Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Paul NabilBustany fædd- ist í Pittsfield í Massachusetts í Bandaríkjunum 21. júlí 1973. Hann lést á NYU sjúkrahús- inu í New York 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Laufey Vilhjálms- dóttir Bustany næringarfræð- ingur, f. 1942 og Samir Bustany efnaverkfræð- ingur, f. 1938. Systir Nabils er Kristín Birna stjórnmálafræð- ingur, f. 1977. Nabil kvæntist Asu Okyay við- skiptafræðingi árið 2004. Voru þau búsett í New York. Nabil ólst upp í Morristown í New Jersey í Bandaríkjunum. Hann lauk námi í vélaverkfræði frá Cornell-háskóla ár- ið 1995 og fór þá að vinna hjá And- erson Consulting. Árið 2002 lauk hann MBA-námi frá Stern School of Business við New York háskóla og hóf að því loknu störf hjá Home Box Office (HBO) í New York þar sem hann vann sem markaðsfræðingur til þess tíma er hann lést. Útför Paul Nabil var gerð í Morristown í New Jersey 26. ágúst síðastliðinn. Minningarathöfn um hann verður í Neskirkju í dag og hefst hún klukkan 15. Hinn 19. ágúst sl. lést í New York Paul Nabil, systursonur minn, þrjá- tíu og þriggja ára að aldri, eftir lang- varandi veikindi en hann hafði glímt við fágæta tegund krabbameins (si- novial sarcoma) í tæp tólf ár. Í ljósi þess kann það að þykja ótrúlegt að kallið nú hafi komið okkur ættingj- unum á óvart, en þannig var það því Nabil hafði svo oft áður gengið í gegnum alvarleg áföll en ávallt haft betur. Hann var að hefja nýja lyfja- meðferð og í framhaldinu var ferð- inni heitið með Asu, ástinni sinni, til Tyrklands sem er hennar heimaland. Var það lýsandi fyrir Nabil sem alltaf var með ævintýri á prjónunum til að upplifa og njóta. Lét hann veikindin aftra sér eins lítið og kostur var. Nabil var hávaxinn, dökkhærður og brúneygður, glæsilegur ungur maður, í útliti skemmtileg blanda for- eldra sinna sem eru af ólíkum upp- runa, móðirin íslensk og faðirinn líb- anskur. Í viðmóti var hann einstaklega ljúfur og gefandi. Hann hafði afar góða nærveru og lét sér ávallt annt um aðra og þeirra líðan og verkefni. Það er því ekki að undra hve margir hafa nú minnst hans með margvíslegum hætti með hlýhug og þakklæti. Hann hafði snortið þá sem urðu á vegi hans með sinni einlægu framkomu hvort sem var í heimahög- um, í skóla, á vinnustað eða á sjúkra- húsi. Frænda mínum var margt til lista lagt, hann var góðum gáfum gæddur og músíkalskur, spilaði á píanó og gítar og hafði ýmiss áhugamál. Hann hafði skemmtilegan húmor ekki síst fyrir sjálfum sér sem átti eftir að vera styrkur hans. Hafði hann gam- an af íþróttum og var góður tenn- isleikari. Reyndist hann mikill keppnismaður í sér, sem kom m.a. fram í viðureign hans við sjúkdóm- inn. Með einstökum viljastyrk og baráttuþreki hans sjálfs og ekki síður ómældri ást, uppörvun og þekking- arleit foreldranna vann hann ófáa sigra í þeim efnum á liðnum árum. Umhyggja Kristínar systur hans og Asu eiginkonu hans eftir að hún kom inn í líf hans var honum einnig ómet- anleg svo og stuðningur vina og ætt- ingja. Sem dæmi um einn af þessum sigr- um Nabils er þegar læknar á virtum sjúkrahúsum töldu ekki mögulegt að fjarlægja mein sem stemmdi lífi hans í hættu. Ekki var gefist