Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
!""#
$#%&'
("")(
*
!+,!')
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● MIKIL viðskipti voru með hlutabréf
í Kauphöll Íslands í gær eða fyrir um
19,9 milljarða króna. Úrvalsvísitalan
hækkaði um 0,33% og var 6.336
stig við lok viðskipta.
Mest voru viðskipti með bréf Glitn-
is eða 8.425 milljónir króna og
hækkuðu bréf bankans um 0,49%.
Mest hækkuðu bréf Avion eða um
1,72% en bréf FL Group lækkuðu um
2,11%.
Mikil viðskipti
með hlutabréf
SÍMINN og OgVodafone gera at-
hugasemdir við fullyrðingar Póst- og
fjarskiptastofnunar (PFS) um verð á
GSM þjónustu hér á landi og segja
þær á misskilningi byggðar. Í sam-
anburði á verði á GSM þjónustu á
Norðurlöndunum sé ekki tekið tillit
til afsláttarkjara sem íslenskum
neytendum standi til boða, auk þess
sem niðurstöður erlendrar skýrslu
séu slitnar úr samhengi.
Í tilkynningu segist Síminn undr-
ast að PFS skuli ekki taka tillit til
þeirrar staðreyndar að samkeppni á
íslenskum farsímamarkaði hafi eink-
um falist í áskriftartilboðum og af-
slætti í valin símanúmer. Í alþjóð-
legum verðsamanburði sé tekið tillit
til afsláttarkjara sem felast í inni-
földum mínútum, en í tölum fyrir
verðlag á Íslandi sé ekki tekið tillit til
afsláttarkjara í vinanúmer.
„Þá er ekki tekið tillit til mismun-
ar á kaupmætti og verðbólgu í lönd-
unum, en væri það gert yrði mun-
urinn á milli landanna enn minni,“
segir Eva Magnúsdóttir hjá Síman-
um. „Auk þess verður að telja at-
hugavert að í tilkynningu sinni nefni
PFS það ekki að í hópi 32 landa sé Ís-
land með sjötta lægsta verðið á far-
símaþjónustu. Þetta er slitið úr sam-
hengi í tilkynningu stofnunarinnar.“
Hvað varðar þær upplýsingar að
PFS ætli að leggja á Símann að-
gangskvöð til að auðvelda nýliðum
aðgang að íslenska farsímamarkaðn-
um segir Eva að það sé í fyrsta skipti
sem Síminn heyri af þeim áformum.
„Þetta eru ný tíðindi fyrir okkur og
verður að teljast undarlegt að þetta
sé tilkynnt í fjölmiðlum áður en við-
komandi aðili fær að kynna sér málið
og nýta sér andmælarétt sinn.“
Hvað varðar fullyrðingar PFS um
fákeppni hér á landi segir Eva virka
samkeppni ekki endilega fást með
fjölgun aðila á markaði. Sem dæmi
má nefna að í Bretlandi eru um 30
þjónustuaðilar, en þar er samt hærra
verð á þjónustunni en hér á landi.
Fullyrðingum PFS mótmælt
Vaxtaálag hefur þrefaldast
Lánskjör Kaupþings banka í Bandaríkjunum heldur betri en menn áttu von á
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
VIÐSKIPTABANKARNIR þrír
hafa nú lokið endurfjármögnun sinni
vegna ársins 2007, nú síðast Kaup-
þing banki með stærstu skuldabréfa-
útgáfu sem nokkur íslenskur banki
hefur staðið að fram til þessa.
Líklega er þó fulldjúpt í árinni tek-
ið að segja að fjármögnun íslensku
bankanna sé þar með lokið því flestir
ef ekki allir þeirra eiga eftir að fjár-
magna væntan vöxt á næsta ári en sú
fjármögnun verður þó áreiðanlega
ekki torsótt.
Glitnir með bestu kjörin
Og í raun eru lánskjör þau sem
Kaupþing banki fékk vestra líklega
betri en margir áttu von á. Höfðu
menn einkum horft til álags á skulda-
bréf á eftirmarkaði en álagið á bréf
Kaupþings hefur verið hærra en á
bréfum hinna.
Þriggja ára skuldabréf Kaupþings
vestra voru seld með 0,7% álagi ofan á
millibankavexti (Libor) sem er sama
álag og á þriggja ára bréfum Lands-
banka. Fimm ára skuldabréf voru
verðlögð með 0,8% álagi ofan á Libor
en fimm ára skuldabréf Landsbanka
með 0,8% þannig að þar naut Kaup-
þing lítillega betri kjara.
Glitnir nýtur bestu lánskjaranna af
íslensku bönkunum en hefur ekki gef-
ið út sams konar skuldabréf vestra á
svipuðum tíma og hinir bankarnir. En
miðað við mun í fyrri útgáfum og
tryggingarálag mætti gróflega ætla
að Glitnir hefði getað fengið 0,15–
0,25% betri kjör.
