Morgunblaðið - 28.09.2006, Page 17

Morgunblaðið - 28.09.2006, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 17 Eftir Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is FÉLAG í eigu Ingunnar Werners- dóttur hefur fest kaup á Stradivar- ius-fiðlu. Fiðlan var smíðuð í Cre- mona á Ítalíu af Antonio Stradivari. Stradivari, sem er einn þekktasti hljóðfærasmiður sögunnar, var uppi á árunum 1644–1737 og smíðaði fiðl- ur, selló, gítara og fleiri tegundir strengjahljóðfæra. Þykja Stradivar- ius-fiðlur hafa ómótstæðilegan og seiðmagnaðan hljóm. Vísindamenn og fiðlusmiðir nútímans leita stöðugt að leyndardómum Stradivari en þrátt fyrir ýmsar kenningar og upp- götvanir hefur engum tekist að ná þeim hljómgæðum sem einkennir Stradivarius-fiðlur. 600–700 hljóðfæri smíðuð af Stradivari til í heiminum Af um 1.100 hljóðfærum sem talið er að Stradivari hafi smíðað eru í dag 600–700 hljóðfæri til í heim- inum, ýmist á söfnum eða í höndum hljóðfæraleikara. Það þykir draumur hvers fiðlu- leikara að fá að leika á slíkt hljóðfæri en ákveðið hefur verið að einn fremsti fiðluleikari Íslands, Hjörleif- ur Valsson, hafi umrædda fiðlu í sinni vörslu. Ljóst er að Stradivarius-fiðlan er mikið innlegg í íslenskt tónlistar- og menningarlíf. Hjörleifur er ekki al- veg ókunnugur fiðlunni því hann lék á hana í Grafarvogskirkju í mars- mánuði, fyrir upplestur á Pass- íusálmunum. Þessi fiðla er ein af þeim síðustu sem Stradivari smíðaði og telja sér- fræðingar að hún hafi verið smíðuð á árunum 1732–34. Stradivari var því 92 ára þegar smíði fiðlunnar hófst. Fiðlan er metin á yfir 100 milljónir kr. Stradivarius keyptur til Íslands Morgunblaðið/Ásdís Fjársjóður Christophe Landon fiðlusmiður, Ingunn Wernersdóttir at- hafnakona og Hjörleifur Valsson fiðluleikari með Stradivarius-fiðluna. HJÖRLEIFUR Valsson fiðluleik- ari var í sjöunda himni með að vera kominn með Stradivarius-fiðlu í sína vörslu þeg- ar blaðamaður ræddi við hann. „Ég er alltaf með augun opin fyrir góðum fiðlum en var að sjálfsögðu ekki að leita mér að Stradivarius- fiðlu. Duttlungar örlaganna höguðu því hins vegar þannig til að mér gafst kostur á því að prófa þessa fiðlu og vera með hana um nokkurn tíma. Á þeim tíma varð ég harð- ákveðinn í því að ég yrði að fá að hafa hana áfram,“ segir Hjörleifur, sem lék á fiðluna opinberlega í mars síðastliðnum í Grafarvogskirkju. Hjörleifur reyndi að fá fjárfesta í lið með sér við að ná fiðlunni alfarið hingað heim en rakst víðast hvar á veggi. „Bankarnir afgreiddu erindi mitt afar snyrtilega, allir nema einn. En síðan vill svo til að ég hitti Ing- unni Wernersdóttur, sem hefur helgað sitt líf stuðningi við listir og mannúðarmál. Hún var hrifin af hugmyndinni og er mjög verðugur eigandi þessarar fiðlu. Það hefur tekið talsverðan tíma að koma þessu á koppinn og hún hefur vaxið mjög sem fiðlueigandi,“ segir Hjörleifur. Fiðlan var áður í eigu fransks manns og hefur verið í Frakklandi undanfarna áratugi. Félagi Hjör- leifs, sem er fiðlusmiður og verslar með hljóðfæri og smíðaði fyrir Hjör- leif fiðlu fyrir nokkrum árum, hafði milligöngu um kaupin. „Það er draumur hvers fiðluleik- ara að leika á Stradivarius-fiðlu og margir hafa þurft að ljúka glæstum ferli án þess að hafa nokkurn tíma fengið tækifæri til að snerta slíkt hljóðfæri. Fiðlur Stradivari kosta al- veg frá rúmum 100 milljónum kr. og upp í 350 milljónir kr.“ Hann segir að ekki séu allar Stra- divarius-fiðlur jafn góðar. Fiðlan sem hann hafi undir höndum sé að öllu leyti upprunaleg, að því undan- skildu að hausinn á henni er ekki skorinn út af meistaranum sjálfum heldur sonum hans eða nemendum, sem ekki var óalgengt með Stradiv- arius-fiðlur eftir að hljóðfærasmið- urinn komst á efri ár. Þetta er ein af síðustu fiðlunum sem hann gerði og hausinn á henni er endurgerð. Hjör- leifur bendir ennfremur á að skipt hafi verið um háls á öllum Stradiv- arius-fiðlum í heiminum sem eru í notkun. Ástæðan er breytingar sem urðu jafnt á tónlistinni og tónlistar- húsunum og fóru fiðlurnar því allar í gegnum þetta breytingarferli á 19. öldinni. „Fiðlan skiptir mig gríðarlega miklu máli. Ég starfa sem fiðluleik- ari og spila við öll möguleg tækifæri. Það er algjörlega ómótstæðilegt að spila á Stradivarius-fiðlu. Fiðluleik- ari sem spilar á Stradivarius-fiðlu hefur líka ákveðinn sess,“ segir Hjörleifur. Skiptir mig gríðarlega miklu máli Hjörleifur Valsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.