Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 11 FRÉTTIR Í gær var loku skotið fyrir Jökulsá á Dal, hið mikilúðlega jökulfljót sem runnið hefur frá Brúarjökli fram um Jökuldal og til ósa í Héraðs- flóa. Steinunn Ásmundsdóttir ræddi málin við heimafólk og virkjunarmenn sem fylgdust með Jöklu dvína og Hálslóni myndast. Beðið Jan hinn færeyski er vinnumaður á bæ í Jökulsárhlíð og var búinn að fylgjast lengi með Jöklu hjaðna. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jökla gæti hefnt sín á okkur „ÞETTA orkar ekki vel á mig,“ segir Lilja Hafdís Óladóttir, bóndi á Merki í Jökuldal. „Þótt hún sé ljót og stund- um rosaleg hefur Jökla verið mikið tákn í samfélaginu. Umræðuefni allt- af og sérstaklega fyrr á tíð þegar meira var um ófærðir og snjó. Þá var Jökla samgöngubót á vetrum, bæði fyrir gangandi og bíla.“ Lilja segir oft spáð í hvernig áin hagi sér. „Hún er ljót í dag, ekkert í henni, alveg græn. Jökla er ótrúlega mikið um- ræðuefni. Litirnir sögðu manni til um hitastig og hvernig veður væri framundan. Væri hún græn og lítið í henni komu stillur, yrði hún rosalegt bákn, full af drullu og sandi, var mik- ið um að vera innra. Veðurhljóðið fer svo trúlega úr henni hér hjá Merki, en hún bar með sér feiknamikil hljóð. Þegar var að koma sunnanátt innan vinda heyrði maður þetta oft á kvöld- in. Á vorin þegar hún braut sig kom ægilegur hávaði. Nú verður þetta venjuleg á sem maður sér í gegnum, ekki með þennan hvin og öll litbrigð- in árið um kring. Gljúfur krumma og fálkans verður svipminna.“ Lilju finnst flutningur Jöklu í farveg Lag- arfljóts siðferðilega ótækur. „Á sem er búin að renna öll sín ár á rétt á að vera áfram í farvegi sínum þótt hún sé jafnvel virkjuð. Þetta er Jökla og hún er mikil. Mér finnst eins og eitt- hvað muni gerast. Hún hefnir sín kannski á einhvern hátt.“ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Smeyk Lilja Hafdís Óladóttir. VIÐ BRÚ á Jökuldal var í gær fjöldi manns að horfa á jökulvatnið sjatna, m.a. bændur úr dalnum. Að- alsteinn Aðalsteinsson frá Vað- brekku í Hrafnkelsdal sagði Jöklu mannskaðaforað sem gott væri að nýta til gagns. Hann ætlar sem for- maður veiðifélags á svæðinu að hefja athuganir á að rækta upp lax í hinni nýju bergvatnsá á Jökuldal og segir hana geta orðið bestu veiðiá landsins. „Þessir atburðir í dag eru skilgetið afkvæmi friðunarmanna, þeir bentu á Jöklu sem mun betri kost en Eyjabakka.“ Bændur hentu að því gaman að nú kæmu upp úr ánni öll jeppahræin, rollubeinin og útburðirnir og þyrfti sjálfsagt að hreinsa úr farveginum á næstunni. Verður hin besta laxveiðiá Morgunblaðið/Brynjar Gauti Laxeldi Aðalsteinn Aðalsteinsson sér tækifæri í bergvatninu. „VIÐ vissum að kæmi að þessu í verkinu og því ekki óvænt, þótt mikill áfangi sé,“ segir Agnar Olsen, framkvæmdastjóri á verk- fræði- og framkvæmdasviði Landsvirkjun- ar. Það er alltaf mikið mál að loka fyrir á og nú breytist hún fyrir neðan stíflu í berg- vatnsá. Þessi framkvæmd hefur verið um- deild frá byrjun, en við áttum kannski ekki von á þessum miklu viðbrögðum síðustu vikur. Við töldum að allir vissu að Hálslón yrði fyllt og ekki yrði aftur snúið. En það er skiljanlegt að menn hafi mismunandi skoð- anir. Nú fer að sjá fyrir endann á þessu á Kárahnjúkasvæðinu, framkvæmdum lýkur hér á næsta ári. Svo klárast á Hraunasvæð- inu 2008.