Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 55
Hvað segirðu gott?
Ég er bara nokkuð hress þessa
dagana.
Ertu ástfanginn? (Spurt af síðasta
aðalsmanni, Reyni Lyngdal.)
Já, og ekki bara af sjálfum mér
lengur.
Kanntu þjóðsönginn?
Nei, en ég kann „Ísland er land
þitt“ og fullt af öðrum góðum lög-
um!
Áttu þér gælunafn?
Já, var stundum kallaður Tank-
urinn á djamminu …aðallega af
sjálfum mér. En hann hefur ryðgað
síðustu ár.
Hvað talarðu mörg tungumál?
Þrjú edrú en 11 eftir nokkra kalda.
Hvenær fórstu síðast til útlanda
og hvert?
Fór í júlí til Króatíu að slappa af
og læra fleiri tungumál.
Sveppi eða Pétur Jóhann?
Úff, þetta er eins og að spyrja
hvort að þú eigir að lemja litlu eða
stóru systur mína!
Uppáhaldsmaturinn?
Fylltur kjúlli hjá múttu hefur enn
ekki klikkað.
Bragðbesti skyndibitinn?
Rizzo pizza og Gæðaloka á Aktu
taktu.
Hvaða bók lastu síðast?
Einar Áskel fyrir litlu frænku
mína. Talandi um bók sem eldist
illa maður!
Hvaða leikrit sástu síðast?
Footloose og skemmti mér vel.
En kvikmynd?
Sá Crank í bíó. Eðalhasar þar á
ferð.
Hvaða plötu ertu að hlusta á?
Er oftast bara með Ipodinn.
Uppáhaldsútvarpsstöðin?
Svissa vel á milli en Capone er
uppáhaldsþáttur.
Besti sjónvarpsþátturinn?
My name is Earl og King of
Queens eru í miklu uppáhaldi.
Á grímuballi mæti ég sem …
Sveppi
Helstu kostir þínir?
Stundvís, hress og metnaðarfullur.
En gallar?
Tapsár, kærulaus og get verið eig-
ingjarn.
Fyrsta ástin?
Er örugglega orðin spikfeit í Okla-
homa eftir að hafa hryggbrotið sjö
ára Íslending.
Besta líkamsræktin?
Er heitur fyrir skvassinu þessa
dagana.
Algengasti ruslpósturinn?
Reikningar, opnar þetta einhver?
Hvaða ilmvatn notarðu?
Hugo Boss stendur fyrir sínu.
Hvar myndirðu vilja búa annars
staðar en á Íslandi?
Ætli það séu ekki bara Bandaríkin.
Er pínu Kani í mér.
Ertu með bloggsíðu?
Nei, ekki enn allavega.
Hvers viltu spyrja næsta viðmæl-
anda?
Hefurðu farið með pabba þínum í
bað?
Íslenskur aðall | Auðunn Blöndal
Einar Áskell eldist illa
Aðalsmanni vikunnar
er fátt heilagt í væntan-
legum sjónvarpsþætti
sínum Tekinn. Hann
heitir Auðunn Blöndal
en kallar sjálfan sig
stundum Tankinn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tekinn Auðunn Blöndal ætlar að hrekkja þekkta einstaklinga.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 55
menning
Til bókaútgefenda:
BÓKATÍÐINDI 2006
Skilafrestur vegna kynningar og
auglýsinga í Bókatíðindum 2006
er til 12. október nk.
Ritinu verður sem fyrr dreift
á öll heimili á Íslandi
Allar upplýsingar á skrifstofu
Félags íslenskra bókaútgefenda,
Barónsstíg 5, sími 511 8020.
Netfang: baekur@simnet.is
————————————— —————————————
Frestur til að leggja fram
bækur vegna Íslensku
bókmenntaverðlaunanna 2006
er til 13. október nk.
Nánari upplýsingar á skrifstofunni.
