Morgunblaðið - 28.09.2006, Síða 28

Morgunblaðið - 28.09.2006, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ að kann að skýrast í dag hver verður næsti framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna mun sem sagt í dag í þriðja skipti greiða atkvæði um þá sjö sem hafa lýst yfir áhuga á emb- ættinu og hljóti Ban ki-Moon, ut- anríkisráðherra Suður-Kóreu, þar góðan stuðning líkt og í hin fyrri skipti má telja sennilegt að hann hreppi hnossið. Engu er þó hægt að slá föstu. Hér er aðeins um „skoðanakönn- un“ að ræða á fylgi við einstaka frambjóðendur, hún er leynileg og ekki bindandi og ýmislegt gæti gerst, sem ekki er hægt að sjá fyr- ir núna. Tveir frambjóðendur hafa bæst í hópinn frá því að fylgiskönnun fór fram síðast (fyrir hálfum mánuði) en þetta eru þau Vaira Vike- Freiberga, forseti Lettlands, og Ashraf Ghani, fyrrv. fjár- málaráðherra Afganistans. Hvort um sig er álitið sterkur kandídat en það er hins vegar enn skilningur flestra, að næsti fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna eigi að koma frá Asíu og sam- kvæmt því á Vike-Freiberga litla möguleika. Hitt er, að bandarískir embætt- ismenn hafa sagt, að það eigi ekki að skipta máli úr hvaða álfu góður framkvæmdastjóri komi. Taki Bandaríkjamenn þann kost að styðja Vike-Freiberga með ráðum og dáð gæti það sett strik í reikn- inginn, enda Bandaríkin eitt þeirra fimm ríkja sem neitunarvald hefur í öryggisráðinu. En það þýðir í reynd að enginn getur orðið framkvæmdastjóri SÞ nema hann hafi tryggt sér stuðn- ing Bandaríkjanna (eða í það minnsta, að þeir beiti ekki neit- unarvaldi gegn þeim). Sama má hins vegar segja um Kínverja, sem líka eru í hópi fasta- fulltrúa ráðsins, og kínversk stjórnvöld eru sögð ákveðin í að tryggja að ekki verði gengið framhjá Asíu í þessu kjöri. Kín- verjar hafa hins vegar ekki sagt, hvern Asíumannanna þeir styðji. Ban ki-Moon hlaut í síðustu skoðanakönnun fjórtán „hvetj- andi“ atkvæði en eitt „letjandi“. Fullyrt er í dagblaðinu The Aust- ralian sl. laugardag að það hafi verið Katar sem greiddi Ban ki- Moon „letjandi“ atkvæði, sem túlka má þannig, að allar líkur séu á því að Ban verði næsti fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna. Katar er nefnilega ekki eitt þeirra ríkja sem hafa neitunarvald í öryggisráðinu og gæti því ekki komið í veg fyrir, að öryggisráðið samþykkti að mæla með því við allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna (samkundu allra 192 aðild- arríkja Sameinuðu þjóðanna) að Ban verði kjörinn næsti fram- kvæmdastjóri. Komi Ban vel út úr könnuninni í dag má ætla að hann hafi pálmann í höndunum. Hitt er hins vegar jafnvíst – eins og sagði hér að framan – að með því að nú eru tveir nýir frambjóð- endur komnir fram á sjónarsviðið, dreifist atkvæði á fleiri menn en áður; þ.e. að einhver þeirra ríkja sem greiddu Ban „hvetjandi“ at- kvæði ákveði nú að fylkja sér að baki einhverjum öðrum frambjóð- anda. Það er því hugsanlegt að í stað þess að staðan skýrist verði allt óljósara en áður. Þetta er semsé mikill prófsteinn á styrk Bans; tapi hann stuðningi í dag mætti túlka það á þann veg, að þegar á hólminn væri komið hefðu fulltrúar í örygg- isráðinu ekki verið sannfærðir um að hann sé rétti maðurinn í emb- ættið. Það gæti síðan aftur þýtt að nýr frambjóðandi bættist enn í hópinn; en það vill enginn útiloka þann möguleika að allt fram á síðustu stundu verði haldið áfram að leita að vænlegum kandídat. Að vísu hefur verið stefnt að því að afgreiða valið á nýjum fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna í október; það fer því hver að verða síðastur að bjóða sig fram. En hvers konar einstakling vilja menn í embætti framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna á þess- um tímapunkti? Um þetta eru skiptar skoðanir. Sumir eru hlynntir því að fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna sé eins konar „borgaralegur páfi“, en segja má að Kofi Annan hafi gegnt slíku hlutverki á sínum ferli með endalausum ferðalögum sínum um veröldina og „móralskri leiðsögn“. Hins vegar segja menn, að framkvæmdastjórinn eigi að vara sig á því að taka sér ekki stærra hlutverk en raunhæft sé (og þannig læra af mistökum Ann- ans); framkvæmdastjórinn eigi fyrst og fremst að vera hæfur stjórnandi og forystumaður sam- takanna, sem við köllum hinar Sameinuðu þjóðir. Menn segja að Kofi Annan hafi ekki staðið sig nógu vel að þessu leyti til, Sameinuðu þjóðirnar séu enn það bjúrókratíska skrímsli sem þær voru, samtök með fjárlög upp á tvo milljarða Bandaríkjadala sem enginn hefur stjórn á og sem þar af leiðandi virka ekki sem skyldi. Kofi Annan til varnar má hins vegar segja að hann reyndi þó a.m.k. (snemma árs 2005) að beita sér fyrir uppstokkun á innri starf- semi og stjórnarháttum Samein- uðu þjóðanna (sem m.a. þýddi að auðveldara átti að vera að reka vanhæfa starfsmenn). Sú tilraun hefur hins vegar ekki gengið upp ennþá og verkefnið bíður arftaka Annans. Athygli vekur að Ban ki-Moon sagði sl. mánudag að hann vildi einbeita sér að hinum diplómatíska þætti embættisins og láta næst- ráðendur framkvæmdastjórans um að sinna daglegri stjórn sam- takanna. Ljóst er því hvaða skoðun hann hefur á hlutverki fram- kvæmdastjórans. Hún fellur ef til vill ekki í kramið í Washington, en í Bandaríkjunum telja menn ein- sýnt að fyrst og síðast þurfi að taka til innanhúss hjá Sameinuðu þjóðanna. Arftaki Annans » Fullyrt er í dagblaðinu The Australian sl.laugardag að það hafi verið Katar sem greiddi Ban ki-Moon „letjandi“ atkvæði, sem túlka má þannig, að allar líkur séu á því að Ban verði næsti framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. BLOGG: davidlogi.blog.is VIÐHORF Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is DÓMSTJÓRI Héraðsdóms Reykjavíkur Helgi I. Jónsson svarar skrifum mínum um skýrslutökur af börnum vegna meintra kynferð- isbrota með grein sem ber heitið „Það sem Barnahúsi er fyrir bestu“ í Morgunblaðinu. þann 26. september. Í greininni gerir hann tilraun til að villa um fyrir lesendum með því að halda fram því sjón- armiði að gagnrýni mín á Héraðsdóminn snúist ekki um hagsmuni og velferð barna heldur hagsmuni þeirrar stofnunar sem ég veiti forystu. Helgi reiðir hátt til höggs og af- greiðir málflutning minn sem „algjörlega tilefnislausan og til þess eins fallinn að efna að ástæðulausu til ófriðar í samfélaginu“ og þjóni „eingöngu sér- hagsmunum Barnahúss sem stofn- unar“. Mér er það ofraun að skilja hvern- ig hús getur haft hagsmuni en það hefur hins vegar aldrei verið leynd- armál að starfsemi Barnahúss var sett á laggirnar til að varðveita rétt- indi og velferð barna í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Það fyrirkomulag við meðferð mála sem viðhaft er í Barnahúsi hef- ur hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem framúrskarandi úrræði. Millj- ónaþjóðir eru að taka upp þetta fyr- irkomulag að fyrirmynd Íslands. Fyrsta Barnahúsið var opnað í Sví- þjóð fyrir ári og í lok þessa árs verða húsin orðin sex í jafnmörgum borg- um. Fleiri þjóðir eru að undirbúa stofnun slíkra húsa og eru Norð- menn þar lengst komnir. Í byrjun september voru Barnahúsi veitt verðlaun alþjóðlegu barnavernd- arsamtakanna ISPCAN (Int- ernational Society for Child Abuse and Neglect), valið úr fjölmörgum tilnefningum til þeirra alls staðar að úr heiminum. Tilnefning til þessara verðlauna kom ekki frá Íslandi, held- ur