Morgunblaðið - 28.09.2006, Side 4

Morgunblaðið - 28.09.2006, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BENSÍNVERÐ hefur lækkað um 10% á Íslandi frá því um miðjan júlí en verðlækkun á mörkuðum erlendis er töluvert meiri og hefur verð á bensíni lækkað um 28% í krónum tal- ið á sama tímabili, að því er fram kemur í Vegvísi Landsbankans. Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri eldsneytis hjá Esso, segir bensínverð næmt fyrir gengi dollara og þetta þurfi að hafa í huga þegar verðbreyt- ingar á bensíni eru skoðaðar. Gengi dollars gagnvart krónu hafi undan- farið lækkað úr um 75 krónum í um 70 krónur nú. „Heimsmarkaðsverð á olíu í júlímánuði var 798 dollarar á tonnið af bensíni, en í ágúst var það 715 dollarar. Á sama tíma hefur gengisbreytingin verið hlutfallslega næstunni segir Magnús að hann sé ekki bjartsýnn á frekari verðlækkan- ir á bensíni á næstunni. Hann hafi verið bjartsýnn en í gærmorgun hafi fregnir borist frá OPEC-framleiðslu- ríkjunum að þau hygðust halda neyð- arfund í lok október þar sem rætt yrði um hugsanlega minnkun olíu- framleiðslu. „Verðið hækkaði í gær [fyrradag] á heimsmarkaði. Það er eitthvað sem við gátum búist við því reynslan sýnir okkur það að þegar verð er búið að lækka mikið gengur það til baka. Við höfum séð breyting- ar upp á 30 dollara á einum degi en þá gengur það mjög oft til baka um tvo þriðju næsta dag.“ Hann segir að næsta mánuðinn megi búast við litlum breytingum á bensínverði, en „síðan gæti frekar sigið á verri hliðina í vetur ef það verður tekin ákvörðun um minnkun olíuframleiðslu.“ því,“ segir Magnús. Hann bendir á að mesta lækkunin hafi í raun orðið í þessum mánuði, en þá „fór gengið að skila sér inn og við höfum í þessum mánuði lækkað verðið [á lítrann af bensíni] um sex krónur og sjötíu aura,“ segir hann. Um þróunina á miklu minni. Verðið er næmt fyrir genginu og því er ekki hægt að taka bara erlenda verðið og reikna út frá Meiri lækkanir á markaði en á bensínverði hérlendis                 !   " #    Í HNOTSKURN » Bensínverð náði hámarkiá Íslandi um miðjan júlí. » Þá var lítraverð á 95 okt-ana bensíni, með þjónustu, hærra en 135 krónur. » Verðið hefur lækkað fráþessum tíma og í gær var algengt verð á lítra af 95 okt- ana bensíni 123,90 krónur. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „HÉR er um nýtt úrræði að ræða og ég er mjög bjartsýn á árangur enda hefur reynslan verið afar góð í öðrum löndum,“ segir Siv Frið- leifsdóttir heilbrigðisráðherra um sérhæfða sjúkrahústengda heima- þjónustu fyrir aldraða sem form- lega var sett af stað í gær. Um er að ræða samvinnuverkefni Heilsu- gæslunnar á höfuðborgarsvæðinu (HH) og Landspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH) þar sem læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, félagsliðar, sjúkraþjálfarar og iðju- þjálfar veita veikum öldruðum þjónustu í heimahúsum. Að sögn Sivjar er þessu nýja úr- ræði ætlað að leysa að nokkru þann útskriftarvanda sem verið hefur á LSH að undanförnu og komst í hámæli sl. vor. Segist Siv binda miklar vonir við að þetta nýja úrræði geti minnkað útskrift- arvanda LSH til muna og létt á álaginu þar. Að sögn Sivjar er þessi sérhæfða heimaþjónusta hugsuð sem tímabundin þjónusta sem standi fólki til boða. „Þannig er reiknað með að hinn aldraði geti þegið þessa þjónustuna í allt að þrjá mánuði, en að þá taki annað úrræði við, þ.e. annaðhvort heima- þjónusta heilsugæslu höfuðborg- arsvæðisins eða þá að sjúklingurinn verði kominn inn á hjúkrunarheim- ili, ef það þykir henta,“ segir Siv og bendir á að veikist hinn aldraði meira eftir útskrift þá sé leiðin auðvitað opin aftur inn á sjúkra- húsið. „Það er því mikið öryggi sem felst í þessu fyrir hinn aldr- aða.