Morgunblaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 37
EINHVERN tíma á ævinni
verðum við flest fyrir því að ein-
hver okkur nákominn deyr. Í kjöl-
far slíks missis leggjum við sem
eftir lifum upp í
ferðalag um ókunnugt
land, land sorg-
arinnar.
Það er misjafnt
hversu langan tíma
við höfum haft til
undirbúnings fyrir
þetta ferðalag. Stund-
um gefst okkur tími
til að undirbúa okkur
en stundum leggjum
við upp í ferðina al-
gjörlega óundirbúin.
Sum okkar muna ekki
hvenær þau fóru fyrst
í þessa ferð því þau
voru svo ung þegar þau heimsóttu
þetta land í fyrsta sinn en önnur
þekkja það aðeins af afspurn.
Við fyrstu sýn virðist landslagið
í þessu ókunna landi aðeins vera
auðn og tóm. Það virðist ekki eiga
neitt upphaf og engan endi, auðnin
er algjör og þögnin þrúgandi.
Skyndilega finnum við hvernig við
missum fótanna og hröpum stjórn-
laus niður brattar brekkur, niður í
djúpan dal. Hvaðan kom þessi dal-
ur? Hann er svo djúpur að við
sjáum ekki til botns og loks þegar
við komum niður á botninn þá
sjáum við ekki til himins. Við
göngum eftir botni þessa auða og
myrkra dals og kuldinn og þögnin
umlykja okkur. Við höfum það á
tilfinningunni að við séum alein í
þessu ókunna landi og
að engin manneskja
hafi nokkurn tíma
drepið þar niður fæti.
Smátt og smátt för-
um við að greina eins
og eina og eina stein-
völu, grasstrá og
stöku blóm á stangli á
botni dalsins og nokk-
ur tré fara að koma í
ljós. Í fyrstu eru
þetta óttalegar hrísl-
ur en svo komum við
auga á stærri tré sem
við getum stutt okkur
við og stóra steina
sem við getum hvílt okkur á.
Hægt og sígandi fikrum við okkur
upp brekkurnar og við sjáum
glitta í himininn og skyndilega er-
um við komin upp úr dalnum og
við heyrum jafnvel óm af fugla-
söng í fjarska.
Við eigum enn langa leið fyrir
höndum í landi sorgarinnar og við
sjáum framundan fleiri djúpa dali
og næstum ókleif fjöllin. En við
sjáum líka aðra ferðalanga á ferð
um þetta ókunna land og í hjörtum
okkar kviknar von, von um að með
aðstoð þessara ferðafélaga kom-
umst við að lokum heim eftir langt
og strangt ferðalag. Lífið verður
aldrei samt á ný, það þarf ekki
endilega að vera verra, það verður
einfaldlega öðruvísi og hinn látni
ástvinur okkar mun ávallt eiga sér
sérstakan stað í hjörtum okkar
sem eftir lifum.
Fyrsti fyrirlestur Nýrrar dög-
unar, sem eru samtök um sorg og
sorgarviðbrögð, verður haldinn í
Fossvogskirkju fimmtudaginn 14.
september kl. 20. Séra Örn Bárður
Jónsson, sóknarprestur í Nes-
kirkju, mun fjalla almennt um
sorg og sorgarviðbrögð. Fyrirlest-
urinn er öllum opinn.
Ferðalag um land sorgarinnar
Elína Hrund Kristjánsdóttir
fjallar um sorgarviðbrögð,
í tilefni af fyrirlestri Nýrrar
dögunar
» Smátt og smátt för-um við að greina
eins og eina og eina
steinvölu, grasstrá og
stöku blóm á stangli á
botni dalsins og nokkur
tré fara að koma í ljós.
Elína Hrund
Kristjánsdóttir
Höfundur er guðfræðingur og situr í
stjórn Nýrrar dögunar, samtaka um
sorg og sorgarviðbrögð.
FÍNT slys er að fótbrotna á skíð-
um í Ölpunum, en forkastanlegt slys
að meiða sig á mót-
orhjóli. Fínt að spila
tennis, en skuggalegt
að spila snooker. Billj-
ardkjallari reykmett-
aður er notaður í
skuggalegar kvik-
myndir, en tennis er
sýnt í sjónvarpinu sem
virðuleg keppnisíþrótt
í björtum sal.
Hjúkrunarfræð-
ingur á Slysadeild var
orðin pirruð á
meiðslum vegna sjálfs-
varnaríþrótta og sagði
að það ætti bara að
banna þetta, en aðrir telja nauðsyn
að læra að verjast líkamsárás.
Efnismagnsmunur
Arabamussa er vörn gegn steikj-
andi sól og sandstormi, en okkur
finnst vera mannréttindabrot að
skylda einhvern til að ganga svona
klæddur þar sem enginn sand-
stormur er. Samt finnst okkur ekki
viðeigandi að vera allsber í sundi,
þótt að vísu dugi jafnvel aðeins g-
strengur fyrir stúlkur á ströndinni.
