Morgunblaðið - 09.01.2007, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007 23
UMRÆÐUR um veiðarfæri,
kjörhæfni þeirra, skaðsemi og
hvar skynsamlegast sé að beita
þeim hefur orðið fyrirferð-
armeiri á síðustu misserum. Á
vissan hátt er þetta til marks
um breytta umræðu
um fiskveiðistjórn-
armál og í raun fagn-
aðarefni. Oftar en
ekki taka þátt í um-
ræðunni þeir sem
gleggst mega vita,
svo sem sjómenn og
útgerðarmenn. Vax-
andi athygli er líka
beint að þessari um-
ræðu af hálfu stjórn-
valda og leitast hefur
verið við að varpa
betra og skýrara ljósi
á þessi mál með vax-
andi áherslu á veið-
arfærarannsóknir á
sviði Hafrann-
sóknastofnunar.
Það er ekki nýtt að
ágreiningur sé um
áhrif einstakra veið-
arfæra á lífríkið og
hafsbotninn og verð-
ur svo örugglega um
ókomin ár.
Steinar Skarphéð-
insson vélstjóri skrifar til dæm-
is grein um þessi mál í Morg-
unblaðið 29. desember sl., þar
sem hann finnur að dragnóta-
veiðum í Skagafirði. Beinir
hann þessum skrifum til mín og
er mér ljúft að leggja orð í
þennan belg.
Ekki á fiskifræðilegum
forsendum
Dragnótaveiðar í Skagafirði
hafa lengi verið umdeildar. Hef-
ur áskorunum verið beint til
sjávarútvegsráðuneytisins og
hvatt til þess að þær veiðar
yrðu takmarkaðar frá því sem
nú er. Þessar áskoranir hafa
verið með ýmsum hætti, en
grunntónninn sá sami; að tak-
marka dragnótaveiðarnar, eink-
um dragnótaveiðar stærri skipa.
Eftir að ég kom í sjáv-
arútvegsráðuneytið bárust mér
slíkar áskoranir og gagnstætt
því sem Steinar segir, tók ég
þær fyrir, reyndi að skýra þá
mynd sem best fyrir mér og
brást síðan við. Svo sem eðlilegt
var sendi ég beiðni þessa til
umsagnar Hafrannsóknastofn-
unar. Svar stofnunarinnar var
afskaplega skýrt. Það var að
niðurstaðan í þessu máli yrði að
byggjast á öðrum forsendum en
fiskifræðilegum.
Þrátt fyrir þetta taldi ég
ástæðu til þess að fara betur of-
an í þessi mál. Ég ræddi þessi
mál við fjölda manna; ekki síst í
Skagafirði, eins og Steinari er
væntanlega kunnugt um. Á
grundvelli þeirra upplýsinga
sem ég aflaði mér með þeim
hætti tók ég síðan ákvörðun um
að banna dragnótaveiðar á
Málmeyjarsundi frá og með 7.
ágúst sl.
Um þessa ákvörðun mína var
ágreiningur og mótmæltu drag-
nótarmenn henni með bréfi til
mín.
Reglur um skráningu báta
Ljóst er að sú gagnrýni sem
einkum er uppi varðandi drag-
nótaveiðar í Skagafirði er ekki
síst tilkomin vegna vaxandi
ásóknar stærri skipa sem fiska
með dragnót í firðinum. Í upp-
hafi gildandi fiskveiðiárs tóku
útgerðarmenn nokkurra skipa
ákvörðun um að „flagga“ skip-
um sínum norður og hófu drag-
nótaveiðar fyrir Norðurlandi,
meðal annars í Skagafirði og á
Húnaflóa. Þannig er mál með
vexti að í gildi eru reglur sem
girða fyrir að menn geti „flagg-
að“ skipum sínum á milli svæða
nema einu sinni á fiskiveiðiári.
