Morgunblaðið - 29.09.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 264. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Fá›u hrós
hjá fjölskyldunni!
BÝFLUGNABÓNDI
EINKENNI ÍSLENSKS HUNANGS ER
KEIMUR AF BEITILYNGI >> DAGLEGT LÍF
ÞJÓÐMINJAR
ÞEKKIR EINHVER
MANNINN Á MYNDINNI?
ÓKUNN SJÓNARHORN >> 53
MIKIL eftirvænting lá í loftinu þeg-
ar lokum hjárennslisganganna vest-
an við Kárahnjúkastíflu var rennt
niður í gærmorgun. Var för Jökulsár
á Dal fram Jökuldal til Héraðsflóa
þar með heft. Vel gekk að renna lok-
unum fyrir vatnselginn sem var þá
um 150 kúbikmetrar á sekúndu.
Vatn tók þegar að safnast í lónið og
hafði vatnsborðið hækkað hátt í 30
metra undir kvöld og fylgdist nokkur
fjöldi manns bæði með lónfyllingunni
og því þegar jökulvatnið sjatnaði
smám saman í farvegi Jöklu. Reikn-
að er með að það taki lónið upp undir
ár að fyllast.
Handan Kárahnjúkastíflu rennur
nú nánast ekkert vatn í farveginn
fyrr en við Brú á Efri-Jökuldal en
þaðan og til ósa renna nokkrar drag-
ár í farveginn og mynda sæmileg-
ustu bergvatnsá. Heimamenn á Jök-
uldal gera því skóna að unnt verði að
gera hana að einni af betri laxveiði-
ám landsins þegar fram líða stundir.
Ómar Ragnarsson sigldi ásamt
Völundi Jóhannessyni á bátnum
Örkinni vestan til í lónstæðinu í gær
og voru þeir einu mótmælendurnir
sem vitað var um á virkjunarsvæðinu
í gær. Andmælendur virkjunarfram-
kvæmdarinnar héldu sorgarstund,
bæði við Lagarfljót og í Reykjavík, í
gærkvöldi, en nokkrir íbúar í Fjarða-
byggð og á Egilsstöðum flögguðu við
hús sín til að fagna áfanganum.
Nú hillir undir lok Kárahnjúka-
verkefnisins. Heilborun aðrennslis-
ganga yfir í Fljótsdal lýkur í október,
gerð vatnskápu stíflunnar í nóvem-
ber og í vetur verður unnið að frá-
gangi við aðrennslisgöng, yfirfall og
efstu brún stíflunnar, auk þess sem
vinna við Jökulsárveitu, sem miðlar
vatni af Hraunum, verður í fullum
gangi fram á mitt ár 2008.
Morgunblaðið/RAX
Jökla hamin í Hálslóni
Í HNOTSKURN
»Hjárennslisgöngum Jök-ulsár á Dal hefur verið lok-
að og safnast vatn árinnar nú í
Hálslón. Um ár tekur að fylla
lónið.
»Næstu áföngum virkj-unarframkvæmdarinnar
lýkur í október þegar lokið
verður við að heilbora að-
rennslisgöngin milli Hálslóns
og Fljótsdals og í nóvember
þegar vatnskápa Kára-
hnjúkastíflu er fullsteypt.
KENNSLUTÆKNI sem Hannes
Högni Vilhjálmsson, lektor við Há-
skólann í Reykjavík, hefur þróað
ásamt fyrrverandi samstarfsfólki
sínu við háskólann í Suður-Kaliforn-
íu í Bandaríkjunum var valin á WIR-
ED-sýninguna sem fer fram um
helgina í New York.
Verkefnið er þriggja ára og hefur
Hannes Högni Vilhjálmsson haft yf-
irumsjón með tæknihliðinni. Þetta er
tæki til kennslu í tungumálum og
menningu og m.a.
hafa bandarískir
hermenn notfært
sér það áður en
þeir hafa farið til
Íraks. Hannes
Högni segir að
hugmyndin felist
í því að upplifa
umhverfið í tölvu-
leikjamynd, þ.e.
nemandi í tungu-
málanámi og framandi menningu
getur reynt að athafna sig í viðkom-
andi heimi á viðkomandi máli í full-
komnu leikjaumhverfi.
„Verkefnið hefur vakið töluverða
athygli og í fyrra valdi rannsóknar-
stofnun innan varnarmálaráðuneytis
Bandaríkjanna það sem markverð-
ustu tækniþróun ársins,“ segir hann.
„Þetta er lifandi mál og menning og
næsta skref er að þjálfa fólk í öðru en
tungumálum og menningu.“
Lifandi mál og menning
Hannes Högni
Vilhjálmsson
Portoroz. AP. | Varnarmálaráðherrar
Atlantshafsbandalagsins (NATO)
samþykktu á fundi í gær að færa út
kvíarnar í Afganistan og munu um
12.000 bandarískir hermenn fara und-
ir sameiginlega yfirherstjórn NATO.
Mestur liðsafli NATO í Afganistan
hefur frá því á sl. ári verið í suður-
hluta landsins, þar sem hersveitirnar
hafa átt í bardögum við talibana.
Ákvörðun varnarmálaráðherranna
felur hins vegar í sér að herafli verður
jafnframt í austurhlutanum.
Um 32.000 erlendir hermenn eru
því í Afganistan á vegum NATO og
verða meira en 12.000 bandarískir
hermenn undir stjórn breska herfor-
ingjans Davids Richards, yfirmanns
NATO í Afganistan. Svo margir
bandarískir hermenn hafa ekki verið
undir stjórn erlends herforingja síðan
í seinni heimsstyrjöld, en gert er ráð
fyrir að bandaríski herforinginn
James L. Jones, yfirherforingi fjöl-
þjóðahers NATO í Afganistan, taki
við af Richards í febrúar. Auk þessara
12.000 liðsmanna Bandaríkjahers eru
um 8.000 bandarískir hermenn í Afg-
anistan sem haldið hafa uppi hernaði
gegn talibönum í landinu.
Aukin um-
svif NATO í
Afganistan
New York. AFP. |
Ban Ki-Moon, ut-
anríkisráðherra
Suður-Kóreu,
fékk sem fyrr
mestan stuðning
í óformlegri
kosningu örygg-
isráðs Samein-
uðu þjóðanna í
gær um eftir-
mann Kofis Annans í embætti fram-
kvæmdastjóra SÞ. Þetta var þriðja
umferð kosninganna og var Ban
einnig efstur í þeim fyrri. Þrettán
ríki greiddu honum „hvetjandi“ at-
kvæði að þessu sinni, eitt „letjandi“
og eitt var hlutlaust. Ekki er ljóst
hvort þetta dugir Ban til að hreppa
hnossið en það gæti skýrst á mánu-
dag, þegar kosið verður enn á ný.
Ban vann
enn á ný
Ban Ki-moon
♦♦♦
Nýr heimur Jökla var áður mikilúðleg en er nú bara lítil spræna. Í þurrum árfarvegi hennar blasti við rúmlega 200 metra hár norðurveggur Kára-
hnjúkastíflu. Til hægri eru hjáveitugöngin sem áin rann um meðan á byggingu stíflunnar stóð. Þarna gengu menn í fyrsta skipti í gær.
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
Hálslón | 11, 34/35