upp heldur leitað þar til sérfræðingur fannst sem treysti sér í að framkvæma þá aðgerð. Í bréfi til læknisins setti Na- bil fram tíu ástæður fyrir því að hann gerði þessa aðgerð á honum, sem hann sjálfur sagðist taka ábyrgð á. Stóð hann þá á þrítugu. Eru þrjú ár síðan þetta var, sem er langur tími þegar líftíminn er naumt skammtað- ur. Nabil ólst upp í Morristown, New Jersey í Bandaríkjunum. Hann átti ættingja á Íslandi og í Mið-Austur- löndum sem hann tók miklu ástfóstri við og dvaldi hann oft á sumrin sem barn hjá frændfólkinu hér á Íslandi en kom ekki síður sem fullorðinn. Hér eignaðist hann marga góða vini ekki síst fyrir tilstilli frænda síns og jafnaldra, Vilhjálms Alvars Halldórs- sonar, en þeir frændur voru bundnir eins konar fóstbræðraböndum allt frá barnæsku. Vinir Vilhjálms urðu vinir Nabils. Áttu þeir frændur vel saman og var ávallt stutt í gaman- semina í þeirra samskiptum sem voru báðum mikils virði. Eins var mjög kært með Nabil og ömmu Bíbí, móðurömmu hans. Sem vottur um umhyggju og væntum- þykju hans kom hann hingað sér- staklega til að heimsækja hana á sjúkrabeði fyrir nokkrum árum þeg- ar henni var vart hugað líf en hann var sjálfur þá nýkomin úr aðgerð. Var eins og hulunni væri svipt af ömmunni og hún vaknaði aftur til lífsins við að sjá Nabil. Ísland átti hug og hjarta Nabils og sóttist hann eftir að koma hingað. Vildi hann gjarnan vera til gagns meðan hann dvaldi hér. Eitt sumarið fékk hann það starf að leiðbeina börnum í tennis. Annað sumar gekk hann til liðs við Rauða krossinn og tók þar m.a. þátt í ævintýralegu nám- skeiði þar sem ungmenni áttu að setja sig í spor flóttafólks. Voru þau send út af örkinni tómhent og mat- arlaus og áttu að bjarga sér. Tók hann hlutverk sitt mjög alvarlega og lenti í nokkrum hrakningum sem hann gleymdi aldrei og hafði gaman af að rifja upp. Það var gæfa Nabils að hitta Asu þegar þau bæði stunduðu nám við Stern-háskóla í New York árið 2000. Þau urðu ástfangin og giftust árið 2004. Nutu þau þess að ferðast sam- an og náðu að heimsækja Suður-Am- eríku, Afríku og Mið-Austurlönd auk Evrópu. Enn var ætlunin að halda upp í ferð í lok ágúst en þá tók lífið aðra stefnu. Ég kveð elskulegan frænda minn með miklum söknuði en jafnframt þakklæti fyrir að hafa átt samleið með honum og fengið að kynnast lífs- gleði hans og æðruleysi. Það ljós sem Nabil tendraði innra með okkur svo mörgum á eftir að lýsa upp dýrmæt- ar minningar um einstakan öðling- spilt um ókomin ár. Guð blessi minningu Nabils og styrki eiginkonu hans, foreldra og systur við að takast á við lífið fram- undan. Sigríður Vilhjálmsdóttir. Paul Nabil Bustany, systursonur og vinur, er látinn langt um aldur fram eftir langa og stranga baráttu fyrir lífinu. Hann var aðeins rúmlega tvítugur þegar uppgötvaðist að hann var með krabbamein, þá nemandi í verkfræði við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum. Allt var gert sem í mannlegu valdi stóð til þess að sigr- ast á sjúkdómnum og sjálfur sýndi hann ótrúlegan styrk og baráttuvilja allt til síðasta dags. Hann var öðrum fyrirmynd í baráttunni og eftir hverja aðgerðina á fætur annarri reis hann upp, fór til vinnu og naut lífsins