Morgunblaðið - 25.10.2006, Side 20

Morgunblaðið - 25.10.2006, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Reykjavík | Verði ekkert að gert mun magn svifryks í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu fara yfir heilsuverndarmörk árið 2010. Sök- um þessa telja sérfræðingar nú að- gerða þörf enda eru sveitarfélög, skv. reglugerð um loftgæði, skuld- bundin til að aðhafast ef loftmeng- un fer yfir heilsuverndarmörk. Þetta kom fram á kynningar- fundir sem umhverfissvið Reykja- víkurborgar stóð fyrir í gær, þar sem m.a. var rætt um áhrif loft- mengunar á heilsufar, áhrif lofts- lagsbreytinga á lífsskilyrði á jörð- inni og svifryksmengun í Reykjavík. Þar fluttu erindi þeir Lúðvík E. Gústafsson, deildarstjóri umhverfissviðs borgarinnar, og Hjalti J. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri stefnumörkunar og þróunar sama sviðs. Lúðvík sagði í samtali ljóst að svifryksmengun að vetri til væri fyrst og fremst tilkomin vegna notkunar nagladekkja sem spændu upp malbikið en við það yrðu til örsmáar agnir sem bærust í önd- unarfæri. „Nagladekk eru sá þáttur í myndun svifryks sem við getum haft mest áhrif á en notkun nagla- dekkja er stærsti einstaki þáttur- inn í myndun svifryks,“ segir Lúð- vík. Sökum þessa hefur umhverfisráð Reykjavíkurborgar falið umhverf- issviði í samstarfi við framkvæmda- svið að móta tillögur um aðgerðir til að auka vitund borgarbúa um skað- semi svifryks fyrir heilsuna. Segir Lúðvík borgaryfirvöld vilja fara upplýsingaleiðina í stað þess að koma á einhverjum boðum og bönn- um eða sektum við notkun nagla- dekkja. „Við viljum heldur reyna að hvetja fólk til umhugsunar um það hvort nauðsynlegt sé að velja nagladekk,“ segir Lúðvík og bendir á að bæði innlendar og erlendar rannsóknir bendi til þess að nagla- dekk hafi ekki yfirburði yfir aðrar tegundir dekkja innan þéttbýlis. Kalla ekki á nagladekk Lúðvík segir nú verið að undir- búa hvernig best sé að haga upplýs- ingum um svifryk til almennings, en það verður m.a. gert með aðstoð fjölmiðla, með umfjöllun á vef Reykjavíkurborgar, í auglýsingum og hugsanlega með samstarfi við dekkjaverkstæði. Bendir Lúðvík á að aðstæður á götum Reykjavíkur séu það góðar að þær kalli ekki á nagladekk enda hafi borgin það að markmiði að hreinsun gatna, mokstur og söltun sé eins góð og kostur er áður en umferð hefst á morgnana. „Séu ökumenn því aðeins í innan- bæjarakstri ættu þeir að íhuga möguleika þess að notast við heils- árs- eða vetrardekk,“ segir Lúðvík, en tekur fram að telji ökumenn ör- yggi sínu aðeins borgið á nöglum verði þeir auðvitað að velja þann kost enda sé ekki ætlunin að stefna öryggi almennings í umferðinni í voða. Í því sambandi bendir Lúðvík á að umferðarhraði hafi mikil áhrif á svifryksmengun. Þannig hafi rann- sóknir sýnt að minni hraði bifreiða dregur úr svifryki og því gæti, að sögn Lúðvíks, gagnast vel að hvetja bílstjóra til ábyrgs aksturs undir öllum kringumstæðum. Hvattir til að velja ekki nagladekk og sporna þannig við myndun svifryks Hraðakstur eykur svifryk Morgunblaðið/Brynjar Gauti Mengun Svifryk verður oftast mest á þurrviðrisköflum að vetrarlagi þegar snjólaust er og naglar eru undir bílum en þeir geta valdið miklu álagi á malbikið og tæta úr því smáar agnir sem berast í öndunarfæri fólks. Í HNOTSKURN »Verði ekkert að gertstefnir í að svifryksmeng- un á höfuðborgarsvæðinu verði yfir heilsuverndar- mörkum 2010. »Notkun nagladekkja erstærsti einstaki þátturinn í myndun svifryks. »Rannsóknir benda til þessað nagladekk hafi ekki yf- irburði yfir aðrar tegundir dekkja innan þéttbýlis. »Hraðakstur