“ Aðspurð segir Siv úrræðið kosta í kringum 70 milljónir króna á árs- grundvelli. Segist hún afar ánægð með hve vel ríkisstjórnin hafi brugðist við þessu nýja úrræði með tilliti til fjármögnunar þess, því þar sem þetta sé nýtt úrræði hafi það eðlilega ekki verið inni á fjárlögum yfirstandandi árs. Sérhæfð heimaþjónusta fyrir veika aldraða hafin Bjartsýn á árangur Í HNOTSKURN » Sérhæfð sjúkrahústengdheimaþjónusta fyrir aldr- aða kostar á ársgrundvelli um 70 milljónir. »Gert er ráð fyrir að sér-hæfð heimaþjónusta nái að jafnaði til 20 sjúklinga á hverj- um tíma. » Með þjónustunni er leitastvið að mæta óskum aldr- aðra um að geta dvalið lengur í heimahúsi þrátt fyrir veik- indi og um leið að færri sjúk- lingar í hópi aldraðra þurfi að bíða eftir annarri þjónustu. NÝR vikulegur skemmtiþáttur Hemma Gunn hefur göngu sína í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld, en þátturinn er sendur út frá skemmtistaðnum Nasa við Aust- urvöll. „Það má nú minna sjá hérna í miðbænum, því það er verið að um- turna Austurvelli í tilefni af þessu,“ sagði Hemmi í samtali við Morg- unblaðið. Hann sagði að loksins væri verið að lýsa upp Austuvöll því þau þyrftu að sprella mikið úti, en ætl- unin væri að vera einnig með atriði fyrir utan húsið. Þá væri einnig verið að tyrfa, en hann hafði haft samband við borgarstjóra af þessu tilefni. „Við erum á draumastaðnum að vera með þátt í miðborg Reykjavík- ur í stað þess að vera bundin inni í einhverju myndveri sjónvarps- stöðvanna,“ sagði hann ennfremur. Hemmi sagði að undirbúningur væri í fullum gangi og gengi mjög vel. Hann yrði var við mikið já- kvæði í garð þáttarins. Allir sem hann leitaði til væru tilbúnir að taka þátt í undirbúningnum og það væri virkilega ánægjulegt. Hemmi sagði að einnig yrði farið víðar um borgina. „Þó að þættirnir byggist fyrst og fremst á skemmtun ætlum við líka að láta gott af okkur leiða og huga að þeim sem minna mega sín og eru svolítið afskiptir í þjóð- félaginu. Það er líka til mikils að vinna því ég sendi alltaf einhvern úr hópi gesta á Nasa til útlanda daginn eftir,“ sagði Hemmi einnig. Hann sagði að í þættinum í kvöld yrði mikið stórskotalið og að hann hlakkaði mikið til. Hemmi sprellar í beinni frá Austur- velli Morgunblaðið/Eyþór Tekið til hendinni Unnið var við að tyrfa á Austurvelli í gær, en í baksýn má sjá húsnæði Nasa þaðan sem skemmtiþátturinn verður sendur beint út þó að farið verði víðar um borgina og sprellað víða. FRUMVARP til laga um breytingar á ákvæðum skattalaga um vaxtabæt- ur verður lagt fram í upphafi þings í næstu viku, samkvæmt upplýsingum Árna Mathiesen fjármálaráðherra. Við álagningu í sumar vegna tekna ársins 2005 kom í ljós að vaxtabætur skertust verulega, meðal annars vegna mikillar hækkunar á fast- eignaverði. Lýsti fjármálaráðherra því þá yfir að leiðréttingar í þessum efnum yrðu gerðar í haust en vaxtabæturnar lækkuðu um 700 milljónir króna