Morgunblaðið - 09.01.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007 15
MENNING
MIÐASALA á tónleika Lisu
Ekdahl hefst í dag kl. 10 á
midi.is, í verslunum Skífunnar
og vel völdum BT-verslunum.
Lisa heldur tónleika á Nasa
í Reykjavík fimmtudaginn 1.
mars, föstudaginn 2. mars á
Græna hattinum á Akureyri og
laugardaginn 3. mars í Vík-
urbæ í Bolungarvík.
Lisa hefur spilað hér áður
ásamt hljómsveit fyrir troð-
fullu húsi. Að þessu sinni er hún á ferð með kassa-
gítar og undirleikaranum Mattias Blomdahl sem
spilar á gítar, hljómborð og önnur hljóðfæri.
Miðaverð er 2.900 kr.
Tónleikar
Miðasala hefst í dag
á Lisu Ekdahl
Lisa Ekdahl.
NORÐURBRYGGJA, sam-
norræna menningarmiðstöðin í
Kaupmannahöfn, blæs til
dansk-íslenskra kvikmynda-
daga í febrúar og mars næst-
komandi. Dagskráin er óðum
að skýrast en þegar hefur verið
greint frá því að kvöldið 8.
febrúar verður helgað Friðriki
Þór Friðrikssyni, leikstjóra og
leikara, en hann var um
helgina tilnefndur til dönsku
leiklistarverðlaunanna, Bodil, fyrir leik sinn í Di-
rektøren for det hele. Börn náttúrunnar verður
sýnd auk þess sem Birgir Thor Møller heldur tölu
um Friðrik Þór.
Kvikmyndir
Dansk-íslenskir
bíódagar í Köben
Friðrik Þór
Friðriksson.
Elísabet II. Bretadrottning að-
laði um áramótin slagverks-
leikarann skoska, Evelyn
Glennie. Dame Evelyn er einn
af mestu frumkvöðlum slag-
verkstónlistarinnar um okkar
daga, og hefur komið nokkrum
sinnum til Íslands og spilað
með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands við mikinn fögnuð. Eve-
lyn hefur sérstakt dálæti á tón-
list Áskels Mássonar og hefur
leikið slagverksverk hans víða um heim.
Dame Evelyn kemur fram á meira en 100 tón-
leikum árlega og hefur pantað 133 ný tónverk fyr-
ir slagverkið sitt, þar á meðal frá Áskeli.
Orðuveiting
Íslandsvinkonan
Dame Evelyn
Evelyn Glennie
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÉG er að fara í þetta blessaða tón-
leikaferðalag sem ég var búinn að
lofa mér í fyrir hálfu ári síðan,“ segir
Magni Ásgeirsson sem býr sig nú
undir að hita upp á 28 tónleikum
hljómsveitarinnar Supernova víðs
vegar um Bandaríkin og í Kanada.
Magni kemur fram ásamt félögum
sínum úr Rock Star þáttunum, þeim
Toby Rand og Dilönu Robichaux, en
það er hljómsveit Tobys, Juke Kart-
el, sem leikur undir. Þá kemur
hljómsveit gítarleikarans Dave Nav-
arro, The Panic Channel, einnig fram
á tónleikunum.
Fyrstu tónleikarnir eru á þriðju-
daginn eftir viku, en Magni fer út um
helgina. „Þetta verða einhverjar sex
til sjö vikur, þetta er ótrúlega þétt
dagskrá,“ segir hann. „Við byrjum í
Flórída, sem mér lýst mjög vel á, svo
held ég að við færum okkur upp
austurströndina, verðum með ein-
hverja þrenna tónleika í Kanada, og
færum okkur svo niður vest-
urströndina.“
Sótti um stöðu gítarleikara
Magni segist hafa mikinn áhuga á
að starfa áfram með sveitinni, og hef-
ur því gert sérstakar ráðstafanir til
þess að það gangi eftir. „Ég er búinn
að sækja um sem gítarleikari í hús-
bandinu. Hann Jimmy [Jim
McGorman] er hættur, hann er far-
inn að spila með Avril Lavigne,“ seg-
ir hann. „Þessi hljómsveit spilar
náttúrulega svo lítið, og það er ekki
víst að það verði önnur þáttaröð.
Þannig að ég sótti bara um upp á
grínið, bara til að sjá hvað þeir
myndu segja,“ segir Magni „Ef þeir
spila með Rock Star liðinu þá syng
ég náttúrulega bara, það er búið að
tala um að gera eitthvað meira eins
og við gerðum hérna heima. Síðan
eru þeir að spila með mönnum eins
og Paul Stanley úr Kiss og þá syngur
hann náttúrulega og maður sér bara
um bakraddir á meðan,“ segir Magni
sem vonar að hann fái formlega inn-
göngu í sveitina, en meðlimir hennar
hafa allir tekið vel í þá hugmynd.