eins og kostur var, naut virðingar í vinnu, ferðaðist og hlúði að vináttu- og fjölskylduböndum. Hann náði að upplifa mikið þann tíma sem hann hafði og það má til sanns vegar færa að honum hafi tekist að bæta nokkr- um árum við líf sitt með þrautseigj- unni einni saman, með því m.a. að fá lækna til þess að framkvæma að- gerðir sem aðrir höfðu dæmt von- lausar. Paul Nabil, sonur Laufeyjar Vil- hjálmsdóttur og Samirs Bustany, átti eina systur, Kristínu Birnu og var alla tíð búsettur í Bandaríkjunum, nú síðast í New York. Hann kvæntist Asu Okyay, tyrkneskri stúlku, en þau kynntust í framhaldsnámi við New York-háskóla. Í þessum miklu og langvinnu veikindum stóðu fjöl- skylda hans og eiginkona eins og klettar við hlið hans. Nabil var einstaklega vel gerður einstaklingur hugprúður, hjálpsam- ur, ljúfur en skapfastur og glæsileg- ur í útliti. Hann var miklum gáfum gæddur, kom sér alls staðar vel, bæði í vinnu og leik. Hann bjó einnig yfir ótrúlegri kímnigáfu sem eflaust hef- ur hjálpað honum í baráttunni og allt fram á síðasta dag gat hann gert grín að sjálfum sér og séð spaugilegu hlið- arnar á ótrúlegustu hlutum. Það kom greinilega í ljós þegar hann var jarð- settur í heimabæ sínum hve vinmarg- ur og vinsæll hann var því ótrúlega margir æskuvinir, skólafélagar og vinnufélagar komu um langan veg til þess að kveðja látinn félaga og votta hinstu virðingu. Við kynntumst Nabil vel þótt langt væri á milli dvalarstaða, en hann kom oft til Íslands, bæði á sumrum og um jól og var það ætíð tilhlökkunarefni. Það voru aðeins nokkrir dagar á milli hans og sonar okkar í aldri svo það lá beinast við hann dveldi hjá okkur þegar á heimsóknum til Íslands stóð. Með tímanum varð hann mikill aðdá- andi heimalands móður sinnar og kom hér oft. Það urðu jafnframt djúp tengsl og mikil og sönn vinátta milli þeirra frænda sem aldrei bar skugga á og að sjálfsögðu allra frændsystk- inanna og hann eignaðist einnig marga góða kunningja og vini hér- lendis. Það er óbærilega sorglegt að sjá á eftir einstaklingi sem kveður í blóma lífsins, sem var öðrum fordæmi með kjarki, hugprýði og góðum eiginleik- um á allan hátt. Við söknum hans og munum ávallt minnast hans og varð- veita ómetanlegar, hlýjar og skemmtilegar minningar um góðan dreng. Fjölskylda hans hefur misst mikið og við biðjum Guð að vera þeim styrkur í sorginni. Bryndís og Halldór. Ég hitti fyrst Nabíl fyrir naumlega 5 árum síðan. Foreldrar Nabíl eru vinafólk foreldra minna. Ég hafði hitt bæði Laufeyju og Samír í gegnum tíðina, en ég kynntist systkinunum Nabíl og Christine fyrst þegar ég flutti til New York borgar fyrir 5 ár- um síðan. Það var nóvember mánuður, sem Laufey bauð mér að koma í heimsókn til Morristown og vera hjá þeim yfir Þakkargjörðarhátíðina. Ég tók yfir- fulla lest um morguninn, þar sem hálf Manhattan eyja virtist vera á leið í samkvæmi til New Jersey á þessari helstu fjölskylduhátíð Bandaríkja- manna. Samír tók á móti mér úti á lestarstöð. Þegar heim var komið, var mér boðið beint inn í eldhús þar sem Laufey, Nabíl og Christine voru að hjálpast við að undirbúa máltíðina. Þar var gaman og glaðst, rætt um heima og geyma, nýjustu tíðindi og dægurmál. Við