Var sú regla tekin upp í kjölfar
deilna sem upp komu fyrir
nokkrum árum og var mark-
miðið að koma í veg fyrir
árekstra og deilur sem upp
komu. Það er því ljóst að ef
gripið yrði til lokana nú á miðju
fiskveiðiári væri
komið aftan að
þessum útgerðum
og í raun settar
mjög strangar
skorður við því að
þær gætu beitt
skipum sínum til
veiða annars stað-
ar við landið.
Unnið að lausn
Þrátt fyrir það
hef ég lýst þeirri
skoðun minni að
vel komi til greina
að endurskoða
þessi mál. Í viðtali
við blaðið Feyki
(45. tbl. 2006) segi
ég til dæmis: „Ég
hef góðan skilning
á sjónarmiðum
heimamanna og
einkanlega tek ég
undir að tilkoma
stóru bátanna set-
ur málið í nýja
stöðu. Það erindi sem nú liggur
fyrir frá sveitarstjórn Skaga-
fjarðar – og hefur að mínu viti
góðan skilning almennt – er
mjög góð og skynsamleg nálgun
að málinu. Þess vegna er nú
unnið að því máli hér í ráðu-
neytinu með það að markmiði
að finna á því lausn, sem ég
vona að heimamenn geti sætt
sig við.“
Skiptar skoðanir
Sannleikurinn er sá að um
hólfaskiptingar og stýringu
veiðarfæra eru skiptar skoðanir.
Þetta birtist til dæmis í því að í
sjávarútvegsráðuneytið berast
óskir um breytingar á hólfum
þar sem fram koma mjög gagn-
stæð sjónarmið. Ganga þær ósk-
ir meðal annars út á að rýmka
reglur fyrir togveiðarfæri og
svo um að takmarka enn frekar
þau svæði þar sem slíkar veiðar
eru heimilaðar. Þessar óskir eru
teknar alvarlega af minni hálfu.
En jafnframt er sjálfsagt að
reyna að freista þess að yfir þau
mál sé farið á vettvangi þar sem
fulltrúar sem flestra aðila eiga
aðkomu.
Af þeim ástæðum óskaði ég
fyrir nokkru eftir því að nefnd
um bætta umgengni um auð-
lindir sjávar færi yfir þær óskir
sem borist hafa. Í nefndinni
eiga sæti fulltrúar útgerð-
armanna, sjómanna, smábáta-
eigenda, Hafrannsóknastofn-
unar, Fiskistofu og
sjávarútvegsráðuneytisins.
Þannig má vænta þess að fram
komi mismunandi viðhorf, en
markmiðið er vitaskuld að reyna
að ná fram skynsamlegri nið-
urstöðu í viðkvæmu máli.
Brugðist við óskum um
takmörkun dragnótaveiða
Það er því ekki rétt sem
Steinar Skarphéðinsson segir í
máli sínu að óskir manna um
takmörkun við dragnótaveiðum í
Skagafirði hafi verið hundsaðar.
Þvert á móti. Þegar hefur verið
brugðist við með reglugerðinni
frá 7. ágúst jafnframt því sem
málin eru nú til meðferðar í
nefnd þar sem sæti eiga fulltrú-
ar hagsmunaaðila, auk þess sem
ég hef greint frá því op-
inberlega að unnið sé að málinu
í ráðuneytinu með það að mark-
miði að finna á því lausn sem ég
voni að heimamenn geti sætt sig
við.
Dragnótaveið-
ar í Skagafirði
Eftir Einar K. Guðfinnsson
»… að nið-urstaðan í
þessu máli
yrði að byggj-
ast á öðrum
forsendum
en fiskifræði-
legum.
Einar K. Guðfinnsson
Höfundur er
sjávarútvegsráðherra.
