Morgunblaðið - 04.01.2007, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 04.01.2007, Qupperneq 15
Grænmeti 4.400 tonn Egg 2.600 tonn Kartöflur 13.800 tonn Gulrófur 750 tonn Mjólk 116.196.600 lítrar Alifuglakjöt 6.510 tonn Hrossakjöt 817 tonn Kindakjöt 8.670 tonn Nautgripakjöt 3.183 tonn Svínakjöt 5.704 tonn Samtals kjöt 24.884 tonn Bóndi er bústólpi – bú er landsstólpi Bændasamtök Íslands Kæru landsmenn Íslenskur landbúnaður er ein helsta undirstaða atvinnulífs landsbyggðarinnar og sú atvinnugrein sem öllum öðrum fremur tryggir byggð um land allt. Íslendingar hafa stundað landbúnað allar götur frá landnámi. Um aldir hélt landbúnaður og sjósókn lífi í landsmönnum og tryggði áfram- haldandi byggð á Íslandi, þrátt fyrir erfið tímaskeið náttúruhamfara, hungurs, sjúkdóma, fátæktar og annarrar óáranar. Fullyrða má að íslenskar landbúnaðarafurðir standa jafnfætis því besta sem í boði er í grann- ríkjum okkar. Íslenskir bændur leggja ætíð metnað sinn í að framleiða fyrsta flokks matvæli til handa landsmönnum. Til að undirstrika nokkrar staðreyndir um mikilvægi landbúnaðar á Íslandi óska bændur eftir að benda á nokkur atriði fólki til fróðleiks. Ef aðeins er horft á matvörur þá hafa íslensk bú á undan- förnum 12 mánuðum framleitt eftirfarandi af kjöti, grænmeti, mjólk og eggjum fyrir neytendur: 3000 bændur og fjölskyldur þeirra óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári um leið og þeir óska þess að mega áfram eiga gott samstarf við viðskiptavini sína hvar á landi sem þeir búa. Hagur þjóðarinnar er hagur bænda. Hagur bænda er hagur þjóðarinnar. K O M al m an n at e n gs l / sv ar th ví tt e h f

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.