Morgunblaðið - 28.09.2006, Side 32

Morgunblaðið - 28.09.2006, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGARUMRÆÐAN ✝ Ólöf Britha J.Huseby fæddist í Reykjavík 16. apr- íl 1931. Hún lést á heimili sínu, Gunn- arssundi 6 í Hafn- arfirði, 19. sept- ember síðastliðinn. Kjörforeldrar henn- ar voru hjónin Kristian M. Huseby, koparsmiður í Vél- smiðjunni Hamri í Reykjavík, f. í Nor- egi 18. mars 1899, d. 25. október 1958 og Matthildur Nikulásdóttir Hus- eby f. í Garðabrekku á Snæfells- nesi 4. október 1888, d. 25. apríl 1977. Uppeldisbróðir Brithu var Gunnar A. Huseby f. 4. nóv- ember 1923, d. 28. maí 1995. Móðir Brithu var Sig- urlína Margrét Jónsdóttir, f. 16. október 1900, d. 20. júlí 1983. Börn Sig- urlínu auk Brithu eru Óskar, f. 10. október 1928, d. 1. nóvember 1982 og Kristín, f. 6. nóv- ember 1929, Har- aldsbörn. Sambýlismaður Brithu var Þorleif- ur Jónsson, f. 13. ágúst 1927, d. 10. mars 1981. Útför Brithu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Það er ótrúlega sárt að þurfa nú að kveðja Brítu, móðursystur mína og kæra vinkonu. Hún var 75 ára gömul sem er ekki hár aldur en óháð aldri þá var andlát hennar ótíma- bært og snögglegt. Ég á margar ljúfar og góðar minningar um Brítu eins og við köll- uðum hana ætíð. Hún var með ein- stakan persónuleika, alltaf hress, skemmtileg og einstaklega fróð um fólk og málefni. Það var alltaf gam- an að vera í návist hennar. Bríta og Dolli (Þorleifur) maður- inn hennar bjuggu sér fallegt heim- ili. Bríta var smekkleg með sjálfa sig og umhverfi. Ísaumaðar myndir hennar prýða veggi heimilisins og stór hluti húsgagna eru ættargripir frá foreldrum hennar. Í minningu minni, þá fórum við sem börn og unglingar fjölskyldan um flestar helgar í sunnudagsbíltúra í Fjörðinn og heimsóttum Brítu og Dolla sem alltaf var aðalskemmtun- in. Móttakan var alltaf höfðingleg að hætti Brítu sem ætíð dró fram glæsilegar kræsingar, vel smurðar brauðsneiðar og kökur.Síðan var spjallað og slegið á létta strengi. Þegar foreldrar okkar fóru er- lendis, þá kom náttúrulega ekki ann- að til greina en að við systkinin flytt- um til Brítu og Dolla sem okkur þótti alltaf jafn gaman. Okkur þótti ekkert tiltökumál að taka strætó frá Hafnarfirði og inn á Bústaðaveg til að sækja skóla. Í minningu minni, þá man ég bara eftir stífri dagskrá sem Bríta setti okkur systkinunum fyrir. Eftir að við komum heim úr skól- anum, þá gekk dagskráin út á heimanám, að heimsækja Brítu í sjoppuna sem hún vann í og að heimsækja Möttu, móður Brítu á Sólvang. Bríta vildi að við færum upp í rúm að sofa klukkan átta á kvöldin, þar sem hún taldi að okkur veitti ekki af hvíldinni en ég man eft- ir því að við vorum ekki sammála og oft átti hún erfitt með að koma okk- ur í háttinn. Þetta var alltaf skemmtilegur tími sem situr eftir í minningu minni. Bríta annaðist Möttu móður sína alveg sérstaklega vel. Hún heimsótti hana á Sólvang á hverju kvöldi og hlúði mjög vel að henni. Dolli sambýlismaður Brítu var skemmtilegur og hress maður. Hann spjallaði við okkur systkinin ætíð eins og við værum fullorðið fólk og það voru ófáar sögurnar sem hann sagði okkur. Hann hvatti Brítu til að taka bílpróf og það var stór stund þegar þau keyptu sér sinn fyrsta bíl og komu keyrandi inn í Ás- garð til að heimsækja okkur. Dolli lést langt um aldur fram aðeins 53 ára að aldri. Eftir