Morgunblaðið - 09.01.2007, Qupperneq 33
|þriðjudagur|9. 1. 2007| mbl.is
staðurstund
Þorgeir Tryggvason fjallar um
samstarf þeirra KK og Einars
Kárasonar í Landnámssetrinu í
Borgarnesi. »35
af listum
Kosning er hafin á heimasíðu
FM 95,7 til hlustendaverðlauna
stöðvarinnar. Tilnefningarnar
eru birtar í dag. »37
tónlist
Flestir fóru að sjá Kalda slóð í
bíói um helgina á meðan Ben
Stiller dró flesta í kvikmynda-
hús vestanhafs. »34
bíó
Heiða Jóhannsdóttir gefur
Little Miss Sunshine fjórar
stjörnur og segir leikarahóp
myndarinnar frábæran. »35
dómur
Söngkonan Kylie Minogue er
best klædda kona heims að
mati álitsgjafa tímaritsins
Glamour. »41
fólk
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
ÞAÐ hvín í vel raddaðri norðlensku
viðmælanda míns og hvergi að
heyra að hún hafi eytt meira en
helmingi sinnar liðlega tvítugu ævi
meðal þjóðarinnar sem notar „nef-
kveðin ófráblásin lokhljóð en ekki
fráblásin í innstöðu á eftir löngu sér-
hljóði“, ef manni leyfist að leita í
fróðleik orðabókarinnar um það nef-
mælta linmælgi sem prýðir mæli
margra Bandaríkjamanna. „Þetta
var rosalega fínt,“ segir hún þegar
hún rifjar upp skólann sinn í Iowa
City, Preucil-skólann. „Það er
merkilegt hvað það koma rosalega
margir strengjaleikarar úr þessum
skóla. Þetta er nú engin stórborg.
Preucil-hjónin stofnuðu skólann fyr-
ir börnin sín, en svo fór vini þeirra
líka að langa til að læra og svo
fleiri.“
Er þetta þá útskýringin á vel-
gengni Sæunnar Þorsteinsdóttur
sellóleikara í skóla?
Varla er skólanum einum að
þakka að þessi unga kona sem Ís-
lendingar vart þekkja skuli sópa að
sér verðlaunum í hverri keppninni á
fætur annarri og hirði námsárang-
ursverðlaun að auki. Eitthvað hlýtur
hún að hafa til brunns að bera stelp-
an sjálf, þótt blaðamanni þyki hún
fullhógvær. Hún hefur verið að
„undirbúa sig fyrir lífið“ með þátt-
töku í keppnum, eins og hún orðar
það sjálf, „maður æfist til dæmis í
því að koma fram. Ég hef núna ný-
lega verið að fara í þessar alþjóðlegu
keppnir og það hefur verið rosalega
gaman. Keppnin í Póllandi í vor var
fyrsta stóra keppnin sem ég fór í og
það er merkilegt að þar keppa bara
einleiksselló. Það er líka gaman að
maður hittir fólk alls staðar að úr
heiminum – og gaman að sjá hvað
aðrir eru að gera. Svo var það æv-
intýri að fara til Japans í haust; ég
hafði aldrei komið til Asíu áður.
Keppnin þar heitir eftir Cassado
sem var mikill sellóleikari.“
„Erfitt“ og „mikill undirbún-
ingur“ eru orðin sem Sæunn notar
um keppnispilamennskuna, „ … en
maður lærir alveg rosalega mikið
um sjálfan sig. Ég held að þetta sé
eitthvað sem maður þarf að ganga í
gegnum.“
Sellistar meðfærilegri
Sæunn segist hafa verið heppin að
í keppnunum sem hún hefur tekið
þátt í hafi keppnisrígurinn ekki ver-
ið neitt yfirþyrmandi – þetta hafi
verið þægilegt og aðrir keppendur
stórskemmtilegir og gaman að
heyra í þeim. Þetta er nú svolítið
önnur mynd ef oft er dregin upp af
dramatískri samkeppni í spila-
mennsku. En eru það kannski sel-
listarnir sem eru svona spes – svona
miklu meðfærilegri en píanó- og
fiðluleikarar – að ekki sé talað um
söngvara? Hún hlær að þessari vit-
leysu og segir: „Jú.“ „Jú, það er dá-
lítið öðru vísi,“ og jánkar því selló-
bardagarnir séu mun vinsamlegri en
hinir.
„Annars ætlaði ég alltaf að læra á
hörpu. Það var bara enginn Suzuki-
kennari á hörpu hér þá. Mamma er
fiðluleikari og fiðlukennari, og hún
vildi ekki að ég spilaði á fiðlu eins og
hún – eða kannski var það ég sem
vildi ekki spila á fiðlu eins og hún.
Ég fékk inni hjá Hauki Hannessyni
á sellóið og það var mjög fínt. Svo
var það einhvern tíma þegar ég var
átta ára, og úti í Bandaríkjunum, að
ég fór á sinfóníutónleika. Þar var
sellóleikari að spila konsert eftir
Dvorák og þetta var algjör snilld-
arkona. Enn þann dag í dag, þegar
ég hugsa um hver mér finnst topp-
urinn meðal sellóleikara, þá hugsa
ég um hana. Ég held að það sé henn-
ar vegna sem ég er enn að spila.
Hún heitir Zara Nelsova þessi kona,
er nýdáin núna, en kenndi lengi við
Juilliard. Hún var í gulum kjól, eins
og drottning og þetta hafði rosaleg
áhrif á mig átta ára gamla.“
Nú er Sæunn sjálf komin í Juilli-
ard – í mastersnám sem lýkur eftir
hálft annað ár. „Og eftir það … ? Ég
veit það bara ekki. Þá er bara að
reyna að nota tækifærin og sjá hvað
gerist.“
Sæunn segir velgengni í keppnum
geta gefið af sér tækifæri og stund-
um sé það nóg. Það veki alla vega at-
hygli, og stundum fylgist fólk með
keppnunum til að heyra í efnilegum
ungmennum. En í New York þarf
maður að fá sér umboðsmann og
spila á eins mörgum tónleikum og
maður getur til að halda nafni sínu á
lofti og koma fram. „Ég er bara ekki
alveg viss um hvort ég vil það.
