Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stykkishólmur | Þeir voru ánægðir feðgarnir Freyr Jónsson og Júlíus Már Freysson þegar þeir höfðu lokið við að landa beitukóngi úr Sprota SH 51 í Stykkishólmshöfn. Aflinn reynist vera 5.300 kg af beitukóngi sem fékkst í 700 gildrur sem svarar til 7,6 kg í hverja gildru. „Þetta er það besta sem ég hef lent í til þessa,“ segir Freyr Jóns- son. „Þetta er þriðja haustið sem ég stunda beitukóngsveiðar og er þessi veiðiferð sú langbesta. Það þykir gott að fá um 4 kg af beitukóngi í gildru að meðaltali svo að þetta er frábært.“ Beitukóngsveiðar hafa verið stundaðar í Breiðafirði í nokkur ár. Þrír bátar hafa stundað veiðarnar og hafa þeir skipt veiðisvæðinu á milli sín til að koma í veg fyrir ofveiði á hverju svæði. „Veiðisvæðið í þessum róðri var við Selgarðana norður af Lang- eyjum. Gildrurnar voru yfirfullar af kuðungi og komust færri að en vildu. Við vitjum venjulega um 800 gildrur daglega, en þegar búið var að tæma 700 gildrur þá komst ekki meira í bátinn,“ segir Freyr. Freyr segir að veiðisvæðin séu mjög misjöfn. Það hefur verið góð veiði á svæðinu í kringum Reykhóla og hefur aflinn verið um 3–4 tonn á dag í 800 gildrur. Mest veiðist á 18– 30 faðma dýpi, en neðan 40 faðma dýpi er ekkert að hafa. Það kom fram hjá Frey að það þýði ekki að leggja tvisvar á sama svæði. Það þarf að færa gildrurnar til. „Við erum alltaf að leita að nýjum svæðum til að dreifa álaginu. Á þessu ári erum við að sækja mestan aflann á allt aðra staði, en hér áður fyrr. Við vitum að þetta er takmörk- uð auðlind sem lítil vitneskja er til staðar og því verður að fara var- lega,“ segir Freyr Jónsson. Freyr segist ekki vita hvers vegna veiði er svona góð þessa dagana. „Kannske ræður sjávarhitinn þar einhverju um, en sjórinn er töluvert hlýrri en í fyrra.“ Freyr gerir út bátinn Sprota SH 51. Beitukóngsveiðar eru alla jafna ekki stundaðar yfir háveturinn. „Við erum á kvótalausum bát og því vor- um við tilbúnir að kanna hvort hægt væri að gera út á beitukóng allt árið og vitjuðum um gildrurnar í allan vetur, en árangurinn var lélegur,“ segir Freyr. „Frá því í janúar og fram í apríl er aflinn það rýr að eng- an veginn borgar sig að stunda veið- ar þá mánuði og það geri ég ekki aft- ur. Á þessum tíma er hrygningartími kuðungsins og sjór- inn kaldari,“ segir Freyr. Þeir feðgar eru tveir um borð í Sprota SH 51. Beitukóngsveiðar er þrælavinna sérstaklega þegar að- eins 2 menn eru um borð. Þeir fara í róður milli klukkan 4 til 6 á morgn- ana. Sigling á veiðisvæðið er mjög misjöfn. Þegar vitjað er um gildrur við Reykhóla er siglingin um 3 tímar hvora leið. Þeir eru um 25–30 mín- útur að vitja um hverjar 100 gildrur. „Þegar á heildina er litið er ég mjög sáttur við veiðina. Við verðum áfram á beitukóngsveiðum fram að áramótum, en stefnum við þá að skipta yfir á net,“ segir Freyr Jóns- son skipstjóri á Sprota SH 51. Á síðasta kvótaári veiddu bátarnir þrír um 1.000 tonn af beitukóngi. Aflinn skiptist þannig að Sproti landaði 343 tonnum, Jakob Einar SH 370 tonnum og Garpur SH 324 tonnum. Tveir fyrrnefndu bátar landa aflanum í Stykkishólmi, en Garpur landar í Grundarfirði. Hráefnið fer til vinnslu í Grund- arfirði hjá Ásgeiri Valdimarssyni. Besta veiði sem ég hef lent í Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Veiðar Að loknum góðum túr. Feðgarnir Júlíus Már Freysson og Freyr Jónsson veiddu vel í beitukóngsgildrurnar eða 8,55 kg í gildru að meðaltali. Skipin Jakob Einar SH 101 og Sproti SH 51 eru 22 tonna bátar sem gerðir eru út á beitukóngsveiðar frá Stykkishólmi. ÚR VERINU VIKTORAS Muntianas, forseti lit- háska þingsins – Seimas, þakkaði Íslendingum stuðninginn við end- urreisn sjálfstæðis Litháens í gær. Muntianas er staddur hér á landi í opinberri heimsókn í boði forseta Alþingis í tilefni af því að nú eru liðin 15 ár frá því Ísland og Lithá- en tóku upp stjórnmálasamband. Muntianas hitti Sólveigu Péturs- dóttur, forseta Alþingis, í gær og færði hún honum að gjöf tvær inn- rammaðar þingsályktanir Alþingis. Sú fyrri var ályktun Alþingis sam- þykkt 12. mars 1990 um heilla- óskir til