Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 264. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Fá›u hrós hjá fjölskyldunni! BÝFLUGNABÓNDI EINKENNI ÍSLENSKS HUNANGS ER KEIMUR AF BEITILYNGI >> DAGLEGT LÍF ÞJÓÐMINJAR ÞEKKIR EINHVER MANNINN Á MYNDINNI? ÓKUNN SJÓNARHORN >> 53 MIKIL eftirvænting lá í loftinu þeg- ar lokum hjárennslisganganna vest- an við Kárahnjúkastíflu var rennt niður í gærmorgun. Var för Jökulsár á Dal fram Jökuldal til Héraðsflóa þar með heft. Vel gekk að renna lok- unum fyrir vatnselginn sem var þá um 150 kúbikmetrar á sekúndu. Vatn tók þegar að safnast í lónið og hafði vatnsborðið hækkað hátt í 30 metra undir kvöld og fylgdist nokkur fjöldi manns bæði með lónfyllingunni og því þegar jökulvatnið sjatnaði smám saman í farvegi Jöklu. Reikn- að er með að það taki lónið upp undir ár að fyllast. Handan Kárahnjúkastíflu rennur nú nánast ekkert vatn í farveginn fyrr en við Brú á Efri-Jökuldal en þaðan og til ósa renna nokkrar drag- ár í farveginn og mynda sæmileg- ustu bergvatnsá. Heimamenn á Jök- uldal gera því skóna að unnt verði að gera hana að einni af betri laxveiði- ám landsins þegar fram líða stundir. Ómar Ragnarsson sigldi ásamt Völundi Jóhannessyni á bátnum Örkinni vestan til í lónstæðinu í gær og voru þeir einu mótmælendurnir sem vitað var um á virkjunarsvæðinu í gær. Andmælendur virkjunarfram- kvæmdarinnar héldu sorgarstund, bæði við Lagarfljót og í Reykjavík, í gærkvöldi, en nokkrir íbúar í Fjarða- byggð og á Egilsstöðum flögguðu við hús sín til að fagna áfanganum. Nú hillir undir lok Kárahnjúka- verkefnisins. Heilborun aðrennslis- ganga yfir í Fljótsdal lýkur í október, gerð vatnskápu stíflunnar í nóvem- ber og í vetur verður unnið að frá- gangi við aðrennslisgöng, yfirfall og efstu brún stíflunnar, auk þess sem vinna við Jökulsárveitu, sem miðlar vatni af Hraunum, verður í fullum gangi fram á mitt ár 2008. Morgunblaðið/RAX Jökla hamin í Hálslóni Í HNOTSKURN »Hjárennslisgöngum Jök-ulsár á Dal hefur verið lok- að og safnast vatn árinnar nú í Hálslón. Um ár tekur að fylla lónið. »Næstu áföngum virkj-unarframkvæmdarinnar lýkur í október þegar lokið verður við að heilbora að- rennslisgöngin milli Hálslóns og Fljótsdals og í nóvember þegar vatnskápa Kára- hnjúkastíflu er fullsteypt. KENNSLUTÆKNI sem Hannes Högni Vilhjálmsson, lektor við Há- skólann í Reykjavík, hefur þróað ásamt fyrrverandi samstarfsfólki sínu við háskólann í Suður-Kaliforn- íu í Bandaríkjunum var valin á WIR- ED-sýninguna sem fer fram um helgina í New York. Verkefnið er þriggja ára og hefur Hannes Högni Vilhjálmsson haft yf- irumsjón með tæknihliðinni. Þetta er tæki til kennslu í tungumálum og menningu og m.a. hafa bandarískir hermenn notfært sér það áður en þeir hafa farið til Íraks. Hannes Högni segir að hugmyndin felist í því að upplifa umhverfið í tölvu- leikjamynd, þ.e. nemandi í tungu- málanámi og framandi menningu getur reynt að athafna sig í viðkom- andi heimi á viðkomandi máli í full- komnu leikjaumhverfi. „Verkefnið hefur vakið töluverða athygli og í fyrra valdi rannsóknar- stofnun innan varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna það sem markverð- ustu tækniþróun ársins,“ segir hann. „Þetta er lifandi mál og menning og næsta skref er að þjálfa fólk í öðru en tungumálum og menningu.“ Lifandi mál og menning Hannes Högni Vilhjálmsson Portoroz. AP. | Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins (NATO) samþykktu á fundi í gær að færa út kvíarnar í Afganistan og munu um 12.000 bandarískir hermenn fara und- ir sameiginlega yfirherstjórn NATO. Mestur liðsafli NATO í Afganistan hefur frá því á sl. ári verið í suður- hluta landsins, þar sem hersveitirnar hafa átt í bardögum við talibana. Ákvörðun varnarmálaráðherranna felur hins vegar í sér að herafli verður jafnframt í austurhlutanum. Um 32.000 erlendir hermenn eru því í Afganistan á vegum NATO og verða meira en 12.000 bandarískir hermenn undir stjórn breska herfor- ingjans Davids Richards, yfirmanns NATO í Afganistan. Svo margir bandarískir hermenn hafa ekki verið undir stjórn erlends herforingja síðan í seinni heimsstyrjöld, en gert er ráð fyrir að bandaríski herforinginn James L. Jones, yfirherforingi fjöl- þjóðahers NATO í Afganistan, taki við af Richards í febrúar. Auk þessara 12.000 liðsmanna Bandaríkjahers eru um 8.000 bandarískir hermenn í Afg- anistan sem haldið hafa uppi hernaði gegn talibönum í landinu. Aukin um- svif NATO í Afganistan New York. AFP. | Ban Ki-Moon, ut- anríkisráðherra Suður-Kóreu, fékk sem fyrr mestan stuðning í óformlegri kosningu örygg- isráðs Samein- uðu þjóðanna í gær um eftir- mann Kofis Annans í embætti fram- kvæmdastjóra SÞ. Þetta var þriðja umferð kosninganna og var Ban einnig efstur í þeim fyrri. Þrettán ríki greiddu honum „hvetjandi“ at- kvæði að þessu sinni, eitt „letjandi“ og eitt var hlutlaust. Ekki er ljóst hvort þetta dugir Ban til að hreppa hnossið en það gæti skýrst á mánu- dag, þegar kosið verður enn á ný. Ban vann enn á ný Ban Ki-moon ♦♦♦ Nýr heimur Jökla var áður mikilúðleg en er nú bara lítil spræna. Í þurrum árfarvegi hennar blasti við rúmlega 200 metra hár norðurveggur Kára- hnjúkastíflu. Til hægri eru hjáveitugöngin sem áin rann um meðan á byggingu stíflunnar stóð. Þarna gengu menn í fyrsta skipti í gær. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is  Hálslón | 11, 34/35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.