Morgunblaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HÓPUR manna frá 30 aðild- arfélögum ÖBÍ, fulltrúum Lands- sambands eldri borgara, Lands- samtakanna Þroskahjálpar auk starfsmanna og sérfræðinga unnu rúman mánuð að tillögum að því hvernig mætti uppfylla þá stefnu sem kemur fram í stjórn- arskrá Íslands og lögum um málefni fatlaðra, lögum um málefni aldr- aðra, sem og öðrum þeim lögum er snerta málefnin. En þar er lögð áhersla á jafnan rétt allra og sömu möguleika, hver sem líkamleg geta eða fé- lagsleg staða er að öðru leyti. Starfinu var skipt í fimm hluta og mun ég hér gera grein fyrir því sem kalla megi: Breytt framfærslu- skipan almannatrygginga og skatt- kerfi, sem hefur þar áhrif. Það er löngu orðið ljóst að það kerfi almannatrygginga sem við búum við í dag er gatslitið og úrelt. Á und- anförnum áratugum hefur verið reynt að lagfæra það örlítið hér og hvar, en hver lagfæring hefur ávallt haft í för með sér skerðingu á öðru sviði og því orðið nær gagnslaus þeg- ar upp hefur verið staðið, auk þess sem gagnsæi kerfisins hefur horfið og fáir haft heildarskilning á því. Við sem tókum að okkur að gera tillögur um almannatryggingar vor- um sammála um að endurskoða þyrfti allt kerfið í heild, með það að markmiði að allir sætu við sama borð. Nauðsynlegt er að afnema allar skerðingar, sem eru vinnuletjandi og því í andstöðu við þau markmið að þeir sem hafa starfsorku nýti sér hana, hversu takmörkuð sem hún annars er. Að þeir sem ekki hafa ann- að en launin frá almannatryggingum geti lifað á þeim með reisn, en verði ekki dæmdir til að lifa við fátækt og ölmusu vina og ættingja. Við leggjum til að launin frá Tryggingastofnun ríkisins (Tr) verði einfölduð þannig, að grunnlaun, sem allir fá verði ávallt óskert, auk tekju- tryggingu, sem verði jafn há og grunnlaunin, en sam- tals dugi þessi laun fyr- ir eðlilegum fram- færslukostnaði miðað við neyslukönnun Hag- stofu Íslands. Tekju- tryggingin skerðist ekki vegna greiðslna úr lífeyrissjóði, en við um- talsverðar atvinnu- tekjur. Sú skerðing hefjist þó ekki fyrr en við upphæð er samsvari tekjutryggingunni og verði þá 25% í stað 45%, sem nú gildir. Skattleysismörk verði eins og þau hafi fylgt launavísitölu frá upptöku staðgreiðslukerfisins árið 1988, eða rúmlega 130.000 krónur á árinu 2006. Dæmi: Ef laun Tr., þ.e.a.s. grunn- laun, væru 65.000 kr. og tekjutrygg- ing aðrar 65.000 kr. eða samtals 130.000 kr. á mánuði, yrðu þau skatt- frjáls, en það sem umfram færi yrði skattlagt. Lífeyristekjur úr lífeyrissjóðum vinnumarkaðarins leiði ekki til skerð- inga á lífeyri almannatrygginga, enda eru þær uppsafnaður skyldusparn- aður. Hið sama gildi um fjármagns- tekjur upp að vissu marki. Lagðar verði af skerðingar í al- mannatryggingakerfinu vegna tekna maka og vegna sambýlis. Litið verði á hvern lífeyrisþega sem sjálfstæðan framfæranda. Þetta er grundvallaratriði til að tryggja jafnrétti í samfélaginu, en hver sem verður að treysta alfarið á tekjur maka síns er ekki frjáls. Búseta, svo sem dvalarheimili eða hjúkrunarheimili, má ekki verða til skerðingar, en viðkomandi greiði eðli- lega húsaleigu auk matar- og hrein- lætiskostnað. Hjúkrunin greiðist af ríkinu eins og annar kostnaður í heil- brigðiskerfinu, samanber heima- hjúkrun, sem nú er alfarið greidd af ríkinu. Fyrirmyndir tillagnanna er meðal annars að finna í lífeyriskerfum Dana og Svía, sem tryggja lífeyrisþegum þokkalega grunnframfærslu sem borgararéttindi, án skerðinga. Líf- eyriskerfin innihaldi hófleg jöfnunar- áhrif og