Morgunblaðið - 28.09.2006, Side 20
Ferðalag til Afríku var gamall
draumur Elísabetar Magnús-
dóttur, sem nú kennir í grunn-
skóla í Gana.» 22
|fimmtudagur|28. 9. 2006| mbl.is
daglegtlíf
Það geta allir lagt sitt af mörk-
um til að draga úr gróður-
húsaáhrif-
unum.» 24
neytendur
Nýlega fundust í Noregi leifar af
skordýraeyði í argentínskum líf-
rænt ræktuðum eplum. Hérlend-
is er eftirlit reglubundið. » 25
lífrænt
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
Ílitlum stjörnusjónauka sjást fjarlægarvetrarbrautir, tvístirni og gasþokur. Ein-ungis ein vetrarbraut sést með berumaugum frá norðurhveli, en hún nefnist
Andrómeduvetrarbrautin og hefur ljósið verið
tvær milljónir ára á leiðinni frá henni til jarðar.
Það er reyndar gaman að velta því fyrir sér
hvort það séu einhverjar vitsmunaverur í
Andrómeduvetrarbrautinni sem eru að horfa í
áttina til okkar,“ segir Sverrir Guðmundsson
stjörnuáhugamaður í samtali við Daglegt líf, en
hann ásamt félaga sínum Sævari Helga Braga-
syni, sem deilir sama áhugamáli, ætlar að bjóða
upp á stjörnuskoðun í kvöld í Minjasafni Orku-
veitunnar í Elliðaárdal, gegnt gömlu rafstöð-
inni. Þangað geta áhugasamir komið og horft á
stjörnuhimininn í gegnum sjónauka frá klukkan
níu til ellefu. Öll götuljós verða slökkt í Reykja-
vík og víðar á þessum tíma sem veitir gestum
kærkomið tækifæri til að virða fyrir sér undur
næturhiminsins í stjörnuteiti í Elliðaárdal.
Þetta mun vera í fjórða skiptið sem Stjörnu-
fræðivefurinn stendur fyrir stjörnuteiti á
Minjasafninu. „Það eru mörg áhugaverð fyr-
irbæri að sjá á næturhimninum sem eru það
dauf að þau sjást illa eða alls ekki með berum
augum. Þess vegna er tilvalið að nota tækifærið
og skoða þau í sjónauka,“ segir Sverrir.
Félagarnir Sverrir og Sævar hafa haft áhuga
á stjörnufræði og stjörnuskoðun frá því að þeir
byrjuðu í barnaskóla. Þeir leggja nú báðir stund
á jarðeðlisfræði við HÍ ásamt því að kenna
stjörnufræði við MR í stundakennslu. Sævar
kennir þá eðlisfræði við Borgarholtsskóla.
Tunglið fyrir byrjendur
„Það er nóg að fara út í garð og líta til himins.
Það er ekki nauðsynlegt að hafa einhverjar sér-
stakar græjur við stjörnuskoðunina. Lengst af
létum við okkur nægja að nota augun til þess að
virða fyrir okkur næturhimininn. Það spillir þó
ekki fyrir að hafa lítinn handsjónauka enda
stækka þeir yfirleitt sjö til tíu sinnum. Ef fólki
finnst gaman í stjörnuskoðun þá getur það ef til
vill keypt lítinn stjörnusjónauka með tíð og
tíma,“ segja þeir.
Þeir mæla með tunglinu þegar þeir eru beðn-
ir um að mæla með einhverju fyrirbæri í him-
ingeimnum fyrir byrjendur. „Tunglið kemur þó
ekki til með að sjást í stjörnuteitinu í kvöld, en
það ætti að sjást á næstu dögum. Þar sem ekk-
ert tunglskin verður á borgarmyrkvanum ættu
að sjást fleiri og daufari stjörnur en ella. Gasský
í vetrarbrautinni okkar mynda svonefnda vetr-
arbrautarslæðu, sem ætti að sjást á suðurhimni
við góðar aðstæður. Það getur hjálpað að vera í
myrkri í smástund því það tekur augun svolítinn
tíma að venjast myrkrinu,“ segir Sverrir.
