Morgunblaðið - 28.09.2006, Side 38

Morgunblaðið - 28.09.2006, Side 38
|fimmtudagur|28. 9. 2006| mbl.is Staðurstund Skærasystur í bland við Bagga- lúta, Beyoncé og Justin Timb- erlake koma við sögu Tónlist- ans. » 43 tónlistinn Kanadíski kvikmyndagerðar- maðurinn Atom Egoyan hlýtur verðlaun fyrir listræna kvik- myndasýn á RIFF. » 40 hátíð Birta Björnsdóttir fjallar í pistli sínum um deilur vegna upp- færslu á óperunni Idomeneo í Berlínaróperunni. » 41 af listum Vélrænn Schubert, magnaður Sjostakovitsj skrifar Ríkarður Örn Pálsson um kamm- ertónleika í Bústaðakirkju. » 42 tónlist Sýningunni Guðs útvalda þjóð lýkur senn í Kling og Bang við Laugaveg, en þar sýna tæplega 30 einstaklingar listir sínar. » 40 myndlist KJARTAN Þorbjörnsson opnar í dag kl. 15 ljósmyndasýningu í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykja- víkur. Á sýningunni gefur að líta ljósmyndir sem Kjartan, eða Golli eins og hann er oftast nefndur, hef- ur tekið af vistarverum fanga á betrunarstofnunum og í vist- arverum ungs fólks í heimavist- arskólum. Sýninguna nefnir hann „Skapandi rými“ en þar skírskotar hann til þess hversu ólíkar vistarverurnar eru þrátt fyrir að útlit þeirra sé við fyrstu sýn keimlíkt. Þrúgandi innilokunarkennd Golli segist hafa fengið hugmynd- ina að sýningunni fyrir tveimur ár- um þegar hann fékk það verkefni að mynda fangelsi landsins fyrir Tíma- rit Morgunblaðsins en Golli starfar sem ljósmyndari á Morgunblaðinu. „Ég fór í öll fimm fangelsin sem finna má í landinu og á meðan ég vann að því verkefni skoðaði ég að- stöðu fanga, við hvað þeir bjuggju, hvað þeir höfðust að og tók svo myndir. Það er mjög óþægileg tilfinning að ganga inn í fangelsi og heyra þungum stálhurðum skellt á eftir sér. Maður á mjög erfitt með að ímynda sér að nokkur maður geti hafst þar við í lengri tíma – svo mjög er innilokunarkenndin þrúgandi og depurðin sem umlykur allt. En svo gerðist nokkuð áhugavert þegar ég hóf að sýna fólki þessar myndir því að sú tilfinning sem heltók mig komst ekki í gegn. Þeir sem skoðuðu þær spurðu oft: „Á hvaða heimavist er þetta tekið?“ Þá kviknaði hugmynd hjá mér að heimsækja heimavistir um allt land og mynda herbergin þar. Öfugt við fangelsin var létt yfir öllu í heima- vistinni. Frelsið og lífsgleðin skein af fólkinu sem átti allt lífið fyrir sér. Það var jákvætt og hlakkaði til framtíðarinnar. Þannig geta einstakar táknmynd- ir frelsis og frelsissviptingar litið eins út. Tvær hliðar á sama pen- ingnum, sem sýnir manni kannski hversu fallvölt hamingjan er í raun.“ Gestaþraut Sýningunni í Skotinu er þannig háttað að nítján ljósmyndum – ýmist af fangavist eða heimavist – er varp- að af myndvarpa og segir Golli að með því skapist eins konar gesta- þraut sem áhorfandinn lendir í þeg- ar hann þarf að geta sér til um hvor vistin eigi við í hverju tilviki. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10–19 og frá kl. 13–17 um helgar. Henni lýkur 22. nóvember. Fallvaltleiki hamingjunnar í myndum Morgunblaðið/Golli Hegningarvist eða heimavist? Sýningin verður opnuð í dag í Skotinu. Heil tíu ár eru frá því aðMargrét Kristín Sigurð-ardóttir sem kallar sigFabúlu sendi frá sér sína fyrstu geislaplötu. Platan sem bar nafnið Fabúla Cut My Strings vakti þónokkra athygli og var Fabúla meðal annars tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem besti ný- liðinn. Fimm árum síðar eða árið 2001 kom út önnur plata Fabúlu, Kossafar á ilinni og fyrir þá plötu fékk listakonan aðra tilnefningu Ís- lensku tónlistarverðlaunanna í flokknum besta plata ársins. Á morgun kemur svo þriðja plata Fabúlu út. Hún kallast Dusk og inni- heldur 10 lög eftir þau Margréti, Birki Rafn Gíslason gítarleikara og Jökul Jörgensen bassaleikara. Brothættur hljóðheimur Segja má að á Dusk sé Fabúla á svipuðum slóðum og fyrr. Lögin eru ennþá angurvær og lágstemmd og næfurþunn söngrödd Fabúlu flytur áheyrandann inn í allsérstakan hljóðheim sem listakonan hefur smíðað tónlist sinni. Margrét Kristín segir að það sé alltaf erfitt að skilgreina verk sín ný- kláruð „Ég held ég þurfi meiri fjar- lægð frá þessari plötu til að geta út- skýrt hana með góðu móti en ég get þó sagt að hún er dekkri en Kossafar á ilinni. Ef ég væri neydd til að finna henni einfalda skilgreiningu myndi ég líklega segja að hún einkenndist af melankólskri leikgleði.“ Samstarf Fabúlu við þá Birki Rafn og Jökul virðist hafa verið óumflýjanlegt og Fabúla segir að þau hafi einfaldlega leitað hvort annað uppi á sínum tíma. „Við byrjuðum fyrir tveimur árum að hittast, bæði til að æfa og semja, fyrir stóra tónleika sem við héldum í Borgarleikhúsinu en að þeim lokn- um vorum við með svo mikið um- framefni að plata var í okkar huga eðlilegt næsta skref. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sem efni á plötu með öðrum og það hefur verið mjög skemmtilegt og gefandi. Þeir Birkir og Jökull eru báðir frábærir laga- smiðir, en ólíkir, og saman sömdum við efni sem ekkert okkar hefði ung- að út eitt og sér. Tvö af þessum lög- um rötuðu á plötuna, en Birkir og Jökull eiga líka eigin lög á plötunni sem ég held mikið upp á.“ Hæfileikamenn til hjálpar Á Dusk koma við sögu nokkrir reyndir og þekktir tónlistarmenn. Má þar meðal annars nefna Sigtrygg Baldursson trommuleikara, Júlíu Mogensen sellóleikara, hina írsku Söruh Fogg sem leikur á klukkuspil og syngur, Dan Cassidy fiðluleikara, og KK sem bæði syngur í einu lagi og blæs í munnhörpu í öðru. „Sigtryggur og KK eru einstakar persónur og frábærir listamenn sem ég met mikils. Sigtryggur kom með okkur í bústað og vann með okkur grunnupptökur og KK slóst í hópinn á lokasprettinum, söng með mér í einu lagi og lék á munnhörpu í öðru. Það er ekki slæmt að hafa fingraför þeirra á plötunni.“ Fabúla hyggst spila ásamt þeim Jökli og Birki Rafni víða á næstunni og fram að eiginlegum útgáfu- tónleikum sem verða í Tjarnarbíói föstudaginn17. nóvember. Morgunblaðið/Eyþór Gott samstarf „Saman sömdum við efni sem ekkert okkar hefði ungað út eitt og sér,“ segir Fabúla. Melankólísk leikgleði www.myspace.com/fabulaband

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.