Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 31 UNDANFARIN ár hafa Lands- banki Íslands og Skáksamband Ís- lands átt gott samstarf um að halda veglega skákviðburði til heiðurs fyrsta stórmeistara Íslendinga, Frið- riki Ólafssyni. Árni Emilsson veitir aðalútibúi bankans forstöðu og hefur hann átt stóran þátt í að gera þetta að veruleika, öllum skákáhugamönnum til mikillar ánægju. Þriðja mótið fór fram laugardaginn 30. desember sl. og um leið var það Hraðskákmót Ís- lands. Alls mættu 65 keppendur til leiks og sáu þeir heiðursmanninn Friðrik leika fyrsta leik mótsins í skák Halldórs Blöndals og Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur en sú skák fór fram á efsta borði mótsins þar sem áhorfendur gátu fylgst með gangi mála á stórum skjá. Fjórir stórmeistarar voru á meðal keppenda og einn þeirra, Henrik Danielsen, lagði hvern andstæðing- inn á fætur öðrum þegar þriðjungi umferða var lokið. Greinarhöfundur mætti Henrik í sjöttu umferð og með sigri tókst honum að ná forystunni á mótinu. Þegar níu umferðum var lok- ið hafði undirritaður 8½ vinning af 9 mögulegum en næstu menn höfðu 7 vinninga. Núverandi atskákmeistari Íslands, alþjóðlegi meistarinn Arnar E. Gunnarsson, tók þá til sinna ráða og lagði forystusauðinn að velli. Þau úrslit breyttu ekki því hver var í fyrsta sæti en næsta skák reyndist í raun og veru úrslitaskák mótsins. Stórmeistarinn og reynsluboltinn Helgi Ólafsson var þá mættur á efsta borð gegn nafna sínum og kollega. Í skák nafnanna hafði sá eldri svart og í eftirfarandi stöðu reiddi hann fram snotra fléttu: Sjá stöðumynd 1 1... He4! 2. Bxe4 Re2+ 3. Kh2 Rxd4 4. Rxd5 Þrátt fyrir að hvítur hafi eingöngu hrók og biskup upp í drottningu náði hann ákveðinni pressu meðfram sjö- undu reitaröðinni sem dugði til að flækja taflið umtalsvert. Þegar hvor keppandi átti um 20–30 sekúndur eft- ir rann gagnsókn hvíts út í sandinn og svartur stóð uppi með gjörunnið tafl þegar eftirfarandi staða kom upp: Sjá stöðumynd 2. Svartur getur valið um margar vinningsleiðir en sú einfaldasta er að vekja upp drottningu. Án efa hefur Helgi verið e-h hræddur við máthót- anir og lék 1... De5+?! og eftir 2. f4 hefur svartur enn unnið tafl eftir t.d. 2...Dxf4 3. Hxf4 a1=D en ólánið lék svartan grátt eftir: 2...Dxe6?? 3. g5+ Kh5 4. Hxh7 mát! Þegar svona sigur vinnst á hraðskákmóti er ljóst að stríðsgæfan er manni hliðholl og í næstu þrem umferðum fylgdu þrír sigrar svo að fyrir lokaumferðina hafði greinarhöfundur tryggt sér sig- ur á mótinu og engu skipti þó að sagnfræðingurinn Snorri G. Bergs- son felldi hann í síðustu skákinni. Lokastaða efstu manna varð annars þessi: 1. Helgi Áss Grétarsson 12½ vinn- ing af 15 mögulegum. 2. Þröstur Þórhallsson 12 v. 3. Arnar E. Gunnarsson 11½ v. 4. Héðinn Steingrímsson 11 v. 5. Jón Viktor Gunnarsson 10½ v. 6. Snorri G. Bergsson 10 v. 7.-10. Henrik Danielsen, Magnús Örn Úlfarsson, Helgi Ólafsson og Hjörvar Steinn Grétarsson 9½ v. Lenka Ptácníková fékk kvenna- verðlaun mótsins, Hjörvar Steinn fékk unglingaverðlaun, Jóhann Ingvason í flokki skákmanna með minna en 2200 skákstig og Guðmund- ur Sverrir Þór í flokki skákmanna með minna en 2000 skákstig. Nánari upplýsingar um úrslit mótsins er að finna á www.skak.is. Skákstjórarnir Gunnar Björnsson og Ólafur S. Ásgrímsson stýrðu mótinu af hraða, öryggi og skilvirkni. Hver umferð hófst stuttu eftir að þeirri á undan lauk og góð aðstaða var fyrir þá mörgu sem komu til að fylgjast með skákum þessa síðasta móts ársins. Skákárið 2006 var því kvatt með stæl og vonandi að svo vel skipulögð mót verði haldin árið 2007. Skákárið 2006 kvatt með stæl á Friðriksmótinu SKÁK Aðalútibú Landsbanka Íslands 30. desember 2006 HRAÐSKÁKMÓT ÍSLANDS OG 3. FRIÐRIKSMÓTIÐ daggi@internet.is Morgunblaðið/Ómar Friðriksmót Frá vel heppnuðu og fjölmennu Friðriksmóti í skák. HELGI ÁSS GRÉTARSSON Stöðumynd 1. Stöðumynd 2. ✝ Óskar Stein-dórs fæddist í Reykjavík 4. janúar 1929. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garða- bæ 20. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Steindór Hann- esson bóndi á Grænhól í Ölfusi, f. 9. september 1888, d. 20. desember 1966, og kona hans Guðbjörg Gunn- arsdóttir, f. 19. október 1894, d. 14. október 1979. Fóstursystir Óskars er Freyja Helgadóttir, f. 17. janúar 1945, gift Hreini Guð- laugssyni. Óskar kvæntist Ellen Marie Steindórs frá Hadsund á Norður- Jótlandi, fædd Ole- sen, f. 14. maí 1935, d. í Hafn- arfirði 24. febrúar 2004. Foreldrar hennar voru Ninna Marie Olesen, f. 25. desember 1912, d. 25. september 1952, og Holger Freiman Olesen, f. 2. janúar 1908, d. 31. október 1978. Útför Óskars verður gerð frá Seljakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Kæri Óskar, nú er komið að kveðjustund eftir langvarandi veik- indi þín. Kynni okkar hófust þegar mér var komið í fóstur hjá fósturforeldrum þínum 1952, en náinn vinskapur varð ekki á milli minnar fjölskyldu og þín og Ellenar fyrr en ég og amma (fóstra okkar) keyptum íbúð saman 1968. Þú varst farinn að heiman þeg- ar ég kom inn á heimilið, fórst til borgarinnar að læra vélvirkjun og síðan fórstu á millilandaskip og sigld- ir um öll heimsins höf. Á ferðum þín- um kynntist þú henni Ellen þinni. Við Ellen vorum góðar vinkonur og á ég margar góðar minningar um hana. Þú varst húmoristi alla tíð, sást spaugilegu hliðarnar á lífinu. Gaman- samur en ekki á kostnað annarra. Ferðalög voru aðaláhugamál ykk- ar Ellenar, oft sáuð þið fallega muni á ferðum ykkar og var þá keypt eitt fyrir ykkur og annað handa mér. Óskar minn, hvíl þú í friði, kær kveðja Freyja. Sex mánaða gamall var Óskar Steindórs tekinn í fóstur af móður- systur minni, Guðbjörgu Gunnars- dóttur, og manni hennar, Steindóri Hannessyni, sem þá bjuggu í Reykja- vík. Litlu síðar hófu þau búskap í Grænhól í Ölfusi. Hann ólst upp í sveitinni hjá fósturforeldrum sínum og þótti nokkuð baldinn á unglings- árum sínum og ganga ýmsar sögur af strákapörum hans á þeim árum og sagt er að einn kaupamann hafi hann hrakið af bænum með prakkarastrik- um sínum. Þegar hann hafði aldur til hleypti hann heimadraganum og fór til Reykjavíkur að læra vélsmíði í Vélsmiðjunni Héðni. Litlu eftir að Óskar fór að heiman var ég sendur í sveit til móðursystur minnar í Græn- hól og var ég þar á hverju sumri þar til þau brugðu búi og fluttust á Sel- foss. Litlu eftir að ég kom í Grænhól kom þar Freyja Helgadóttir sem varð fóstursystir Óskars. Ég man fyrst eftir Óskari sem gesti á heimili foreldra minna og í Grænhól. Ég unglingurinn leit upp til þessa full- vaxta frænda míns sem kom með ferskan blæ úr Reykjavík í sveitina; hlustaði á erlendar útvarpsstöðvar fram á nætur og vildi gera ýmsar bragarbætur í búskaparháttum. T.d. þegar fyrsti traktorinn kom í Græn- hól gerði hann tilraunir með að tengja hestarakstrarvélina aftan í traktorinn. Í Grænhól voru fyrstu kynni mín af veiðimennsku Óskars. Hann átti þar bambusstöng með heimagerðu veiðihjóli og með þessum tækjum egndi hann fyrir fisk í skurð- um á engjunum og sagði veiðisögur af þessum ferðum sínum. Eftir nám og störf í Vélsmiðjunni Héðni réð hann sig á norskt flutningaskip og sigldi glaður um öll heimsins höf í nokkur ár. Þá kynntist hann stúlku í Dan- mörku, Ellen Marie Olesen að nafni. Þau kynni leiddu til hjónabands þeirra og bjuggu þau um tíma í Árós- um í Danmörku en ílentust síðan á Ís- landi og bjuggu lengstum í Hafnar- firði og síðast á Herjólfsgötu 24. Síðasti vinnustaður hans var Skipa- smíðastöðin Stálvík í Garðabæ en þar var hann verkstjóri árum saman og allt þar til að Stálvík hætti rekstri. Hann var vel liðinn verkstjóri af sam- starfsmönnum sínum, enda var hann mannblendinn og skemmtilegur. Óskar var veiðimaður af lífi og sál og stundaði stangveiði á ýmsum stöð- um. Nokkur ár var hann með Leirá í Leirársveit á leigu við annan mann og bauð hann mér stundum þangað í veiði. Einhverju sinni vorum við hjónin