Morgunblaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÞAÐ hljómar eins og úr munni vitfirr- ings að nefna þær hrikalegu hraðatöl- ur sem komið hafa í ljós sumar á einu versta slysasumri lengi. „Svartur ágústmánuður“ kallar Vegagerðin ný- liðinn mánuð. Það segir líka sitt að Vegagerðin þarf nánast á áfallahjálp að halda eftir hinn svarta ágústmán- uð, eins og Viktor Arnar Ingólfsson, útgáfustjóri Framkvæmdafrétta Vegagerðarinnar, kemst að orði í blaðinu. Það hlýtur þá að virka einkennilega á fólk að á sama tíma og lögreglan berst nú við að láta ökumenn virða reglur um 30 km hámarkshraða í íbúðahverfum, hafa nærri 1.300 öku- tæki mælst á yfir 150 km hraða á viss- um stöðum á þjóðvegunum í sumar. Þetta eru upplýsingar sem Vegagerð- in hefur aflað með sérhönnuðum um- ferðargreinum víðs vegar um landið. Alls 1.264 ökumenn voru á yfir 150 km hraða í Ártúnsbrekku, á Esjumelum og í Langadal. Þar af voru 69 öku- menn sem óku á meira 200 km hraða í Ártúnsbrekkunni og 36 ökumenn voru á sama hraða í Langadalnum. Þetta þýðir að einungis á þessum tveim umræddu stöðum fóru 105 öku- menn yfir 200 km hraða í sumar. Bara við Esjumela mældust 1.159 ökumenn á yfir 150 km hraða. Vert er að geta þess að um bráðabirgðatölur er að ræða. Í ljósi þessa og annars er því ekki undarlegt að Umferðarstofa skuli hafa ákveðið að blása til sóknar gegn hraðakstri og umferðarslysum undir kjörorðinu: „Nú segjum við stopp“. Talsmaður Umferðarstofu, Einar Magnús Magnússon, segir að af þeim 19 mannslífum sem umferðin hefur kostað í sumar, hafi átta lífum verið fórnað fyrir fífldirfsku og leikaraskap. Fólk sættir sig við lengri ferða- tíma í flugi en á vegunum Viktor Arnar hjá Vegagerðinni kynnir hugmynd í baráttunni gegn umferðarslysunum í Framkvæmda- fréttum og leggur til að hámarkshraði verði lækkaður á sumum stöðum en hækkaður annars staðar. Hann segir að almenningur sætti sig við tafir vegna herts öryggiseft- irlits í farþegaflugi vegna hryðju- verkaógnarinnar. Segir hann ekki óvarlegt að ætla að venjuleg flugferð hafi lengst um hálftíma af þessum sökum og spyr hvort fólk gæti ekki á sama hátt sætt sig við svipaða leng- ingu á ferðatíma á þjóðvegunum með því að lækka t.d. ökuhraða úr 90 km í 80 km og tekur dæmi af ökuleiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar í því samhengi. „Ógnin í umferðinni er miklum mun áþreifanlegri en hryðjuverkaógnin í farþegaflugi fyrir okkur Íslendinga,“ segir hann. „Að meðaltali látast tveir einstaklingar í mánuði á vegunum og það er alveg ljóst að of mikill hraði á stóran þátt í þessum slysum,“ bætir hann við. Hann bendir einnig á að í gildi séu reglur um mismunandi há- markshraða ökutækja þ.e. þau sem eru með tengivagn og mega ekki fara upp fyrir 80 km/klst og hin sem mega fara upp í 90 km hraða. „Er ekki nær að hámarkshraði fyr- ir öll ökutæki sé 80 km/klst. á vegi með bundnu slitlagi þar sem aksturs- stefnur eru ekki aðgreindar með vegriði?