Fjármögnun íslensku bankanna er
orðin mun dýrari en hún var í fyrra
þegar þeir gáfu út mikið af skulda-
bréfum í Evrópu og greiddu þá 0,2–
0,3% ofan á Libor-vexti; ætla má að
álagið hafi þannig um það bil þrefald-
ast. Og 0,4–0,6% til eða frá er mikið í
bankaheiminum og hefur veruleg
áhrif á samkeppnisstöðu. Sem dæmi
má nefna að lánskjör Actavis, sem
fær bestu lánskjörin af stóru íslensku
fyrirtækjunum, munu nú vera orðin
mjög áþekk þeim kjörum sem ís-
lensku bankarnir fá.
Illmögulegt er að reyna að slá á það
hver heildarviðbótarkostnaður bank-
anna þriggja er vegna verri lánskjara.
Í Vegvísi Landsbankans kemur þó
fram að að miðað við 0,45% hækkun
álagsins hjá Kaupþingi banka kosti
útgáfan nú bankann um 950 milljónir
til viðbótar á ári. Heildarfjármögnun
Kaupþings vegna ársins 2007 nam um
350–360 milljörðum króna þannig að
útgáfan nú var tæplega 60%; viðbót-
arkostnaðurinn er því örugglega vel á
annan milljarð á ári eða hugsanlega
hátt í 1,5 milljarða. Af heildarendur-
fjármögnun bankanna þriggja vegna
2007 var Kaupþing með um helming
þannig að viðbótarkostnaður bank-
anna þriggja á ári vegna verri láns-
kjara kynni að vera einhvers staðar á
bilinu 2–3 milljarðar króna.
Full ástæða er til að ætla að ís-
lensku bankarnir muni að mestu eða
öllu leyti velta auknum fjármagns-
kostnaði yfir á viðskiptavini sína hér á
heimamarkaði. Í nýlegri skýrslu eins
bankanna var ýjað að þessu, a.m.k.
undir rós og Morgunblaðið hefur
haldið því fram að þetta sé líkleg
niðurstaða – án þess að nokkur bank-
anna þriggja hafi kosið að mótmæla
því opinberlega. Á erlendum mörk-
uðum er staðan allt önnur; þar verða
íslensku bankarnir annaðhvort að
minnka eigin vaxtamun til þess að
vera áfram samkeppnisfærir – eða
missa viðskipti ella.
Í HNOTSKURN
» Lánskjör Landsbankans ogKaupþings á þriggja ára
bréfum eru hin sömu eða 0,7%
ofan á Libor-vexti en 0,85% og
0,8% á fimm ára skuldabréfum.
» Glitnir banki hefur ekki gef-ið út samsvarandi bréf vestra
en ætla má að álagið sé 0,15–
0,25% lægra.
» Bankarnir greiða nú 0,4–0,6% meira fyrir fjármögnun
sína en fyrir ári síðan þegar þeir
gáfu út umtaslvert magn skulda-
bréfa í Evrópu.
Fjármögnun gekk framar vonum „Og í raun eru lánskjör þau sem Kaup-
þing banki fékk vestra líklega betri en margir áttu von á.“
"'
(
"##)
* - .(/0!12#&
3&)-#&
!0"/0!12#&
.(!'/0!12#&
4"".%0/0!12#&
5607'#&
8/0!12#&
/3( '(06'"(#&
$129('56'"(#&
8' 6'"(:3' #&
0)3#&
!(-#(!'#&
; 3' (-) 0!3)1<
01<10=410>0?@?0&6'"(#&
A10#&
+ ,
B( #&
35/0!12#&
C4/0' (#&
*-)3' (-/0!12#&
D#)0@(#&
0E55('5<(> %>('#&
F(''31 %>('#&
- &
.
3? 10&G35 1>103' .&
(
*H
I>
.(>".)0>
40)E ('5&0?
&E00.(>".)0>
=
=
=
=
=
=
=
=
=
=
=
=
=
=
=
J
K
=
J
K
JK
J=
K
J
K
J=K
J
K
J
K
J
K
J=
K
J=
K
J
K
=
J=
K
=
=
=
J=
K
=
=
=
=
J
K
C)(3 0.(>"(2 (
5('
(36!>I3!" 5L
$12 3
=
=
=
=
=
=
=
F(>"(2 (I97"0
CM #151'03( ( @%3 (
.(>"(2
=
=
=
=
VIÐRÆÐUM KB banka við FL
Group um kaup á Icelandair miðar
vel. Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur Glitnir fallið frá
áformum um kaup á félaginu, en um
síðustu helgi var bankinn að kanna
hugsanleg kaup á Icelandair, með
mögulega samvinnu við fjárfesta
fyrrum Sambandsfyrirtækja í huga.
KB banki hefur boðið Ólafi Ólafs-
syni, stjórnarformanni Samskipa, og
öðrum fjárfestum að verða þátttak-
endur í kaupunum á Icelandair, leiði
viðræður á annað borð til samninga.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins hefur Ólafur Ólafsson
þekkst boðið um að kanna fjárfest-
inguna, án þess að hafa ákveðið þátt-
töku í kaupunum.