á leið í Leirána. Þegar við komum að Tíðaskarði á Kjalarnesi sjáum við bíl koma á móti okkur á fljúgandi ferð. Þegar við mættumst sáum við að Óskar sat undir stýri. Það stóðst á endum að þegar við komum til Ellenar í veiðihúsinu við Leirá renndi Óskar í hlað. Hann hafði þá gleymt veiðihjólinu heima. Í síð- ustu veiðiferð Óskars var ég með honum og var hún farin í Elliðaárnar. Þá var heilsan farin að bila en áhug- inn var samur og fyrr. Óskar hafði yndi af skák og var oft sest að tafli ef fundum bar saman. Óskar var, eins og aðrir veiðimenn, náttúruunnandi og sérstaklega var honum annt um fuglana. Hann fylgdist með fuglalíf- inu á læknum í Hafnarfirði og hafði miklar áhyggur af afdrifum andar- unganna á vorin vegna ásóknar varg- fuglsins. Þau Óskar og Ellen voru höfðingj- ar heim að sækja og minnumst við margra góðra samverustunda. Fyrir um þremur árum fékk Óskar heila- blóðfall sem hann náði sér aldrei af og um svipað leyti lést Ellen og dvaldi hann síðustu árin á dvalarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ í umönnun góðs starfsfólks og Freyju fóstursystur sinnar. Blessuð sé minning hans. Haraldur Magnússon. Elsku Óskar minn. Þá er komið að kveðjustund eftir 3ja ára erfið veik- indi þín eftir að þú fékkst heilablóð- fall árið 2003. Þegar ég hugsa til þín þá er eitt sem stendur upp úr og það er húmorinn þinn, þú varst mikill húmoristi alla þína tíð þó þú hefðir hlutina ekki alveg á hreinu. Ég var mikið hjá ykkur Ellen á Arnarhrauni sem lítil stelpa og hafði mikið gaman af. Það er mér einstaklega minnis- stætt þegar ég og Benna sem bjó í sama stigagangi sýndum tískusýn- ingar og voru þá dregin út öll fínu föt- in og skórnir hennar Ellenar (stóru) og voru þar miklir hæfileikar á ferð að okkar mati. Elsku Óskar minn, ég kveð þig með hlýhug og geymi allar góðu minningarnar um þig. Kær kveðja Ellen (litla). Óskar Steindórs Við kveðjum Þórð Þorgeirsson mat- reiðslumeistara, góð- an nágranna, vin og félaga í gegnum hartnær 40 ár. Fyrstu kynni okkar af Dodda hennar Ingu hófust er við hjónin hófum búskap í Dvergabakka og urðum þá nágrannar þeirra í Blöndubakka. Áður höfðu leiðir eiginkvenna okkar Dodda legið saman í gegnum hárgreiðslunám. Frá því er skemmst að segja að með okkur tókst hinn besti kunn- ingsskapur sem varað hefur alla tíð. Börnin okkar urðu leikfélagar, barnagæslan gagnkvæm ef á þurfti að halda, farið saman í ferðalag, heimsókn þeirra í sumarhúsið okk- ar undirstrikaði trygglyndið. Við fjölskyldurnar fylgdumst að við ný- byggingar okkar, þau í Staðlaseli, við í Stekkjarseli, aðeins þrjú hús á milli í röðinni, oft var skipst á góð- Þórður Þorgeirsson ✝ Þórður Þor-geirsson fæddist í Reykjavík 28. október 1945. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 17. des- ember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Háteigskirkju 27. desember. um ráðum um fram- kvæmdina, og við áfram nágrannar. Inga og Doddi bjuggu sér fagurt heimili, hreiður fjöl- skyldunnar. Þangað var gott að koma, snyrtimennskan í fyr- irrúmi, allt fágað og fínt, allt á sínum stað, alls staðar. Innri ró, friður og gagnkvæm virðing einkenndi heimilishaldið. Allt þetta kemur upp í hugann við fráfall Dodda og ber að minnast. Þökkum samfylgdina vin- ur. Elsku Inga og þið fjölskyldan öll. Við vitum að sorg ykkar er djúp og sár en við skulum hafa það hugfast að í sorginni dylst hluti af sátt og gleði og í tilfelli sem fráfall Dodda er, þá er sátt og gleði yfir því að hann hefur fengið hvíld við hlið þess er öllu stýrir. Megi sá almátt- ugi góður Guð styðja ykkur og styrkja í sorginni og gefa ykkur kraft og von um frið og farsæld. Öðrum aðstandendum vottum við innilega samúð. Þess biðja Margrét, Þorberg og fjölskyldur. Margrét, Þorberg og fjölskyldur. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birt- ist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, fædd- ist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.