Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SKEMMTIKRAFTURINN Ómar Ragnarsson er alveg óborg- anlegur. Stjarna hans hefur þó aldrei risið hærra en nú. Ómar stendur á hátindi frægðar sinnar sem sprelligosi og hrekkjalómur. Hverjum öðrum hefði tekist að plata 10–12 þúsund manns í svo- kallaða mótmælagöngu gegn Kárahnjúkavirkjun? Víða um land ómar hlátur þjóðarinnar yfir vel heppnuðu uppátæki skemmti- kraftsins. Meira að segja virðuleg og vel menntuð persóna eins og fyrrver- andi forseti Íslands (sameining- artákn þjóðarinnar) sem notið hef- ur mikillar vinsældar almennings, kokgleypti agnið og renndi eflaust ekki í grun stráksskapurinn í Óm- ari, þar sem hún birtist í fremstu fylkingu göngumanna og taldi sig í veigamiklu hlutverki. Göngumenn voru án efa í þeirri góðu trú að þeir gætu með þátttöku sinni komið í veg fyrir að Kárahnjúkavirkjun verði að veruleika og þar með starfsemi álvers Alcoa á Reyð- arfirði. Vitanlega verður virkjunin að veruleika og álver Alcoa mun taka til starfa á Reyðarfirði. Það er löngu kominn tími til að and- stæðingar virkjunarinnar átti sig á því. Heiður Íslands er í veði og gífurlegir hagsmunir þjóðarbúsins og byggðar á Aust- urlandi. Ekki er hægt að hætta við áform sem þessi. Íslendingar yrðu að athlægi um allan heim og engir gætu treyst því að þeir stæðu við samninga sem gerðir hafa verið við þá. Íslendingar myndu glutra niður ærunni. EMIL THORARENSEN, íbúi á Eskifirði. Skemmtikrafturinn Ómar Frá Emil Thorarensen: ENN eru menn farnir að jagast um það, hvort rétt sé að hefja hvalveiðar eða láta það ógert. Í mínum huga er það kristaltært, að hvalveiðar eiga að hefjast – ekki seinna en strax. Verði það ekki gert, þá hrynur íslenskur sjávarútvegur. Það er ekkert flóknara. Viljum við það? Ætli það kæmi ekki við einhvern. Ætli það kæmi ekki tómahljóð í ríkiskass- ann, um leið og þjóðin yrði að herða sult- arólina. Það vita allir, sem vilja vita, að í sjónum lif- ir ein tegund af annarri. Þar er ekki gefið á garð- ann; það verður hver að bjarga sér. Ef ein teg- undin stækkar, þá þarf hún meira að éta. Það er ekkert megr- unarátak í gangi hjá hvalahjörðinni sem hringsólar friðuð um fengsælustu fiskimið landsins. Hún étur og étur, t.d. tvær milljónir tonna af loðnu á ári; tvöfalt meira en meðalveiði okkar hef- ur nokkru sinni verið. Sitthvað fleira leggja hvalirnir sér til munns á sama tíma, svona rétt til að bæta bragðið. Á sama tíma er aflamark íslenskra fiski- skipa skert aftur og aftur. En það er til lítils fyrir okkur, að ætla að byggja upp fiskistofna með minna veiðiálagi, á sama tíma og hvölum í sjónum fjölgar og fjölgar. Þeir éta ný- liðunina í þorski, ýsu, ufsa og áfram mætti telja. Til skamms tíma voru veiðar á hvöl- um alls ekki leyfðar, en fyrir nokkrum árum hófust vísindaveiðar á hrefnu. Þá umturnuðust ferðaþjónar um allt land, sem töldu að með þessu væri verið að leggja ferðaþjónustuna í rúst; útlendingar væru ekki til með að heimsækja þjóð, sem væri að dunda sér við að drepa hvali. Hvað hefur komið á daginn? Vísindaveiðar hafa verið stundaðar árlega, en ferða- mönnum fjölgar ár frá ári, ekki síst í hvalaskoðunarferðir. Til dæmis hafa aldrei komið fleiri ferðamenn í hvala- skoðunarferðir til Húsavíkur í sumar, að því er best ég veit. Það er mikið rætt um hlýnandi veð- urfar, sem veldur því að sjórinn hlýn- ar líka. Einhverjir hafa gert því skóna, að þetta sé