„Þetta eru náttúrulega bestu hljóð-
færaleikarar sem ég hef unnið með
þannig að þótt ég geti bara fengið að
standa við hliðina á þeim og spila þá
er mér alveg sama,“ segir Magni,
sem er ekkert á þeim buxunum að
slá í gegn í Bandaríkjunum. „Þetta
er miklu meira bara upp á heiðurinn.
Ég er ekki að fara til Bandaríkjanna
til þess að meika það,“ segir Magni
sem snýr aftur í mars og einbeitir sér
þá að sinni gömlu sveit, Á móti sól.
„Ég held að Á móti sól sé bara farin
að velta því fyrir sér hvar hún ætli að
spila um páskana. Það er nátt-
úrulega hljómsveitin mín, hún er
númer eitt.“
Blæs á kjaftasögur
Eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum hættu þau Magni og Eyrún
Huld Haraldsdóttir saman fyrir
stuttu, en fjölmargar gróusögur um
ástæður skilnaðarins hafa verið á
kreiki. Magni blæs á allt slíkt.
„Svo framarlega sem mín nánasta
fjölskylda og vinir vita sannleikann
þá er mér eiginlega alveg skítsama
hvað einhverjar einmana húsmæður
úti í bæ eru að slúðra um. Fyrsta
reglan ef maður ætlar að verða eitt-
hvað þekktur eða frægur, eða hvað
sem maður vill kalla það, er að vita
að það þýðir ekkert að berjast við
kjaftasögur, það gerir hlutina bara
helmingi verri,“ segir hann. „Þegar
þetta er farið að særa þá sem eru í
kringum mann þá fer þetta að verða
dálítið pirrandi. Sjálfur er ég með
þykkan skráp þannig að mér er slétt
sama hvað er sagt um mig,“ segir
Magni, og tekur dæmi af nýlegu at-
viki. „Ég stóð og spjallaði við konu
frænda míns á Sólon í 20 mínútur,
hún er eins og litla systir mín. Sökum
hávaða þurfti ég að tala alveg upp í
eyrað á henni. Á Barnalandi daginn
eftir stóð að ég hefði verið með ein-
hverri stelpu á Sólon. Þetta er svona
einfalt,“ segir Magni að lokum.
Magni Ásgeirsson býr sig undir langt tónleikaferðalag um Bandaríkin
Með þykkan skráp
Ljósmynd/gassi.is
Vindasamt Magni segir ekkert hæft í þeim sögusögnum sem fokið hafa
milli manna á undanförnum dögum, og lætur þær ekki á sig fá.
KVIKMYNDIN Pan’s Labyrinth
var valin besta myndin 2006 af Al-
þjóðlegum samtökum kvikmynda-
gagnrýnenda.
Leikstjóri þessa
gottneska æv-
intýrisins er Gu-
illermo del Toro
sem hefur áður
gert myndir
eins og Hellboy
og Blade II.
Pan’s Labyrinth
gerist á Spáni á
fjórða áratugi
síðustu aldar og
er sögð með augum ungrar stúlku,
Ofeliu, sem spænska leikkonan Iv-
ana Baquero leikur. Ofelia hörfar
inn í ímyndaðan heim furðuvera
og töfra mitt í stjórnmálaóreið á
Spáni og eftir að fjölskyldu henn-
ar er sundrað vegna stríðsins.
Myndin sló út myndir eins og The
Death of Mr. Lazarescu í leik-
stjórn Christi Puiu og Clint
Eastwood myndina Letters from
Iwo Jima.
Í öðrum flokkum var besti leik-
stjórinn valinn Paul Greengrass
fyrir United 93 sem fjallar um 11.
september. Verðlaun fyrir aðal-
leik fóru til Helen Mirren fyrir
The Queen og Forest Whitaker
fyrir The Last King of Scotland.
Fyrir besta aukaleik unnu Mark
Wahlberg fyrir The Departed og
Meryl Streep fyrir leik sinn í The
Devil Wears Prada og A Prairie
Home Companion.
Peter Morgan fékk verðlaun
fyrir besta kvikmyndahandritið að
The Queen. An Inconvenient
Truth um Al Gore var valin besta
heimildarmynd ársins.
Félagið verðlaunaði einni David
Lynch fyrir stafræna myndtækni í
Inland Empire og Alfonso Guaron
fyrir kvikmyndatækni í Children
of Men.
Þetta var í 41. skipti sem Al-
þjóðleg samtök kvikmynda-
gagnrýnenda veita þessi verðlaun,
en í samtökunum eru 55 gagnrýn-
endur frá öllum stærstu fjölmiðl-
unum.
