Morgunblaðið - 09.01.2007, Page 44
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 9. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Norðlæg átt,
víða 3–8 m/s. Dá-
lítil él norð-
anlands, stöku él
sunnan- og suðaustanlands,
skýjað með köflum. » 8
Heitast Kaldast
-4°C -18°C
MAGNI Ásgeirsson býr sig
nú undir langt tónleika-
ferðalag sem hefst í Flór-
ída eftir viku, en þar mun
Magni hita upp fyrir hljóm-
sveitina Supernova ásamt
félögum sínum úr Rock
Star-þáttunum. Alls er um
28 tónleika að ræða, víðs
vegar um Bandaríkin og í
Kanada. Þá hefur Magni
sótt um stöðu gítarleikara í húsbandinu svo-
kallaða sem lék undir hjá keppendum í Rock
Star. Eru góðar líkur taldar á að hann fái
stöðuna.
Einkalíf Magna hefur verið í sviðsljósinu á
undanförnum dögum í kjölfar sambandsslita
hans og Eyrúnar Huldar Haraldsdóttur.
Magni segir þær sögusagnir sem farið hafa
á kreik ekki eiga við nein rök að styðjast og
að hann láti þær ekki á sig fá. | 15
Magni sækir um í
Rock Star-bandinu
Ljósmynd/Gassi.is
BÆJARSTJÓRAR Sveitarfélagsins Garðs og
Reykjanesbæjar hafa gert með sér sam-
komulag um legu lóðar fyrirhugaðs álvers
Norðuráls við Helguvík og að sveitarfélögin
skipti jafnt á milli sín tekjum af fasteignagjöld-
um.
Samkvæmt samkomulaginu verða ker- og
steypuskálar álversins innan lóðarmarka
Garðs og súrálsgeymar og ýmis önnur mann-
virki verða innan bæjarmarka Reykjanes-
bæjar. Norðurál hefur uppi áform um að reisa
allt að 250 þúsund tonna álver þarna. | 17
Skipta tekjum af
álveri í Helguvík
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur
uhj@mbl.is
SIGURLÍN Margrét Sigurð-
ardóttir, táknmálsþula og vara-
þingmaður Frjálslynda flokksins,
hefur gert róttækar breytingar á
lífi sínu undanfarið og er m.a. 25
kílóum léttari en áður.
Á matvælasýningunni Matur
2006, hinn 1. apríl, komst hún að
því að hún væri með sykursýki.
Hún hafði farið í blóðprufu hálfum
mánuði áður vegna slappleika en
ekkert fengið að vita hvað kom út
úr þeim mælingum.
Það var svo bróðir hennar, Guð-
ráður, sem dreif hana á bás á sýn-
ingunni sem Samtök sykursjúkra
voru með og þar komst hún að því
að fólk með jafnhá blóðsykurgildi
og hún væri venjulega í dái. Sig-
urlín Margrét þurfti að gera ýms-
ar breytingar á lífi sínu í kjölfar
greiningarinnar, bæði varðandi
mataræði og hreyfingu.
Breytingarnar hafa skilað sér
til baka í aukinni vellíðan, bæði
andlegri og líkamlegri; hún er bú-
in að missa 25 kíló frá því hún
greindist og hefur aldrei verið í
betra formi. Hún segir að hægt sé
að láta sér líða vel með sykursýki
og lifa með henni geri maður allt
rétt og hún segist afar þakklát
bróður sínum sem sennilega
bjargaði lífi hennar.
Neitað um mælingu
Sem fyrr segir hafði Sigurlín
ekki verið látin vita af nið-
urstöðum úr blóðprufu, sem hún
hafði farið í á bráðamóttöku Land-
spítalans hálfum mánuði fyrr. Þar
áður hafði henni verið neitað um
blóðsykursmælingu á Heilsu-
gæslustöðinni í Garðabæ á þeirri
forsendu að læknir yrði að fyr-
irskipa slíka mælingu. Þurfti hún
að bíða í 12 daga eftir tíma hjá
lækni. | 20
Róttækar breytingar
Sykursýki upp-
götvaðist á mat-
vælasýningu
Morgunblaðið/Ásdís
Sykursýki Sigurlín Margrét hefur
gert róttækar breytingar á lífi sínu
og misst í kjölfarið 25 kíló.
SLÖKKVILIÐ Húsavíkur var
kallað að fjölbýlishúsi um kvöld-
matarleytið í gær. Kviknað hafði í
eldhúsinnrétt-
ingu út frá potti
og var talsverð-
ur reykur. Lítill
eldur reyndist
vera í íbúðinni,
en nokkrar
skemmdir urðu
vegna reyks.