að Helgi vinur Brítu og Bassi (Gunnar) bróðir hennar létust og Bríta var orðin ein, þá vorum við snöggar að koma okkur upp nýrri hefð. Bríta skyldi framvegis mæta heima hjá mér fyrir klukkan sex á hátíðisdögum sem við höfum haldið sameiginlega síðan. Mamma bættist síðan í hópinn eftir að pabbi lést. Eftir að við Kolbeinn stofnuðum saman heimili, þá hafa Bríta og mamma verið tíðir gestir á heimili okkar ásamt foreldrum Kolbeins. Enga veislu og fá matarboð höfum við haldið án Brítu og mömmu. Brítu er sárt saknað af okkur öllum. Bríta og mamma voru systur og góðar vinkonur. Þær töluðu saman næstum á hverjum degi um allt og ekkert og um helgar hittust þær og fóru í bíltúra. Bríta var ætíð vinamörg og átti góðar vinkonur og vini sem syrgja hana og sakna hennar. Sérstaklega er mikill missir fyrir móður mína, einnig fyrir Fríðu og Sigríði sem voru góðar vinkonur Brítu. Það er erfitt og sárt að þurfa að kveðja þá sem eru nátengdir og missir okkar er mikill eftir fráfall Brítu. Ég kveð Brítu með miklum trega og söknuði en jafnframt miklu þakklæti. Eftir lifa minningar um einstaka og ástríka móðursystur. Margrét (Gréta). Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Þakka þér fyrir allar gleðistund- irnar og allar gjafirnar gefnar af þínu ótæmandi örlæti. Kristín. Elsku Britha. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Far þú í friði og friður sé með þér. Þínir vinir Fríða og Ásgeir. Britha Huseby hefur kvatt okkur í dag, 19. september 2006. Heim- urinn er fátækari eftir. Ég kynntist henni fyrir fjórum ár- um og hefur hún gefið mér og fjöl- skyldu minni svo dýrmætar minn- ingar um góða manneskju, sem gefur allt, hress og glöð; og þrátt fyrir veikindi ekur um á bíl sínum af ratvísi og dugnaði. Geislar út frá henni mannkærleik- ur, glettni og gleði. Um allt er hægt að tala við Brithu, hún fylgist með öllu. Þetta einstaka sinni fyrir nú- tímanum og skýrar ályktanir um þetta allt saman. Gott að koma í af- mæli hennar í Hafnarfirði á þetta hlýlega heimili, fullt af fögrum lista- verkum og minningum um bróður, kappann góða, sem kúlunni varpaði lengst allra á þeim tíma. Mikið lán að þekkja svona mann- eskju, mjög fátt svona fólk er til. Hún er stjarna á himninum sem lýsir manni leið í myrkrinu. Þórhildur Jónasdóttir. Ólöf Britha J. Huseby ÞAÐ er ekki örgrannt um að undirritaður hafi þurft að nugga sér um augun við lestur Stak- steina síðasta misserið – og komið fyrir ekki. Enda skilja fæstir þann pólitíska vínarkruss sem þar er stiginn. Í grein Morgunblaðsins fyrir skemmstu benti sá, sem á þess- um penna heldur, á þá augljósu staðreynd að Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu runnið saman í eitt svo ekki gengi hnífurinn á milli. Kæmi út á eitt hvorn flokkinn menn kysu, þar væri í boði sami grautur í sömu skál. Staksteinar 17. sept. sl. taka samt fram af því tilefni, að eng- ar forsendur séu fyrir samein- ingu þeirra ,,þegar litið er til þess jarðvegs sem þeir eru sprottnir úr“! Spurning: Hvarflar það að einhverjum í alvöru, að Fram- sóknarflokkur strandkafteins Halldórs Ásgrímssonar sæki næringu sína í sama jarðveg og flokkur Hermanns Jónassonar, Eysteins Jónssonar eða Stein- gríms Hermannssonar? Framsókn sægreifans Hall- dórs hefir kastað fyrir róða þeim hugsjónum, sem flokk- urinn starfaði lengstum eftir. Framsóknarflokkurinn er orð- inn að undirlægju Sjálfstæð- isflokksins, þar sem auðvaldið ræður ríkjum. Staksteinn lýkur órum sínum með því að velta fyrir sér hvort Frjálslyndi flokkurinn hafi misst ,,af sögulegu tækifæri til sameiningar við Sjálfstæð- isflokkinn með þeim snúningi til vinstri, sem Guðjón Arnar lýsti á dögunum.