“ spyr hann. Viktor leggur síðan til eftirfarandi reglur fyrir hámarkshraða: Á malar- vegum lækki hraði úr 80 km í 70 km og á malbikuðum vegum án að- greindra akstursstefna þar sem nú er 90 km hámarkshraði lækki hann í 80 km. Malbikaður vegur með aðgreind- um akstursstefnum, líkt og á Hellis- heiði (2+1 vegur) verði með 90 km há- markshraða og loks verði hraði hækkaður úr 90 km í 100 km á malbik- uðum vegum með a.m.k. tveim ak- reinum í hvora átt með vegriði eða svæði á milli akstursstefna eins og er á Keflavíkurveginum. Skilyrði þar séu að öll gatnamót séu enn fremur mis- læg. Viktor segir síðan að tillögur um lægri hámarkshraða hafi lítið fylgi við fyrstu sýn en segir þetta þó eðlilega ráðstöfun ef málið er skoðað í sam- hengi við aðrar öryggiskröfur í sam- félaginu. „Hver sá vettvangur annar sem yrði fyrir 24 banaslysum á ári yrði rígnegldur með ströngustu ör- yggisreglum þar til ástandið yrði ásættanlegt,“ segir hann. Að mati Einars Magnúsar Magn- ússonar virðast viðurlög og úrskurðir dómstóla styrkja það „undarlega“ við- horf almennings að brot á umferðar- lögum sé ekki alvarlegt, í það minnsta ekki eins alvarlegt og t.d. brot á lög- um um meðferð skotvopna en með þeim sé líka hægt að bana fólki. Fyrir nokkrum misserum dæmdi Hæsti- réttur ungan mann í 2 mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi fyrir vítaverðan akstur með þeim afleiðingum að 15 ára stúlka lést er hún varð fyrir bílnum. Sagðist ákærði sjálfur hafa verið á 150 km hraða og hlaut að auki 2 ára ökuleyf- issviptingu. Að mati Einars virðist fjöldi öku- manna líta á sektir sem „fórnarkostn- að“ fyrir það að geta ekið langt um- fram löglegan hámarkshraða. En hver er þessi fórnarkostnaður? Sá sem ekur á 170 km hraða úti á þjóð- vegunum með 90 km hámarkshraða fær 70 þúsund kr. sekt og 3 mánaða sviptingu. Því er þannig háttað að sektarskalinn nær ekki lengra en upp í 170 km hraða og þess vegna mega þeir hundrað ökumenn sem voru á yf- ir 200 km hraða ekki búast við að fá þyngri sekt þótt þeir gefi hraustlega í frá 170 km hraða. Í raun fengu þeir alls enga sekt því aðeins örfáir voru stöðvaðir af lögreglu, einkum bifhjóla- menn. Í Finnlandi byggjast sektir upp á meðalmánaðartekjum skv. skatt- framtali síðasta árs og fyrir ölvunar- akstur er hámarksrefsing 5 ára fang- elsi. Eitt þeirra mögulega úrræða gegn ofsaakstri telur Einar vera hraðatak- markara í bíla og telur að þótt sumir segi slíkt of langt gengið af hálfu yf- irvalda, væri engu að síður hægt að taka úr umferð það sem flokkast und- ir ofsaakstur. „Þetta er mögulegt úr- ræði til björgunar mannslífa,“ segir hann. „Ef ekki hefði verið hægt að komast á ofsahraða í nokkrum bana- slysum sumarsins, þá eru mestar lík- ur á að bjarga hefði mátt sex manns- lífum.“ Ofsaaksturinn kallar á áfallahjálp Morgunblaðið/Júlíus Nóg komið Frá vettvangi eins þeirra mörgu banaslysa sem urðu í sumar. Vegagerðinni er nóg boðið og Umferðar- stofu sömuleiðis og vilja stöðva hina grafalvarlegu þróun sem orðið hefur í sumar. Þörf er á hugarfarsbreytingu. Í HNOTSKURN »Hraðatakmarkanir í bílaer eitt þeirra úrræða sem Umferðarstofa leggur til í bar- áttunni við banaslysin. »Hraðasektir ná „aðeins“upp í 170 km hraða og þeir hundrað ökumenn sem fóru á yfir 200 km í sumar hefðu fengið sömu sektina og hinir, 70 þúsund krónur og 3 mán- aða sviptingu. EFNT verður til borgarafundar samtímis á sjö stöðum á landinu í dag kl. 17:15 undir yfirskriftinni: „Nú segjum við stopp!“ Tilefni fundanna er sú alda umferðarslysa sem skollið hefur á landsmönnum að undanförnu. Mörg þessara slysa má rekja til áhættuhegðunar ökumannanna og er ljóst að þörf er á róttækri hug- arfarsbreytingu að mati Umferð- arstofu. Á fundunum verða flutt stutt er- indi fólks sem hefur upplifað það áfall og þá sorg sem fylgir alvar- legum slysum. Þá lýsa lögreglu- og sjúkraflutningamenn reynslu sinni af vettvangi. Fundirnir verða haldnir í Reykja- vík, Reykjanesbæ, á Selfossi, Egils- stöðum, Akureyri, Ísafirði og í Borgarnesi og mun samgöngu- ráðherra flytja þjóðinni aðgerða- áætlun stjórnvalda gegn umferð- arslysunum. „Nú segjum við stopp!