Morgunblaðið - 09.01.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.01.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is PERCY Westerlund, sendiherra Evrópusam- bandsins gagnvart Íslandi og Noregi, segir að finnist ekki fljótlega lausn í deilu EFTA-ríkjanna og ESB um stækkun Evrópska efnahagssvæðis- ins, geti það haft alvarlegar afleiðingar. Um sinn horfi ESB hins vegar í gegnum fingur sér með að í raun gildi EES-samningurinn ekki gagnvart nýj- um aðildarríkjum ESB, Rúmeníu og Búlgaríu. Ríkin tvö á austanverðum Balkanskaganum gengu í ESB um áramótin. Fríverzlunarsamning- ar EFTA-ríkjanna við þau féllu þá úr gildi, en frí- verzlunarákvæði EES-samningsins hafa hins veg- ar ekki tekið gildi í staðinn. „Við erum þarna í nokkurs konar lögfræðilegu tómarúmi,“ segir Westerlund. Spurður um afleiðingarnar segir hann þær ekki verða neinar til skemmri tíma litið. „Afleiðingarnar verða ekki dramatískar ef við náum fljótt samningum. Við erum reiðubúin að reyna að finna raunsæjar lausnir í stöðunni. En ef samningaviðræðurnar dragast fram á nýja árið erum við í erfiðri stöðu.“ Hugsanleg áhrif á ákvarðanatöku Westerlund segir að dráttur á niðurstöðu í samningunum geti einnig haft áhrif á ákvarðana- töku innan EES, þótt ekki sé þar með sagt að samningurinn sé í hættu. Á vettvangi sameigin- legu EES-nefndarinnar, þar sem ákvarðanir eru m.a. teknar um upptöku nýrrar löggjafar í samn- inginn, hafi framkvæmdastjórnin nú umboð til að taka fjölda ákvarðana án þess að bera þær undir ráðherraráðið, þar sem fulltrúar allra aðildarríkj- anna sitja. Hins vegar kunni nú að koma upp krafa um að allar ákvarðanir fari fyrir ráðherraráðið og það geti tafið mjög fyrir málum. Westerlund jánkar því einnig aðspurður að hugsanlegt sé að nýju aðildarríkin muni hindra framgang hagsmunamála EFTA-ríkjanna innan ESB, en tekur fram að slíkt sé á þessu stigi ein- göngu vangaveltur. Fordæmi er fyrir slíku; þegar ekki samdist um hærri greiðslur EFTA-ríkjanna í þróunarsjóð fyrir fátækari ríki sambandsins árið 1998 stöðvuðu Spánverjar öll slík mál. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins strand- ar fyrst og fremst á því í samningaviðræðunum að Norðmenn vilja ekki taka á sig jafnhátt hlutfall af greiðslum EFTA-ríkjanna til fátækari ríkja ESB og þeir gerðu þegar samið var um síðustu stækk- un EES fyrir þremur árum. Westerlund segist ekkert vilja segja í smáatriðum um það hverju sé um að kenna að ekki hafi náðst samkomulag. Alvarlegar afleiðingar ef ekki semst brátt við ESB Sendiherra ESB segir að hægt geti á öllum ákvörðunum varðandi EES-löggjöf Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is FYRST þessi formáli: í ára- mótaskaupi Ríkissjónvarps- ins var sami brandarinn út- færður tvívegis í stuttum innslögum, í fyrra skiptið þegar kona nokkur kallaði á hundinn sinn, „Plútó“, „Plútó“, og sá sprakk þegar í frumeindir sínar; og í seinna skiptið þegar Jón Gnarr kynnti sig sem „Plútó Guðmundsson“ fyrir þjón- ustufulltrúa í banka – og varð nokkurn veginn sömu örlögum að bráð og hund- urinn áður. Fyrir þá sem ekki skildu þennan brandara er rétt að segja að hér var verið að vísa til þess að á árinu ákvað Alþjóðasamband stjarnfræðinga að Plútó skyldi framvegis skilgreind sem dvergpláneta, eftir að hafa til þessa verið talin í hópi reikistjarnanna níu. En í