Yfirinn-
mál alls
Það er
r fleiri
rými er
nefnt að
m“.) –
sjúklingar
þarf að
“ Svona
laboðin
ða svo
neyð.
ans
ram við-
s með því
rgerðir.
la, há-
2005: –
ðu starfs-
ð nýbygg-
á lakar
aðstæður, m.a. hjá rannsóknastof-
um, blóðbanka og starfsfólki við
Hringbraut.“ Framkvæmdastjórn
spítalans tók í sama streng þegar
hún fjallaði um ráðstöfun húsnæðis
í gamla spítalanum við Hringbraut:
– „Þar hefur ekki tekist að koma
fyrir svo vel sé þeirri starfsemi
sem fyrirhugað var að þangað flytti
inn þrátt fyrir margítrekaðar til-
raunir. Augljóst er að heild-
arfermetrafjöldi húsnæðisins dugir
ekki. „Sviðsstjórar lækninga á
LSH halda fundi reglulega og sam-
an eiga þeir að hafa góða yfirsýn
yfir starfsemi spítalans í heild. Eft-
irfarandi setningar eru úr fund-
argerðum frá árunum 2002–2006. –
„Sömuleiðis er bent á að bráður
húsnæðisvandi spítalans geti alls
ekki í öllum tilvikum beðið eftir
byggingu nýs spítala þannig að
umtalsverðar framkvæmdir þurfa
að eiga sér stað til lausnar bráðs
vanda hér og hvar í starfsemi
sjúkrahússins.“ – „Kom fram að
spítalinn hefur óskað formlega eftir
því að fá afnot af Heilsuvernd-
arstöðvarhúsinu eftir að það hefur
verið selt.“ – „Mestar umræður
urðu um aðalhúsnæði spítalans á
Hringbraut og í Fossvogi. Von er á
viðbótarhúsnæði, gámum (leturbr.
mín), til að létta á þrengslum á
Hringbraut.“ Augljóst er af þess-
um tilvitnunum að stjórn og starfs-
menn spítalans er samstiga í áliti
sínu um vandann.
Ályktanir læknaráðs
Allir læknar LSH eiga aðild að
læknaráði spítalans. Stjórn þess er
skipuð læknum af öllum lækn-
ingasviðum spítalans, þannig að yf-
irsýn og þekking stjórnar lækna-
ráðs á starfseminni er mjög
víðtæk. Auk reglulegra stjórn-
arfunda eru haldnir almennir
læknaráðsfundir um mikilvæg mál-
efni hvers tíma. Látið skal nægja
að tilgreina þrjár setningar úr
fundargerðum og eina almenna
ályktun frá árunum 2005–2006: –
„Byggingar LSH rúma nú engan
veginn starfsemi sjúkrahússins.“ –
„Sérstaklega er þörf á bættu hús-
næði við Hringbrautina.“ – [For-
maður] „taldi slæmt að LSH hefði
ekki fengið afnot af Heilsuvernd-
arstöðinni, sem nú hefur verið seld.
Þá væri óheppilegt að selja skrif-
stofuhúsnæðið [við Rauðarárstíg]
meðan húsnæðisskortur væri svo
mikill sem raun ber vitni.“ Álit
lækna LSH á húsnæðisvandanum
kemur vel fram í eftirfarandi álykt-
un: „Aðalfundur læknaráðs LSH
haldinn 26. maí 2006 minnir á að
húsnæðisvandi sjúkrahússins er al-
varlegur og háir starfsemi þess og
möguleikum á frekari þróun þjón-
ustu. Þessi vandi getur ekki beðið
óleystur þar til nýtt sjúkrahús hef-
ur verið reist. Því er nauðsynlegt
að finna úrlausn til bráðabirgða,
annaðhvort með nýbyggingum eða
nýtingu húsnæðis í námunda við
sjúkrahúsið. Sérstaklega er brýnt
að bæta aðstöðu fyrir sjúklinga. Þá
verður að finna lausnir varðandi
húsnæðisvanda rannsóknadeilda.“
Ályktun sama efnis var samþykkt á
aðalfundi læknaráðs vorið 2005 og
eftir umræður um hana í stjórn-
arnefnd spítalans var eftirfarandi
bókað: „Forstjóri gerði ályktunina
að umtalsefni og sagði ábendingar
ráðsins um úrbætur í húsnæðis-
málum LSH á tilteknum sviðum
réttmætar. Ekki væri mögulegt að
hætta öllum framkvæmdum á sviði
byggingamála þar til nýjar bygg-
ingar hefðu verið teknar í notkun.“
Lokaorð
Fleiri dæmi mætti tína til um
húsnæðisvanda LSH, en skilaboðin
ættu að vera orðin nokkuð skýr.