Verðlaunaafhending samtaka
kvikmyndagagnrýnenda þykir oft
gefa vísbendingu um hverjir muni
hljóta Óskarsverðlaunin ár hvert,
en 23. janúar nk. verður tilkynnt
um hverjir eru tilnefndir til Ósk-
arsins fyrir árið 2006.
Gagnrýn-
endur
verðlauna
Pan’s Labyrinth val-
in besta kvikmyndin
Leikstjórinn Guill-
ermo del Toro
ÞAÐ ER Hafnarfjarðarleikhúsið
Hermóður og Háðvör sem hlýtur
hæsta styrkinn frá leiklistarráði
til starfsemi sjálfstæðra atvinnu-
leikhópa fyrir árið 2007, en styrk-
urinn hljóðar upp á 20 milljónir
króna.
Tíu styrkir voru afhentir í Iðnó
í gær til sjálfstæðra atvinnu-
leikhópa að heildarupphæð 51,1
milljón króna.
Sjóðurinn sem leiklistarráð hef-
ur til úthlutunar er sá stærsti sem
sjálfstæðir atvinnuleikhópar geta
sótt um styrk til en samkvæmt
vinnureglu sjóðsins eru ekki veitt-
ar lægri upphæðir en sem nemur
50% af uppsetningarkostnaði.
Menntamálaráðherra hefur að
tillögu leiklistarráðs ákveðið verk-
efnastyrki til starfsemi atvinnu-
leikhópa árið 2007, sem hér segir:
Brilljantín / Halldóra Malin Pét-
ursdóttir o.fl., 800 þús. kr. til upp-
setningar á leikverkinu Power of
Love eftir Halldóru Malin Péturs-
dóttur.
Kómedíuleikhúsið / Elfar Logi
Hannesson o.fl., 900 þús. kr.
vegna leiklistarhátíðarinnar Act
alone, sem er helguð einleikjum.
Möguleikhúsið / Pétur Eggerz
o.fl., 4 millj. kr. til uppsetningar á
leikritinu Í gær og á morgun eftir
Svein Einarsson.
Nútímadanshátíð í Reykjavík /
Ólöf Ingólfsdóttir o.fl., 4 millj. kr.
vegna nútímadanshátíðar í
Reykjavík.
Vatnadansmeyjafélagið Hrafn-
hildur / Halla Margrét Jóhann-
esdóttir o.fl., 5,6 millj. kr. vegna
verkefnisins Draugaskipið.
Draumasmiðjan / Margrét Pét-
ursdóttir o.fl., 4,5 millj. kr. til upp-
setningar á leikverkinu Óþelló,
Desdemóna og Jagó.
Sokkabandið / Elma Lísa Gunn-
arsdóttir o.fl., 5,2 millj. kr. upp-
setningar á nútímasöngleiknum
Hér og nú.
Stoppleikhópurinn / Eggert
Kaaber o.fl., 2,4 millj. kr. til upp-
setningar á leikritinu Hvar er
tindurinn eftir Þorvald Þor-
steinsson.
Artbox/Evrópa kvikmyndir /
Rakel Garðarsdóttir o.fl., 7 millj.
kr. til uppsetningar á leikritinu
Faust.
Hafnarfjarðarleikhúsið Her-
móður og Háðvör, 20 millj. kr.
skv. samstarfssamningi.
Alls bárust þrjár umsóknir um
samstarfssamninga og sóttu 38 að-
ilar um styrki til 69 verkefna. Á
fjárlögum 2007 er 51,1 milljón
króna til atvinnuleikhópa. Til ann-
arra atvinnuleikhópa en Hafn-
arfjarðarleikhússins komu nú til
úthlutunar samtals 34,4 milljónir
króna.
Það hefur verið mikil gróska í
starfsemi sjálfstæðra atvinnu-
leikhópa undanfarin ár og sáu um
255.000 áhorfendur sýningar á
vegum þeirra á síðasta leikári hér
heima og erlendis.
Í leiklistarráði eru Björn G.
Björnsson, formaður, Hilde Helga-
son, tilnefnd af Leiklistarsam-
bandi Íslands, og Magnús Þór
Þorbergsson, tilnefndur af Banda-
lagi sjálfstæðra leikhúsa.
Leiklistarráð veitir 51,1 milljón króna í styrki til sjálfstæðra atvinnuleikhópa
Hafnarfjarðar-
leikhúsið hlýtur
hæsta styrkinn
Morgunblaðið/ÞÖK
Sjálfstæð Fulltrúar atvinnuleikhópanna veittu styrkjum viðtöku í Iðnó .