“ Við þennan lestur duttu greinarhöfundi allar dauðar lýs úr höfði. Guðjón Arnar hefir engum breytingum lýst á stefnu frjálslyndra. Hann hefir ein- vörðungu lýst þeirri sannfær- ingu sinni, að nauðsyn beri til að stjórnarandstaðan taki hönd- um saman um að hrinda sitjandi ráðstjórn frá völdum; rík- isstjórn, sem hefir níðst á öldr- uðum og öryrkjum en skarað eld að kökum auðvalds og einkavina; svívirt nafn Íslands með þátttöku í hernaði á hend- ur annarri þjóð; ríkisstjórn sem hefir misst allt vald á stjórn efnahags- og peningamála. Sögulegt tækifæri til samein- ingar hefir enginn komið auga á. Eini tugthúslimurinn í röðum frjálslyndra hvarf til síns heima – og vel fagnað í Valhöll, þegar týndi sauðurinn kom í leitirnar enda Skuggasveinn sjálfur fjall- kóngurinn. Sverrir Hermannsson Furðuskrif Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins. HEILASKAÐI veldur víðtækri og varanlegri fötlun sem sést yfirleitt ekki utan á fólki. Áætlað er að um 500 manns fái heila- skaða á ári hverju og þar af eru um 50 manns sem þurfa á sérhæfðri end- urhæfingu að halda vegna heila- skaðans. Ef grannt er að gáð ættu flestir að kannast við einhvern sem hlotið hefur heilaskaða. Það getur verið einstaklingur sem lenti í slysi og „varð aldrei alveg samur á eftir“. Dæmigert er að viðkomandi hafi flosnað úr námi eða vinnu og misst tengsl við þá sem hann umgekkst áður. Oft er fólk í umhverfinu ómeðvitað að um einstakling með heilaskaða sé að ræða. Einnig er nokkuð um van- greind tilfelli þar sem ein- staklingar hafa leitað meðferðar við kvíða, þunglyndi, svefnleysi eða verkjum, án þess að unnið sé með heilaskaðann sem getur verið orsök vandans. Hér er hins vegar aðeins hálf sagan sögð því heila- skaði hefur ekki eingöngu áhrif á einstaklinginn sem verður fyrir áfallinu heldur hefur einnig oft lamandi áhrif á fjölskyldu hans og nærumhverfi eins og á vinnustað eða skóla. Vandamál aðstandenda Ungir sem aldnir geta hlotið heilaskaða og einkenni þeirra eru mjög breytileg. Það er því ljóst að hópur fólks með heilaskaða er ekki einsleitur. Sama má segja um aðstandendur en þar getur t.d. verið um að ræða foreldri, maka, barn eða systkini einstaklings með heilaskaða. Sem dæmi um að- standendur má nefna foreldra sem verða fyrir þeirri ógæfu að ung- lingurinn þeirra verður fórn- arlamb ofbeldisverks og þar með breytast öll framtíðaráform um að barnið þeirra muni fylgja jafn- öldrum hvað varðar þætti eins og menntun, sjálfstæða búsetu og stofnun fjölskyldu. Annað dæmi um aðstandendur gæti verið maki og börn einstaklings sem á miðjum aldri fær heilaskaða í um- ferðarslysi. Við heilaskaðann breytist viðkomandi frá því að vera farsæl fyrirvinna í ein- Heilaskaði setur líf margra úr skorðum Ólöf H. Bjarna- dóttir og Smári Pálsson fjalla um heilaskaða í tilefni af málþingi » Það er sjaldan semfólk með heilaskaða hefur frumkvæði að því að leita sér hjálpar. Ástæðan er yfirleitt sú að heilaskaðinn sviptir þessa einstaklinga innsæi, þannig að þeir sjá ekki vandamálin … Ólöf H. Bjarnadóttir Ólöf er læknir