Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Landfylling Samkvæmt tillögu Þyrpingar verður landfyllingin 22 þúsund fermetrar að stærð og þar verður verslunarhúsnæði Hagkaupa og Bónuss. Seltjarnarnes | Andstaða er á Sel- tjarnarnesi við hugmyndir Þyrping- ar hf., sem er þróunarfélag í eigu fasteignafélagsins Stoða hf., um landfyllingu norðaustan við gatna- mót Norðurstrandar, Suðurstrandar og Eiðisgranda. Hugmyndin er til skoðunar hjá bæjaryfirvöldum, en Þyrping hefur lagt til að landfylling- in verði 22 þúsund fermetrar að stærð og að þar verði verslunarhús- næði fyrir Hagkaup og Bónus auk útivistarstíga og opinna svæða á fyll- ingunni. Tilkynnt var fyrr í vikunni að fallið hefði verið frá áformum um aðra landfyllingu við sunnanvert Sel- tjarnarnes, en þar hafði fasteigna- félagið Klasi lagt til að reist yrði um 3.500 til 4.000 manna byggð. Undirskriftum safnað Stefán Arnarson, íbúi við Eið- istorg 5, er einn þeirra sem er ósátt- ur við hugmyndir um landfyllingu á norðanverðu Seltjarnarnesi. Hann og eiginkona hans, Elín Guðjóns- dóttir, skrifuðu dreifibréf, sem þau dreifðu í 60 íbúðir á Eiðistorgi. Bréf- inu var dreift á þriðjudag, en í því var lýst andstöðu við landfyllingará- formin og íbúar Eiðistorgs hvattir til þess að beita bæjaryfirvöld þrýstingi í málinu. Í fyrradag hófu íbúar við Eiðistorg svo undirskriftasöfnun. Gengið var í íbúðir við götuna og í nágrenni hennar. Stefán segir að sér skiljist að viðtökur fólks hafi verið góðar og flestir þeirra sem hafi verið heima hjá sér hafi skrifað undir. Mikil lýti af landfyllingu Þór Whitehead, íbúi á Seltjarnar- nesi og félagi í Samtökum um betri byggð í bænum, segir að á fundi í Sjálfstæðisfélagi Seltjarnarness á þriðjudag, sem tæplega 100 manns sóttu, hafi komið fram tillaga um að hafna landfyllingum bæði sunnan- og norðanmegin í bænum. Hún hafi verið felld með fimm atkvæða mun, en tillögur Þyrpingar séu til athug- unar hjá bæjaryfirvöldum og verið sé að kynna þær á vegum fyrirtæk- isins. Hann segir að stemningin á fundinum hafi verið þannig að ljóst sé að það sé hörð andstaða í bænum við hvers kyns landfyllingar. Samtök um betri byggð séu afar tortryggin á allar slíkar hugmyndir. Þór segir að ætla megi að mikil lýti yrðu af landfyllingunni. „Þetta eru skemmulaga hús og af sjálfri landfyllingunni leiddi að ströndinni væri spillt. Ég sé alls enga ástæðu til þess að gera það og tel að með því væri gengið á gæði sem við höfum hér, “ segir Þór. Það sem fáist í stað- inn sé ekki með nokkrum hætti hægt að meta til jafns við það sem tapist. „Þó að það verði hér öllu meira vöruúrval í búðum, er það ekki, frá mínu sjónarmiði séð, mest um vert þegar litið er til þessara mála. Aðal- atriðið finnst mér, er að varðveita það fallega samfélag og umhverfi sem hér er. Ég vona að það sé full sátt um það á milli bæjarbúa og bæj- arstjórnar,“ segir Þór. Andstaða við áform um landfyllingar á Nesinu Í HNOTSKURN »Tillaga Þyrpingar umlandfyllingu norðanmegin á Seltjarnarnesi hefur verið rædd í skipulags- og mann- virkjanefnd bæjarins. » Þyrping hefur haldiðkynningarfund fyrir bæj- arstjórn og hún verður kynnt bæjarbúum til loka mánaðar- ins. »Þá mun skipulagsnefndtaka málið fyrir að nýju. Í GÆR urðu tímamót í rekstri Konukots er skrifað var undir tíma- bundinn samning milli Reykjavík- urdeildar Rauða kross Íslands (RKÍ) og velferðarsviðs Reykjavík- urborgar um rekstur athvarfsins. Mun borgin greiða rekstrarkostnað en Reykjavíkurdeildin mun halda utan um reksturinn til vors. Þar til mun borgin vinna að því að finna varanlegt úrræði fyrir heim- ilislausar konur í Reykjavík. Konukot hefur verið starfrækt í tvö ár og í upphafi var um það rætt á milli Reykjavíkurdeildarinnar og borgarinnar að staðan yrði metin að þeim tíma liðnum og Reykjavík- urborg tæki þá jafnvel yfir rekst- urinn. Eftir viðræður síðustu vikur hef- ur nú komist á samningur á milli þessara aðila um rekstur Konukots til 30. apríl nk. Sjálfboðaliðar Reykjavíkurdeildarinnar munu áfram starfa við Konukot en þeirra framlag hefur verið ómetanlegt þessi síðustu tvö ár, að sögn