Morgunblaðið - 28.09.2006, Síða 44
44 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Málþing
um heilaskaða
Fagráð um heilaskaða boðar til málþings um
málefni fólks með heilaskaða og aðstandendur
þess fimmtudaginn 28. september kl. 13-16 í
Hringsal LSH við Barnaspítala Hringsins.
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
ÞESSI MYND
HLJÓMAR VEL
ÞETTA ER
SAKAMÁLAMYND
ÉG ER
EKKI MJÖG
HRIFINN
AF ÞEIM
HVAÐ MEÐ, GODZILLA GEGN
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU?
HLJÓMAR
VEL
SJÁÐU TIL,
ÞETTA ER ÞITT
BARN EN EKKI
MITT! ÉG Á
LITLA SYSTUR
HEIMA
ÞÚ ERT SÚ SEM SETTI
HÚFUNA Á HANN...
NÚNA VERÐUR ÞÚ
AÐ HUGSA UM HANN
ÉG HEF EKKI LENGUR
ÁHUGA. ÉG HEF ÝMISLEGT
ANNAÐ AÐ GERA
ÞÚ ERT ÖMURLEG
MÓÐIR!!
?
ÉG ER KALVIN,
MANNLEGA LJÓSEINDIN!
Á AUGNABLIKI ER ÉG
KOMINN MÖRG ÞÚSUND
KÍLÓMETRA Í BURTU!
OG EKKERT Í
HEIMINUM KEMST
HRAÐAR EN ÉG! VONA
ÉG
HVERNIG
GEKK AÐ HALDA
GÓÐGERÐA-
SKEMMTUNINA
Í GÆR?
GEKK
ALVEG JAFN
VEL OG Í
FYRRA
VIÐ SÖFNUÐUM
HELLING AF PENING TIL
GÓÐGERÐAMÁLA...
...OG PABBI
ÞINN SKEMMTI SÉR
NÓGU MIKIÐ FYRIR
OKKUR ÖLL
EKKI HAFA ÁHYGGJUR
AF OKKUR, VIÐ ERUM BARA
AÐ SJÁ TIL ÞESS AÐ VERKIÐ
SÉ UNNIÐ RÉTT
HÆ, HVERNIG
LÍST ÞÉR Á?
ÞÚ LÉST LITA
Á ÞÉR HÁRIÐ.
LÍTUR VEL ÚT
LÍT VEL ÚT? ÉG LÍT
ÚT EINS OG ÉG HAFI
LÁTIÐ ÞVO HÁRIÐ Á
MÉR UPP ÚR BLEKI!
ÞAÐ ER REYNDAR
FREKAR DÖKKT
ER ÞAÐ
VIRKILEGA SVONA
SLÆMT?
ÞÚ STANGAÐIR MIG
ALVEG JAFN FAST OG
ALVÖRU NASHYRNINGURINN
ÞAÐ HLÝTUR AÐ
VERA ÞESSI BÚNINGUR
SEM ÉG ER Í
AULI!
ÆÆÆ
ÞÚ ERT RAUN-
VERULEGA MEIDDUR
Arfur Bríetar 150 árum síð-ar“ er yfirskrift málþingssem Rannsóknastofa íkvenna- og kynjafræðum,
Kvennasögusafn Íslands og Kven-
réttindafélag Íslands efna til næst-
komandi föstudag. Á málþinginu
verður fjallað um Bríeti Bjarnhéð-
insdóttur og arfleifð hennar, en 27.
september voru liðin 150 ár frá fæð-
ingu Bríetar.
Auður Styrkársdóttir er for-
stöðumaður Kvennasögusafns og
einn fyrirlesara á málþinginu: „Bríet
hefur verið kölluð pólitískt stórvirki
á Íslandi. Hún fór framarlega í
flokki kvenréttindakvenna í upphafi
19. aldar, var stofnandi Kvenrétt-
indafélags Íslands og formaður fé-
lagsins um langt skeið auk þess að
vera eigandi og ritstýra Kvenna-
blaðinu,“ segir Auður, en blað Bríet-
ar kynnti konum um allt Ísland
kvennabaráttuna hérlendis og úti í
heimi.
