Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í SUNNUDAGSBLAÐI Morg- unblaðsins 24. sept. sl. kvartar rit- stjóri undan því að formaður Frjálslynda flokksins, sem þetta ritar, víki sér hjá málefnalegri umræðu. Tilefnið virðist vera að ég ásakaði Morg- unblaðið, þ.e. rit- stjórn þess, um að sjaldan væri fjallað málefnalega í blaðinu um málatilbúnað þingmanna Frjáls- lynda flokksins. Gott og vel, látum djúpp- lottin og smjörklíp- urnar eiga sig að þessu sinni, þó mín sannfæring sé að þær aðferðir bæti ekki íslenska pólitík og séu almennt ekki til eftirbreytni. Við í Frjálslynda flokknum og ritstjórinn erum væntanlega sam- mála um það að margar minni sjávarbyggðir hafa farið mjög halloka vegna þess hvernig kvóta- kerfið er útfært með einvaldi út- gerðar til þess að selja fiskikvót- ann (veiðiréttinn úr hafinu) burt úr byggðinni. Það má gera hve- nær sem hentar þeim sem veiði- réttinum var úthlutað til. Baráttan fyrir byggðunum Þessi aðferð hefur sett fjöl- marga smærri útgerðarstaði nán- ast á hliðina í atvinnumálum og hvaða byggð þarf á því að halda að missa frá sér undirstöðu at- vinnurétt þorpsins? Við þessa út- færslu kvótalaga erum við í Frjálslynda flokknum mjög ósátt, enda engin þörf á því að safna kvótum þorpanna á fáar hendur stórútgerða eins og verið hefur nú í mörg ár. Þó stórútgerða sé vissulega þörf til veiða og vinnslu á mörgum fisktegundum veldur lagaramminn sem þær starfa í byggðaröskun sem er óásættanleg. Nú er það sama einn- ig að gerast á fullri ferð í smábátakerfinu sem átti þó að verða vörn smærri byggða að því er sumir töldu. Jafnvel núverandi sjávarútvegsráðherra, áður en hann gafst endanlega upp fyrir kvótaeigendum fyrir fáum árum síðan eins og landsfrægt er, taldi veiðifrelsi smá- bátasjómanna þá einnig vörn byggð- anna. Við í Frjálslynda flokknum höf- um reynt að finna leiðir til þess að vernda sjósóknarrétt manna í sjávarbyggðum en jafnan mætt andstöðu núverandi ríkisstjórn- arflokka. Um langan veg Við höfum bent á með málflutn- ingi í þinginu að hægt væri að létta fólki atvinnusókn í önnur pláss og fjarlægari vinnustaði með því að þeir sem kostuðu miklu til í ferðalög til og frá vinnu fengju að draga þann kostnað við atvinnu- sókn frá tekjum áður en skattar eru álagðir. Þetta gæti orðið til þess að auðvelda atvinnusókn fólks um langa veg og milli byggð- arlaga svo fólk þyrfti ekki að flytja frá byggð sinni og jafnvel eignum, bótalaust. Þetta fyr- irkomulag hefur verið þekkt í Noregi árum saman. Ekki minnist ég þess að Morgunblaðið hafi fjallað um þennan vanda fólks vegna kvótasölunnar, né að hægt væri að gera fólki kleift að sækja atvinnu um langan veg (flug eða ferjuleið) og fengi að draga kostn- að við þá atvinnusókn frá tekjum eða frádrag frá álögðum sköttum. Það gæti verið enn virkari aðgerð til þess að koma í veg fyrir að fólk flosni upp frá eignum sínum og búsetu. Bætt kjör Í sex ár höfum við lagt til að tekið væri upp frítekjumark fyrir eldri borgara sem ekki skerði þeirra bætur frá Tryggingastofn- un. Ekki minnist ég þess að Morg- unblaðið hafi tekið það mál til skoðunar eða lagt út af því að Frjálslyndi flokkurinn legði það til í að bæta afkomu bótaþega frá Tryggingastofnunar. Við höfum bent á það ár eftir ár með mál- flutning okkar á Alþingi að þessi tillaga Frjálslynda flokksins væri góð leið til þess að stíga mikilvægt og gott skref í því að bæta kjör eldri borgara. Fleira má draga hér fram en að þessu sinni læt ég þetta nægja, ritstjóri góður. Málefnaumræða Frjálslynda flokksins Guðjón A. Kristjánsson fjallar um málefnaumræðu Frjáls- lynda flokksins og gerir at- hugasemd við skrif Morg- unblaðsins þar að lútandi » Við í Frjálslyndaflokknum og rit- stjórinn erum vænt- anlega sammála um það að margar minni sjáv- arbyggðir hafa farið mjög halloka vegna þess hvernig kvótakerfið er útfært … Guðjón A. Kristjánsson Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. VIÐVERA leikskólabarna hefur aukist gríðarlega undanfarin ár, enda mikið kapp lagt á að gefa öll- um börnum frá unga aldri kost á heilsdags vistun. Það finnst mér varhugaverð þróun. Velti því fyrir mér hvort meira sé