Morgunblaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÚR VERINU BREZKA smásölukeðjan Waitrose hefur tilkynnt að í fyrsta sinn á ein- um áratug, hafi hún selt meira af fiski en kjúklingi. Sala á fiski hjá keðjunni hefur aukizt um 20% á síð- asta ári. Sala á kjúklingi hefur á sama tíma aukizt um 6%. Þetta kemur fram á fréttavefn- um Intrafish.com, sem hefur það eftir Jeremy Ryland-Langley, sér- fræðingi Waitrose í fiski, að það sé fyrst og fremst feitur fiskur, sem seljist meira og bendi það til þess að neytendur séu að hugsa um holl- ustu umfram annað. „Aukningin er mikil og ljóst að kaupin stýrast af nýjum lífsstíl fólks,“ segir Ryland- Langley. Jákvæðar fréttir um fiskneyzlu hafa verið áberandi á Bretlandi síð- ustu tvö árin. Manneldisráð lagði til fyrir tveimur árum að neytendur borðuðu tvær fiskmáltíðir á viku að lágmarki og ætti önnur þeirra að vera úr feitum fiski. Í síðustu viku lögðu svo skólayfirvöld á Englandi til að skólabörn borðuðu meira af feitum fiski. Þegar talað er um feit- an fisk má nefna tegundir eins og lax, makríl og síld. Innihald fjöló- mettuðu fitusýranna Omega 3 er mikið í slíkum fiski, en þær eru ein- staklega hollar. Áherzla á sjálfbærni Ryland-Langley segir ennfrem- ur að þar sem Waitrose sé þekkt fyrir að bjóða aðeins fisk úr sjálf- bærum veiðum, hafi salan einnig aukizt. Keðjan hafi gert fjölmargar ráðstafanir til að tryggja sjálfbærni sjávarafurða sinna. Nýlega hefur keðjan lagt áherzlu á að kaupa að- eins eldislax sem hefur verið alinn á fóðri fengnu á sjálfbæran hátt síð- ustu þrjú árin. Fyrr á þessu ári hætti Waitrose að kaupa fisk veidd- an í troll og selur nú aðeins fisk veiddan á línu. Þess má geta að Wa- itrose kaupir mikið af fiski frá Ís- landi, bæði ferskan og frystan í neytendaumbúðum. Ekkert land selur meira af botnfiski til Bret- lands en Ísland. Waitrose hefur einnig lagt áherzlu á að bjóða fisk, sem hefur hlotið umhverfismerkingar MSC og hefur sú sala margfaldazt á síðustu tveimur árum í röð. Auk þess hefur keðjan fengið viðurkenningar frá MSC og Grænfriðungum fyrir þessa afstöðu sína. Ryland-Langley segir að þeir hafi trú á því að mik- ilvægi sjálfbærni eigi eftir að hafa veruleg áhrif á söluna í framtíðinni. Auka hlutdeild á kostnað annarra Waitrose hefur unnið mikið í því að skapa sér sess sem fisksali al- mennt. Nú er keðjan með um 3,9% markaðshlutdeild í sölu matmæla á Bretlandi, en 10% hlutdeild í allri sölu á ferskum fiski. Það telur Ryl- and-Langley að bendi til þess að Waitrose sé að auka hlutdeild sína á kostnað annarra. Þá hefur sala keðjunnar á fiski í neytendaumbúð- um aukizt mikið líka, en hlutdeildin hefur þó minnkað. Það að fiskur seljist meira en kjúklingur hjá Waitrose kann að vera einsdæmi, en engu að síður hefur sala sjávarafurða aukizt um 6% á ári og er það mesta aukning í sölu matvælaflokka, sem byggjast á próteini. Þótt fiskur seljist ekki eins mikið og kjöt og fiðurfé, er hlutdeild hans greinilega að vaxa. Fisksala á Bretlandi eykst mikið og mun meira en á flestum tegundum af kjöti Waitrose selur meira af fiski en kjúklingi í verzlunum sínum Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason Fiskur Sala á ferskum fiski hjá verzlanakeðjunni Waitrose vex miklu meira en sala á kjúklingum og hlutdeild keðjunnar í fiski eykst. Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Í HNOTSKURN »Sala á fiski í Bretlandihefur aukizt um 6% á ári undanfarin ár. »Sala Waitrose á fiski hefuraukizt um 20% á síðasta ári, en sala á kjúklingi um 6%. »Manneldisráð Bretlandslegur til að fólk borði fisk að minnsta kosti tvisvar í viku. »Umhverfismerkingar ogsjálfbærni hafa vaxandi áhrif á söluna. » Íslendingar selja Bretummeira af botnfiski en nokkur önnur þjóð. „ÞAÐ er mikið áhyggjuefni hve mikill samdráttur hefur orðið í veiðum á upp- sjávarfiski, einkum loðnu. Á hinn bóginn er það ánægjulegt að veiðar á botnfiski hafa aukizt lítillega milli ára,“ segir Ein- ar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra um samdráttinn í fisk- veiðunum á síðasta fiskveiðiári. Hann segir að síð- asta loðnuvertíð hafi verið mikil vonbrigði en mælingar á stofn- stærð hafi aðeins gefið tilefni til að gefa út veiðiheimildir sem námu um 200.000 tonn- um. Það hafi þó verið jákvætt að þessi litli kvóti hafi skilað miklum verðmæt- um, sem sýni vel hve sveigjanlegur sjáv- arútvegurinn sé og fljótur að bregðast við erfiðum aðstæðum. Þá sé staðan í hörpuskel og rækju afskaplega slæm, lít- il sem engin rækjuveiði og veiðibann í skelinni. Slæm áhrif á afkomu margra Það sé enginn vafi á því að þessi staða hafi haft mjög slæm áhrif á afkomu þeirra, sem áður hafi stólað á þessar veiðar og vinnslu, sjómenn, fiskverka- fólk, útgerðir, fiskvinnslur og einstök byggðarlög. Sama gildi um stöðuna í loðnunni, en hún hafi lengi skilað mikl- um verðmætum og verið útgerðunum og fiskmjölsverksmiðjunum mikilvæg. Loks sé staða loðnustofnsins slæm í ljósi þess að hún sé undirstöðuæti fyrir þorskinn og sá guli gjaldi þess nú að loðnugöngur séu ekki eins og áður. Aflinn á síðasta fiskveiðiári var sá minnsti í síðastliðin 15 ár. Aflabrestur í loðnu réði mestu um það, en nær engar veiðar á skelfiski voru stundaðar. Lítill afli af upp- sjávarfiski er mikið áhyggjuefni Einar K. Guðfinnsson Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is AÐALSAKSÓKNARINN í réttar- höldunum yfir Saddam Hussein fyrir meint þjóðarmorð á íröskum Kúrd- um krafðist þess í gær að dómarinn í málinu segði af sér. Dómarann var sakaður um að draga taum Saddams Husseins og sex annarra sakborn- inga í málinu. Saksóknarinn Munqith al-Faroon sagði að dómarinn Abdullah al-Ameri hefði tekið of mildilega á sakborning- unum sem hefðu haft í hótunum við saksóknara og vitni. Dómarinn hefði einnig látið Saddam komast upp með að halda „pólitískar ræður“ sem vörðuðu á engan hátt sakargiftirnar. Dómarinn hafnaði kröfu saksókn- arans. Saddam og sex fyrrverandi sam- starfsmenn hans eru sakaðir um þjóðarmorð vegna svonefndrar An- fal-herferðar íraskra öryggissveita gegn Kúrdum í Norður-Írak á árun- um 1987-88. Saksóknararnir segja að 182.000 Kúrdar hafi beðið bana í árásum öryggissveitanna. Verði sakborningarnir fundnir sekir eiga þeir dauðdóm yfir höfði sér. Fann yfir 60 lík Íraska lögreglan kvaðst í gær hafa fundið 64 lík í Bagdad á einum sólar- hring. Flest