frá bandarískum saksóknara og samstarfsfólki hennar í Wash- ingtonríki. Fyrr hafði Barnahúsið öðlast viðurkenningu frá Save the Children í Evrópu svo og fyrstu við- urkenningu Barnaheilla fyrir sér- stakt framlag í þágu réttinda barna árið 2002 sem nú er veitt árlega. Mér er ekki kunnugt um nokkurt framlag í velferðarmálum frá Íslandi sem hefur fengið jafn víðtæka alþjóðlega viðurkenningu og Barnahús. Í ljósi ofangreinds hlýt ég að undrast þeg- ar dómstjórinn gerir málflutning minn tor- tryggilegan. Getur málið ekki einfaldlega snúist um það að nú- tíma fagþekking og skilningur á hags- munum og réttindum barna liggi öðruvísi fyr- ir en hann hefur haldið? Getur ekki verið að „regluleg upphlaup“ forstjóra Barnaverndarstofu séu einfaldlega einlægar tilraunir til að tryggja börnum í Reykjavík jafn- góða þjónustu og öðrum börnum á Íslandi? Eða hvaðan hafa þeir fáu dómarar við Lækjartorg sem hundsa Barnahúsið öðlast þá visku sem gerir þeim kleift að vísa á bug alþjóðlega viðurkenndri þekkingu fagfólks (þ.m.t. lögfræðinga) í málefnum barna - sem stjórnvöld hjá ná- grannaþjóðum okkar eru nú að færa sér í nyt? Þá verður að andmæla þeim þætti í málatilbúnaði dómstjórans er lýtur að meintum annmörkum á skýrslu- tökum af börnum í Barnahúsi og vís- ar hann til tveggja dóma í þeim efn- um. Þeir dómar sem vísað er til fjalla um galla í málsmeðferð sem á engan hátt geta talist hliðstæðir þeim dóm- um sem ég gerði að umfjöllunarefni í grein minni. Enga lögfræðikunnáttu þurfa menn til að sjá þann mun sem þar er á heldur dugar sæmileg lestr- arkunnátta og geta áhugasamir flett upp á viðkomandi dómum á vefsíðum Hæstaréttar og Dómstólaráðs og lagt eigið mat á. Í grein dómstjórans er að öðru leyti ekki ný rök kynnt til sögunnar. Enn er reynt að gera niðurstöðu Hæstaréttar og leiðbeinandi reglur Dómstólaráðs um skýrslutökur af börnum í Barnahúsi tortryggilegar. Svo langsóttur er þessi málflutn- ingur að vísað er til þess að máli hafi verið skotið til Mannréttinda- dómstóls Evrópu á grundvelli þess að skýrsla hafi verið tekin í Barna- húsi. Hætt er við að þessi mála- tilbúnaður muni snúast í höndunum á dómstjóranum þegar afgreiðsla dómstólsins liggur fyrir. Sá sem þetta ritar starfar nú í sérfræð- inganefnd á vegum Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðisof- beldi sem vinnur að gerð draga að Evrópusamningi í þessum efnum, þar sem forgangsatriði er meðal annars að treysta rétt barnsins til barnvænlegrar málsmeðferðar, t.a.m. skýrslugjafar. Nefndin nýtur meðal annars ráðgjafar dr. Guð- mundar Alfreðssonar, prófessors og forstjóra Wallenbergstofnunarinnar, sem er einn fremsti lögfræðingur heims á sviði mannréttinda. Má ég leyfa mér að nota þetta tækifæri til að stinga upp á því við Héraðsdóm- inn að hann leiti álits Guðmundar í þessu ágreiningsefni og ennfremur um þá strauma á sviði mannréttinda, einkum réttinda barna, sem nú eru uppi í alþjóðasamfélaginu. Enn um Héraðsdóm Barnahús Bragi Guðbrandsson svarar grein Helga I. Jónssonar um Barnahús » Getur ekki verið að„regluleg upphlaup“ forstjóra Barnavernd- arstofu séu einfaldlega einlægar tilraunir til að tryggja börnum í Reykjavík jafn góða þjónustu og öðrum börnum á Íslandi? Bragi Guðbrandsson Höfundur er forstjóri Barnavernd- arstofu. ÝMSIR flokksmenn Vinstri grænna hafa undanfarna daga skrif- að í Morgunblaðið og eru sárir vegna greinar sem birtist eftir mig í blaðinu þar sem ég gagnrýndi afgreiðslu VG í bæjarstjórn Mos- fellsbæjar á máli sem varðar lagningu tengi- brautar við Álafoss- kvos. Þau áform myndu skerða náttúru kvos- arinnar og setja Varmá, einhverja helstu nátt- úruperlu sveitarfé- lagsins, í hættu auk þess að breyta eðli byggðar og atvinnu- starfsemi