hugsað um að þjónusta for- eldrana og kröfur vinnumarkaðarins eða hvort hagsmunir barnanna séu hafðir að leiðarljósi. Tek þó fram að ég er á engan hátt að gagnrýna okk- ar frábæru leikskóla. En þegar vistun flestra barna er orðin 8 tímar og rúmlega það finnst mér mál að staldra við og reyna að stytta leik- skóladaginn. Enda ber mönnum saman um að samverutími foreldra og barna sé of lítill og að agaleysi barna og unglinga í dag megi e.t.v. rekja til of lítils samneytis við for- eldra (sbr. umfjöllun Morgunblaðs- ins „Er Ísland barnvænt samfélag“ 24. sept. sl.) Eins og staðan er í dag er gert ráð fyrir að báðir foreldrar ungra barna fari út á vinnumarkaðinn eftir fæðingarorlof, yfirleitt í fullt starf, og það jafnvel hvort sem það sé fjárhagslega nauðsynlegt eða ekki. Það virðist einfaldlega vera ríkjandi sjónarmið að svona eigi þetta að vera og að ytri aðstæður stjórni því hversu lengi foreldrar séu heima hjá ungum börnum sínum. Ég hef lengi undrast hversu fáir stefna að því markvisst að reyna að vera meira heima eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þjóðfélagið gerir í raun held- ur ekki ráð fyrir þessum möguleika fjárhagslega (reyndar nýlega breyt- ing til batnaðar í Kópavogi og Reykjanesbæ fyrir foreldra yngstu barnanna). Að mínu mati ætti að gera for- eldrum auðveldara fyr- ir að vera meira heima. Fjölskyldugreiðslur myndu vafalaust hjálpa til á þeim heim- ilum þar sem annað foreldrið er heimavinn- andi. Þó eru misjafnar skoðanir á þeirri búbót sem sú fjárhæð er (30 – 50.000 krónur á mán- uði), en er ekki lítið betra en ekkert? Eins vill oft gleymast að á móti því að annað foreldrið sé heima sparast önnur útgjöld, s.s. til dag- mömmu, leikskólagjöld fyrir eldri börnin, gæsla á frístundaheimilum og ferðir til og frá vinnu. Þarna er hægt að spara og þar að auki má gera ráð fyrir að maki geti nýtt per- sónuafslátt þess sem heima er. Þá er ónefndur sparnaður á almannafé ef annað foreldrið er heima. Börnin vaxa hratt úr grasi og því finnst mér til mikils að vinna að geta verið sem mest heima með þeim og að uppeldið sé á ábyrgð fjölskyldunnar. Ég held að börn á öllum aldri myndu njóta þess að hafa foreldra sína meira heima. Vissulega eru til fjölskyldur þar sem þetta er ekki möguleiki fjár- hagslega, en víða er þetta raunhæf- ur kostur ef áhugi og hvatning væri fyrir hendi, og í þeim tilvikum kæmu fjölskyldugreiðslur sér vel. Efasemdir hafa komið fram varð- andi fjölskyldugreiðslur, að þær væru skref aftur á bak í jafnrétt- isbaráttunni, því skv. launakönn- unum eru konur með lægri laun en karlar og því myndu þær veljast til að vera heima. Það er líklega rétt að oftar yrði móðirin heima, en er það svo slæmt hlutskipti að vera heima hjá börnum sínum? Þó ekki væri nema hálfan daginn? Væri það í raun og veru skref aftur á bak? Og þá fyrir hverja? Hér er ekki verið að tala um að neinn sé þvingaður til að vera heima, heldur að það sé létt undir með þeim sem það kjósa og að fólk hafi meira val. Í mínum huga er það eitt dýrmætasta og eft- irsóknarverðasta hlutverk sem manni hlotnast á lífsleiðinni að vera heima hjá ungum börnum sínum, enda tiltölulega fá ár af starfs- ævinni sem verið er að tala um. Þeir sem geta og kjósa að vera heima þurfa að forgangsraða og í sumum tilfellum að færa vissar fórnir. Í margumtöluðu lífsgæðakapphlaupi í okkar samfélagi virðist sem börnin séu komin á hliðarlínuna. Hægjum á okkur og hlaupum með börn- unum. Eru börnin komin á hliðarlínuna? Guðrún Gestsdóttir skrifar um hagsmuni barna »Ég held að börn áöllum aldri myndu njóta þess að hafa for- eldra sína meira heima. Guðrún Gestsdóttir Höfundur er sjúkraþjálfari með meistarargráðu í heilbrigðisvísindum. Breyðhyltingar gera sér dagamun á Breiðholtsdeginum sem haldinn er 30. september í ár. Há- tíðahöldunum stjórna starfsmenn Þjónustu- miðstöðvar Breiðholts í Mjódd, en meginhá- tíðin fer einmitt fram í Mjóddinni. Þar kynna ýmis samtök starfsemi sína, auk þess sem starfsmenn borgarinnar verða til staðar og svo verður efnt til fjöldahreyf- ingar allra Breiðholts- búa út frá Mjóddinni! Það er margt gott að gerast í Breiðholt- inu sem er nú