ástæðan fyrir því, að fiskifræðingar finna ekki loðnuna. Hún hafi ekki þolað hitann í sjón- um. Fleiri skakkaföll í líf- ríkinu eru rakin til þess sama, t.d. skortur á sandsíli fyrir sjófuglinn og sitt hvað fleira. Ég skil ekki alveg þessar röksemdir. Á mínum uppvaxtarárum var hlý- indaskeið, en það talaði enginn um það þá, Að slíkt gæti komið illa við loðnu eða þorsk. Þá var Pollurinn á Akureyri stundum iðandi af loðnu og þorski í eltingaleik. Fjörur við fjörðinn voru grár af hrognum. Menn mokuðu líka upp síld, jafnvel léttklæddir, þakklátir hlýind- unum. Þá datt engum í hug, að allt væri að fara á vonarvöl vegna nokk- urra sólardaga. Ég óttast að fiskifræðingar viti lítið um hvaða áhrif hlýnunin kann að hafa, eða hvernig samspil tegundanna í sjónum gengur fyrir sig. Loðnuveiðar voru ekki stundaðar að ráði fyrr en síldin var uppurin. Nú er síldin að koma upp aftur, en loðnan að stríða okkur, farin í feluleik. Kol- munni virðist vera í sókn, á sumum grunnslóðum virðist hann koma í stað loðnunnar á matseðil þorsksins. Stundum eru menn að fá spikfeitan þorsk, en þess á milli setja menn í rýra ræfla. Það er talað um að loðnan hafi forðað sér úr heita sjónum hér, en á sama tíma á hún að hafa bjargað sjó- fuglum við Færeyjar frá hung- urdauða. Þar er sandsílið horfið, rétt eins og hér, en þar er hlýrri sjór, að því er best ég veit. Hvað er þá loðnan að þvæla þar? Það er mörgum spurningum ósvar- að í þessu sambandi, spurningum sem ef til vill verður aldrei svarað, svo óyggjandi sé. Hitt er morgunljóst í mínum huga, að hvalirnir éta orðið allt of mikið af okkar nytjastofnum. Haldi þeir því áfram óáreittir éta þeir ís- lenskan sjávarútveg út á gaddinn. Viljum við það? Nei, ég held ekki, enda sýnir útkoman úr nýlegri skoð- anakönnun, að íslenska þjóðin vill hefja hvalveiðar. Jafnvel þeir sem fara í hvalaskoðunarferðir. Þeir vita sem er, að áfram verður hægt að horfa á hvali, þótt hóflegur hluti þeirra verði veiddur. Eftir hverju eru stjórnvöld að bíða? Hvalveiðiskipin eru tilbúin og hval- stöðin í Hvalfirði líka. Hefjum hval- veiðar og hvalskurð strax. Ég er viss um að ferðamenn hópast í hvalstöðina til að fylgjast með atganginum og ná sér í rengi. Kjötið af þessum skepnum verður ekki ónýtt, því margir telja það lostæti. Verði matvælaframleiðsla umfram þarfir í okkar heimshluta, þá vitum við öll að stór hluti heimsbyggð- arinnar sveltur á meðan hvalirnir eru að éta okkur út á gaddinn. Hefjum hvalveiðar strax Sverrir Leósson fjallar um hvalveiðar »Hitt er morgunljóst ímínum huga, að hvalirnir éta orðið allt of mikið af okkar nytja- stofnum. Haldi þeir því áfram óáreittir éta þeir íslenskan sjávarútveg út á gaddinn. Sverrir Leósson Höfundur er útgerðarmaður. VELFERÐ einstaklinga í nú- tímaþjóðfélagi hvílir á aukinni al- mennri menntun og víðari skír- skotun til hugtaksins menntun. Fólk á öllum aldri þarf að eiga greiðan aðgang að menntun við sitt hæfi og þörf fyrir sí- og endurmenntun og starfsþjálfun mun aukast. Orðið hafa byltingarkenndar framfarir á sviði tækniþekkingar sem hafa haft afger- andi áhrif á daglegt líf fólks og stöðu þess á vinnumarkaði. Und- anfarna áratugi hafa orðið verulegar breyt- ingar á atvinnuháttum landsmanna og allt bendir til að vinnu- markaður framtíð- arinnar muni áfram einkennast af hraða, tækninýjungum og auknu alþjóðlegu sam- starfi. Víðtæk almenn menntun, þjálfun og sveigjanleiki