eykur svif-ryksmengun. Í SMÍÐASTOFUM í grunnskólum lands- ins er loftræsing oft léleg. Börnin með- höndla hættuleg efni og oft er ekki til áætlun um viðbrögð ef eitthvað bregður út af. Þetta kom fram á fundi heil- brigðisfulltrúa sem haldinn var fyrir helgi. Þessar fullyrðingar eru byggðar á nið- urstöður könnunar í grunnskólum á varn- aðarmerktum efnavörum, merkingum þeirra og á aðstöðu til að geyma þau og nota. Könnunin var gerð af Heilbrigðiseft- irliti sveitarfélaga og Umhverfisstofnun. Könnunin náði til 63 skóla eða um það bil þriðjungs þeirra á landinu og ætti því að gefa nokkuð góða mynd af stöðunni. Niðurstaðan var að mikið er um gömul efni í hillum og geymslum í efnafræði- og smíðastofum. Í flestum skólum er unnið með varnaðarmerktar vörur og margar þeirra eru merktar sem hættulegar heilsu eða eitur. Hættuleg efni í smíða- stofum í skólum Grafarholt | Uppbygging Grafarholts- hverfisins hefur gengið vel fyrir sig og er vestari hluti hverfisins að mestu full- gerður. Af 970 íbúðum eru 962 fullgerðar og komnar í notkun, en aðeins 8 íbúðir enn í byggingu. Það þýðir að flutt hefur verið inn í 99% íbúða í Grafarholti vestan Kross- torgs og í ágúst síðastliðnum var íbúa- fjöldinn kominn upp í 4.767 í hverfinu öllu. Þetta kemur fram í árlegri samantekt landupplýsingadeildar framkvæmdasviðs um framvindu nýrra hverfa. Í Grafarholti austan Krosstorgs er hlut- fall fullgerðra íbúða mun lægra eða 72%, enda fór uppbygging austari hluta hverf- isins seinna af stað. Þar er fjórðungur íbúða nú í byggingu. 4.767 íbúar búa núna í Grafarholtshverfi AKUREYRI EINSTÖK náttúra, sterkur sjáv- arútvegur og gott mannlíf er sá trausti grunnur sem íbúar Dalvík- urbyggðar telja byggðarlagið geta byggt á til framtíðar, að því er fram kom á íbúaþingi sem haldið var þar í bæ um síðustu helgi. Jákvæður andi Fjölbreytileiki er styrkur að mati íbúa, eins og reyndar sagði í yfirskrift þingsins, en þátttakend- ur voru um 120. Umsjón með þinginu var í höndum ráðgjafarfyr- irtækisins Alta. Afrakstur þingsins verður m.a. nýttur við gerð aðal- skipulags sem Teiknistofa arki- tekta vinnur að fyrir Dalvíkur- byggð. Á þinginu ríkti mjög jákvæður andi, að því er segir í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa bæjarins, þrátt fyrir að ýmsir teldu að enn vantaði nokkuð á að íbúar líti á sveitarfélagið sem eina heild. Dal- víkurbyggð varð til við sameiningu þriggja sveitarfélaga fyrir átta ár- um og greinilegt að íbúar eru til- búnir til að horfa nú fram á veginn. Óspillt náttúra „Ýmsar hugmyndir voru viðrað- ar um nýtingu Húsabakkaskóla og rætt um mikilvægi þess að þar verði lifandi starfsemi sem hæfi þessu hjarta sveitarinnar. Flestar hugmyndir lutu að náttúru, menn- ingu og sögu, s.s. þjóðsagnasetur og starfsemi í tengslum við frið- land og ferðaþjónustu. Standa þarf vörð um óspillta náttúru, meðal annars vegna auk- innar ferðaþjónustu í Dalvíkur- byggð, sem byggir á þeirri auðlind. Menning og saga býður einnig upp á margvísleg sóknarfæri.“ Ólíkir búsetumöguleikar í Dal- víkurbyggð eru kostir sem á að við- halda, að mati þinggesta. Liður í því er að draga úr aðstöðumun eftir búsetu, t.d. varðandi snjómokstur og nettengingar. Almennt virðast jákvæð viðhorf til uppbyggingar en þó þannig að takist að standa vörð um gæði í byggðinni. Sérstaða Fram kom að upp kunni að koma árekstrar varðandi mismunandi nýtingu lands, t.d. til landbúnaðar, skógræktar og frístundabyggðar, og því mikilvægt að marka skýra stefnu í aðalskipulagi. Kallað var eftir framhaldsskóla eða fram- haldsmenntun í Dalvíkurbyggð, þar sem