líkanna fundust í hverf- um súnní-araba í vesturhluta borg- arinnar en fimmtán þeirra fundust í hverfum sjíta í austurhlutanum. Lög- reglan sagði að ekki væri vitað hvort hinir látnu væru úr röðum súnní- araba eða sjíta. Þeir hefðu verið pyntaðir, með hendur bundnar fyrir aftan bak, áður en þeir voru skotnir til bana. Að minnsta kosti 28 manns létu líf- ið í tveimur bílsprengjuárásum í Bag- dad í gær. Tugir manna særðust í til- ræðunum. Áformum um sambandsríki frestað? Mahmud al-Mashhadani, forseti íraska þingsins, sagði í viðtali við The Washington Post í gær að umdeild- um áformum um að koma á fót sam- bandsríki og skipta Írak í þrjú sjálf- stjórnarsvæði yrði að öllum líkindum frestað í að minnsta kosti fjögur ár. Bandalag sjíta á þinginu hefur lagt fram lagafrumvarp sem myndi gera sjítum kleift að stofna sjálfstjórnar- svæði í suðurhluta Íraks, líkt og Kúrdar í norðurhlutanum. Margir súnní-arabar eru andvígir þessum áformum á þeirri forsendu að þau verði til þess að landið skiptist í þrennt, í olíurík svæði Kúrda í norðri og sjíta í suðri en auðlindasnautt ríki súnníta í miðju landsins. Mashhadani, sem er súnní-arabi og þriðji æðsti embættismaður Íraks, sagði að ekki kæmi lengur til greina að koma áformunum í framkvæmd þar sem þau myndu verða til þess að stofnað yrði „íslamskt öfgaríki“ í Suður-Írak. Sagður draga taum Saddams Tugir líka fundust í Bagdad og ekkert lát á mannskæðum sprengjuárásum ÞÝSKA fyrirsætan Regina Deutinger hefur komið sér fyrir við svanavatn í München og ekki er hún illa til höfð. Er hún í Drindl-kjól, bæverskum þjóð- búningi, sem er alsettur svokölluðum Swarovski-steinum. Eru þeir 150.000 að tölu og er kjóllinn metinn á rúmlega níu milljónir íslenskra króna. Er hann sá dýrasti sinnar tegundar í heimi. AP Dýrasti þjóðbúningurinn prýddur 150.000 steinum MAHMOUD Ahmadinejad, forseti Írans, hélt í gær í opinbera heim- sókn til Senegals en mun einnig koma við í Venesúela og Kúbu á tíu daga ferð sinni til ríkja sem eru hlið- holl utanríkisstefnu landsins. Þá mun forsetinn ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í byrjun næstu viku. Á föstudag hefst þing Samtaka hlutlausra ríkja, NAM, á Kúbu sem Íransforseti mun sitja. Er um að ræða 116 ríki, sem flest eru skil- greind sem þróunarlönd, en búist er við að þau muni leggja áherslu á þá kröfu, að öll ríki hafi rétt til að þróa kjarnorkutækni. Jafnframt er reiknað með að þau muni kalla eftir „skilyrðislausum“ viðræðum um kjarnorkuáætlun Írana. Alþjóða- samfélagið grunar að Íranar séu að nota áætlunina sem yfirskin til að smíða kjarnorkuvopn. Ahmadinejad hét því á þriðjudag að Íranar myndu aðstoða Íraka við að koma á „fullkomnu“ öryggi í Írak, að loknum fundi með forsætis- ráðherra landsins, Nuri al-Maliki. „Íranar munu veita aðstoð til að koma á fullkomnu öryggi í Írak, því að öryggi Íraka er öryggi Írana,“ sagði Íransforseti eftir fundinn. Forsætisráðherra Íraks sagðist ánægður með viðræðurnar. „Við átt- um ánægjulegar viðræður,“ sagði al-Maliki. „Jafnvel í öryggismálum eru engar hindranir fyrir sam- vinnu.“ Írans- forseti gerir víðreist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.