Morgunblaðið - 14.09.2006, Síða 11

Morgunblaðið - 14.09.2006, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 11 FRÉTTIR  SIGURÐUR Óli Sigurðsson varði 21. apríl sl., doktorsritgerð sína; In- vestigating the effects of real-time vi- sual feedback on computer workstation post- ure. Sigurður Óli leitaðist við með rannsókn sinni að sýna notagildi sjónrænnar end- urgjafar í raun- tíma til að leið- rétta líkamsstöðu við notkun tölvu. Sterkar vísbendingar eru um að röng líkamsstaða við tölvuvinnu geti aukið líkur á meiðslum á stoðkerfi lík- amans, til dæmis sinaskeiðabólgu og álagsmeiðslum í hálsi og baki. Í rannsókninni var notast við tölvu- viðmót sem Sigurður Óli þróaði ásamt Eyjólfi Sigþóri Garðarssyni forritara. Þátttakendur, sem voru BA-nemar í sálfræði, mættu á rann- sóknarstofu í sálfræði og slógu inn texta í ritvinnsluforriti. Í fyrstu fengu þeir engar upplýsingar um tilgang rannsóknar. Að loknu grunnlínu- tímabili voru þátttakendur þjálfaðir í að aðgreina hvort eigin líkamsstaða væri rétt eða röng. Hver þátttakandi mat stöðu eins ákveðins líkamshluta í einu (bak, olnbogi, eða háls). Því næst hófust þátttakendur aftur handa við innslátt texta á tölvu, en fengu auk þess að sjá sína eigin líkamsstöðu í rauntíma í glugga á tölvuskjá með reglulegu millibili. Þátttakendur dæmdu einnig hvort eigin líkams- staða væri rétt eða röng. Alls tóku átta þátttakendur þátt í tilrauninni, og unnu við tölvu í átján skipti hver að meðaltali, 20 mínútur í senn. Hlutfall réttrar líkamsstöðu batn- aði að meðaltali um rúmlega 58 pró- sentustig eftir að þátttakendur höfðu tækifæri á að meta eigin líkamsstöðu. Einnig má segja að þeir sem gátu áreiðanlega aðgreint ranga líkams- stöðu frá réttri voru líklegri til að bæta eigin stöðu en þeir sem áttu í vandræðum með aðgreininguna. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að líkamsstaða við tölvu- vinnu geti batnað við notkun tölvu- notendaviðmóts sem sýnir líkams- stöðu í rauntíma, og krefst þess að notandi meti eigin líkamsstöðu. Sigurður Óli Sigurðsson fæddist í Reykjavík árið 1974. Hann útskrif- aðist frá Menntaskólanum í Reykja- vík vorið 1994. Sigurður lauk BA- prófi í ensku frá Háskóla Íslands árið 2000, og BA-prófi í sálfræði frá sama skóla árið 2001. Hann hóf nám við Western Michigan University að hausti 2001. Hann hlaut þaðan meist- aragráðu í vinnusálfræði árið 2004 og hóf doktorsnám að því loknu. Vörnin fór fram við sálfræðideild Western Michigan University, í Kala- mazoo í Bandaríkjunum. Rannsóknin var unnin við sálfræðideild skólans og sá John Austin, prófessor við sama skóla, um handleiðslu. Foreldrar Sigurðar Óla eru Magna M. Baldursdóttir, og Sigurður Guð- laugsson. Sigurður Óli hefur störf sem lektor við sálfræðideild Univers- ity of Maryland-Baltimore County í ágústlok á þessu ári. Doktor í sálfræði Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn FUNDUR trúnaðarmanna Stétt- arfélags í almannaþágu (SFR) skor- ar á stjórnvöld að sjá til þess að Íbúðalánasjóður verði áfram sú kjölfesta í fjármögnun íbúðar- húsnæðis hér á landi sem nauðsyn- leg er. Hækkandi vextir og skert framboð lána hafi gert fólki erf- iðara að eignast húsnæði. „Þróun síðustu missera hefur sýnt að ekki er hægt að treysta á þröngan bankamarkað til að halda vöxtum á íbúðalánum í skefjum né tryggja nægilegt lánsfjármagn til íbúða- kaupa. Þess vegna er varað við öll- um hugmyndum sem lúta að því að skerða svigrúm Íbúðalánasjóðs.“ SFR vill styrkja Íbúðalánasjóð ♦♦♦ Bjóðum nýtt kortatímabil 10% kynningarafsláttur og fallegur kaupauki Kavíar línan gefur húðinni létta andlitslyftingu og fallegan ljóma! Sjón er sögu ríkari ... Velkomin á kynningu í Hygeu Smáralind í dag og á morgun föstudag kl. 13-17 báða dagana Smáralind • Sími 554 3960www.laprairie.com FANTASTIC MATCH Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16 50% afsláttur Útsöluhorn - Góðar vörur Dúnúlpur rúskinnsúlpur leðurjakkar vattkápur hattar húfur leðurhanskar ullarsjöl Góðar gjafir ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K EL 3 40 69 0 9/ 20 06 Kvenleg Glæsilegur fatnaður við öll tækifæri. Kringlunni · sími 568 4900 www.kello.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.