Draumur minn er að geta spilað
kammermúsík. Það væri alveg æð-
islegt að geta verið í strengjakvar-
tett. En það er líka erfitt og margir
kvartettar að reyna að gera það
sama. Og svo er auðvitað hægt að
prufuspila fyrir hljómsveitir, og það
er sjálfsagt öruggasta starfið.“
Hef gaman af að spila með fólki
Ég spyr Sæunni hvort það þyki
eitthvað síðra eða ófínna í dag að
vera kammermúsíkant en einleikari
– en þannig var nú andrúmsloftið
einhvern tíma í den. „Nei, veistu,
mér finnst það flóknara ef eitthvað
er að spila kammermúsík. Það ert
ekki bara þú í sviðsljósinu. Þarna
eru þrír aðrir einstaklingar sem líf
þitt snýst í kringum. Ég hef gaman
af að spila með fólki og tónlistin er
mjög skemmtileg og það er oft mjög
skapandi andi með fjórum strengja-
leikurunum.
Þá er komið að erfiðu spurning-
unni, hvort Sæunn upplifi sig ennþá
sem Íslending eftir alla útiveruna.
„Ja … jú, mér finnst það. Að sjá afa
og ömmu eftir að hafa farið og kom-
ið aftur er að koma heim. Ég hef
verið úti um allan heim. Það er frá-
bært úti að kunna íslensku og geta
talað hana. Og svo er það auðvitað
líka frábært að fá tækifæri til að
koma heim og spila hér.“ Tónleik-
arnir í kvöld hefjast kl. 20.
Sellistarnir svolítið meðfærilegri
Sellóleikarinn „Annars ætlaði ég alltaf að læra á hörpu. Það var bara enginn suzuki-kennari á hörpu hér þá.“
Morgunblaðið/Ómar
Juilliard Skólinn víðfrægi í New York borg sem þykir einn sá albesti. Þar
hóf Sæunn meistaranám í haust. Þónokkrir Íslendingar hafa numið þar.
Sæunn Þorsteinsdóttir, verðlaunanemandi í sellóleik og verðlaunahafi í alþjóðlegum tónlistarkeppn-
um, spilar Bachsvítu nr. 3, „Slava“ eftir Penderecki og Koldaly-sónötu í Salnum í kvöld kl. 20
SÆUNN Þorsteinsdóttir fæddist í
Reykjavík árið 1984. Hún byrjaði 5
ára gömul að læra á selló hjá Hauki
Hannessyni við Tónlistarskóla Ís-
lenska Suzuki-sambandsins. Sjö
ára gömul fluttist hún með for-
eldrum sínum Ólöfu Jónsdóttur
fiðluleikara og Þorsteini Skúlasyni
lækni til Iowa í Bandaríkjunum. Í
Iowa City fór Sæunn í Preucil-
tónlistarskólann sem kennir eftir
Suzuki-aðferðinni, en stofnendur
hans voru William og Doris Preucil
sem bæði eru mikils metnir fiðlu-
leikarar. Þau stofnuðu skólann árið
1963 svo börnin þeirra gætu stund-
að hljóðfæranám, en sonur þeirra
William Preucil er konsertmeistari
Sinfóníuhljómsveitarinnar í Clevel-
and. Margir góðir strengjaleikarar
hafa orðið til í þessum litla skóla.
Tólf ára kom Sæunn aftur heim
til Íslands og bjó á Akureyri í eitt
og hálft ár, eða þar til fjölskyldan
fluttist aftur út, í janúar 1999. Á
Akureyri var Sæunn í Tónlistar-
skólanum og lék með Sinfón-
íuhljómsveit Norðurlands.
Með Nelsovu og Kirschbaum
Þegar fjölskyldan fluttist út öðru
sinni fór Sæunn í tónlistarskóla í
Chicago og þaðan í Cleveland Insti-
tute of Music. Í vor útskrifaðist Sæ-
unn með bachelor-próf þaðan og
hlaut verðlaun fyrir að vera fram-
úrskarandi nemandi bæði í selló-
leik og kammertónlist.
Í haust hóf Sæunn svo nám hjá
Noel Kosnick í Juilliard-skólanum í
New York.
Sæunn hefur hlotið ýmis verð-
laun fyrir leik sinn, meðal annars í
keppni Society of American Musici-
ans í Chicago og Des Moines Young
Artist-keppninni þar sem hún fékk
fátíð heiðursverðlaun og kom fram
sem einleikari með Sinfón-
íuhljómsveitinni í Des Moines. Ný-
lega hlaut Sæunn fyrstu verðlaun í
einleikarakeppni Cleveland Cello
Society og önnur verðlaun í Al-
þjóðlegri keppni fyrir einleiksselló
í Katowice, Póllandi.
Sæunn hefur komið fram á fjölda
meistaranámskeiða; hjá Ralph
Kirshbaum, Zöru Nelsovu, Lynn
Harrell og fleirum, og á tónlist-
arhátíðum og námskeiðum í
Bandaríkjunum og Frakklandi,
m.a. með Itzhak Perlman á Perl-
man Chamber Music Workshop í
New York og verið kynnt meðal
efnilegustu tónlistarmanna í
Bandaríkjunum í þættinum From
the Top í Bandaríska ríkisútvarp-
inu, NPR.
Fær verð-
laun á verð-
laun ofan