Morgunblaðið - 25.10.2006, Síða 15

Morgunblaðið - 25.10.2006, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 15 BANDARÍSKA samheitalyfjafyr- irtækið Barr Pharmaceuticals hef- ur lokið yfirtöku á króatíska sam- heitalyfjafyrirtækinu Pliva. Þar með er endanlega lokið þeirri sjö mánaða baráttu sem Actavis hrinti af stað fyrr á þessu ári þegar félag- ið lýsti yfir áuga á að yfirtaka Pliva. Niðurstaðan varð hins vegar ekki sú að Actavis yrði fyrir valinu. Yfirtökutilboð Barr í Pliva hljóð- ar upp á 1,9 milljarða evra, eða um 164 milljarða íslenskra króna, en Barr greiddi 820 kúnur á hlut fyrir Pliva. Í frétt í breska blaðinu Her- ald Tribune segir að Barr hafi nú eignast 95% hlutafjár í Pliva og hafi jafnframt krafist innlausnar á þeim 5% sem eftir standa. Eftir yfirtökuna er Barr orðið þriðja stærsta samheitalyfjafyr- irtækið í heiminum. Félagið er með starfsemi í 30 löndum og starfs- menn þess eru um átta þúsund tals- ins. Ársvelta sameinaðs félags er um 2,4 milljarðar Bandaríkjadala. Barr hefur eignast Pliva að fullu Endalok á baráttu Með yfirtöku Barr á Pliva er endalega lokið þeirri sjö mánaða baráttu sem Actavis hrinti af stað fyrr á þessu ári. VIÐSKIPTASENDINEFND frá Nýfundnalandi og Labrador, vel á fjórða tug manns, kemur til Íslands fyrstu vikuna í nóvember. Um er að ræða fulltrúa fjórtán fyrirtækja af þessum slóðum sem sækja Ísland heim í því augnamiði að koma á við- skiptasamböndum við íslensk fyrir- tæki. Hópurinn kemur jafnframt hingað til lands til þess að kynna sér íslenska sögu og menningu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Fyrirtækin frá Nýfundnalandi og Labrador sem koma hingað til lands eru af margbreytilegum toga. Þau eru allt frá nokkurra manna fyrir- tækjum og upp í stórfyrirtæki. Með- al þeirra eru fyrirtæki á sviði fata- og skartgripahönnunar, bifreiðavara- hluta, auglýsinga- og markaðsmála, prjónaiðnaðar, bókaútgáfu o.fl. KOM almannatengslum hefur verið falið að annast skipulagningu heimsóknarinnar í samvinnu við kanadíska sendiráðið á Íslandi. Segir í tilkynningunni að undirtektir ís- lenskra fyrirtækja hafi þegar verið mjög góðar. Leita tækifæra á Íslandi LANDSBANKINN hefur í sam- vinnu við sjóðastýringarfyrirtækið AllianceBernstein sett á stofn nýjan erlendan skuldabréfasjóð, Lands- banki Diversified Yield Fund. Í tilkynningu frá Landsbank- anum segir að bankinn hafi ver- ið umboðsaðili AllianceBern- stein á Íslandi frá árinu 1994 en fyr- irtækið sé á með- al stærstu sjóðastýringarfyrirtækja heims með yfir 600 milljarða dollara í stýringu. Landsbanki Diversified Yield Fund verður skráður í íslenskum krónum og verður gjaldmiðlaáhætta hans varin yfir í íslenskar krónur. Fram kemur í tilkynningunni að það sé mat Landsbankans að sjóð- urinn geti skilað ávöxtun í íslenskum krónum upp á 14–17% auk þess að bjóða upp á góða áhættudreifingu og lága fylgni við aðra markaði. Stefán H. Stefánsson fram- kvæmdastjóri eignastýringarsviðs Landsbankans segist vera mjög ánægður með samstarfið við Alli- anceBernstein. Nýr skulda- bréfasjóður FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins hafnaði í gær til- lögu Finna um að allt vodka, sem ekki er framleitt annað hvort úr kartöflum eða korni, verði merkt sérstaklega. Það eru aðallega Norð- urlöndin sem framleiða vodka úr kartöflum. Í frétt Ritzau fréttastofunnar seg- ir að Finnar, Danir og Svíar vilji að tekinn verði upp sérstakur gæða- stimpill fyrir vodka líkt og er um viskí eða koníak. Finnar fara með formennsku í Evrópusambandinu þetta misserið og á fundi landbún- aðarráðherra ESB í Lúxemborg lögðu Finnar til að vodka, sem búið er til úr kartöflum eða korni, heiti áfram bara vodka. Sé áfengið hins vegar búið til úr öðru hráefni verði það merkt: „Vodka framleitt úr ...“ Þótti tillagan gera vodka, fram- leiddu úr þrúgum eða ávöxtum, lægra undir höfði en öðru vodka. Deilt um vodka í ESB ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.