byggt væri á sérstöðu svæðisins, t.d. varðandi sjávarút- veg eða útivist og vetraríþróttir. Miðbær Dalvíkur var meðal þess sem tekið var fyrir í skipulags- umræðu þingsins og hann skil- greindur. Talsvert var rætt um þörf fyrir menningarhús, þar sem meðal annars yrði bætt úr aðstöðu bókasafns og skapaðist lifandi vettvangur, helst á miðbæjarsvæð- inu. Hugað verði að bættri aðstöðu fyrir útivist með stígum og teng- ingum milli útivistarsvæða, bæði innan og utan þéttbýlis. Á þinginu var sagt frá könnun á vegum Framfarafélags Dalvíkur- byggðar meðal íbúa af erlendum uppruna í sveitarfélaginu og voru þátttakendur sammála um að standa þyrfti vel að málefnum fjöl- menningarsamfélags. Sterkari sameinuð „Skilaboð íbúaþingsins bera vott um að íbúar Dalvíkurbyggðar kunna vel að meta sitt byggðarlag og það mannlíf, umhverfi og menn- ingu sem þar er að finna. Sú skoð- un var ríkjandi að byggðin sé sterkari sameinuð en sundruð. Umræður einkenndust af sam- starfsvilja og var slegið fram hug- mynd um sameiginlegan áramóta- dansleik til að rækta samkennd- ina,“ segir í tilkynningunni.  Fjölbreytileiki er styrkur Dalvíkurbyggðar að mati fólks á íbúaþingi  Standa þarf vel að málefnum fjölmenningarsamfélags í sveitarfélaginu Náttúra, útvegur, mannlíf Ljósmynd/Selma Dögg Fjölmenni Um 120 manns komu á þingið og ræddu mál byggðarlagsins. Í HNOTSKURN »Afrakstur þingsinsverður m.a. nýttur við gerð aðalskipulags sem Teiknistofa arkitekta vinnur að. »Miðbær Dalvíkur varmeðal þess sem tekið var fyrir í skipulags- umræðu þingsins og hann skilgreindur. »Skilaboð íbúaþingsinsbera vott um að íbúar Dalvíkurbyggðar kunna vel að meta byggðarlagið, mannlífið, umhverfið og menninguna. FRIÐRIK Þór Guðmundsson blaðamaður heldur fyrirlesturinn Er eftirspurn eftir gagnrýnni fréttamennsku? á félagsfræði- torgi við Háskólann á Akureyri í dag kl. 12.00 í stofu L101 á Sólborg. Friðrik Þór hefur lengi starfað sem blaðamaður en brautskráðist nýlega með meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Ís- lands. Í rannsókn sinni vegna lokaverk- efnis meistaranámsins kannaði Friðrik Þór viðhorf reyndra blaða- og frétta- manna til ýmissa lykilatriða varðandi þró- un faglegra vinnubragða. Friðrik lagði sérstaklega áherslu á samhengið við þær viðmiðanir sem siðareglur og innanhúss- og vinnureglur fjölmiðla hér á landi bera með sér. Eftirspurn eftir gagn- rýnni fréttamennsku? BENEDIKT Sigurðarson, sem býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Samfylking- arinnar í Norðausturkjördæmi, segir það vonbrigði að Samfylkingin skuli hafa farið í samstarf með Sjálfstæðisflokknum eftir bæjarstjórnarkosningarnar sl. vor. „Samfylkingin vann góðan sigur í bæj- arstjórnarkosningum sl. vor og hafði lyk- ilstöðu við myndun meirihluta. Það varð ýmsum vonbrigði að Kristján Þór skyldi framlengdur sem bæjarstjóri – í umboði Samfylkingarinnar – og frá því samstarfið hófst hefur allt of mikill tími bæj- arfulltrúanna farið í að glíma við klúður frá Kristjáni. Sumt af því verður ekki auð- leyst – t.d. Vaxtarræktarmálið á sund- laugarsvæðinu. Það væri allt annað en heppilegt framhald ef Samfylkingin í NA- kjördæmi afhendir síðan Kristjáni Þór – einum óskipt hlutverk málsvara fyrir Ak- ureyri og leiðtoga fyrir kjördæmið um leið,“ segir Benedikt á heimasíðu sinni. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri hefur boðið sig fram í 1. sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins í prófkjöri flokksins í kjör- dæminu fyrir alþingiskosningarnar. Samstarfið varð ýmsum vonbrigði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.