ensku er nú talað um að sögnin að „plútó-a“ [e. to „pluto“] þýði að „gengisfella eitthvað eða einhvern svo um munar“. Og nú hafa samtök banda- rískra málvísindamanna (American Dialect Society) valið þessa sögn orð ársins 2006. „Meðlimir samtakanna telja að hin sterku viðbrögð sem sú ákvörðun, að lækka Plútó í tign, vakti meðal fólks sýni mikilvægi nafns- ins Plútó,“ hefur AP- fréttastofan eftir Cleveland Evans, forseta samtakanna. Reynir Lyngdal leikstýrði áramótaskaupi Ríkissjón- varpsins en segja má að sama hugsun búi að baki ís- lenskri útfærslu orðsins Plútó og ensku sagnarinnar „að plútó-a“, þó að í ára- mótaskaupinu birtist hugs- unin í nafnorðsmynd. Reyni Lyngdal þótti nokkuð kómískt að heyra af ákvörðun bandarísku mál- vísindamannanna þegar Morgunblaðið hafði sam- band við hann. „Plútó var bara á einu bretti afskrifuð sem reiki- stjarna,“ sagði Reynir. „Fyrir suma, allavega okkur sem vorum að vinna að gerð áramótaskaupsins, var það nokkurt áfall. Allt sem mað- ur hafði lært var ei meir, þetta var kannski svipað og þegar Sovétríkin liðuðust í sundur og voru allt í einu fimmtán ríki. Maður vissi að það voru svo og svo margar reiki- stjörnur og sú minnsta var Plútó og hún var langt í burtu. En svo var hún það allt í einu ekkert lengur. Eins og við notuðum þetta þá var hugsunin sú að Plútó væri ekki lengur til og þar af leiðandi hverf- ur Plútó um leið og þú nefnir orðið, springur eða fuðrar upp. Ef þú skoðar áramótaskaupið nánar, ramma fyrir ramma, þá er sprengingin sem verður, þegar Plútó Guðmundsson kynnir sig, lítill hnöttur að springa.“ Höfundar áramótaskaupsins léku sér með orðið Plútó; nú hefur það verið valið orð ársins Að afskrifa allt sem við áður vissum Grín Ekki allir skildu brandarann um Plútó í skaupinu. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur og Andra Karl BRESKIR fjölmiðlar, sjónvarp, útvarp og dag- blöð, hafa sýnt andláti Magnúsar Magnússonar sjónvarpsmanns mikla virðingu, að sögn Sverris Hauks Gunnlaugssonar, sendiherra Íslands í Lundúnum. Magnús, sem var 77 ára, lést í Skot- landi í fyrradag eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Helstu dagblöð Bretlands voru í gær með frétt um andlát Magnúsar á forsíðu, þar á meðal The Tim- es og Daily Telegraph. Sverrir Haukur segir að forstjóri breska ríkisútvarpsins, BBC, hafi meðal annars sagt að Magnús hafi átt stóran þátt í mót- un á „ásýnd og rödd BBC út á við“ enda þekktur vegna Mastermind-þáttanna á nánast hverju heimili í Bretlandi. Mikil eftirsjá að þessum mæta Íslendingi Sverrir Haukur segist telja að enginn ein- staklingur hafi gert jafn mikið við að kynna Ís- land, íslenska sagnaritun og íslenskt samfélag í Bretlandi og Magnús. „Það er mikil eftirsjá að þessum mæta Íslendingi sem var óþreytandi að halda Íslandi á lofti. Ég minnist þess sem sendi- herra með hlýju þegar hann mætti sem heið- ursgestur við opnun á „Pure Iceland“-sýningunni hér í Vísindasafninu í Lundúnum í fyrra. Ræða hans þar, eins og allt sem frá honum kom um Ís- land, lýsti djúpri væntumþykju fyrir landi og þjóð. Hann var í stuttu máli ákaflega stoltur af því að vera Íslendingur og fór ekki í launkofa með það,“ segir Sverrir Haukur. Ekki sé ofmælt að Magnús hafi verið einn af frægustu sonum Íslands á er- lendri grundu. „Ég held að Íslendingar geri sér almennt ekki grein fyrir