ræddum um vinnu Nabíls hjá HBO sjónvarpsstöðinni, og blaðamennsku hennar Christine og reynslu af þróunarmálum. Ég tók strax eftir hversu náin fjölskyldan var, hvernig þau nutu samvistar hvors annars, það var sem örþunnur gullþráður umlyki þau. Þetta var góður dagur. Þá líður yfir ár, þangað til að Christine flytur inn í nýja íbúð og býður heim í kvöldverðarboð. Stuttu eftir að ég kem inn í íbúðina, sem var lýst upp með kertaljósum í Miðaust- urlanda sið, kemur ungur myndar- legur suðrænn maður og faðmar mig innilega eins og ég væri einn af fjöl- skyldumeðlimunum. Þetta var Nabíl. Hann var útitekinn, nýkominn úr sól- arfríi, og leit afskaplega vel út. Ég var forviða því ég hafði ekki átt von á honum í teitinu, hvað þá að hann myndi líta svona vel út, þegar hann var nýbúinn að gangast undir mikla aðgerð. Sem utanaðkomandi mann- eskja, gat ég ekki séð að nokkuð am- aði honum. Mér þótti vænt um hvað hann tók hlýlega á móti mér, sérstak- lega þar sem við höfðum hist aðeins einu sinni áður. Það er þannig sem ég minnist Na- bíl. Í þau skipti sem ég hitti hann í New York var hann hlýr og gaman að umgangast hann. Ég gat ekki annað en dáðst af þessum unga manni, sem var aðeins einu ári yngri en ég, og háði mjög erfiða baráttu við hættu- legan sjúkdóm en bar það ekki utan á sér. Ég dáðist af hans styrkleika, hann aumkaði sig ekki yfir sínu hlut- skipti, hann bar sig vel og gerði allt í hans valdi til að vera hér hjá okkur aðeins lengur. Hann fór hvað eftir annað í aðgerðir, náði sér aftur á strik og hélt áfram. Þannig undraði hann læknaheiminn og okkur öll. Hversu hetjulega sem Nabíl barð- ist, það sama verð ég að segja um fjölskyldu hans. Samheldnin sem ég upplifði á Þakkargjörðarhátíðinni ár- ið 2001 var sönn og sterk. Hvernig sem vindurinn dundi, þá hrjúfruðu þau sig saman og stóðu upprétt og gáfu sig ekki fyrr en það lygndi á ný. Þau leituðu uppi nýja möguleika til að berjast við sjúkdóminn. Þau gáfu aldrei upp vonina að þau gætu sigr- ast á honum. Ég hitti síðast Nabíl á afmæli Christine systur hans síðastliðinn vetur. Saman var kominn stór vina- hópur hennar Christine og við sátum öll við langborð á frönskum veitinga- stað. Nabíl var með Asu eiginkonu sinni. Nabíl minntist þess að hann hefði nýlega lesið yfir bréf sem hann var beðinn um að skrifa í upphafi MBA námsins til sjálfs síns, um hvað hann vildi afkasta í náminu. Hann sagði kímnilega frá því að í síðustu málsgreininni hefði hann skrifað að hann vildi gjarnan kynnast sætu Tyrknesku stúlkunni í bekknum sín- um. Í sama bragði brosti hann blítt til Tyrknesku stúlkunnar Asu, langvar- andi kærustu og núverandi eigin- konu. Elsku Laufey, Samír, Christine og Asu, ég votta ykkur mínar einlægu samúðarkveðjur. Nabíl var hugrakk- ur maður sem snerti okkur djúpt. Hann var maður sem kenndi okkur mikilvægi þess að njóta lífsins og gera sem mest úr því sem okkur er veitt. Megi Nabíl hvíla í friði, blessuð sé minning hans. Hrund Ólöf Andradóttir. Ástkær frændi, Paul Nabil Bust- any, háði sitt síðasta einvígi við dauð- ann í sumar. Í rúmlega áratugslangri baráttu sinni við krabbamein sýndi hann meira hugrekki og lífsvilja en flest okkar hafa kynnst. Þrátt