og Smári sálfræðingur í heilaskaðateymi Reykjalundar. Smári Pálsson stakling sem ekki hefur lengur vitræna getu til að sjá sér sjálfur farborða né sinna daglegum at- höfnum. Hvað þá að takast á við flóknari hlutverk eins og uppeldi barna á skólaaldri. Makar fólks með heilaskaða hafa stundum á orði að þannig hafi þeirra hlutverk breyst í einum vetfangi úr því að vera maki yfir í að vera umönn- unaraðili þar sem „enn eitt barn- ið“ bættist í hópinn sem þurfti að sinna. Það er mikilvægt að börn sem eru að alast upp í þessu um- hverfi verði ekki út undan því öll athygli og allt þrek umhverfisins fer gjarnan í að sinna hinum heila- skaðaða. Ofannefnd dæmi eru nokkuð einkennandi fyrir unga karlmenn sem hljóta heilaskaða. En hjá þeim hópi eru algengustu orsakir heilaskaða umferðarslys eða af- leiðingar ofbeldisverka. Þær breytingar sem verða á lífi ein- staklings með heilaskaða, og þar af leiðandi fjölskyldu hans, eru oft svo óvæntar og birtingarmyndir einkenna svo erfiðar að nánasta umhverfi nær ekki að fylgja þeim eftir eða skilja þær. Þetta leiðir oft til einangrunar fjölskyldunnar. Innsæisleysi er oft helsta vandamálið Það er sjaldan sem fólk með heilaskaða hefur frumkvæði að því að leita sér hjálpar. Ástæðan er yfirleitt sú að heilaskaðinn sviptir þessa einstaklinga innsæi, þannig að þeir sjá ekki vandamálin, það skortir dómgreind til að tengja saman orsök og afleiðingar og minnisskerðing hamlar þeim að læra af reynslunni. Innsæislaus einstaklingur hefur tilhneigingu til að kenna öðrum um það sem mið- ur fer eða að honum finnst allt ganga í haginn þó svo að reyndin sé önnur. Þannig getur viðkom- anda fundist umhverfið óþægilegt og veit ekki til hvers er ætlast af honum. Við það skapast oft spenna í samskiptum við umhverf- ið og innsæisleysið torveldar end- urhæfingu, almenn samskipti og dregur úr möguleikum á fram- förum. Til að sigrast á vanda- málum og veita sérhæfða meðferð er fyrst mikilvægt að þekkja vandamálin og skilgreina þau. Málþing um heilaskaða Hópur fagfólks sem starfar að málefnum tengdum heilaskaða hefur fundað reglulega á síðast- liðnum tveimur árum. Þessi hópur kemur víða að, m.a. frá Reykja- lundi, Grensási, Félagsþjónust- unni, Svæðisskrifstofu, Hringsjá og Fjölmennt svo eitthvað sé nefnt. Hópurinn hefur nú á haust- dögum stofnað formlega Fagráð um heilaskaða sem hefur það að meginmarkmiði að fræða og styðja við fólk sem hefur fengið heila- skaða og aðstandendur. Einnig að efla skilning almennings og stjórn- valda á málefnum er tengjast heilaskaða og stuðla að góðri og gagnvirkri samvinnu þjón- ustustofnana ríkis og sveitarfé- laga. Í dag, fimmtudaginn 28. sept- ember, verður haldið málþing á vegum Fagráðs um heilaskaða í Hringsal LSH við Hringbraut, kl. 13–16. Fjallað verður um helstu einkenni heilaskaða, meðferð, þjónustu og framtíðarsýn, ásamt því að aðstandandi gerir grein fyr- ir sínum sjónarmiðum. Þar verða jafnframt kynntar hugmyndir að stofnun félags þar sem saman koma sjúklingar, aðstandendur, fagfólk og aðrir þeir sem áhuga hafa á málefninu. Slík félög eiga sér langa sögu í nágrannalönd- unum og reynast mjög vel. Að- gangur að málþinginu er ókeypis og allir eru velkomnir. Sagt var: Tjónið nemur tugum milljónum króna. RÉTT VÆRI: . . . nemur tugum milljóna króna. Gætum tungunnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.