Vísir - 29.08.1980, Qupperneq 22

Vísir - 29.08.1980, Qupperneq 22
26 vtsm Föstudagur 29. ágúst 1980 Íj:.m.... :::::: (Ur pokahorninu l Veröum við með I söngvakeppni Vestur-Evrópu? Árangur islensku fulltrúanna á Intervisionsöngvakeppninni i Póliandi á dögunum hefur gefið Isiensku popptónlistarfólki byr undir báða vængi og munu ýmsir í þeim hópi hafa í hyggju aöreyna fyrir sér viðar I slikum söngvakeppnum. Svo sem kunnugt er voru þau Jóhann Helgason og Helga Möller i „Þú og ég” þar i fjórða sæti.en eins og á piötuupptökum sinum nutu þau handleiðslu Gunnars Þórðarsonar viö flutninginn i borginni Sopot, þar sem Inter visionkeppnin fór fram. Þar stjórnaði Gunnar 60 manna hljómsveit.sem lék með i laginu, sem þau fluttu. Or röðum islenskra poppara heyrast nú þær raddir. að öfug- snúið sé, aö við eigum fyrr full- trúa I söngvakeppni austan- tjalds en i hliðstæðri keppni Vesturlanda, Eurovision- keppninni, sem hér er sýnd ár- lega. Sjónvarpið hér hefur haft hug á aö taka þátt i þeirri keppni, og nú i sumar var auglýst eftir iög- um I forkeppni slikrar söngva- keppni. Lögin hafa streymt inn, en fjárhagsáætlanir um kostnað við innlenda dægurlagakeppni munu hafa vaxið yfirvöidum stofnunarinnar i augum, og engar ákvarðanir enn verið teknar. Ekki vitum við, hvort menn hafa hugsað svo langt, að is- lenskt lag gæti komist i fyrsta sæti I Eurovisionkeppninni, en það þýddi, að keppnin yrði haldin hér á Iandi áriö eftir, ef farið yrði eftir reglum keppn- innar. Slikt gæti kostað skildinginn, en gæti orðið ómctanieg landkynning. Hjðrleifur Dyrjaður undanhald Sagt er að mikill hiti hafi verið i umræðum á fundi fjórð- ungssambands Austurlands, sem haldinn var á Vopnafiröi á dögunum. Hjörleifur Guttorms- son hafi haldiö stefnu Alþýðu- bandalagsins til streitu, þar sem varað er við stóriðju og þá einkum ef hún er að einhverju leytií höndum útlendinga. Þessi sjónarmið urðu undir á fundin- um, og brá svo við að gallharöir Alþýðubandalagsmenn töldu eignaraöildina aukaatriði, og ekkert væri við að athuga að semja við útlendinga um orku- frekan iðnað, ef það gæti hraðað virkjunarframkvæmdum. Iðnaðarráðherra hefur skipu- lagt undanhald sitt og látiö til leiðast að skipa að nýju nefnd, sem á að fjalla um staðsetningu orkufreks iðnaðar i landinu. Ekki hafa erlendir fjölmiðlar enn sleppt af henni hendinni, þvi að hér hafa að undanförnu verið franskir sjónvarpsmenn að gera mynd um tsland og Vigdisi sem sýnd verður I Frakklandi seint á þessu ári. Hafa þeir fylgt Vigdisi við dagleg störf hennar og heimsóknir meðal annars i réttir austur I sveitum. Bréfabunkar tll Vlgdlsar Starfsmenn póstþjónustunnar hafa orðið alveg undrandi á þvi feiknarlega magni bréfa, sem nýkjörinn forseti okkar Vigdis Finnbogadóttir hefur fengiö víðs vegar að úr heiminum undanfariö. Er sagt að stórir bréfabunkar berist skrifstofu hennar á hverjum degi og þarf eflaust viöbótarstarfslið á skrif- stofunni ef svara á bréfunum ölium. Bréfin munu aðailega koma frá fólki I þeim löndum, þar sem flutt hafa verið viötöl við Vigdisi i útvarps- og sjónvarpsstöðvum og er ekki annað að sjá en koina hennar i forsetaembættið hafi þótt tlöindum sæta. Lelta skyringa á málgleðl Slelngríms Mikilvonska mun hafa komið upp meðal flestra ráöherranna f rikisstjdrninni, þegar Stein- grfmur Hermannsson gaf út yfirlýsingar sinar um gengis- fellingu. Jafnvel hans eigin flokksbræður fundu að þvi við hann, að „blaðrið” hefði gengiö of langt. Sagt er aö forsætisráð- herra hafi tekið hann á beinið og ávitað Steingrfm fyrir laus- mælgi, enda hefur það verið styrkur fyrir stjórnina, hversu mikil samstaða hefur veriö um það að láta skoðanaágreining ekki koma upp á yfirborðiö. Ekki er gott að vita hvað vaki fyrir Steingrimi, sem er for- maöur Framsóknarflokksins. Ein kenningin er sú, að það sé gert af ráðnum hug, að þrýsta á aðgerðir og gefa samstjórnar- flokkunum I skyn að Framsókn sétil alls vis, en hin skýringin er sú, aö yfirlýsingar Steingrims séu pólitiskt vanhugsaöar. Þær eigi sér ekki annan grundvöll en þann hvað Steingrimi þyki gaman að lesa um sjálfan sig I fjölmiðlum. Sigurður erlendls begar uppsagna- bréfin eru send Uppsagnir hjá Flugleiðum eru þvi miður að verða ársfjórð- ungslegur viöburöur, þótt aldrei hafi annað eins magn upp- sagnarbréfa verið skrifað þar á bæ og nú i