fyrir óskiljanlegan og illvígan sjúkdóm, sem sífellt tók sig upp aftur, neitaði Nabil að láta í minni pokann, sjúk- dómurinn fengi hvorki að taka yfir líkama hans né líf. Nabil sýndi ótrú- lega staðfestu í leit að lækningu og hann hélt lífi sínu áfram óhikað, lauk námi sínu, fór í framhaldsnám, vann hjá þekktum fyrirtækjum, ferðaðist víða og síðast en ekki síst, fann ástina og hlúði að henni. Nabil fékk okkur til að trúa staðfastlega á kraftaverk því sjálfur var hann gangandi kraftaverk. Fréttirnar af andláti hans voru mikið áfall, ég trúði því að frændi minn væri ósigrandi. Ég tel að dauðinn hafi ekki unnið fullan sigur á Nabil. Með lífi sínu, ást og æðruleysi glæddi hann hjörtu okk- ar allra sem fengum að kynnast hon- um og elska. Minningin um einstakan mann lifir sterkt og mun vonandi gera það áfram í verkum okkar sem eftir lifum. Nabil kunni nefnilega öðrum fremur að elska náungann og njóta lífsins fyrir hvern dag sem það bauð upp á. Hann notaði hvert tækifæri sem gafst til að ferðast og kynnast nýju fólki og lét ekki fjarlægðir aftra sér frá því að rækta sambandið við fjölskyldu sína og vini. Mér er ómögu- legt annað en að brosa þegar ég minn- ist Nabils því aldrei var langt í húm- orinn hjá honum, ekki á galsakenndan hátt heldur lúmskan og sérlega mannlegan hátt sem gat sleg- ið öll vopn úr höndunum á manni. Í bréfum sínum fjallaði Nabil jafnvel um veikindi sín á húmorískan hátt þannig að ekki var hægt annað en brosa með honum. Ég var svo heppin að fá ítrekað tækifæri til að ferðast til New York á síðustu árum og gat þannig séð meira af fjölskyldu minni þar en oft áður. Ég gisti iðulega hjá Nabil í íbúð hans á Jane Street og naut þess að leyfa honum að kynna mér stórborgina sem honum þótti svo vænt um. Sam- verustundirnar með honum, konu hans Asu og Kristínu Birnu í New York og hjá foreldrum hans í New Jersey eru mér sérstaklega dýrmæt- ar minningar. Ég hlakkaði mikið til frekari samvista við frænda í vetur þegar ég settist á skólabekk í Wash- ington DC en nálægðin við fjölskyld- una hafði ráðið miklu um val mitt á háskóla. Síðustu bréfaskiptin mín við Nabil voru um tilhlökkunina um að fá mig út og hvenær ég gæti sem fyrst komið til þeirra í NY. Því miður náð- um við ekki saman, hann lést tveimur dögum áður en ég flaug út. Nabil var einn heilsteyptasti og yndislegasti maður sem ég hef kynnst. Ég vona að ég geti haldið minningu hans lifandi með því að lifa eftir sömu lífsgildum og af sama æðruleysi og hann. Ég bið fyrir styrk til handa eiginkonu hans, foreldrum og systur á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minningin um Paul Na- bil Bustany. Birna Þórarinsdóttir. Paul Nabil Bustany Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar dóttur okkar og barnabarns, BRYNDÍSAR EVU HJÖRLEIFSDÓTTUR, Heiðarbóli 10, Keflavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Barnaspítala Hringsins og öllum þeim er studdu okkur í veikindum Bryndísar Evu. Bergþóra Ólöf Björnsdóttir, Hjörleifur Már Jóhannsson, Björn Viðar Björnsson, Birna Oddný Björnsdóttir, Jóhann Guðnason, Sóley Vaka Hjörleifsdóttir, Eyjólfur Örn Gunnarsson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.