Það er aðeins efnismagnsmunur og
þjóðfélagskröfumunur
á bíkíní og slæðunni
margumræddu.
Svo er „vo vo“ fínt að
einhverjir liggi yfir
skák lengi dags, eða
spili bridds fram á nótt,
en sé einhver í tölvuleik
um of, og mjög lengi,
eru áhöld um hvort
hans hobbí sé fíkn,
óholl heilsunni. Báðir
eru í „drepadrepa
vinnavinna“ og hvort
tveggja reynir á ein-
beitingu og útsjón-
arsemi, samhæfingu og
það að ná undirtökunum í leiknum,
og falla ekki á tíma. Ekki má fara í
rúmið í miðju spili og skilja hina
bara eftir.
Sumt misræmi er
alvarlegra
Einn ekur utan vega og skemmir
gróður, en ríkisstjórnin eyðileggur
landið okkar í ferkílómetratali.
Hvernig getur t.d. ráðherra æst sig
yfir bílsporum sem merki um for-
kastanlegt athæfi meðan... (þið vit-
ið).
Sjálfsagt þótti að kona sem barði
manninn sinn væri fjarlægð af heim-
ilinu, og að kona sem var lamin af
manninum sínum færi (með börnin)
af heimilinu. Hann hafði þá heimilið,
gat tæmt alla bankareikninga
þeirra. Hjúskaparbrot var gild skiln-
aðarorsök, misþyrming ekki. Slyppi
fórnarlambið lifandi var staða þess
lakari en dauðs. Kona fékk upplýs-
ingar hjá opinberum aðila um að
gróf brot fyrntust ekki fyrr en eftir x
ár, en þegar hún svo hafði safnað
kjarki til að kæra, var gróft brot
fyrnt innan þessa meinta árafjölda.
Málið fékkst þó skráð.
En til þess að vera ekki öðruvísi
en skoðanainnpakkað þjóðfélagið er
best að æsa sig yfir því sem blöð og
sjónvörp eyða miklu plássi í, t.d.
hvernig boltinn í gær fór, þar sem 22
menn ofreyna kroppinn sinn og
milljón bjórölvaðar bullur öskra
slagorð, einhverjir græða mikið, og
sá sem lýsir leiknum missir röddina
af fagmennsku. Þá passar maður sko
í kramið. Ég er svo óvíðsýn að mér
þykja heilsubótaríþróttir góðar, en
íþróttir sem ofreyna slæmar.
Komi boltinn
í stað stríðs
Landsleikir eru sagðir koma í stað
stríðs og þarmeð skárri leið til að
tappa af streitunni í þjóðfélaginu.
En nú er vitað að stríð og stress eru
óþarfi, þar sem hækkað vitundarstig
þjóða gerir frið. Vitað er að valdhaf-
ar taka ákvarðanir í beinu samræmi
við þjóðarvitundina. Þeir geta ekki
annað. Eina sem þarf að gera er að
hækka vitundarstig þjóðanna, og
ákvarðanir ráðamanna verða sjálf-
krafa réttari. Til þess að hækka vit-
undarstig er til einföld tækni, TM-
tæknin, sem er auðvitað að komast í
notkun um allan heim. Global Co-
untry stendur fyrir því. Það er sem-
sagt til einfalt ráð við streitu, stríði
og þröngsýni.
Fínt og forkastanlegt
Guðrún Kristín Magnúsdóttir
fjallar um misræmi í skoðunum »Einn ekur utan vegaog skemmir gróður,
en ríkisstjórnin eyði-
leggur landið okkar í
ferkílómetratali.
Guðrún Kristín
Magnúsdóttir
Höfundur er rithöfundur
og myndlistarmaður.
vaxtaauki!
10%
Fréttir á SMS
6 til sjö
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
2
3
3
6
3
SKJÁREINN næst í gegnum Skjáinn og Digital Ísland
Guðrún og Felix alla virka daga á SKJÁEINUM milli 18 og 19.
Þátturinn er endursýndur milli 7 og 8 alla virka morgna.
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
Traustur kaupandi óskar eftir virðulegu einbýlishúsi í nágrenni mið-
borgarinnar, t.d. í Þingholtunum. Rýming samkomulag. Staðgreiðsla
í boði.
Allar nánari upplýsingar veitir
Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali.
EINBÝLISHÚS Í NÁGRENNI MIÐBORGAR-
INNAR ÓSKAST, T.D. Í ÞINGHOLTUNUM
– STAÐGREIÐSLA –
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
Við höfum verið beðin um að útvega fjársterkum kaupendum húsum
í Fossvogi og á Seltjarnarnesi. Verðhugmyndir 60-100 milljónir.
Staðgreiðsla fyrir réttu eignirnar.
Nánari upplýsingar veitir
Hákon Jónsson.
EINBÝLISHÚS Í FOSSVOGI OG Á
SELTJARNARNESI ÓSKAST