ÞAÐ er mikill léttir að komast að því
að Woody Allen geti ennþá búið til
sæmilega kvikmynd sem einkennist
af þeirri að virðist fyrirhafnalausu
fyndni sem álitin hefur verið eitt af
hans aðalsmerkjum. Satt að segja
var undirrituð orðin úrkula vonar
eftir að hafa séð næstnýjust mynd
Allens, Match Point, sem þótti mun
skárri en undanfarnar myndir leik-
stjórans, en var að mínu mati bæði
stirð og tilgerðaleg. Í Fyrst með
fréttina (Scoop) grillir hins vegar
loksins í gömlu góðu taktana hans
Allens, gamanfléttan er ekkert ofur-
metnaðarfull en hún er skemmtileg,
gengur vel upp og er handritið upp-
fullt af snilldarlínum í anda þeirrar
kímnigáfu sem einkenndi kvikmynd-
ir Allens á árum áður. Segja má að
Woody Allen hafi flust búferlum frá
Manhattan til London, en Fyrst með
fréttina á sér stað í Lundúnum líkt
og Match Point. Hér dregur Woody
Allen stéttapólitík inn í gamanádeilu
sína, og lætur bandaríska og breska
menningu mætast í aðalpersónun-
um. Kaldhæðnin í þeirri umfjöllun
verður þó ekki til þess að sliga hand-
ritið eins og tilfellið var í Match Po-
int, heldur spinnur Allen af fingrum
fram nokkurs konar tilbrigði við
Kobba kviðristu hryllingminnið.
Þar segir í stuttu máli frá ungum
bandarískum blaðamennskunema,
Sondra Pransky (Scarlett Joh-
ansson), sem hefur það markmið eitt
í lífinu að verða ofurblaðamaður.
Hún fer á töfrasýningu hjá Sid Wa-
terman (Woody Allen) gömlum
bragðarefi frá Brooklyn sem kemur
fram í gervi töframannsins Splend-
inis. Þegar Sondra fer inn í töfra-
kassa Splendinis birtist henni ofur-
blaðamaðurinn Joe Strombel (Ian
McShane) sem er nýfarinn yfir móð-
una miklu og situr á stórri skúbbf-
rétt um hver Tarrot-morðinginn
sem herjað hefur á vændiskonur í
London sé í raun og veru. Böndin
berast að Lyman lávarði (Hugh
Jackman) sem þykir mikill fyr-
irmyndarborgari, en þau Sondra og
Sid reyna að komast að hinu sanna.
Ofangreindir leikarar eiga stór-
góðan samleik í þessari farsakenndu
gamanmynd, og er skemmtilegt að
sjá Woody Allen bregða sér í sann-
allenískt trúðshlutverk í myndinni.
Fyrst með fréttina er lúmskt fyndin
gamanmynd og hressileg upprifjun
á þeirri kíminigáfu sem virtist alveg
horfin leikstjóranum.
Allen snýr aftur
KVIKMYND
Laugarásbíó
Leikstjórn: Woody Allen. Aðahlutverk:
Scarlett Johansson, Woody Allen, Hugh
Jackman og Ian McShane. Bretland/
Bandríkin, 96 mín.
Fyrst með fréttina (Scoop) Reuters
Fyndin „Fyrst með fréttina er lúmskt fyndin gamanmynd og hressileg upp-
rifjun á þeirri kíminigáfu sem virtist alveg horfin leikstjóranum.“
Heiða Jóhannsdóttir
EINS OG segir í textabók byggist
verkið á Bárðarsögu Snæfellsáss og
segir þar frá leik Helgu, dóttur
Bárðar, og Rauðfelds Þorkelssonar
sem endar á þann veg að Helgu er í
ógáti komið á ísjaka sem rekur frá
landi. Bárður faðir hennar finnur á
sér að eitthvað slæmt hefur gerst og
þegar hann kemst að sannleikanum,
kastar hann Rauðfeldi og Sölva
bróður hans fyrir björg til þess að
færa Ása-Þór fórn. Bárður vonar að
mannfórnin færi honum Helgu aftur
úr greipum íss og kulda.
