Morgunblaðið - 14.09.2006, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 15
FRÉTTIR
LOGI Viðarsson útskrifaðist með
P.hd.-gráðu í rafmagnsverkfræði frá
Stanford-háskóla í Paolo Alto í Kali-
forníu 18. júní sl.
Hann lauk dokt-
orsnámi sínu með
ritgerð, sem hann
varði 8. sept-
ember 2005, en
heiti heiti ritgerð-
arinnar er: „Re-
laxation Specific
Magnetic Reson-
ance Imaging“
sem þýða má sem Segulómun. Leið-
einandi hans við doktorsverkefnið
var John Mark Pauly, prófessor við
verkfræðideild Stanford-háskóla.
Andmælendur við doktorsvörnina
voru eftirtaldir prófessorar við Stan-
ford-háskóla: Dwight Nishimura,
Garry Evan Gold, Bruce Daniel og
Norbert Pelc.
Í ritgerðinni er fjallað um hvernig
útbúa megi segulómmyndir sem
sýni eingöngu vefi með ákveðnum
slökunarstuðli. Bæði með eft-
irvinnslu á hefðbundnum seg-
ulómmyndum auk hönnunaralgríma
fyrir örvunarpúlsa. Í lok ritgerð-
arinnar er auk þess fjallað um
hvernig nota má þessar aðferðir til
eftirvinnslu á segulómmyndum af
brjóstakrabbameini.
Logi Viðarsson varð stúdent frá
náttúrufræðideild 1, Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1997 og
lauk BS-prófi í rafmagns- og tölvu-
verkfræði frá verkfræðideild Há-
skóla Íslands vorið 2000. Hann lauk
MS-prófi í rafmagns- og tölvuverk-
fræði frá Stanford-háskóla 2002 og
hóf doktorsnám sitt þá um haustið.
Logi Viðarsson er sonur hjónanna
Guðrúnar Angantýsdóttur fram-
haldsskólakennara og Viðars Más
Matthíassonar, prófessors við laga-
deild Háskóla Íslands. Hann er í
hjúskap með Tassanee Payakapan
rafmagnsverkfræðingi. Logi starfar
nú í rannsóknarstöðu við Sick Kids
Hospital í Toronto í Kanada.
Doktor í
rafmagns-
verkfræði
SIGURÐUR Kári Kristjánsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
ætlar að sækjast eftir því að skipa 2.
sætið á framboðslista Sjálfstæð-
isflokksins í öðru hvoru Reykjavík-
urkjördæmanna í prófkjöri vegna
uppröðunar á lista flokksins fyrir al-
þingiskosningar næsta vor. Hann
hefur því ákveðið að bjóða sig fram í
4. sætið í prófkjörinu, en sameig-
inlegt prófkjör verður haldið fyrir
bæði kjördæmin.
Sigurður Kári var kjörinn þing-
maður Reykvíkinga í alþingiskosn-
ingum vorið 2003, og á Alþingi gegn-
ir hann
formennsku í
mennta-
málanefnd Al-
þingis, en á jafn-
framt sæti í
allsherjarnefnd
og iðnaðarnefnd
þingsins og er
varamaður í ut-
anríkismála-
nefnd.
„Í störfum mínum á Alþingi hef ég
lagt fram fjölda lagafrumvarpa og
hef jafnframt verið virkur þátttak-
andi í þjóðmála- og stjórnmála-
umræðu á Íslandi. Hef ég í störfum
mínum lagt ríka áherslu á að gæta
hagsmuna skattgreiðenda, en auk
þess látið mig efnahagsmál, mennta-
mál, utanríkismál og öryggis- og
einkamál almennra borgara á Ís-
landi miklu varða,“ er haft eftir Sig-
urði í tilkynningu.
„Í komandi prófkjöri mun ég
sækjast eftir því að mér verði falið
frekara hlutverk og aukin ábyrgð
fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og
kjósenda í Reykjavík,“ segir Sig-
urður enn fremur.
Býður sig fram í 4. sæti
Sigurður Kári
Kristjánsson
LÖGREGLAN í Kópavogi staðfesti
á mánudag að henni hefði borist
kvörtun frá manni í Smárahverfinu
í Kópavogi um að maður hefði
gengið þar í hús og selt blóm til
styrktar götubörnum í Rúmeníu. Er
maðurinn var rengdur um að slík
söfnun stæði yfir hvarf hann á brott
í bíl merktum Íslandspósti og
keyrði niður blómaker sem stóð á
lóðinni. Lögreglan segir að Íslands-
pósti hafi verið tilkynnt um atvikið.
Sólveig Ólafsdóttir, útbreiðslu-
sviðsstjóri Rauða kross Íslands,
segir að félagið standi ekki fyrir
söfnun fyrir götubörnum í Rúmen-
íu. Hún bætti því við að allar safn-
anir sem Rauði krossinn standi fyr-
ir séu rækilega kynntar og allir
sjálfboðaliðar kirfilega merktir.
Húsganga til
styrktar rúmensk-
um börnum
BJÖRK Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanes-
bæjar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. til 4. sæti í
væntanlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjör-
dæmi.
Björk hefur átt sæti í bæjarstjórn frá árinu 1990, fyrst í
bæjarstjórn Keflavíkur og síðan í bæjarstjórn Reykjanes-
bæjar við sameiningu sveitarfélaga.
Hún hefur setið í stjórn Sambands íslenskra sveitarfé-
laga sl. fjögur ár.
Björk var kjörin í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins á síð-
asta landsfundi flokksins og einnig var hún varaformaður
Landssambands sjálfstæðiskvenna um árabil.
Björk gefur kost
á sér í 3.–4. sæti
Björk
Guðjónsdóttir