Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 28
daglegt líf 28 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Nýlega héldu íslenskir býflugnabænd-ur uppskeruhátíð í Húsdýragarð-inum. Þar var ferlið kynnt frá því aðbýfluga leitar uppi safarík blóm og þar til hunangið er komið í krukku. Gestir garðsins fengu auk fræðslunnar að smakka á al- íslensku gæðahunangi sem Egill R. Sig- urgeirsson og fleiri íslenskir býflugnabændur rækta. Af einhverjum ástæðum spyr blaðamað- ur Egil fyrst að því hvort ekki sé erfitt að standa í býflugnarækt á Íslandi og Egill játar því. „Það gerir vindurinn,“ segir Egill sem hef- ur fundið lausn á því með því að geyma búin innanhúss á veturna og úti á sumrin, en þá í góðu skjóli. Það kemur þó ekki í veg fyrir það að af og til drepist bú, enda ræktin mjög marg- slungið og viðkvæmt ferli. Drápust á leiðinni til Íslands „Ég ræktaði býflugur í tíu ár í Svíþjóð,“ segir Egill aðspurður um upphafið. „Síðan flutti ég með mér fimm bú til landsins í ágúst 1998. Tvö stærstu búin drápust á leiðinni í flugvélinni, en það er algengt þegar búin verða fyrir mikilli streitu, þau fá hitaslag. Eitt bú drapst síðan um veturinn vegna smæðar og annað bú kom mjög lítið undan vetri. Þetta er skemmtileg tómstundaiðja sem get- ur jafnvel borið arð, en veðurskilyrði eru mjög ólík því sem gerist í Evrópu, þar sem sumrin hér eru bæði stutt og svöl.“ Egill gafst þó ekki upp og hefur síðan marg- oft flutt inn býflugur frá bæði Svíþjóð og Nor- egi. Auk þess hélt hann námskeið í býflugna- rækt fyrir nokkrum árum fyrir átta manns sem hafa haldið áfram að rækta og smám saman hafa fleiri bæst í hópinn. Í dag eru tíu bændur með býflugnabú á Íslandi, allir félagar í Bý- flugnaræktendafélagi Íslands, eða Bý. Þrenns konar býflugur Flókið og þróað samfélag býflugnanna er ekki síst það sem dregur menn að þeim. „Það er áhuginn á býflugunni og atferli hennar sem er drifkrafturinn á bakvið þetta hjá mér,“ segir Egill. „Hunangið er bara bónus.“ Hinn eðlilegi bústaður býflugunnar er holt tré eða útrými í klettum. Í búinu byggja býflug- urnar sexhyrndar vaxkökur, en þær gegna hlutverki uppeldisstöðva og hunangsgeymslu og þar fer einnig fram félagslíf og samskipti flugnanna. Þátttakendur í samfélagi býflugn- anna skiptast í þernur, drunta og svo er það auðvitað drottningin. Drottning og þernur eru kvenkyns og druntar eru karlkyns. Það er ein drottning í hverju búi sem verpir eggjum og stjórnar búinu með hormónunum, ferómónum, sem hafa mikil áhrif á hegðun, þroska og atferli þernanna. Þær eru vinnudýr búsins og byggja vaxkökurnar, ala upp ungviðið, verja búið, safna heim hunangi, sjá um tiltekt og fleira. Venju- lega eru allt að 50 til 60 þúsund þernur í hverju búi, jafnvel 80 þúsund, en það fer allt eftir gæð- um drottningar og einnig eftir tíðarfari. Drunt- arnir eru venjulega nokkur hundruð eða þús- und í hverju búi, en talið er að eina hlutverk þeirra sé að eðla sig við drottninguna. Þeir vinna enga vinnu í búinu og drepast á haustin eftir að þernurnar reka þá á dyr þegar búið undirbýr sig fyrir veturinn. Skilvindan er óumflýjanleg Á Íslandi eru sem fyrr segir tíu bændur sem hafa nú samanlagt um 20 bú. Reikna má með að hvert bú framleiði um 10–50 kíló af hunangi. „Í dag er talið að í heiminum séu um 50 milljónir búa og má gera ráð fyrir að framleiddur sé um milljarður tonna af hunangi á ári hverju,“ segir Egill. Á nítjándu öld voru rammarnir, sem sam- félögin byggja enn í dag vaxkökurnar á, fundnir upp og þá kom skilvindan einnig til sögunnar. Egill segir að stærri framleiðendur notist við vélar, en minni framleiðendur noti enn skilvind- una sem þeytir hunanginu úr hólfunum. „Hún er bæði til handsnúin og mótordrifin og er dýrasta staka tækið í allri ræktuninni en næsta óumflýjanleg. Það er líka hægt að nota pressur eða þjöppur til að þrýsta hunanginu úr römmunum, en það skemmir vaxið.