í samsetningu náms og starfs er mikilvægur þáttur í lífi þeirra sem vilja fylgjast með og auka hæfni sína og réttindi á vinnu- markaði. Þetta ásamt sérhæfingu á einhverju völdu sviði getur skipt sköpum fyrir einstaklinginn til að njóta sín og nýta hæfileika sína. Í þessu samhengi mun menntun því ekki einskorðast við formlega skóla heldur einnig fræðslustofnanir fyr- irtækja og stofnana og þeirra aðila er vinna að velferðarmálum almenn- ings. Breyttir tímar kalla á aukna náms- og starfsráðgjöf. Náms- og starfsráðgjafar starfa meðal annars innan formlega skólakerfisins, á grunn-, framhalds- og háskólastigi. Þeir starfa einnig á svæðisvinnu- miðlunum sem eru starfræktar um allt land, símenntunarmiðstöðvum og fræðslumiðstöðvum og innan fyr- irtækja eða í einkarekstri. Á þeim tuttugu og fimm árum sem liðin eru frá því Félag náms- og starfs- ráðgjafa (FNS) var stofnað hafa störf náms- og starfsráðgjafa og starfsvettvangur þróast og breyst mikið í takt við aðrar breytingar í þjóðfélaginu á nær öllum sviðum. Líta má á störf náms- og starfs- ráðgjafa sem fyr- irbyggjandi aðgerðir sem stuðla að því að einstaklingurinn njóti sín í námi og starfi. Auka þarf markvissa náms- og starfsráðgjöf og náms- og starfs- fræðslu innan skóla- stiganna þriggja og úti á vinnumarkaðnum. Mikið brottfall úr framhaldsskólum hér á landi er vísbending um að brýn þörf sé fyrir aukna náms- og starfs- ráðgjöf. Aðgengi að upplýsingum um þróun vinnumarkaðar og fram- tíðarhorfur samhliða upplýsingum um framboð menntunar er einn af grunnþáttum í náms- og starfsvali einstaklinga. Upplýsingatækni býður upp á marga nýja möguleika fyrir ungt fólk og fullorðna, möguleika sem auka virkni og ábyrgð einstaklings- ins á eigin vali, framtíðarhug- myndum og áformum. Þessi miðill gefur hverjum einstaklingi tækifæri til að þróa með sér hugmyndir og áætlanir um eigin náms- og starfs- feril í samráði við náms- og starfs- ráðgjafa. Slík nálgun víkkar jafn- framt starfssvið náms- og starfsráðgjafa. Upplýsingabankar og vandað námsefni á sviði náms- og starfsfræðslu á tölvutæki formi auð- veldar aðgengi að víðtækum og hlut- lausum upplýsingum svo framarlega að fólk hafi aðgang að tölvum, hvort heldur í skólum, upplýsinga- miðstöðvum eða á eigin heimili. Í þessu sambandi er mikilvægt að stjórnvöld hugi að gerð heildar- upplýsingakerfis um nám og störf hérlendis. Öflug náms- og starfsráðgjöf þarf að eiga sér stað í skólunum sjálfum en hún þarf líka að vera til staðar utan þeirra. Setja þarf markið á náms- og starfsráðgjöf sem spannar lífsferilinn allan. Huga þarf sér- staklega að hópum í samfélaginu sem eiga síður greiðan aðgang að ráðgjöf, s.s. atvinnulausu ungu fólki og ungu fólki sem ekki tengist skóla og hefur flosnað upp úr námi af ýmsum ástæðum eða hyggur á frek- ara nám. Einnig þarf að huga að einstaklingum úr atvinnulífinu sem ýmist vilja bæta við sérmenntun sína eða breyta um starfsvettvang og leita ráðgjafar í þeim tilgangi að afla sér upplýsinga um símenntun og endurmenntun. Efla þar samstarf atvinnulífs, sveitarstjórna, mennta- og félags- málayfirvalda og heimilanna. Með sameiginlegri sýn, skilningi og að- gerðum þessara aðila má auka sýni- leg tengsl menntunar, færni og starfa. Efling náms- og starfs- ráðgjafar skiptir hér sköpum og tryggir samkeppnishæfni íslensks þjóðfélags. Vika símenntunar Ágústa E. Ingþórsdóttir fjallar um símenntun »Efla þarf