Einn maður
var í íbúðinni,
beið hann
slökkviliðs fyrir
utan íbúðina
þegar að var komið og er ekki tal-
inn hafa orðið fyrir reykeitrun,
hann var þó fluttur á Heilbrigð-
isstofnun Þingeyinga til eftirlits.
Þá var slökkviliðið á Selfossi
kallað út í gærkvöldi vegna elds í
ruslagámi á gámasvæði Sorp-
stöðvar Suðurlands á Eyrar-
bakka. Logaði í timbri sem lá í
gámi á svæðinu og gekk vel að
slökkva eldinn, ekkert tjón varð.
Slökkviliðsmenn
að störfum við
fjölbýlishúsið á
Húsavík.
Eldsvoðar á
Húsavík og
Eyrarbakka
Eftir Ómar Friðriksson
og Örlyg Stein Sigurjónsson
SPILAFÍKN verður sífellt al-
gengari meðal yngra fólks og
kvenna að sögn Þórarins Tyrf-
ingssonar, yfirlæknis á Sjúkra-
húsinu Vogi. Sjúklingar með spila-
fíkn sem sinn aðalvanda hafa
fengið úrræði á göngudeildum en
algengast er að fíkniefna- og/eða
áfengissjúklingar með spilavanda
að auki leggist inn á Vog.
„Við höfum skimað þennan hóp
og reynt að gera okkur grein fyrir
hversu margir eiga í vanda vegna
spilaáráttu. Það hefur komið í ljós
að ríflega tíundi hver sjúklingur
sem leggst hér inn á í verulegum
vanda vegna spilafíknar,“ segir
Þórarinn, sem bendir á að tæki-
færum til að spila hafi fjölgað
verulega á Vesturlöndum. Með
betri aðgangi aukist vandinn um
leið.
970 spilakassar
Alls eru um 970 spilakassar
starfræktir um allt land í dag, en
auk Happdrættis Háskóla Íslands
og Háspennu annast Íslandsspil,
sem eru í eigu Rauða kross Ís-
lands, Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar og SÁÁ, rekstur spila-
kassa. Íslandsspil reka 580
spilakassa á 230 stöðum um allt
land og Háspenna og HHÍ reka
390 kassa.
Hreinar tekjur Íslandsspila,
þ.e. að frádregnum vinningum og
kostnaði, eru um 900 milljónir
króna á ári. Happdrætti Háskóla
Íslands rekur þrjú happdrættis-
form, þ.e. flokkahappdrætti og
skafmiðahappdrætti auk spila-
kassanna. Ekki fengust upplýs-
ingar í gær um hlut spilakassanna
í tekjum HHÍ en samkvæmt svari
dómsmálaráðherra við fyrirspurn
á Alþingi árið 2005 um söfnunar-
kassa og happdrættisvélar voru
tekjur HHÍ að frádregnum vinn-
ingum og kostnaði um 528 millj-
ónir á árinu 2004.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Spilafíkn Að sögn yfirlæknis SÁÁ verður það æ algengara, að ungt fólk þurfi að leita sér aðstoðar vegna spilafíknar.
Spilafíkn sífellt algeng-
ari meðal yngra fólks
Árlegar tekjur af spilakössum eru áætlaðar um einn og hálfur milljarður
Í HNOTSKURN
» Allt að 60 ný tilvik spila-fíknar koma til kasta
SÁÁ árlega.
» Ágóða af rekstri Happ-drættis HÍ skal varið til
þess að reisa byggingar á
vegum háskólans.
» Í fjárlögum í ár er gertráð fyrir að hagnaður af
öllum happdrættisformum
HÍ verði 870 milljónir kr.
sem er tæpum 400 milljónum
kr. meira en í fjárlögum
2006.
ÞÓRA Björg Helgadóttir, landsliðs-
markvörður í knattspyrnu, er á förum frá
Breiðabliki þrátt fyrir að hafa skrifað undir
þriggja ára samning við félagið í haust. Hún
er að flytjast til Belgíu þar sem hún tekur við
starfi verkefnisstjóra hjá Deutsche Post í
Brussel. Þóra Björg hyggst leika knattspyrnu
í Belgíu og hefur mestan áhuga á að spila
með Anderlecht. | Íþróttir
Þóra Björg á
leiðinni til Belgíu
STARFSMENN Reykjavíkurborgar voru í
óðaönn í miðbænum í gærkvöldi að taka nið-
ur jólaskreytingar á ljósastaurum og víðar. Í
sömu önnum hafa landsmenn verið frá þrett-
ándanum og híbýlin orðin hversdagsleg á ný.
Morgunblaðið/Golli
Skreytingar hverfa