Kötlu Þorsteinsdóttur, framkvæmda- stjóra Reykjavíkurdeildarinnar. Samningstímann ætlar Reykja- víkurborg að nýta til að finna var- anlega lausn. Hvort starfsemin verður í Eskihlíð þar sem hún er nú eða annars staðar, eða hvort Reykjavíkurdeildin mun koma að rekstrinum að samningstíma liðn- um, á eftir að koma í ljós að sögn Kötlu. Morgunblaðið/Einar Falur Samið til vors Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs, og Katla Þorsteinsdóttir frá RKÍ skrifa undir samning um Konukot. Konukot verður rekið áfram STÁLRÖRUM sem notuð verða í Reykjaveitu í Fnjóska- dal var skipað upp í Krossaneshöfn á Akureyri í vik- unni. Rörin, sem samtals eru um 48 kílómetra löng, verða lögð frá Illugastöðum að Grenivík, en þegar hefur verið lokið við lögn veitunnar frá Reykjum að Ill- ugastöðum. Að sögn Franz Árnasonar, framkvæmda- stjóra Norðurorku, er þessa dagana verið að auglýsa útboð vegna fyrirhugaðra framkvæmda, verkefnið á að hefjast strax í haust og lýkur vonandi fyrir þarnæstu áramót. Ef veður leyfir, eins og Franz tók til orða. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson 48 kílómetrar af stálrörum JÓHANNA Þóra Jónsdóttir, elsti íbúi Akureyrar, er látin, 106 ára að aldri. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð aðfaranótt 26. þessa mánaðar. Jóhanna fæddist á Illugastöðum í Fnjóskadal 12. febrúar árið 1900. Hún bjó í dalnum til sautján ára ald- urs en fór þá sem kaupakona og vetr- arstúlka í Eyjafjörð, var lengst af á Þórustöðum, en árið 1934 flutti hún til Akureyrar. Var þá með son sinn, Birgi Helgason, þrettán vikna og fluttist til Kristínar E. Ólafsdóttur og manns hennar, Jóns Pálssonar trésmiðs. Eftir lát Jóns bjuggu þær Kristín saman í húsinu, Aðalstræti 32, alls í 67 ár eða fram á vorið 2002. „Við fórum burtu sama kvöldið,“ sagði Jóhanna í samtali við Morg- unblaðið í tilefni 104 ára afmælis síns fyrir tveimur árum. „Kristín fótbrotnaði og fór á sjúkrahús, en ég dvaldi hjá syni mínum þar til ég fékk pláss á Hlíð.“ Örlögin höguðu því svo að um skeið deildu þær Kristín herbergi á Hlíð. „Kristín dó þarna um sumarið, við skildum ekki fyrr en þá.“ Jóhanna Þóra starfaði lengi við Menntaskólann á Akureyri, var þar við ræstingar og í eldhúsi, en hún lét af störfum árið 1979. „Það er enginn efi í mínum huga um það,“ sagði Jóhanna Þóra fyrir nokkrum árum í samtali við Morg- unblaðið, spurð um hverju hún þakk- aði langlífið. „Ég þakka það skap- aranum.“ Þá kvaðst hún einnig hafa lifað reglusömu lífi alla tíð, hvorki drukkið áfengi né notað tóbak. „Ég hef líka alltaf haft létta lund, það held ég skipti miklu.“ Elsti Akureyringurinn látinn Jóhanna Þóra Jónsdóttir AKUREYRI FORVARNADAGUR var haldinn í gær í öllum grunnskólum landsins þar sem unglingadeildir eru. For- varnadagurinn er haldinn að frum- kvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og ólympíusamband Ís- lands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykja- víkurborg, Háskóla Íslands og Há- skólann í Reykjavík. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga fer fram um þessar mundir á Akureyri og létu lands- þingsgestir ekki sitt eftir liggja á forvarnadaginn enda sambandið einn aðilanna að baki verkefninu. Þau Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, og Kristján Þór Júl- íusson, bæjarstjóri á Akureyri, fóru í heimsókn í Oddeyrarskóla á Akur- eyri í gærmorgun og hittu þar að máli nemendur í 9. bekk skólans. Fengu gestirnir meðal annars að hlýða á verkefni sem nemendur höfðu unnið í tilefni dagsins auk þess sem málefni unglinga voru rædd vítt og breitt. Að lokum var öllum boðið upp á léttar veitingar. Með forvarnadeginum er meðal annars ætlunin að vekja athygli á því að unglingar sem eyða tíma með fjöl- skyldu sinni og stundi íþróttir og annað skipulagt æskulýðs- og tóm- stundastarf séu síður líkleg til að neyta fíkniefna. Góðir gestir á forvarnadegi Morgunblaðið/Skapti Rætt við unglinga Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, ræðir hér við einn nemenda Oddeyrarskóla á forvarnadeginum í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.