“ Fréttaskýring | Á annað þúsund ökutæki óku á yfir 150 km hraða á vissum stöðum í sumar og banaslysin eru orðin 19 það sem af er árinu. Síðasti mánuður var sérstaklega slæmur og kallar Vegagerðin hann „svarta ágústmánuð“. Umferðarstofa boðar til fundaherferðar í dag undir kjörorðinu: „Nú segjum við stopp!“ og segir þörf á hugarfarsbreytingu meðal ökumanna til að sporna við ástandinu. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær þrjá menn á tvítugs- aldri í fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 400 grömmum af kókaíni til landsins í janúar sl. og fleiri hegning- arlagabrot. Einn ákærðu, Kristófer Már Gunnarsson, hlaut þriggja ára fangelsi og meðákærði, Hákon Traustason, tveggja ára fangelsi. Félagi þeirra var dæmdur í átján mánaða fangelsi. Voru tveir fyrst- nefndu einnig sakfelldir fyrir þjófn- aði á hlutum að verðmæti fleiri millj- ónir króna. Kristófer Már viðurkenndi að hafa flutt 140 grömm af kókaíni til lands- ins frá Þýskalandi og meðákærði Hákon viðurkenndi innflutning á öðru eins magni. Félagi þeirra við- urkenndi þá innflutning á 142 grömmum. Viðurkenndu þeir allir að hafa farið utan í smyglferðina að undirlagi karlmanns sem sat með þeim Kristófer og Hákoni í fangelsi á Litla-Hrauni. Sagðist Kristófer hafa fengið flugmiða og peninga hjá manninum til fararinnar þótt í fyrstu hefði hann hafnað boðinu. Hann sló síðar til í því skyni að borga fíkni- efnaskuldir. Í Amsterdam fengu mennirnir fíkniefnin í einum stórum poka og fluttu til landsins. Skilorð kom ekki til greina Kristófer Már er fæddur árið 1987 og rauf nú fyrri skilorðsdóm en hann hefur framið fjölmörg brot að því er segir í dómi héraðsdóms. Brot hans voru mikil og ljóst að mati dómsins að skilorðsbinding refsingar kæmi hvorki að haldi, né væri hún viðeig- andi vegna hins mikla magns fíkni- efna sem ákærði var sakfelldur fyrir. Meðákærði Hákon hefur einnig hlotið fangelsisdóma áður fyrir fíkni- efnabrot og rauf skilorð fyrri dóms. Þótti ófært að skilorðsbinda refsingu hans nú. Þriðji sakborningur á einn- ig sakaferil en ekki eins langan og hinir tveir. Stærsta skaðabótakrafan í málinu vegna þjófnaðarmálanna var sett fram af hálfu Tryggingamiðstöðvar- innar og nam tæpum 5 milljónum króna en dómurinn fjallaði ekki um hana þar sem henni hafði verið vísað áður frá í öðrum dómi. Öðrum kröf- um var vísað frá dómi. Sakarkostnaður var felldur á sak- borningana og nam hann um 1,5 milljónum króna. Símon Sigvaldason héraðsdómari dæmdi málið. Verjendur voru Lár- entsíus Kristjánsson hrl. fyrir Krist- ófer, Jón Höskuldsson hdl. fyrir Há- kon og Ásbjörn Jónsson hdl. fyrir meðákærða. Sækjandi var Daði Kristjánsson, fulltrúi Lögreglustjór- ans í Reykjavík. Þriggja ára fangelsi fyrir kókaínsmygl og fleiri brot                                                                                                                                                                                                                                                                   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.