“ Á vindunni er sveif og þegar henni er snúið skilst hunangið frá vaxinu og það lekur út um lítinn krana neðst á búki vindunnar. Það er síðan sett á krukkur. Allt hunang er sætt þar sem um 80% inni- haldsins eru sykurtegundir, en sumt hunang er sætara en annað vegna mismunandi magns sykurtegundanna. Vegna hins háa sykur- innihalds rotnar hunang ekki eins og margar aðrar fæðutegundir en það getur byrjað að gerjast. Egill segir lyktarefni vera einstök fyrir hverja blómategund. Litir hunangs byggja á samsetningu sykrunganna, snefilefnunum og frjókornum í hunanginu. Hér á landi er t.d. mjög gulleitt hunang frá loðvíði í Kelduhverfi. „Það er hausthunang sem við tökum frá flug- unum svo helsta einkennið á íslensku hunangi er þessi keimur af beitilyngi,“ segir Egill. „Það gefur sterkt og beiskt sætubragð sem minnir einna helst á brennt sýróp.“ Hunang með þess konar villijurtakeimi þykir henta vel til að bera ofan á kjöt, í graflaxsósu og almennt þar sem íslensk villibráð kemur við sögu. „Annars nýtur hunangið sín mjög vel sem álegg á brauði og öðru kornmeti,“ segir Egill. En íslenska hunangið er ekki bara gott held- ur einnig vistvænt ræktað. „Þetta er hrein afurð, engu blandað saman við hana, engin aukaefni. Gæðin felast þó kannski helst í því að blómasafinn kemur úr villtum blómum. Hér eru engir blómaakrar, bara óhöndlað umhverfi,“ útskýrir Egill. Hann segir líka að nú sé í tísku mataræði sem kallist ,,hibernation diet“, þar sem eigi að borða hun- ang áður en maður fer að sofa og það eigi að vera grennandi. „Fólk hefur keypt af mér hun- ang sérstaklega til að fylgja þessu mataræði,“ segir Egill. Hunang er nautnavara Egill segir að hægt sé að nota hunang í öllum tilvikum í staðinn fyrir sykur. Ef hunang er hart í krukku á það að geymast við hærra hita- stig svo auðvelt sé að smyrja því á brauð. Oft sjáist frostrósir innan á hunangskrukkum og ástæðan sé sú að vatnsinnihald hunangsins sé mjög lítið. Það sýni gæði hunangsins og að lítil hætta sé á gerjun. Ef það gerjist megi nota það í bakstur. „Ef notað er hunang í staðinn fyrir sykur í mataruppskriftir verður að taka til greina að hunang inniheldur 80% sykrunga og 20% vatn og að hunang er sætara en sykur. Þegar bakað er verður að nota 25% meira af hunangi en notað er af sykri og einnig að minnka magn vökva í deigið,“ útskýrir Egill. „Hunang er til í ýmsum bragðtegundum. Al- gengasta hunangið og það ódýrasta sem selt er hér í búðum er venjulega framleitt í vanþróuðu löndunum þar sem það er stór og mikill iðnaður. Mikið af því hunangi sem selt er hér á landi er flutt inn frá Danmörku og er þangað komið frá m.a. Kína og Argentínu, en gæði þess hunangs eru ekki alltaf sem best. Ég ráðlegg öllum sem kaupa sér hunang að líta á framleiðslulandið, láta ekki verðið stýra kaupunum. Hunang er nautnavara.“ Beitilyngskeimur af íslensku hunangi Ljósmyndir/Padraig Mara Ferlið Egill dregur ramma upp úr skilvindunni. Hunangið er farið af öðrum megin. Fjör Býflugurnar vöktu athygli. Áhugavert Vax skafið af römmunum. Ljúffengt Styttist í hunangið. Hunangið Komið á krukkurnar. Býflugur hafa samskipti sín á milli með dansi sem táknar vegalengd og stefnu að blóma- ríkum og gjöfulum engjum. Hildur Loftsdóttir hitti Egil R. Sigurgeirsson býflugnabónda sem kolféll fyrir þessum aðdáun- arverðu verum. hilo@mbl.is Hunang frá Agli má nálgast með því að senda honum tölvupóst á egillrs@simnet.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.