því hvað hann var mikið virtur hér í Bretlandi,“ segir Sverrir Haukur. Hittust fyrir tilviljun sl. sumar „Það var afar dapurlegt að heyra að hann skyldi vera fallinn frá, þessi líka mikilhæfi maður,“ segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sem hitti Magnús fyrir tilviljun sl. sumar og áttu þau þá langt samtal. Valgerður segir Magnús hafa verið virkilega skemmtilegan viðmælanda sem hafi haft gamansemi í hávegum og það sé ekki orðum aukið að hann hafi verið einn af frægustu sonum Íslands. „Magnús átti sérstaklega farsæl- an feril og segja má að þau viðbrögð sem komið hafa fram í breskum fjölmiðlum vegna fráfalls hans sýni best hversu mikils hann var metinn,“ segir Valgerður. Var líka þekktur sem fræðimaður Sveinn Einarsson leikstjóri er gamall vinur Magnúsar. Hann segir þættina Mastermind, sem Magnús stýrði, hafa verið eitt vinsælasta sjón- varpsefni í Bretlandi og vegna þeirra hafi Magnús orðið jafn þekktur og raun bar vitni. „Hitt er ann- að mál að hann var fræðimaður líka og vel þekkt- ur á því sviði. Hann nýtti sitt nám til þess að miðla til almennings. Hann var t.d. með þætti um forn- leifar og sitthvað sem tengdist menningarsögu sem hann gerði bæði forvitnilegt og aðgengilegt fyrir almenning,“ segir Sveinn. Mikil umfjöllun um andlát Magn- úsar í breskum fjölmiðlum í gær Víða minnst Helstu fjölmiðlar Bretlands minntust Magnúsar Magnússonar í gær og var meðal annars fjallað um andlát hans á forsíðum blaðanna Daily Telegraph og The Times. SIGURÐUR Jónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir mikilvægt að fyrir- tæki reyni að lág- marka eins og hægt er hækkan- ir á vörum núna í byrjun árs. Hann segir að mikið sé um hækkanir á innfluttum og innlendum vörum um áramót. Sigurður segist ekki efast um að forsendur séu fyrir hækkun. Gengi krónunnar hafi breyst og innlendur kostnaður vaxið. Það sé eftir sem áð- ur mikilvægt að fyrirtæki reyni að halda aftur af hækkunum. Á næstu mánuðum komi til framkvæmda að- gerðir ríkisvaldsins til lækkunar á matvælaverði. Þessar hækkanir geri það að verkum að boðuð verðlækkun á vöruverði til almennings verði minni en ella. Meðal hækkana sem tilkynntar hafa verið að undanförnu má nefna að heildverslunin Ásbjörn Ólafsson ehf. mun hækka verð að jafnaði um 4% frá og með 15. janúar. Í tilkynn- ingu segir að ástæðan sé þróun gengis. Þá mun fyrirtæki sem flytur inn Knorr, Maizena og prins póló hækka sínar vörur um 4,3%. Enn- fremur hefur Glóbus tilkynnt um 4–5% hækkun á nær öllu vöruvali. Verð- hækkanir séu í hófi Sigurður Jónsson Kostnaður hefur hækk- að og gengi krónu líka NOKKRU meiri svifryksmengun en venjulega mældist í Reykjavík að kvöldi 6. janúar sl. þ.e. á þrettándan- um, mest í kringum miðnættið. Mengunin var þó langt innan við heilsuverndarmörk. Svifryksmæl- ingar eru gerðar allan sólarhringinn við Grensásveg og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Eins og kunnugt er hefur svifryk aldrei mælst meira í borginni en sl. nýársnótt. Anna Rósa Böðvarsdótt- ir, heilbrigðisfulltrúi hjá umhverfis- sviði Reykjavíkurborgar, segir mengunina á þrettándanum ekkert í líkingu við það sem var á nýársnótt. Þá sé erfitt að bera saman þrett- ándann nú og í fyrra þar sem þá var nokkur úrkoma og vindur. Svifryk var innan marka ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.