tryggi hvata fyrir atvinnu- þátttöku og sparnað. Lífeyrisþegar þurfa að njóta kjara sem eru í takti við meðaltekjur í samfélaginu ef þeir eiga að geta verið fullgildir borgarar og þátttakendur. Þess má geta að Svíar skerða ekki vegna atvinnutekna og Danir ekki vegna lífeyrissjóðstekna og vegna at- vinnutekna ekki fyrr en um verulegar tekjur er að ræða. Það er trú mín að með samhentu átaki væri hægt að koma á réttlátu og gagnsæju kerfi hér á þessu ríka landi. Við sem unnum að þessum tillögum erum þess fullviss að hér eru á ferð- inni mjög raunhæfar kröfur sem ekki verður komið í framkvæmd nema í anda slagorðs ÖBÍ: Ekkert um okkur án okkar! Laun undir fátæktarmörkum eru mannréttindabrot Guðmundur Magnússon fjallar um lífeyriskerfi fatlaðra, öryrkja og aldraðra Guðmundur Magnússon » Það er trú mín aðmeð samhentu átaki væri hægt að koma á réttlátu og gagnsæju kerfi hér á þessu ríka landi. Höfundur er formaður ferlinefndar Öryrkjabandalags Íslands. MÖRG hafa þau sannarlega verið tíðindi sumarsins, þótt ekki sé á hin hræðilegu slys minnst, sem valdið hafa manni harmi og kvíðahrolli. En almennt standa þó upp úr ákveðnar áhyggjur af því hvert þjóðfélag okkar er að stefna í grimmúðugri græðgi- svæðingu sinni og ógn- vekjandi ofurlaunum svo margra án sýni- legrar verðskuldunar. En margar eru þar hliðargreinar og skemmst að minnast þess hve harða baráttu eldri borgarar máttu heyja við stjórnvöld sem höfðu greinilega að markmiði að skammta smátt og að- allega seinna, nokkuð sem er svo í hróplegu ósamræmi við nýjustu tölur af ofurafgangi í ríkisbúskapnum að tregða til lagfæringa verður öllum óskilj- anleg. Það er líka fróð- legt að lesa tölurnar um útgjöld ríkisins af völdum þeirra lagfær- inga sem þó fengust í ljósi þess, að þar er þess vandlega gætt að nefna brúttótölur ein- ar, hrein útgjöld eru eðlilega meira en helm- ingi lægri, þegar þess er gætt hvað hið op- inbera fær til baka í sköttum, beinum sem óbeinum, frá þessu fólki. Ég er þess sannfærður að okkar fólk í viðræðum við ríkið hreinlega komst ekki lengra og eftir situr staðreyndin um rík- isstjórn sem enn trúði og trúir fárán- lega röngum tölum drengjanna í fjár- málaráðuneytinu um hina „gífurlegu kaupmáttaraukningu“ hjá eldri borg- urum á undangengnum árum sem það fólk er eldurinn brennur heitast á hefur einfaldlega í engu orðið vart við. Rausnarskapur lífeyrissjóðanna í garð öryrkja er svo enn einn kapítul- inn í tíðindasögu sumarsins. Þar höggva þeir er hlífa skyldu, því minn skilningur er einfaldlega sá að dýr- mæti lífeyrissjóðanna sé fyrst og síð- ast fólgið í þeirri samtryggingu sem ég hefi talið aðalsmerki þeirra og úr starfi mínu hjá öryrkjum áður veit ég vel um ómetanlegan afkomuþátt þeirra frá lífeyrissjóðunum og því hafa tíðindin í sumar sett alvarlegt strik í lífsafkomu svo margra. Ég hefi svo sem heyrt skýringar lífeyrissjóð- anna og máske hafa menn þar eitt- hvað til síns máls, þótt enn hafi ég ekki látið sannfærast. Hins vegar veit ég af langri reynslu að síðustu árin fyrir örorkumat og þar með töku líf- eyris voru mörgum afar erfið tekju- lega séð og í raun ótrúlega lágar tölur þar á ferð, þótt allir viti svo sem hvers konar hörmung sjúkradagpeningar trygginganna voru og eru, sem stundum voru þó nær eina tekjulega haldreipið ásamt þá stundum fram- lagi frá sjúkrasjóðum stéttarfélaga. Ég ætla svo sannarlega að vona að til þessa hafi lífeyrissjóðirnir tekið fullt tillit, svo afgerandi þáttur sem þar er á ferð hjá svo mörgum. En því miður virðist mér margt til