Ljóst er að FL Group mun inn-
leysa verulegan hagnað, verði af söl-
unni, en á þessu stigi liggur ekki ljóst
fyrir á hvaða verði Icelandair verður
selt, verði félagið selt á annað borð.
Glitnir
hættur við
● EIMSKIP, dótturfélag Avion Group,
hefur gengið frá kaupum á 65% hlut í
finnska skipafélaginu Container-
ships. Fyrirtækin munu, ásamt lithá-
enska skipafélaginu Kurisu Linija,
sem Eimskip á að fullu, mynda eitt
stærsta flutningabandalag Evrópu,
að því er kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá Avion Group.
Saman munu fyrirtækin reka 41
skip og ráða yfir 30.000 gámaein-
ingum, velta um 18 milljörðum og
vera með 500 starfsmenn. Kaup-
verð er trúnaðarmál, en Container-
ships rekur fimm skip og 8.000
gámaeiningar. Félagið er með höfuð-
stöðvar í Helsinki og starfsemi í níu
löndum.
Eimskip kaupir 65%
hlut í Containerships
● BRESKA tískuvöruverslunarkeðjan
Mosaic Fashions, sem skráð er í
Kauphöll Íslands, var 428 milljónir
króna á öðrum ársfjórðungi en hagn-
aður var 187 milljónir króna á sama
tímabili í fyrra, að því er kemur fram í
tilkynningu félagsins í Kauphöllinni.
Á fyrstu sex mánuðum ársins nam
hagnaður félagsins 500 milljónum
króna, en á sama tíma í fyrra var
hann 240 milljónir króna. Hagnaður
fyrir afskrifti og skatta (EBITA) var
2,3 milljarðar króna á fyrri hluta árs-
ins, miðað við 2,5 milljarða króna á
síðasta ári.
Sala félagsins á fyrri helmingi árs-
ins nam 18,9 milljörðum króna, mið-
að 17,3 milljarða króna á sama árs-
helmingi í fyrra. Heildarsala
fyrirtækisins jókst þannig um 9%, en
sala utan Bretlands jókst um 34%.
Forstjóri Mosaic, Derek Lovelock,
segir í tilkynningunni að árangur fé-
lagsins á öðrum ársfjórðungi sé betri
en á þeim fyrsta.
Hagnaður Mosaic
Fashions 428 milljónir
JAFET S. Ólafsson framkvæmda-
stjóri hefur selt tæplega fjórðungs-
hlut sinn í VBS fjárfestingarbanka
hf. og mun eftir viðskiptin eiga um
2% hlut í fyrirtækinu. Kaupandi er
fjárfestingafélagið FSP, sem er í
eigu 20 sparisjóða en stærstu eig-
endurnir eru Sparisjóður vélstjóra,
Sparisjóðurinn í Keflavík og Spari-
banki Íslands.
Fyrir átt FSP um 13% hlut í VBS
og mun því eiga eftir kaupin tæp-
lega 37% hlut í félaginu. Þá áttu
sparisjóðirnir tæpan 11% hlut í VBS
fyrir kaupin, þannig að samtals fara
sparisjóðirnir með um 48% hlut í
VBS.
Jafet lætur af störfum
Í samtali við Morgunblaðið segir
Jafet Ólafsson að hann hyggist láta
af störfum sem framkvæmdastjóri
VBS í lok ársins. „Ég mun setjast í
sjórn félagsins en ráðgert er að
hluthafafundur verði í lok október
þegar samþykki Fjármálaeftirlitsins
liggur fyrir,“ segir Jafet.
Spurður um ástæðu þess að hann
ákveður að selja og láta af störfum
segir Jafet að eftir 10 ára veru hjá
félaginu finnist sér kominn tími til
að söðla um.
„Félagið verður 10 ára núna í
næsta mánuði og eftir þennan 10
ára sprett er ágætt að færa sig yfir
á hliðarlínuna, eins og þeir segja í
fótboltanum. En það er nóg af verk-
efnum framundan og ég mun áfram
starfa á sviði fjárfestinga í framtíð-
inni,“ segir Jafet.
Hluthafar í VBS fjárfestingar-
banka eru nú um 70 talsins og
starfsmenn 24.
Kjartan Broddi Bragason, fram-
kvæmdastjóri FSP, segir að félagið
líta á kaupin sem góða fjárfestingu
og engar ákvarðanir liggi fyrir um
breytingar á rekstri VBS. „Við vilj-
um styðja við bakið á starfseminni,
efla hana og styrkja,“ segir Kjartan.
Jafet Ólafsson selur FSP tæp-
an fjórðungshlut sinn í VBS
Morgunblaðið/Ásdís
Lætur af störfum Jafet Ólafsson
mun hætta sem framkvæmdastjóri
VBS í lok ársins.