sóknarprest-
ar skráningu á þau.
Á námskeiðunum er farið í gegn-
um helstu gildrur sambúðarinnar,
hvernig fjölskyldumynstrum hægt
er að festast í, fjallað um væntingar,
vonir og vonbrigði þeirra sem til-
heyra fjölskyldunni. En fyrst og
fremst er talað um þær leiðir sem
hægt er að fara til að sleppa út úr
vítahring deilna og átaka í sambúð
og hvernig styrkja má innviði fjöl-
skyldunnar. Rætt er um hláturinn,
kynlífið, gleðina, hamingjuna o.fl.
Námskeiðið fer fram í formi samtals
milli þátttakenda og leiðbeinanda,
þar sem pörin eru m.a. látin vinna
ýmis verkefni saman og hvert fyrir
sig. Að lokum fá allir heimaverkefni
upp á framtíðina. Enginn þarf að tjá
sig á námskeiðinu frekar en hann
vill, segir í fréttatilkynningunni.
Hjóna- og sambúðar-
námskeið að hefjast
(Myndin birtist á ný, því textinn með henni féll niður í gær.)
Þið getið bara farið í rass og rófu, þið eruð ekkert vinir mínir.
FRÉTTIR
MÁLBJÖRG stendur fyrir fyrstu
samkomu vetrarins laugardaginn
16. september, með fjallgöngu á
Þorbjörn.
Mæting er við sunnanverðan Þor-
björn kl. 11, rétt sunnan Bláa lóns-
ins og Svartengis.
Eftir gönguna býður félagið þátt-
takendum til grillveislu.
Tilkynna þarf þátttöku fyrir
föstudaginn 15. sept. til Björns
Tryggvasonar í síma 856 6440 eða á
netfangið btrygg@simnet.is.
Málbjörg gengur
á Þorbjörn
SVOKÖLLUÐ Leikjaveiki verður
haldin í fyrsta sinn í BT Smáralind
nk. laugardag. Leikjaveikin er
tölvuleikjakeppni opin öllum og fer
skráning fram í verslun BT í
Smáralind og á vefsvæði útvarps-
stöðvarinnar Xfm919, www.xfm.is.
Keppt verður í fótboltaleiknum
FIFA 2006. Þátttaka kostar ekkert
og aldurstakmark er ekkert. Aðal-
vinningar eru fartölva, Playstation
2 og PSP leikjatölvur ásamt tölvu-
leikjum.
Fyrsta leikjaveik-
in í BT Smáralind