þess benda að hinn steinkaldi reiknistokkur hafi ráðið miklu, þegar niðurskurð- arhnífnum var brugðið svo harkalega á loft. Síðustu tekjuár erfiðra að- stæðna á allan veg geta ekki talist viðmiðunarhæf til skerðingar, ef til þess hefur ekki verið fyllsta tillit tek- ið, svo það sé alveg á hreinu. Það er svo sér- kapítuli hvað hið op- inbera hefur haldið sjúkradagpeningum niðri í skjóli samhjálp- arkerfis stéttarfélag- anna og eins er sár- grætilegt að sjá það bæði hjá öryrkjum og ekki síður eldri borg- urum hvernig trygg- ingakerfið er nýtt til hins ýtrasta til bóta- skerðingar þeirra sem eiga sinn áunna rétt í líf- eyrissjóðunum svo sem eins og einnig gildir um réttinn í sjúkrasjóðum stéttarfélaga. Ef ekki nást fram unandi leið- réttingar á þessum að- gerðum lífeyrissjóðanna þá er hins vegar hik- laust komið að rík- isvaldinu að lagfæra tryggingakerfi sitt og þá einkum og sér í lagi að færa skerðing- armörk vegna lífeyr- issjóðatekna í unandi horf. Það er illþolandi að ríkið sé í eins ríkum mæli á framfæri lífeyr- issjóðanna og stundum er sagt og viss sannleikur þar að baki. Það leysir hins vegar lífeyrissjóðina ekki undan þeirri höfuðskyldu sinni að vera sam- tryggingarsjóðir fyrir þá sem fyrir áföllum verða á ýmsan veg, svo sem þeir blessunarlega hafa verið. Að áliðnu sumri Helgi Seljan fjallar um málefni aldraðra og öryrkja Helgi Seljan »En því miðurvirðist mér margt til þess benda að hinn steinkaldi reiknistokkur hafi ráðið miklu, þegar niður- skurðarhnífnum var brugðið svo harkalega á loft. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. MÉR er þannig innanbrjóst síð- ustu vikurnar að ég kvíði morg- unfréttunum. Við hverja frétt af dauðaslysum vaknar spurningin. Var þetta einhver í fjölskyldu minni, vinnufélagi kannski, kunn- ingi eða vinur? Síðan er beðið eftir nafnbirtingu. Þegar nafnið birtist léttir manni – og þó ekki. Miss- irinn er jafnsár fyrir þá sem fyrir honum verða. Ég held að því mið- ur sé ég ekki einn um þessar til- finningar. Fólk sem fer um Suður- landsveg, Vesturlandsveg og til skamms tíma um Reykjanesbraut er allt í þessari stöðu. Að fara út á íslenska vegakerfið er ekkert ann- að en leikur við dauðann. Það dap- urlega er að það eru íslensk stjórnvöld með samgönguráðherra í fararbroddi sem bera ábyrgð á stórum hluta vandans. Umferðarslysin eru orðin eins og náttúrulögmál hér á landi. Á síðustu árum hefur á þriðja tug manna dáið flest árin í umferð- arslysum. Við megum búast við tveimur dauðaslysum á hverjum mánuði. Þetta gerist þrátt fyrir góðar auglýsingar Umferðarráðs, vandaðar upplýsingar rannsókn- arnefndar umferðarslysa og áróð- ur frá tryggingafélögum. Því miður er það svo að þeir sem mestu ráða um þessi mál, ekki síst samgönguráðherra, loka aug- unum fyrir ástandinu og taka þátt í að búa til umræðu sem leysir lít- inn eða engan vanda. Umræðan hefur m.a. gengið út á að setja hraðatakmarkandi tölvukubba í alla bíla. Hún hefur gengið út á að hækka aldursmörk ökuréttinda í átján ár. Hún hefur gengið út á drukkna ökumenn sem valda slysum undir áhrif- um áfengis og fíkni- efna. Hún hefur beinst að útlend- ingum sem er sagt að kunni ekki að keyra á íslenskum vegum. Hún hefur beinst að ofsaakstri tiltölulega fárra ein- staklinga. Nánast öll þessi umræða beinist ekki að kjarna málsins. Ég vil halda því fram að þorri 17 ára ungmenna ráði vel við það að aka bif- reið. Hraðatakmark- andi kubbar er ein firran sem nefnd hefur verið í þessu sambandi og ráðherra m.a. hefur tekið þátt í að ræða. Það hlýtur