Vaxandi áhugi á stjörnunum
Þeim félögum finnst sem áhugi á stjörnu-
skoðun hér á landi fari vaxandi. Væntanlega
skýrist það bæði af aukinni sumarbústaðaeign
og því að ekki þarf lengur að panta sjónauka er-
lendis frá heldur má fara út í búð og kaupa sjón-
auka á verði, sem hentar hverjum og einum.
Á athygliverðum upplýsingavef, sem stjörnu-
áhugamennirnir hafa komið sér upp, er að finna
yfirlit um þekkingu mannanna á reikistjörn-
unum og hinum fyrirbærunum sem saman
mynda sólkerfið. Þar er að finna upplýsingar
um sólina, reikistjörnurnar og tungl þeirra,
halastjörnur, smástirni og fleira. Tvinnað er
saman goðsögunum, sem tengjast nöfnum fyr-
irbæranna og sögu könnunar á hnöttunum.
Hver síða inniheldur texta og myndir en auk
þess eru hljóðklippur og hreyfimyndir á nokkr-
um þeirra. „Þekking okkar á sólkerfinu er yf-
irgripsmikil, en um leið fjarri því að vera full-
komin. Sum fyrirbæri hafa aldrei verið
ljósmynduð í nálægð og enn finnast ný fyr-
irbæri á sveimi um pláneturnar. Enn hefur ekk-
ert geimfar heimsótt Plútó og enn eigum við
margt eftir ólært.“
Mörg fyrirbæri eru á næturhimninum
Morgunblaðið/Golli
Stjörnuáhugamenn
Sverrir Guðmundsson og
Sævar Helgi Bragason
ætla að efna til stjörnu-
teitis í Elliðaárdalnum.
TENGLAR
...................................................................
www.stjornuskodun.is
ÞETTA VAR ekki leiðinlegt. Ég er enn skæl-
brosandi. Það er engu líkt að sitja í bíl með 500
hestöfl í skottinu og vitandi það að græjan
kostar litlar 30 milljónir. Ég er virkilega
ánægður með að hafa fengið þetta tækifæri,“
segir Guðmundur Árni Hilmarsson sem í Ís-
landsheimsókn sinni um síðustu helgi fékk að
fara í bíltúr á bíl sem er endurgerð á frægasta
kappakstursbíl sögunnar, tveggja dyra Ford
GT, sem vann m.a. þrefaldan sigur í Le Mans-
kappaksturskeppninni árið 1966.
Guðmundur var einn af þeim 40 sem dregnir
voru úr lukkupotti hjá Brimborg og uppskáru
bíltúr í ofur sportbílnum. „Þessi bíll er miklu
lægri en venjulegur sportbíll, hann liggur al-
veg í götunni og þar af leiðandi er mjög sér-
stakt að ferðast í honum, en ég fékk ekki að
keyra hann sjálfur, heldur var ég farþegi.
Ökumaðurinn, starfsmaður Brimborgar,
keyrði með mig góðan hring upp í Mosó. Hann
lét bílinn vissulega vinna svolítið og hröðunin
var svakaleg. Hann fór auðvitað ekki yfir lög-
legan hraða, en það hefði óneitanlega verið
gaman að finna betur fyrir kraftinum sem í
honum býr með því að fara á meiri hraða.
Þetta var samt alveg mögnuð upplifun.“
Guðmundur neitar því ekki að hann sé með
ólæknandi bíladellu. „Ég er mikill Porche-
áhugamaður og ég hef verið með sportbíla-
dellu frá því ég man eftir mér og kannski er
það þess vegna sem ég bý núna í Malmö, því
hér er þó nokkuð um sportbíla,“ segir Guð-
mundur sem starfar sem tölvunarfræðingur í
Svíaríki og ekur þar um á gömlum Volkswa-
gen. Aðspurður segist hann vissulega dreyma
um að eignast sinn eigin alvöru sportbíl. „Það
kemur að því einn góðan veðurdag, þó sá
draumur sé enn fjarlægur. Kannski ég láti
hann rætast þegar ég verð fimmtugur.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hestöfl Guðmundur Árni naut í hvívetna nærverunnar við Ford GT.
Ökuferðin mögnuð upplifun
TENGLAR
.....................................................
www.brimborg.is
ferðalög