samstarfatvinnulífs, sveit- arstjórna, mennta- og félagsmálayfirvalda og heimilanna. Ágústa E. Ingþórsdóttir Höfundur er formaður Félags náms- og starfsráðgjafa. HLÍÐASVÆÐIÐ er umkringt stórum umferðaræðum; Miklubraut, Lönguhlíð og Kringlumýrabraut. Umferðin hefur forgang og til að halda flæði hennar mega íbúar hverfisins standa og bíða eftir því að komast yfir götur hálfa leið og standa svo og bíða enn lengur, í hvaða veðri sem er, til að komast alla leið. Einhverjum verkfræðisnill- ingnum hefur dottið þetta fyr- irkomulag í hug. Annað atriði er vert að geta hér, sem tengist reyndar einnig snilld verkfræðinnar, og það er þrenging Lönguhlíðar sunnan megin við Miklubraut. Fyrir utan það að frá- gangur er undarlegur, þá hefur hönnun þrengingarinnar ekki verið útpældari en svo að enn meiri stífla hefur myndast norðan megin Miklu- brautar og þurfa íbúar þeim megin að bíða 10-15 mínútur í röð eftir að komast inn í göturnar þar sem þeir búa og heim eftir vinnu. Þriðja og síðasta atriði er hrað- akstur og stundum ofsaakstur í Stakkahlíð, Skaftahlíð og Bólstað- arhlíð. Íbúum til undrunar virðast sumir bílstjórar halda að þeir séu komnir á Formúlubraut. Bara svona til að minna þá á, þá er þetta íbúða- hverfi þar sem börn eru að leik og geta skotist án fyrirvara út á götuna. Undirrituð hefur sent skólum hverfisins bréf þar sem beðið var um að nemendur, starfsfólk og foreldrar hægðu á sér, stoppuðu við gang- brautir og síðast en ekki síst ækju ekki framúr við gangbrautir, en nokkuð hefur verið um slíkt síðast- liðin misseri. Ekki var að spyrja að því að flestir skólarnir tóku vel í þessa beiðni og komu beiðninni á framfæri og í kjöl- farið hefur umferð lagast í hverfinu. Þegar hinir áðurnefndu höfðu lag- fært akstursmáta sinn kom því mið- ur í ljós að starfsfólk og/eða viðmæl- endur 365 miðla eru enn á Formúlubrautinni á leið til vinnu og/ eða í viðtal. Hafa nokkrir íbúar í hverfinu lagt til að einhver standi á morgnana með Formúlufána og sveifli honum fyrir þeim starfs- mönnum/viðmælendum sem fara hvað hraðast um íbúðahverfin. Það er því rétt að leiðrétta það fyrir þessum aðilum að hámarkshraði í þessu hverfi hefur aldrei verið 50 km/klst né heldur 80 km/klst. Hann er 30 km/klst. Skemmst er að minnast þess einn fagran sunnudagsmorgun sl. vetur er bifreið merkt NFS/Stöð 2 keyrði á ofsahraða upp Skaftahlíðina. Er einn íbúana fór á stúfana, og já, mjög svo æstur, að finna hinn ábyrga starfsmann fyrirtækisins hoppaði sá síðarnefndi um fyrir utan stúdíóið og hrópaði „Sannaðu það, sannaðu það“! Spurning hvort þetta séu gildi hinnar nýju fréttastöðvar? Nú veit undirrituð ekki hvort er um alla starfsmenn, foreldra, nem- endur, eða viðmælendur að ræða, en það eru vinsamleg tilmæli að við get- um öll búið í sátt og samlyndi og sýnt hvert öðru virðingu til dæmis með því að keyra á löglegum hraða um hverfin, stansa við gangbrautir svo börnin komist í skólann og hætta að sýna dónatákn og steyttan hnef- ann í umferðinni. GUÐRÚN H. A. EYÞÓRSDÓTTIR, íbúi í Hlíðahverfi og áhugamann- eskja um umferðarmál. Formúlan, 365 miðlar og dónatáknin Frá Guðrúnu H. A. Eyþórsdóttur: Morgunblaðið/Sverrir Sagt var: Hann er í íslensku sendinefnd í Lundúnum. RÉTT VÆRI: Hann er í íslenskri sendinefnd... Eða: ...í hinni íslensku sendinefnd... Eða: ...í íslensku sendinefndinni... Gætum tungunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.