að vera eitthvað bogið við rökhugsun manna sem halda því fram að vegna þess að lítill hluti ökumanna brjóti hraðatakmarkanir, þá eigi að skikka alla til að festa hraðann í bílum sínum. Það gleymist í þessu að þetta er framleiðslumál, sam- keppnismál og síðan má ekki gleyma því að í einstökum tilvikum getur það komið í veg fyrir slys að fara yfir leyfileg hraðamörk. Ein- kennilegust af öllu þessu er um- ræða um að útlendingar kunni ekki að aka á íslenskum vegum. Þar kemur heimóttarskapur okkar vel í ljós. Gæti það nú verið að um- ræddir útlendingar kæmu frá löndum þar sem umferðarmann- virki eru í lagi? Kæmu jafnvel frá löndum þar sem ekki eru hraðatakmarkanir á hraðbrautum en slys- in færri? Nánast öll umræða af hálfu ráðamanna byggist á sjónarmiðum forsjárhyggju þar sem skuldinni er skellt á ökumennina en umferð- armannvirkin eru ekki til umræðu. Ég tel það óverjandi með öllu að fólk setjist undir stýri eftir áfengisneyslu. En jafnvitlaust er það að setja áfengismæla á alla vegna þess að fáir ökumenn keyra undir áhrifum. Gæti það nú verið að sannist hér hið forn- kveðna að þegar komi að kjarna málsins þá forðist ráðamenn að ræða hið raunverulega vandamál? Getur það verið að hér liggi vond samviska stjórnmálamanna að baki til að þurfa ekki að ræða hinn eig- inlega vanda? Hér eru teknir millj- arðar á milljarða ofan í skatt- heimtu á bifreiðar, eldsneyti og önnur gjöld af umferðinni. Aðeins brot af allri þessari gjaldtöku er notað í umferðarmannvirkin. Þess vegna líkjast íslenskir þjóðvegir og hraðbrautir meira sveitavegum á meginlandi Evrópu en alvöru hrað- brautum. Í reynd er stóri vandinn í um- ferðarmálum okkar á öllu Suðvest- urhorninu sá sami. Girðingar milli mótlægrar umferðar eru und- antekning. Þær eiga að verða regla. Ef eitthvað kemur upp á í akstri á þessum vegum, er oftast ekið framan á næsta bíl. Eða út af veginum. Og Íslendingar þurfa alltaf að finna upp hjólið. Nú á að spara vegriðin með því að hafa lægðir milli mótlægrar umferðar, jafnvel á nýjum vegum eru ekki vegrið eins og á Reykjanesbraut og nýjum köflum Vesturlands- vegar. Þetta hef ég hvergi séð í heiminum nema hér. Á nýjum Suð- urlandsvegi hefur verið búin til stórhættuleg dauðagildra með stálvírum milli mótlægrar umferð- ar. Þar voru líka sparaðir ein- hverjir tugir milljóna með því að mynda stórhættulega einbreiða kafla. Við bíðum bara eftir slys- unum á þessum nýja vegi. Dap- urlegt. Hvernig væri nú að samgöngu- ráðherra færi nú að vinna vinnuna sína? Það þarf að koma þeim hluta vöruflutninga af vegunum sem rík- isvaldið ákvað með skattastefnu sinni að færa úr sjóflutningum í landflutninga. Hvernig væri að sú skattlagning sem lendir á umferð- inni færi í að byggja upp vegakerf- ið, sérstaklega á suðvesturhorninu þar sem meginþorri landsmanna býr og flest slysin verða. Hvernig væri að þessi ráðherra opnaði aug- un og gripi til raunhæfra aðgerða. Einungis þannig verður hægt að fækka dauðaslysum og alvarlegum umferðarslysum á þessum vegum. Þangað til hljótum við að hugsa. Hvað þurfa margir að deyja á veg- unum til að ráðherra opni augun? Þeir sem misst hafa ættingja sína og vini eða horfa á þá stórslasaða á sjúkrahúsum hafa samúð mína. Hvað þarf til að ráðherra opni augun? Þráinn Hallgrímsson skrifar um umferðaröryggismál Þráinn Hallgrímsson »Hvað þurfamargir að deyja á veg- unum til að ráðherra opni augun? Höfundur er stjórnarmaður í Neytendasamtökunum og áhugamaður um umferðarmál.                 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.