Hér með er skorað á heilbrigð-
isráðuneytið að hlusta á raddir
stjórnar og starfsmanna spítalans
og taka það til vandlegrar athug-
unar hvernig hægt er að leysa
þetta alvarlega vandmál. Heilsu-
verndarstöðin gamla hentar vel og
ætti alls ekki að láta hana ganga
okkur úr greipum. Alþingismenn
ættu sömuleiðis að hlusta á raddir
þeirra 3.500 kjósenda sem starfa á
Landspítalanum, svo ekki sé talað
um þá rúmlega 90 þúsund ein-
staklinga sem þangað leita árlega.
korað á
ðu-
á radd-
rfs-
og
legrar
ig
þetta
ál.
Höfundur er læknir á LSH.
á Landspítala
um að því
saman á
verða at-
hygli fjölmiðla í Bremen og ekki síst
sú staðreynd að útlendingur skyldi
gefa Þjóðverja nýra. „Prófessorinn
sem framkvæmdi aðgerðina, Kurt
Dreikorn, sagði við það tækifæri að
vonandi yrði þetta hvatning fyrir
aðra til að gefa líffæri því mikill
skortur væri á þeim. Ég tek undir
þau orð. Vissulega finn ég fyrir að-
gerðinni en ég á að geta lifað alveg
eðlilegu lífi. Reyndar benda þýskar
rannsóknir til þess að nýrnagjafar
lifi lengur en aðrir. Í fyrsta lagi seg-
ir Dreikorn það vera vegna þess að
ekki séu samþykkt nýru nema úr
hraustu og heilbrigðu fólki sem er
með öll líffæri í lagi. Í öðru lagi fari
nýrnagjafar í skoðun einu sinni til
tvisvar á ári.“
Guðjón er 54 ára, kvæntur og
þriggja barna faðir. Hann segir að
fjölskyldan hafi í fyrstu óttast að-
gerðina en samþykkt hana að lok-
um. „Ég gat ekki annað en bjargað
lífi vinar míns og það myndi bjarga
mörgum mannslífum ef fólk bæri á
sér staðfestingu þess efnis að að því
látnu mætti nota líffæri þess í aðra.
Það ætla ég að gera og ef ég stæði
frammi fyrir sömu ákvörðun og ég
tók varðandi nýrnagjöfina yrði nið-
urstaðan sú sama. Þess má geta að
Carl Eden hefur ákveðið að breyta
nafni sínu og aðlaga það íslenskum
venjum. Faðir hans hét Erik og ætl-
ar hann í framtíðinni að vísa til þess
og nota nafnið Carl Eriksson.“
agjöf og lífsbjörg
istinsson, framkvæmdastjóri Íslensks textíliðnaðar hf. í Mosfellsbæ, er búinn að ná sér og kominn á fullt í vinnunni.
efur komið til Íslands í veiðiferð á hverju ári
afnið Carl Eriksson í framtíðinni.
Í HNOTSKURN
» Dr. Runólfur Pálsson seg-ir að það hafi aukist að lif-
andi einstaklingar gefi úr sér
annað nýrað. Miðað við fólks-
fjölda sé tíðnin hérlendis
hærri en víðast annars staðar.
» Í langflestum tilvikumhafa lifandi nýrnagjafar
verið líffræðilega skyldir
nýrnaþega eða makar þeirra.
» Árið 2006 gáfu níu lifandiÍslendingar annað nýra
sitt og ellefu árið þar á undan.
» Sex Íslendingar fengunýra úr látnum ein-
staklingum á liðnu ári.
steinthor@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ljósmynd/Guðjón Kristinsson