í Álafosskvos. Gagnrýni mín á afstöðu VG í Mosfellsbæ virtist hafa vakið athygli flokksmanna um land allt og er það vel. Kjarni minnar greinar var að VG lofaði því fyrir kosningar í vor að lagning tengibrautar við Varmá og Álafosskvos yrði endurskoðuð með tilliti til ábendinga frá íbúum og Var- mársamtökunum. Núna vilja fulltrú- ar VG ekki kannast við loforðin og dulbúast í skjóli vanhæfisreglu. Þeir virðast því hafa fórnað loforðum sín- um fyrir meirihlutasamstarfið með Sjálfstæðisflokknum. Við þessu hefur ekkert svar komið í greinunum frá VG, hvorki frá Ólafi Gunnarssyni, varaformanni skipulagsnefndar af hálfu VG, né Karli Tómassyni, bæj- arfulltrúa flokksins, sem lýsti sig van- hæfan við afgreiðslu málsins. Eina svar þeirra er að reyna að koma ábyrgð af málinu yfir á aðra. Rétt eins og önnur mál þá hefur þetta átt sér feril hjá bæjaryfirvöldum. Samfylkingarmenn tóku vissulega þátt í því ferli sem staðið hefur allt frá 1983 með ýmsum breytingum. Því var heitið í aðdraganda sveitarstjórn- arkosninganna að end- urskoða þetta skipulag í takt við kröfur íbúa og ábendingar Varmárs- amtakanna. Það hefur Sf flutt tillögu um. Þá tillögu felldi VG. Ólafur Gunnarsson yfir-hugmyndasmiður VG í Mosfellsbæ reynir í grein sinni á laugardag að breiða yfir vandræða- gang VG í þessu máli og ræðst á mig persónu- lega. Hann segir meðal annars: „Stóryrði og rangar ályktanir ein- kenna grein Valdimars sem ástæðu- laust er að elta ólar við. En rétt er að benda á að Varmá er ekki á nátt- úruminjaskrá, eins og hann segir í grein sinni, heldur aðeins ósar henn- ar.“ Þetta eitt telur Ólafur ástæðu til að „elta ólar við“. Í grein í Morgunblaðinu á þriðju- daginn ræðst síðan oddviti Vinstri grænna í Mosfellsbæ, Karl Tóm- asson, fram á ritvöllinn og reynir einnig að gera mig ótrúverðugan, meðal annars með þessu: „Varmáin er ekki á náttúruminjaskrá eins og Valdimar heldur fram í grein sinni.“ Hér virðast fulltrúar VG annað hvort tala af vanþekkingu eða fara vísvitandi með ósannindi. Hvort tveggja er jafn slæmt fyrir oddvita flokksins og skipulagsnefndarmann- inn og er með ólíkindum að þeir skuli ekki vera betur að sér í málum sem varða Varmá og náttúruminjaskrá. Varmá hefur nefnilega verið á nátt- úruminjaskrá í 28 ár, síðan 21. apríl 1978. Ósarnir voru síðan gerðir að friðlandi árið 1980. Þegar íbúar stofna með sér samtök til að berjast gegn skipulagi, hlýtur að vera ástæða til að staldra við og endurskoða áformin. Í stefnu VG seg- ir: „Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð vill stuðla að sem bestri samvinnu við samtök áhugafólks um umhverf- isvernd.“ Það er ekki nema von að fulltrúar flokksins skuli bregðast jafnilla við og sjá má á greinum þeirra Ólafs og Karls. Bjarni Jónsson í Skagafirði skrif- aði einnig grein í Morgunblaðið og leiðréttir þar þá villu í minni gein að meirihlutinn í Mosfellsbæ sé sá eini sem VG hefur tekið þátt í. Rétt er að VG myndaði sem flokkur einnig meirihluta í Skagafirði á síðasta kjör- tímabili og hlýt ég að biðjast afsök- unar á að hafa ekki munað eftir far- sælu samstarfi þeirra við íhaldið. Enn bíðum við Mosfellingar svo eftir svari frá forystumönnum VG um ást þeirra á náttúru Álafosskvosar, Varmár og annarra verðmætra svæða í sveitar- félaginu. Náttúruleysi Vinstri grænna Valdimar Leó Friðriksson fjallar um umhverfismál í Mos- fellsbæ og svarar greinum Karls Tómassonar og Ólafs Gunnarssonar » Varmá hefur nefni-lega verið á nátt- úruminjaskrá í 28 ár, síðan 21. apríl 1978. Ós- arnir voru síðan gerðir að friðlandi árið 1980. Valdimar Leó Friðriksson Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar í Suðvesturkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.