Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning ÞÚ ÁTT STEFNUMÓT VIÐ ... Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is GUÐRÚNU Helgadótturþarf ekki að kynna fyrirneinu bókelsku barni ensögur hennar hafa skemmt nokkrum kynslóðum Ís- lendinga. Bækur hennar eru þeim kostum gæddar að jafnt börn og fullorðnir hafa gaman af lestrinum og ætti það sama að eiga við um leiksýninguna. Þríleikur hennar um fjölmennu fjölskylduna í Hafnarfirðinum, Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni, eru meðal þekktustu bóka Guðrúnar og hef- ur sagan nú ratað á fjalir Þjóð- leikhússins. Það er Sigurður Sigurjónsson sem leikstýrir verkinu. Með hlutverk Heiðu fer Bryn- hildur Guðjónsdóttir. Þau Þórunn Erna Clausen og Baldur Trausti Hreinsson fara með hlutverk for- eldranna og Ragnheiður Stein- dórsdóttir og Sigurður Skúlason eru afi og amma. Darri Ingólfsson er Birgir Björn, Hjálmar Hjálm- arsson er Láki netamaður, Kjart- an Guðjónsson Lási í Seli, Krist- ján Franklín Magnús er Bárður kaupmaður, Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir er Kristín á 12 og Nanna Kristín Magnúsdóttir er Guðfinna. Auk þess fara leik- ararnir með önnur minni hlutverk. Verkið prýða sex sönglög eftir Jóhann G. Jóhannsson við texta Þórarins Eldjárn. Meðan á sýn- ingunni stendur fer Jóhann svo sjálfur fyrir valinkunnum hljóð- færaleikurum. Leikgerðin, sem unnin er af Ill- uga Jökulssyni, spannar allar bækurnar þrjár. Í samtali við Morgunblaðið sagði Illugi það hafa verið talsverðan höfuðverk að velja og hafna atriðum úr bók- unum. „Þetta eru allt saman frábærar bækur en fyrst ég varð að tak- marka mig við eitthvað er þetta nú mest úr fyrstu bókinni, talsvert úr annarri og minnst úr þeirri þriðju. Það var andi bókanna, per- sónurnar og það andrúmsloft sem þar er lýst sem ég reyndi frekar að ná fram heldur en kannski ein- stökum atburðum,“ segir Illugi. Vonar að leikritið verði Guðrúnu til sóma „Það er nú þannig með þessar bækur að það er ekki mikið um gegnumgangandi plott í þeim. Þetta eru meira myndir af lífi fjöl- skyldu. Mér fannst skipta mestu máli að ná að fanga andrúmsloftið. Þetta er notalegt, fallegt og huggulegt andrúmsloft en samt er alveg blygðunarlaust tekist á við erfið mál eins og dauðann. Fólk deyr alveg hikstalaust í bókunum og Guðrún býður ekkert upp á bil- legar lausnir á því. Hún fjallar um lífið eins og það er og mér fannst mikilvægt að koma því til skila.“ Illugi segist ekki hafa verið í sambandi við Guðrúnu sjálfa með- an á skrifunum stóð. „Nei, hún sagði mér að sjá al- veg um þetta sjálfur. Hún sagðist alveg treysta mér fyrir þessu og ég var mjög þakklátur fyrir það. Ég vona að þetta verði henni til sóma,“ segir hann. Systkinin og allir hinir eru frábærar persónur „Ég las bækurnar fyrir dóttur mína á sínum tíma og uppgötvaði þá hvað þetta eru frábærar bæk- ur,“ segir Illugi en hann vann fyr- ir nokkrum árum þriggja klukku- tíma útvarpsleikrit úr sögunum þremur. „Ég er því orðinn nokkuð kunnugur þessum bókum.“ Illugi segist ekki geta gert upp á milli persónanna í bókinni og eigi sér ekkert eftirlæti. „Það eru svo margir skemmti- legir karakterar þarna. Systkinin og allir hinir eru allt frábærar persónur á sinn hátt.“ Systkinin öll, Heiða, Halldór, Arnór, Lóa Lóa, Páll, Abba hin og Guðbergur, eru á sínum stað í leikritinu og engum sleppt eins og stundum er gert. Fjórtán börn fara með hlutverk í sýningunni. Skyldi Illugi hafa verið meðvit- aður um að hann væri að skrifa fyrir unga leikara? „Nei, alls ekki. Þetta er ekki hugsað sem hrein og klár barna- sýning. Við vonum að fólk á öllum aldri geti haft gaman af henni. Ég tók aldrei tillit til þess að börn væru að fara að leika hlutverkin. Leikstjórinn yrði bara að sjá um þá hlið og mér sýnist hann hafa gert það vel,“ segir Illugi og bætir við að hann hafi fylgst talsvert með æfingum nú undir lokin. „Mér finnst þetta lofa af- skaplega góðu,“ sagði hann að lok- um. Fjallar um lífið eins og það er Fjölmenni Það er oft mikið um að vera á stóru heimili þar sem búa sjö börn, foreldrar þeirra og afi og amma. Feðginin Það eru þau Baldur Trausti Hreinsson og Brynhildur Guðjóns- dóttir sem fara með hlutverk feðginanna Heiðu og Oddgeirs. Sjómannslíf Fyrirvinnur flestra í hverfinu eru sjómenn og fjölskyldur þeirra flykktust gjarnan niður á bryggju þegar von var á þeim heim. Leikstjóri: Sigurður Sigurjónsson. Leikgerð: Illugi Jökulsson. Aðalhlutverk: Brynhildur Guðjónsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Þórunn Erna Clau- sen, Sigurður Skúlason, Ragn- heiður Steindórsdóttir. Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson. Söngtextar: Þórarinn Eldjárn. Hljóðfæraleikarar: Jóhann G. Jóhannsson, Sigurður Flosa- son/Peter Tomkins og Óskar Guðjónsson/Ólafur Jónsson. Leikgervi: Ásdís Bjarnþórsdóttir. Hár: Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir. Lýsing: Hörður Ágústsson. Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Leikmynd: Frosti Friðriksson. Sitji guðs englar Sitji guðs englar er byggt á þríleik Guðrúnar Helgadóttur um stúlkuna Heiðu og fjölmennu fjölskylduna hennar í Hafnarfirðinum. Illugi Jökulsson sá um að færa bækurnar þrjár upp á fjalir Þjóðleikhússins en leikstjóri verksins er Sigurður Sigurjónsson. Leiklist | Sitji guðs englar Guðrúnar Helgadóttur frumsýnt í Þjóðleikhúsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.