vikunni. Fjölmiðlar gera þessum alvarlegu tiðindum að vonum drjúg skil og ræða við þá aðila, sem hlut eiga að máli. Af hálfu Flugleiða hafa talsmenn að þessu sinni verið Sveinn Sæ- mundsson og Erling Aspelund, en ekki hefur náðst i Sigurð Helgason, forstjóra. Maður, sem kunnugur er þessum málum, skaut þvl að VIsi, að það vildi svo einkenni- lega til, að Sigurður Helgason, væri alltaf erlendis, þegar upp- sagnabréfin væru send dt og þar af leiðandi ekki til viðtals, þegar talsmenn þeirra Iaunþega- félaga, sem i hlut eiga, hygðust byrsta sig við hann. SJúnvarpað irá Elmsklp Hörð samkeppni rikir nú milli Eimskips og Hafskips á flestum sviðum. 1 fyrradag var gengið formlega frá eigendaskiptum að skipi sem Hafskip hefur haft á leigu að undanförnu. Skipið hlaut nafniö Selá um leið og is- lenski fáninn var dreginn að húni við hátíðlega athöfn. Um kvöldið settust forráða- menn Hafskips svo niður fyrir framan sjónvarpið til að sjá myndir af þessari athöfn i frétt- unum. Fréttatiminn varð þó Hafskipsmönnum aðeins til sárrar skapraunar, þvi þar var ekki minnst orði á nýju Selána, en þess i stað birtar myndir og frásögn af leiguskipi sem Eim- skip fékk til landsins sama dag. Þótti skipverjum á Selánni þetta hin mesta móðgun i garð Hafskips. ORIGINAL ® UUSCHOlUX Stærstu fram/eiðendur heims á baðk/efum og baðhurðum allskonar Góöir greidsluskilmálar • Upp/ýsingar: Byggingarþjónustan Iðnaðarmannahúsið v/ Hallveigarstíg. og Sö/uumboóinu: Kr. Þorva/dsson 8t Co. Grettisgötu 6. Simar 24478 & 24730 límið sem límir alltaðþví allt! FÆST I BYGGINGA- OG JÁRN- VÖRUVERSLUNUM UM LAND ALLT. HEILDSÖLUBIRGÐIR: XÆKNIMIÐSTÖÐIN HF S. 76600 s7únYrhorn Arni Sigfússon blaðamaður skrifar: Kennedy og Carter Gunnar og Geir Þvi hefur oft verið haldið fram, að við islendingar séum allra Norðurlandabúa likastir Amerikönum i háttum. Vist má vera, að i mörgu þekkjum við vel til hátta þeirra, en jafn öruggt er að við erum viðs fjarri þeim i flokkspólitiskri hegðun. Engu að siöur höfum við fengið nákvæmar upplýsingar af stjórnmálaþrasi Ameri- kana og vitum allt um drykkjuvenjur eiginkvenna forsetaframbjóðenda, klæða- burð og helstu galla. Við höf- um einnig fengiö aö fylgjast með þvi, hvernig samflokks- menn hafa karpað hver i kapp við annan og látið orð falla um andstæðinga innan sama flokks með slikum tilþrifum að á móti orðum þeirra þættu deilur þeirra Gunnars og Geirs aðeins ástarhjal. í þessum stutta pistli vildi ég aðeins vekja athygli á þessu og spyrja, hvort ekki sé ástæða til þess að staldra við og lita frá öðru sjónarhorni á innanflokksdeilur Sjálfstæðis- manna? t einni ræðu Edwards Kennedy i baráttu hans fyrir kjöri til forsetaefnis demó- krata, taldi hann til dæmis, að það sem að væri i amerisku þjóðlifi, væri einfaldlega, að Carter, samflokksmaður hans, hafi verið 4 ár of lengi sem forseti. A flokksþingi demókrata, þar sem Kennedy óskaði eftir auknu frelsi flokksfulltrúa til kjörs á for- setaframbjóðenda flokksins, gekk stór hluti fundarmanna út af þinginu, þar sem þeir fengu ekki vilja sinum fram- gengt. Eins og við þekkjum endaði allt fjaðrafokið með stuðningi Kennedys við Carter, allir höfðu gleymt stóru orðunum. Leikaraskapur þessi er varla til fyrirmyndar, að minu mati, en hann sýnir að hægt er aðlita deilur innan flokka með öðrum augum en hér er gert. Það er ekkert óeðlilegt við það, að fleiri en einn teiji sig hæfan til forystu i stórum flokki. Meðöiin, sem notuð eru til þess að ná markinu, mætti hins vegar vanda. En þegar ljóst er, hver hefur verið val- inn til forystustarfa, kemur einmitt að þvi, að við gætum lært af hegðun þeirra demó- krata, sem telja meira viröi að sameinast um sin markmið heldur en sundrast og leyfa öflum að komast að, sem þeir telja sjálfir miður æskileg. Við höfum ekki hina amerisku ieikaratækni i stjórnmálunum, og þvi fjúka yfirleitt ekki svo stór orð, eins og gerðist til dæmis I forkosn- ingum hjá demókrötum i Bandarikjunum. En eftir- leikurinn hjá okkur er hins vegar mun ömurlegri og sýnir. að undirróður er hér á alvar- legu stigi. Þetta gerist i öllum flokkum, alls staðar er barist á bak við tjöldin og sá leikur virðist vera mun haröari og afdrifarikari fyrir þjóðina heldur en opinber leiksýning Bandaríkjamanna, sem endar i sátt og samlyndi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.