Morgunblaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 15 FRÉTTIR  LOGI Viðarsson útskrifaðist með P.hd.-gráðu í rafmagnsverkfræði frá Stanford-háskóla í Paolo Alto í Kali- forníu 18. júní sl. Hann lauk dokt- orsnámi sínu með ritgerð, sem hann varði 8. sept- ember 2005, en heiti heiti ritgerð- arinnar er: „Re- laxation Specific Magnetic Reson- ance Imaging“ sem þýða má sem Segulómun. Leið- einandi hans við doktorsverkefnið var John Mark Pauly, prófessor við verkfræðideild Stanford-háskóla. Andmælendur við doktorsvörnina voru eftirtaldir prófessorar við Stan- ford-háskóla: Dwight Nishimura, Garry Evan Gold, Bruce Daniel og Norbert Pelc. Í ritgerðinni er fjallað um hvernig útbúa megi segulómmyndir sem sýni eingöngu vefi með ákveðnum slökunarstuðli. Bæði með eft- irvinnslu á hefðbundnum seg- ulómmyndum auk hönnunaralgríma fyrir örvunarpúlsa. Í lok ritgerð- arinnar er auk þess fjallað um hvernig nota má þessar aðferðir til eftirvinnslu á segulómmyndum af brjóstakrabbameini. Logi Viðarsson varð stúdent frá náttúrufræðideild 1, Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1997 og lauk BS-prófi í rafmagns- og tölvu- verkfræði frá verkfræðideild Há- skóla Íslands vorið 2000. Hann lauk MS-prófi í rafmagns- og tölvuverk- fræði frá Stanford-háskóla 2002 og hóf doktorsnám sitt þá um haustið. Logi Viðarsson er sonur hjónanna Guðrúnar Angantýsdóttur fram- haldsskólakennara og Viðars Más Matthíassonar, prófessors við laga- deild Háskóla Íslands. Hann er í hjúskap með Tassanee Payakapan rafmagnsverkfræðingi. Logi starfar nú í rannsóknarstöðu við Sick Kids Hospital í Toronto í Kanada. Doktor í rafmagns- verkfræði SIGURÐUR Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að sækjast eftir því að skipa 2. sætið á framboðslista Sjálfstæð- isflokksins í öðru hvoru Reykjavík- urkjördæmanna í prófkjöri vegna uppröðunar á lista flokksins fyrir al- þingiskosningar næsta vor. Hann hefur því ákveðið að bjóða sig fram í 4. sætið í prófkjörinu, en sameig- inlegt prófkjör verður haldið fyrir bæði kjördæmin. Sigurður Kári var kjörinn þing- maður Reykvíkinga í alþingiskosn- ingum vorið 2003, og á Alþingi gegn- ir hann formennsku í mennta- málanefnd Al- þingis, en á jafn- framt sæti í allsherjarnefnd og iðnaðarnefnd þingsins og er varamaður í ut- anríkismála- nefnd. „Í störfum mínum á Alþingi hef ég lagt fram fjölda lagafrumvarpa og hef jafnframt verið virkur þátttak- andi í þjóðmála- og stjórnmála- umræðu á Íslandi. Hef ég í störfum mínum lagt ríka áherslu á að gæta hagsmuna skattgreiðenda, en auk þess látið mig efnahagsmál, mennta- mál, utanríkismál og öryggis- og einkamál almennra borgara á Ís- landi miklu varða,“ er haft eftir Sig- urði í tilkynningu. „Í komandi prófkjöri mun ég sækjast eftir því að mér verði falið frekara hlutverk og aukin ábyrgð fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og kjósenda í Reykjavík,“ segir Sig- urður enn fremur. Býður sig fram í 4. sæti Sigurður Kári Kristjánsson LÖGREGLAN í Kópavogi staðfesti á mánudag að henni hefði borist kvörtun frá manni í Smárahverfinu í Kópavogi um að maður hefði gengið þar í hús og selt blóm til styrktar götubörnum í Rúmeníu. Er maðurinn var rengdur um að slík söfnun stæði yfir hvarf hann á brott í bíl merktum Íslandspósti og keyrði niður blómaker sem stóð á lóðinni. Lögreglan segir að Íslands- pósti hafi verið tilkynnt um atvikið. Sólveig Ólafsdóttir, útbreiðslu- sviðsstjóri Rauða kross Íslands, segir að félagið standi ekki fyrir söfnun fyrir götubörnum í Rúmen- íu. Hún bætti því við að allar safn- anir sem Rauði krossinn standi fyr- ir séu rækilega kynntar og allir sjálfboðaliðar kirfilega merktir. Húsganga til styrktar rúmensk- um börnum BJÖRK Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanes- bæjar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. til 4. sæti í væntanlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjör- dæmi. Björk hefur átt sæti í bæjarstjórn frá árinu 1990, fyrst í bæjarstjórn Keflavíkur og síðan í bæjarstjórn Reykjanes- bæjar við sameiningu sveitarfélaga. Hún hefur setið í stjórn Sambands íslenskra sveitarfé- laga sl. fjögur ár. Björk var kjörin í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins á síð- asta landsfundi flokksins og einnig var hún varaformaður Landssambands sjálfstæðiskvenna um árabil. Björk gefur kost á sér í 3.–4. sæti Björk Guðjónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.