nánast fullbyggt. Þó þarf alltaf ýmislegt að bæta. Við viljum auka öryggi í umferðinni og hægja á henni á vissum stöðum í íbúðahverfum og þar sem gang- andi vegfarendur eiga leið um. Við viljum bæta aðstöðu fyrir leik- skólabörn, þannig að þau hafi alls staðar góða aðstöðu í uppbyggjandi starfi, og við þurfum að halda áfram að bæta aðstöðu í grunnskól- unum. Lagður hefur verið góður grunnur fyrir íþróttafélögin í hverfinu og aðstaða til almenn- ingsíþrótta er að mörgu leyti góð. Þó þarf að huga betur að göngustígum, bæta aðstöðu hér og þar og vinna að því að bæta og efla þann félagsauð sem í hverfisbúum býr. Hér þrífst nú mikil fjölbreytni, þótt hverfið sé í sjálfu sér ekki verulega frá- brugðið öðrum hverf- um. Hér eru íbúar jafn öruggir og ann- ars staðar í borginni. Breiðholtið á sér merkilega sögu sem á sér rætur í verkalýðs- baráttunni og til- raunum stjórnvalda til að bæta mannlífið í borginni. Til að við- halda góðu mannlífi þarf vilja og vinnu bæði íbúa og yf- irvalda. Við viljum stuðla að því. Þess vegna höldum við Breiðholts- daginn hátíðlegan og ég hvet alla sem geta til að mæta í Mjóddina á morgun og vera með. Breiðholtið á góðri leið Stefán Jóhann Stefánsson skrif- ar um Breiðholtsdaginn Stefán Jóhann Stefánsson » Það er margtgott að ger- ast í Breiðholt- inu sem er nú nánast full- byggt. Höfundur er fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts og formaður Hverfafélags Samfylkingarinnar í Breiðholti. UPP á síðkastið hefur mikið borið á andmælum við virkjun við Kárahnjúka. Fjölmiðlar hampa þessari neikvæðu umræðu og virðist kaffihúsahjal og pré- dikanir eiga greiðari aðgang að miðlum fremur en einhverjar rökræður um kosti og lausnir. Eru þeir himna- feðgar á móti virkjunum? Nú er svo komið að trúarhernaður er hafinn gegn þjóðinni sem býr utan 100 kílómetra radíuss frá kaffihúsamiðju lands- ins. Pattaralegir prestar lýsa því yfir opinberlega að þeir séu vansvefta af áhyggjum og geta því að sjálfsögðu ekki sinnt starfi sínu frek- ar en sextíu aðrir ríkisstarfsmenn sem rita undir sprungup- laggið góða. Þeir geta ekki einu sinni vakað áhyggjulausir! Hvern- ig eru afköstin hjá blessuðu fólk- inu? Stólræður prestanna eru loksins orðinn fréttamatur enda byggir hinn nýi hernaður kirkj- unnar á því að hið illa standi að baki virkjunum og þeir félagar Mammmon og Lúsifer muni hegna „almennum borgurum“ þessa lands þegar stíflan við Kárahnjúka hrynur og vatnið fer sína gömlu leið á ný! Hvað verður um hina (þá hjartahreinu?) sem ekki eru „al- mennir borgarar“ er ekki til- greint. Helsti mógúll kaffihúsanna rit- aði eitt sinn af mikilli jarð- fræðlegri innsýn að: „Ísland er eins og útglennt kunta á kletti sem amerískur hervörður stendur vörð um“ (Guðbergur Bergsson, Ástir samlyndra hjóna). Kaffi- húsajarðfræðin hefur því ekkert breyst enda er Ísland sprungusvæði. Þá var það herinn, nú er það eitthvað annað. Sprungurnar gera landið raunar byggi- legt því virkni jarðar gefur okkur hita, raf- magn, vatn og brauð. Ættu allir sem eru haldnir svefnleysi vegna virkjana á gos- beltinu að forða sér hið snarasta undir gunnfánum prestanna til öruggari landa, hvar sem þau svo eru. Meiri áhyggjur, minni svefn – Minni áhyggjur, meiri svefn! Áhyggjur prest- anna, og hinna sem undir sprunguplaggið rita nær einnig til lýð- ræðis, jarðfræði, rann- sókna og sérstaklega nagandi kvíða vegna arðsemis virkjunarinnar. Mammon er því kominn á stjá hjá hinum hjarta- hreinu líka! Kárahnjúkavirkjun er stað- reynd. Við þurfum hita og raf- magn, það er staðreynd. Prestar og aðrir þeir sem rituðu nöfn sín undir hernaðarplaggið þurfa svefn og hvíld til að geta sinnt nauðsyn- legum störfum sínum í þágu lands og þjóðar. Það er staðreynd. Förum því að sofa. Góða nótt og sofum rótt. Við viljum óháða umræðu ekki mar- traðir svefnlausra Sigurjón Benediktsson gerir at- hugasemdir við neikvæða um- ræðu um Kárahnjúkavirkjun Sigurjón Benediktsson » Sprungurnargera landið raunar byggi- legt því virkni jarðar gefur okkur hita, raf- magn, vatn og brauð. Höfundur er tannlæknir, íbúi á gos- og sprungubeltinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.