lithásku þjóðarinnar vegna sjálfstæðisyfirlýsingar lit- háska þingsins. Sú síðari var ályktun Alþingis samþykkt 11. febrúar 1991 sem staðfesti að við- urkenning sjálfstæðis Litháen frá 1922 væri í fullu gildi og fól rík- isstjórninni að taka upp stjórn- málasamband við Litháen svo fljótt sem verða mætti. Styðja framboð í öryggisráðið Sólveig og Muntianas ræddu varnar- og öryggismál á fundi sín- um í Alþjóðahúsinu í gær. Lýstu þingforsetarnir báðir yfir ánægju með samstarf innan EES, auk þess sem Muntianas staðfesti stuðning Litháens við framboð Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Viktoras Muntianas hefur einnig átt fundi með forsætisráðherra, fulltrúum þingflokka, fulltrúum úr viðskiptalífinu og forseta Íslands. Forseti litháska þingsins hér í opinberri heimsókn Ljósmynd/Solveig K. Jónsdóttir Gaf gjafir Sólveig Pétursdóttir afhenti Viktoras Muntianas innrammaðar þingsályktanir Alþingis þar sem m.a. sjálfstæði Litháens var viðurkennt. H ö n n u n / S m í ð i / V i ð g e r ð i r / Þ j ó n u s t a TVEIR dómar í málum landeigenda og íslenska ríkisins gengu í Hæsta- rétti í gær og staðfesti dómurinn þar meðal annars að svæðið norðan Jök- ulsár í Lóni væri þjóðlenda. Óbyggða- nefnd hafði komist að sömu niður- stöðu en héraðsdómur hafði snúið henni við. Í máli sem varðaði Hoffell-Lamba- tungur, sem eru suðaustan við Vatna- jökul, komst dómurinn að þeirri nið- urstöðu að um þjóðlendu væri að ræða en héraðsdómur hafði komist að þeirri niðurstöðu að um eignarland væri að ræða. Hæstiréttur taldi í máli Hoffells- Lambatungna að ekki hefði verið sýnt fram á neitt til styrktar því að svæðið hefði verið numið í öndverðu. Dóm- urinn taldi að landamerkjabréf Hof- fells frá 1884 benti ekki til annars en að svæðið hefði verið afréttur og að engar heimildir lægju fyrir um not svæðisins til annars en sumarbeitar. Þá taldi dómurinn ekki sýnt fram á að skilyrðum eignarhefðar hefði verið fullnægt með þeim venjubundnu af- réttarnotum sem umráðamenn Hof- fells hefðu haft af því ásamt fleirum. Ekki stoð í eldri heimildum Varðandi Lónssvæðið taldi dómur- inn að svæðið sunnan og vestan Jök- ulsár í Lóni væri eignarland, enda hefði íslenska ríkið ekki gert sérstaka kröfu um að landsvæðið yrði undan- skilið eignarlandi Stafafells. Var því lagt til grundvallar að svæðið væri eignarland. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að „þrætulandið“ norðan Jökulsár í Lóni væri þjóð- lenda, enda fengi það ekki stoð í eldri heimildum að landið hefði verið innan landamerkja Stafafells fyrir gerð landamerkjabréfsins 1914. Auk þess þóttu staðhættir ekki benda til þess að svæðið hefði verið í byggð. Hæstiréttur taldi hins vegar að þar sem íslenska ríkið hafði ekki andmælt rétti eigenda Stafafells og Brekku til hefðbundinna afréttarnota á svæðinu ættu eigendur landsins slíkan rétt. Hrafn Bragason skilaði sératkvæði í málinu og taldi að svæðið milli Vatnajökuls og hæstu fjalla sem sjást frá byggð, þ.e. Suður- og Norður- Lambatungur auk Öxarfells og lands- ins þar inn af til jökla, ætti ekki að vera undir einkaeignarrétti enda væru engar heimildir fyrir því. Auk Hrafns dæmdu í málinu þau Gunnlaugur Claessen, Garðar Gísla- son, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigurbjörnsson. Skattlögð um árabil Ólafur Björnsson, annar lögmaður áfrýjenda í málinu, sagði í samtali í gær ljóst að niðurstaðan væri ákveðið áfall fyrir skjólstæðinga sína. „Í hnot- skurn er þessi deila þannig að Hæsti- réttur viðurkennir ekki landamerkja- bréf eitt og sér sem heimild, heldur verði það að eiga sér stoð í eldri heim- ildum. Við byggjum hins vegar á landamerkjabréfum sem hafa staðið athugasemdalaust um hundrað ára skeið, ríkið getur ekki komið núna og haldið því fram að þetta sé ekki eign þeirra, þegar búið er að skattleggja fólk og koma fram við það sem eig- endur,“ segir Ólafur. „Þrætulandið“ norðan Jökulsár í Lóni þjóðlenda                                                                                               !   "##$       %&           Eftir Árna Helgason arnihe@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.