„Bríet var ötul við það sem í dag
er kallað „lobbýismi“, varði löngum
stundum á Alþingi og fylgdist með
gangi mála, og eru lögin frá 1911 um
jafnan rétt karla og kvenna til
menntunar og embætta iðulega
þökkuð hennar framtaki. Þykir víst
að samstarf hennar og Hannesar
Hafstein ráðherra hafi skipt sköpum
fyrir það að lögin urðu að veruleika,
og fékk Bríet meira að segja að lesa
lagafrumvarpið yfir áður en ráð-
herra lagði það fyrir Alþingi,“ segir
Auður. Bríeti var boðið að sækja
þing alþjóðasamtaka kvenrétt-
indakvenna í Kaupmannahöfn árið
1906: „Þar kynnist hún evrópskum
kvenréttindakonum og fyllist mikl-
um eldmóði við það að upplifa þann
mikla áhuga og baráttuvilja sem var
að finna hjá konum erlendis. Bríet
kemur heim til Íslands og hefst
handa við að stofna kvenréttinda-
félag og deila hugsjónum sínum með
samlöndum sínum,“ útskýrir Auður.
„Við stöndum í þakkarskuld við
Bríeti og fjölmargar aðrar konur
sem börðust fyrir réttindum
kvenna.“
Málþingið hefst kl. 13.30 með
ávarpi Kristínar Ingólfsdóttur, rekt-
ors Háskóla Íslands, og ávarpi
Magnúsar Stefánssonar félagsmála-
ráðherra þar á eftir. Því næst mun
Sigríður Th. Erlendsdóttir sagn-
fræðingur flytja erindi um Bríeti, og
að því loknu verður upplestur úr
Kvennablaðinu.
Kl. 14.20 ætlar Þorbjörg Inga
Jónsdóttir, formaður KRFÍ, að
flytja erindið „Bríet og kvennabar-
áttan. Kvenréttindafélag Íslands í 99
ár“ en á eftir henni mun Þorgerður
Einarsdóttir dósent flytja erindið
„„Þær heimtuðu hærra kaup …“ –
Lærum af Bríeti.“
Söngatriði verður kl. 14.50 og mun
Auður Styrkársdóttir strax á eftir
flytja erindið „„Minn glaðasti ævi-
tími“ – Bríet og alþjóðabaráttan fyr-
ir kosningarétti kvenna.“
Lesið verður úr bréfum Bríetar
áður en Kristín Ástgeirsdóttir sagn-
fræðingur flytur erindið „„Með
hreinni hvatir og sterkari siðgæð-
istilfinningu“ – Velferð og femínismi
innan íslenskrar kvennahreyfingar.“
Loks verður söngatriði áður en
málþingi er slitið kl. 16.
Málþingið er haldið í Hátíðarsal
Háskóla Íslands. Þingið er öllum op-
ið og aðgangur ókeypis.
Málþing | Sagt frá baráttu og bakgrunni
kvenréttindafrömuðar í HÍ á föstudag
Arfur Bríetar
Bjarnhéðinsdóttur
Auður Styrk-
ársdóttir fæddist
í Reykjavík 1951.
Hún lauk stúd-
entsprófi frá
KHÍ 1971, BA-
prófi í almennri
þjóðfélagsfræði
frá HÍ, mast-
ersnámi í stjórn-
málafræði frá Sussex-háskóla og
doktorsprófi í stjórnmálafræði frá
Umeå-háskóla 1999. Auður starfaði
lengi sem blaðamaður og sem kenn-
ari við HÍ, en hún hefur frá árinu
2001 verið forstöðumaður Kvenna-
sögusafns Íslands. Auður er gift
Svani Kristjánssyni prófessor og
eiga þau samtals fjögur börn.
Kvikmyndaleikarinn og sjarm-örinn George Clooney hefur
vísað á bug orðrómi um að hann
hyggi á framboð.
Clooney var viðstaddur þar sem
vöðvatrölls-ríkisstjórinn Arnold
Schwarzenegger undirritaði löggjöf
sem ætlað er að aðstoða við að
stöðva þjóðarmorð í Darfur-héraði í
Súdan. Fjölmiðlamenn létu rigna yf-
ir Clooney spurningum um mögu-
legt framboð, en nokkrir aðdáenda
óskarsverðlauna-
leikarans hafa
byrjað herferð
sem meðal ann-
ars felst í prent-
un stuttermabola
þar sem Clooney
er hvattur til að
bjóða sig fram til
forseta árið 2008.
Veitti Clooney
mjög hóflega orðuð en afdráttarlaus
svör, en hann hefur m.a. verið virkur
í að taka þátt í ýmsum pólitískum að-
gerðum, sérstaklega aðgerðum sem
miða að því að binda endi á ofbeldi í
Darfur.
Fólk folk@mbl.is