Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 23
Morgunblaðið/Arnaldur Heimalagað Það geta allir búið til sína eigin útgáfu af brauðraspi. Eftir Heiðu Björgu Hilmisdóttur EF OF mikið er til af brauði á heimilinu er snjallt að nýta brauð- ið í brauðrasp. Raspið má síðan nota í kjöthleif, utan á fisk eða kjöt áður en steikt er, út í köku- deig eða í klassíska danska epla- köku. Þetta var oft gert áður á heimilum, en heimalagaða raspið hefur það fram yfir það keypta að það getur verið mun hollara þar sem hæglega má blanda saman við fræjum, nú eða þá nota gróft brauð. Svo er líka hægur leikur að krydda raspið að vild. Aðferð: Best er að setja brauðið í ofnskúffu og koma því fyrir inni í ofni. Ofninn er síðan stilltur á 50– 70°C og brauðið látið standa þar og þorna. Gott er að opna ofninn annað slagið til að hleypa út raka sem þar myndast. Þetta getur tek- ið allt að klukkutíma. Þegar brauðið er orðið það þurrt að það molnar er það tilbúið. Brauðið er þá mulið niður, ann- aðhvort í hakkavél, matvinnsluvél eða í poka sem barinn er að utan með kökukefli. Setjið í þétta krukku og þá geymist raspið auð- veldlega í margar vikur. Heimagert brauðrasp matur MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 23 Haust á Þingvöllum Þingvellir skarta nú sínu fegursta enda komnir í haustlitina. Fyrir þá, sem vilja fá sér rúnt út fyrir borgar- mörkin, væri upplagt að bregða sér í gönguferð um Þingvelli með nestis- körfuna í farteskinu til að taka á móti haustinu. Hátíð í Breiðholti Fjölþjóðlegur kvennakór Regn- bogakórsins ætlar að syngja í göngu- götu Mjóddarinnar kl. 14.00 á morg- un, en þar verður Breiðholtsdagurinn haldinn hátíðlegur frá kl. 13.00 til 16.00. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir fjölskylduna. Borg- arstjóri ávarpar samkomuna og tekur á móti tillögum um „Betra Breiðholt“ frá fulltrúum 12 ára barna í Breið- holti. Kór og hljómsveit eldri borgara flytja nokkur lög. Fjölþjóðlegur kvennakór syngur. Idolstjarnan Snorri Snorrason treður upp og nem- endur úr dansdeild ÍR verða með danssýningu. Samsöngur verður frá leikskólabörnum úr leikskólum í Breiðholti. Breiðholtsskokkið byrjar og endar við göngugötuna í Mjódd. Skokkið er til styrktar umsjón- arfélagi einhverfra og mun Atlants- olía hf. greiða 200 kr. þátttökugjald fyrir alla þá, sem hlaupa. Leiktæki verða fyrir börnin og í til- efni dagsins verða fjölmargar sýn- ingar og kynningar í Mjóddinni auk þess sem fjöldi fyrirtækja býður gestum margvísleg tilboð á vöru og þjónustu. Bíó á kvikmyndahátíð Fyrir þá, sem ætla sér að vera á mölinni, má minna á að alþjóðlega kvikmyndahátíðin stendur sem hæst. Hún var sett í gær og stendur til 8. október. 220 kvikmyndasýningar verða á vegum hátíðarinnar eða tutt- ugu og tvær bíósýningar á degi hverj- um. Miðasala á allar sýningar er á film- fest.is og midi.is, en einnig í upplýs- ingamiðstöð hátíðarinnar Thorvald- sen bar við Austurvöll. Miða má einnig fá í viðkomandi bíóhúsum, í Háskólabíói, Tjarnarbíói og Iðnó. Handbolti og fótbolti Íþróttabullur hafa getað valið að fara á handboltaleik eða fótboltaleik því úrslitaleikurinn í bikarkeppni karla í knattspyrnu fer fram á Laug- ardalsvelli kl. 14.00 á laugardag, en þar eigast við lið KR og Keflavíkur. Viðureign Íslandsmeistara Fram og þýska stórliðsins Gummesbach fer svo fram í meistaradeild Evrópu í handknattleik í Laugardalshöll kl. 17.00 á sunnudag. Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Íslands í handknatt- leik, stýrir Gummersbach og með lið- inu leika þrír íslenskir handknatt- leiksmenn, þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Gunnarsson og Sverre Jakobsson. Morgunblaðið/Ómar Morgunblaðið/Brynjar Gauti mælt með … Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 – www.eirvik.is -hágæðaheimilistæki Ef þú kaupir Miele þvottavél færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum Miele þvottavélar eru með nýrri tromlu með vaxkökumynstri sem fer betur með þvottinn. Einkaleyfi Miele. Miele þvottavélar eru byggðar á stálgrind og eru með ytri þvottabelg úr ryðfríu stáli ólíkt flestum öðrum þvottavélum. Miele þvottavélar endast lengur en aðrar þvottavélar. Íslenskt stjórnborð AFSLÁTTUR 30% ALLT AÐ 1. VERÐLAUN í Þýskalandi W2241WPS Gerð Listaverð TILBOÐ Þvottavél W2241 kr. 164.000 kr. 114.800 1400sn/mín/5 kg. Þvottavél W3241 kr. 168.000 kr. 126.075 1400sn/mín/6 kg. Þvottavél W3245 kr. 191.300 kr. 143.475 1600sn/mín/6 kg. Þurrkari T233 kr. 112.200 kr. 78.540 m rakaskynjara og útblæstri/5 kg. Þurrkari T233C kr. 131.000 kr. 91.700 m rakaskynjara og þétti/5 kg. Þurrkari T4163 kr. 119.800 kr. 107.820 m rakaskynjara og útblæstri/6 kg. Þurrkari T4263C kr. 141.200 kr. 127.080 m rakaskynjara og þétti/6 kg. MIELE ÞVOTTAVÉL - fjárfesting sem borgar sig Hreinn sparnaður vi lb or ga @ ce nt ru m .is Fullkomnaðu verkið með Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700                 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.