Morgunblaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG ER AÐ FARA Á STEFNUMÓT Í KVÖLD OG ÞESSI KONA FER SKO EKKI ÚT MEÐ HVERJUM SEM ER... EF ÞÚ SKILUR HVAÐ ÉG MEINA ÁTTU VIÐ AÐ HÚN FARI BARA ÚT MEÐ AULUM? ÉG ÖFUNDA ÞIG. ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF NEINU! ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF FRAMTÍÐ HEIMSINS EÐA VERÐBÓLGU. EKKI NEINU!! HVAÐ ÆTLI VERÐI Í MATINN Í KVÖLD? ÞIÐ ERUÐ ÖLL BÚIN AÐ LESA KAFLANN... HVER GETUR SAGT MÉR AF HVERJU ORUSTAN VIÐ LEXINGTON VAR SVONA MIKILVÆG? HVER SEM ER KALVIN, HVAÐ MEÐ ÞIG? ERFITT AÐ SEGJA, ÉG HELD AÐ ÞAÐ HAFI KVIKNAÐ Í LITLA HEILANUM Í MÉR KONAN MÍN SKILUR MIG EKKI HVAÐ ER AÐ SKILJA? ÞÚ ERT EINFELDNINGUR ÖRYGGIS- GÆSLA Í SÍÐASTA SKIPTI DÓROTEA, ÞÚ VERÐUR AÐ FARA ÚR SKÓNUM ÉG VEIT AÐ ÞÚ VARST EKKI AÐ BÚAST VIÐ ÞVÍ AÐ FARA TIL ÍRAKS ÞEGAR ÞÚ SKRÁÐIR ÞIG Í ÞJÓÐVARNARLIÐIÐ... GANGI ÞÉR VEL LÚLLI EN ÞÚ ERT HETJA FYRIR AÐ GERA ÞETTA ÁN ÞESS AÐ KVARTA TAKK LALLI, EN ÉG ER ENGIN HETJA... ÉG ER BARA NÁUNGI SEM LAS EKKI SMÁALETRIÐ SAMT... Æ... ÉG HÉLT AÐ ÉG VÆRI BÚINN AÐ JAFNA MIG ÞÚ HEFÐIR EKKI ÁTT AÐ REYNA SVONA MIKIÐ Á ÞIG ELSKAN KOMUM BARA HEIM VIÐ HEYRÐUM HANN SEGJA AÐ HANN ELSKAÐI HANA OG SÍÐAN FÓRU ÞAU HEIM SAMAN ÞETTA ER STÓR FRÉTT Forysta: Lærðu að nýtakrafta þína er yfirskriftnámskeiðs sem haldiðverður á vegum Endur- menntunarstofnunar Háskóla Ís- lands dagana 30. október, og 6. og 13. nóvember. Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir lektor við viðskipta- og hag- fræðideild kennir námskeiðið: „Námskeiðið byggist að stóru leyti á því að þátttakendur líta í eigin barm, skoða eigin viðhorf til lífsins, og hvaða áhrif þetta viðhorf hefur, og öðlast um leið betri skilning á hegðun annarra,“ útskýrir Árelía. „Nýjustu rannsóknir í leiðtoga- fræðum sýna að það fólk sem nær mestum árangri í stjórnun er ekki þeir sem eru óskeikulir og eitil- harðir heldur þeir sem þekkja best eigin styrkleika og veikleika og þekkja eigin takmörk og annarra. Menn eru í auknum mæli að átta sig á að hugmyndin um hetju- stjórnandann sem er óskeikull, veit allt og kann allt, er orðin úrelt. Og það sem meira er, þá getur sú „hetjudýrkun“, sem oft vill verða í kringum stjórnendur, reynst skað- leg.“ Námskeiðið hefst með því að þátt- takendur þreyta Meyers-Briggs persónuleikaprófið: „Það er gott tæki og upphafspunktur sem nota má til sjálfsþroska og getur ekki síst hjálpað fólki að skilja hvernig við er- um öll misjöfn. Með því er ekki sagt að eftir námskeiðið geti þátttak- endur lesið aðra eins og opna bók, en það skiptir sköpum fyrir farsælt samstarf og stjórnun að vera með- vitaður um ýmsa þætti og marg- breytileika mannlegs eðlis,“ segir Árelía. „Seinni hluta námskeiðsins verður verkefnavinna og umræður. Þar köfum við dýpra ofan í efnið og nemendur skiptast á skoðunum.“ Fyrir góða stjórnendur En er hægt að læra stjórnun? Eru stjórnunarhæfileikar ekki eitthvað sem ekki verður kennt? Hvert er gagnið af að sækja námskeið í stjórnun: „Ef einhver er lélegur stjórnandi og gerir ekkert í því, og gerir sér jafnvel ekki grein fyrir því, og vantar allan áhuga á að bæta sig, þá gildir einu hversu mörg nám- skeið hann situr eða hversu margar kenningar og stjórnunaraðferðir hann lærir,“ svarar Árelía. „Mín reynsla er sú að það eru einmitt góðu stjórnendurnir sem koma á námskeið: þeir búa að því viðhorfi að vilja stöðugt reyna að bæta sig, gera sér grein fyrir að þeir kunna ekki allt og geta ekki allt, og eru að leita að nýjum leiðum og aðferðum til að standa sig enn betur.“ Sem fyrr segir verður námskeiðið Forysta: Lærðu að nýta krafta þína kennt þrjá daga, og er kennsla frá 9 til 12 hvert sinn. Vakin er athygli á að mörg stétt- arfélög og fyrirtæki greiða fyrir námskeiðsgjöld að hluta eða heild. Nánari upplýsingar um nám- skeiðið, skráningu og námskeiðs- gjöld má finna á heimasíðu Endur- menntunarstofnunar Háskólans á slóðinni www.endurmenntun.is. Menntun | Stjórnunarnámskeið hjá Endur- menntun Háskóla Íslands hefst 30. október Að skilja aðra og stjórna vel  Árelía Eydís Guðmundsdóttir fæddist 1966. Hún ólst upp í Keflavík og lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1987, BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1991, M.Sc. í vinnumarkaðsfræði frá London School of Economics 1993 og dokt- orsgráðu í vinnumarkaðsfræði frá University of Essex og Háskóla Ís- lands 2001. Árelía starfaði sem ráð- gjafi hjá Gallup, kenndi í fimm ár við Háskólann í Reykjavík og hefur frá árinu 2003 verið lektor við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Árelía er gift Sigurði Áss Grétarssyni forstöðumanni og eiga þau samtals fimm börn. LEIKKONAN Lindsay Lohan tekur hér við verðlaunum fyrir framúrskar- andi árangur á leiklistarsviðinu á árlegri Hollywood-verðlaunahátíð í Be- verly Hills í vikunni. Hollywood-verðlaunin eru veitt ár hvert fyrir í tengslum við kvik- myndahátíðina í Hollywood. Er þetta í tíunda sinn sem verðlaunin eru af- hent, en þau eru veitt fyrir framúrskarandi árangur á sviði kvikmynda. Fremst meðal jafningja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.