“ Agnar segir flesta framkvæmda- þætti hafa gengið vel, utan borverks og meiri sprungna en vitað var um. Fylling lónsins var fyrirséð Morgunblaðið/Brynjar Gauti Undrandi Agnar Olsen er hissa á viðbrögðum við lónsfyllingunni. „Það er af hinu góða að Jökla skili peningum í þjóðarbúið og hið besta mál,“ segir Stefán Halldórsson, landeigandi á Brú á Jökuldal, en Hálslón tekur yfir hluta af landi hans. „Jökla hefur tekið bæði bú- pening og fólk í gegnum tíðina, ég hef bæði misst fé í hana og hundinn minn og ég mun ekki sakna hennar sérstaklega, þótt hún hafi gegnt hlutverki sínu ágætlega sem landa- merki og sauðfjárvarnarlína.“ Stef- án fylgdist með þegar lokum var skotið fyrir Jöklu í gærmorgun og fylgdist með vatninu sjatna í ánni í Hafrahvammagljúfrum þegar líða tók á daginn. „Nú sleppi ég laxa- seiðum í Reykjará til að ganga í Jöklu.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ánægður Stefán Halldórsson segir Jöklu nú skila aurum í þjóðarbúið. Mun ekki sakna Jöklu Á MBL.IS er hægt að horfa á tvö fréttamyndskeið sem tengjast því er hjáveitugöngum Kárahnjúkastíflu var lokað í gærmorgun og vatni safnað í Hálslón. Í því fyrra sést þeg- ar göngunum var lokað í gærmorg- un og Hálslón tók að myndast. Í því síðara má sjá aðstæður í botni gilsins þar sem Jökla rann áður, en áin er nú horfin austan við stífluna og mun jökulvatn ekki streyma framar í hana. Blaðamaður og myndatöku- maður mbl.is gengu þar um síðdegis í gær en um söguleg umskipti á að- stæðum er að ræða. Fréttamynd- skeið að aust- an á mbl.is Ljósmynd/Brynjar Gauti Stoltir Feðgarnir Pálmi Jóhannesson og Þorsteinn Pálmason. PÁLMI Jóhannesson er aðal- hönnuður Kárahnjúkastíflu og horfði ásamt syni sínum Þorsteini á jökulvatnið stíga í Hálslóni í gær. „Þetta er hér um bil enda- punkturinn á 15–20 ára verkefni,“ segir Pálmi. „Jökla er smáá miðað við í Íran þar sem ég lokaði fyrir þúsund kúbikmetra á sekúndu, Jökla er þó bara 150 kúbikmetr- ar. Þetta verkefni er engu að síð- ur á heimsmælikvarða. Ef ekki yrði framleidd orka hér á tiltölu- lega hreinan máta væri verið að byggja kolaver í Richard Bay í S- Afríku. Við búum bara í einum heimi og erum að minnka mengun á jörðinni.“ Á heimsmælikvarða Hefur glímt víða og við margar ár Morgunblaðið/Brynjar Gauti Stundin komin „Tími til að loka,“ sagði Gianni Porta og leit á úrið. GIANNI Porta, yfirmaður Imp- regilo á Íslandi, sá í gær enn einn stóráfanga virkjunarframkvæmd- arinnar verða að veruleika. Hann sagðist ekki hafa búist við allri þeirri umræðu og athygli sem fyll- ing Hálslóns hefði haft í för með sér, en skildi á hinn bóginn að Jökla og landsvæðið sem færi undir Háls- lón hefðu ákveðna þýðingu í augum almennings. „Fjölmiðlarnir eiga sinn stóra þátt í að búa til þetta sterka kastljós sem beinist nú að Hálslóni,“ sagði Porta. „Auðvitað er þetta stór við- burður og ekki síst sem kafli í fram- kvæmdinni.“ Porta hefur glímt við stærri fljót en Jöklu á ferli sínum hjá Impregilo, svo sem Efrat-fljótið og Guluá, sem og smærri ár víða um heim. Þá hafi einnig verið mikill viðbúnaður og athygli beinst að framkvæmdum. Einhver mótmæli séu alltaf og ekki nema eðlilegt að skoðanir séu skiptar um verkefnið. Frá því í gær er Kárahnjúkastífla hæsta stíflan sem hefur vatn á sér í heiminum nú um stundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.