Það er ekki auðvelt að nálgast Ís-
lendingasögurnar eins og gert er á
geisladiskinum Kyljur. Sagan sem
sögð er í gegnum textana er gömul
og fyrirfram gefin og sé ég ekki bet-
ur en að hún hafi fengið góða nálgun.
Ljóðin spanna söguferlið ágætlega.
Byrjað er á leik ungmennanna, næst
er fjallað um samviskubit Rauðfelds
þegar Helga er á jakann komin og
svo koll af kolli. Mér þykja ljóð
Kristins Kristjánssonar afskaplega
falleg og skila sögunni vel.
Um tónlistina get ég ekki sagt al-
veg það sama. Lögin eru fín en mér
þykja útsetningarnar vera tilgerð-
arlegar. Ekkert minnir á þá mögn-
uðu sögu sem verkið hefur að
geyma, mér fannst þetta minna frek-
ar á Meatloaf en Íslendingasögur.
Ekki svo að skilja að tónlistin eigi að
vera þjóðleg, heldur á hún að sýna
verkinu þá virðingu sem það á skilið.
Hljóðfæraleikurinn er fullkominn,
enda ekki við öðru að búast þegar
bestu hljóðfæraleikarar Íslands eiga
í hlut, en það bjargar samt ekki því
að mér finnst tónlistin samt sem áð-
ur ekki passa nægilega vel við ljóðin.
Tæknin er fullkomin en sálin er eng-
in.
Söngurinn á plötunni er ágætur.
Raddútsetningarnar eru allt í lagi,
skringilegar bakraddir á köflum en
engin hörmung. Svolítið finnst mér
um ú-ú-ú og je-je-je hjá þeim sem
sungu en mér þykir það frekar óvið-
eigandi. Heiða Ólafsdóttir sýnir
einna best hvað hún getur og sleppir
því blessunarlega að vera með mikið
af tilgangslausu veini. Útgeislun
hennar skín hér í gegn af krafti.
Það sem mér þótti best við Kyljur
eru ljóðin. Heillandi orð á fallegu
máli. Ekki spillir fyrir að textinn við
Sæl væri ég kemur beint úr handriti
Bárðarsögu Snæfellsáss. Ég vildi
óska þess að mér hefði þótt fram-
setningin vera betri.
Heillandi orð
á fallegu máli
TÓNLIST
Íslenskur geisladiskur
Geisladiskurinn Kyljur byggist á Bárð-
arsögu Snæfellsáss. Flytjendur eru Reg-
ína Ósk Óskarsdóttir, Bergsveinn Arilíus-
son, Heiða Ólafsdóttir, Hreimur Örn
Heimisson, Friðrik Ómar Hjörleifsson og
hljómsveitin Möl en hana skipa Guð-
mundur Pétursson: gítar og röddun,
Gunnlaugur Briem: trommur, slagverk og
röddun, Jóhann Ásmundsson: bassi, Þór-
ir Úlfarsson: orgel, píanó og röddun. Allir
textar eru eftir Kristin Kristjánsson utan
,,Sæl væri ég“ sem er úr Bárðarsögu
Snæfellsáss. Lög eru eftir Ingva Þór Kor-
máksson, Pálma Almarsson, Alfreð Örn
Almarsson og Sigurð Höskuldsson. Um
útsetningar á söng og röddum sáu Þórir
og Friðrik Ómar. Addi 800 sá um upp-
tökustjórn og hljóðblöndun en Haffi
tempó sá um eftirvinnslu. Upptökur á
hljóðfæraleik fóru fram PUK Recording
Studios á Jótlandi en upptökur á söng
fóru fram í Kirsuberinu. Hljóðblöndun og
eftirvinnsla fór fram í Stúdíó Sýrlandi og
Írak. Útgefandi er Pöpull en um dreifingu
sá Músik.
Ýmsir – Kyljur Helga Þórey Jónsdóttir