milli ára og 10 þúsund færri einstaklingar fengu vaxtabætur en á síðasta ári. Unnið að tillögum í fjár- málaráðuneytinu Árni sagði að unnið væri að til- lögugerð innan fjármálaráðuneytis- ins í þessum efnum og þess að vænta að frumvarpið kæmi fram í þinginu fljótlega eftir að þing kæmi saman í næstu viku. „Vonandi verður frum- varpið afgreitt fljótt og vel í þinginu,“ sagði Árni ennfremur. Breytingar á vaxtabótum TAFIR á framleiðsluferli bóluefnis við árstíðabundinni flensu valda því að innflutningi á bóluefninu hingað til lands seinkar, að sögn Haraldar Briem, sóttvarnarlæknis hjá land- læknisembættinu. Haraldur segir að venjulega eigi bóluefnin að vera komin inn í landið um þetta leyti árs en nú verði sennilega bið eftir þeim fram í miðjan október. Tafirnar or- sakist af því að hálfilla hafi gengið að finna bóluefni í ár því einn stofn þeirrar veiru sem menn séu að byggja upp varnir gegn hafi ekki ræktast nógu vel. Þetta hafi komið fyrir hjá öllum framleiðendum bólu- efna, en um 70% þeirra bóluefna sem flutt eru til Íslands koma frá Evrópu. Misjafnt hvenær flensan kemur Haraldur segir að flensa hafi enn ekki gert var við sig hér á landi í haust og ekki hafi heldur heyrst af henni í nágrannalöndunum. „Við höfum ekki heyrt af neinu núna sem er ágætt,“ segir Haraldur og vísar til tafa á innflutningi bóluefna. Hann segir misjafnt eftir árum hve- nær flensan komi fram en flensu- tímabilið standi venjulega yfir frá október eða nóvember og fram í mars eða apríl. „Undanfarin ár hefur hún yfirleitt ekki dúkkað upp fyrr en í desember og náð hámarki í janúar og febr- úar,“ segir Haraldur. Haraldur segist ekki muna til þess að Íslendingar hafi sloppið al- farið við flensu yfir vetrartímann, en flensan sé misskæð eftir árum. Inflúensan ferðist um heiminn og þegar vetur sé á suðurhveli jarðar gangi flensan þar. Svo komi vetur á norðurhveli jarðar og þá komi hún upp þar. Þegar bóluefni séu fram- leidd skoði menn því hvaða tegund gangi yfir suðurhvelið og vinni út frá því. Yfirleitt hitti menn nokkuð rétt á. Tafir verða á inn- flutningi bóluefnis TVEIR karlmenn á þrítugsaldri voru færðir á lögreglustöðina við Hverfisgötu vegna fíkniefnamála í fyrrinótt. Þeir voru báðir teknir í austurbæ Reykjavíkur en þó ekki á sama tíma. Í fórum beggja fundust ætluð fíkniefni en mál þeirra eru óskyld. Í fyrrinótt eða á þriðjudags- kvöld var einnig gerð tilraun til innbrots í húsnæði félagasamtaka og þar urðu nokkrar skemmdir. Í fyrradag var sömuleiðis tilkynnt um rúðubrot á tveimur stöðum í borginni og þá var skorið í hjól- barða á fjórum bifreiðum, einni í vesturbænum og þremur í einu af úthverfum borgarinnar. Tveir menn teknir með fíkniefni SLÁTRAÐ var 17.776 nautgripum, sem vigtuðu alls 3.206 tonn á tíma- bilinu 1. september árið 2005 og til 31. ágúst í ár. Jafnvægi í fram- leiðslu og sölu er gott, þannig að birgðasöfnun á tímabilinu er engin, segir í frétt á vef Landssambands kúabænda. Í úrkast fóru 37 gripir. Slátrun á kálfum á tímabilinu minnkar um 28%, miðað við tíma- bilið 1. sept. 2004 til 31. ágúst 2005. Þá fjölgar gripum sem fara í svo- kallað UN-úrval talsvert, eða um 11%. 14% aukning er í slátrun á ungum kúm, en samdráttur í slátr- un á kúm er að magni til um 22%. Fleiri ungar kýr en færri kálfar ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.