Morgunblaðið - 05.02.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.02.2007, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða frábært tilboð á skíðaferð til Austurríkis. Flogið verður í beinu morgunflugi til Salzburg. Nú er byrjað að snjóa í Austurríki og frábær aðstaða fyrir skíðamenn, t.d. í Zell am See, Flachau eða Lungau. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Skíðaveisla í Austurríki 3. mars frá kr. 69.990 Vikuferð með hálfu fæði Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr.69.990 Vikuferð með hálfu fæði. Netverð á mann. Innifalið: Flug, skattar og gisting á Skihotel Speiereck í Lungau í tvíbýli með hálfu fæði í 7 nætur. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri tekur undir þá gagnrýni forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur að Landsnet ætli ekki að skoða nægi- lega möguleika á lagningu jarð- strengja í stað loftlína í tillögu að matsáætlun vegna háspennulína frá Hellisheiði að Straumsvík. Í tillög- unni er aðeins að litlu leyti gert ráð fyrir að rafmagn verði flutt með jarðstrengjum. Með framkvæmdinni hyggst Landsnet styrkja raforku- flutningskerfið á Suðvesturlandi, frá Hellisheiði að Straumsvík, vegna hugsanlegrar stækkunar álvers Alc- an, en hún er jafnframt áfangi í lang- tímauppbyggingu raforkukerfis í þessum landshluta. Vilhjálmur segir það skoðun sína að eins og kostur sé eigi að reyna að koma slíkum línum í jörð. Það sé að vísu miklu dýrara en að leggja loft- línur, en fram hefur komið að kostn- aður við að leggja jarðstrengi sé um nífaldur á við lagningu loftlína. Áreiðanlega þess virði að leggja jarðstrengi Vilhjálmur segir að það sé áreið- anlega þess virði að leggja jarð- strengi, einkum á viðkvæmum svæð- um. „Sum svæði eru ákaflega viðkvæm gagnvart línulögnum, það þarf ekki endilega að vera nálægt byggð heldur getur einnig verið fjarri byggð,“ segir hann. Við fram- kvæmdir sem tengjast borginni und- anfarin ár hafi þetta verið metið. Vilhjálmur segir að í málinu togist á sjónarmið varðandi umhverfi og kostnað. Menn velti fyrir sér hinum mikla kostnaði „en við eigum að ganga eins langt og við mögulega getum“, segir hann. Andri Snær Magnason rithöfund- ur er þeirrar skoðunar að sjálfsagt sé að leggja jarðstrengi í stað loftlína í þeim tilgangi að minnka sjónræn áhrif háspennulína. Andri Snær bendir á að það þyki til dæmis sjálf- sagt þegar ný hverfi eru byggð að símalínur séu lagðar í jörð. „Það þykir yfirleitt sjálfsagt að malbika götur, leggja gangstéttir og tyrfa, þótt það sé dýrara að ganga þannig frá því. Það er bara gert. Stundum setja menn jafnvel blóm líka og það þykir alveg sjálfsagt,“ bendir Andri Snær á. Það sé hluti af menningu okkar að ganga þannig frá hlutunum að þeir séu fallegir. Það verði að vera hægt að fá nógu mikið verð fyrir orkuna til þess að hægt sé að grafa línurnar í jörðu. Háspennulínur lagðar í jörð eins og kostur er Jafnsjálfsagt og að malbika götur Í HNOTSKURN »Kostnaður við lagningujarðstrengja getur verið allt að níu sinnum meiri en við loftlínur miðað við sömu flutn- ingsgetu. »Landsnet hf. hefur lagtfram tillögu að matsáætl- un vegna háspennulína frá Hellisheiði að Straumsvík sem liggja um átta sveitarfélög. »Tillagan gerir að litlu leytiráð fyrir lagningu jarð- strengja. »Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-son borgarstjóri er þeirrar skoðunar að það sé þess virði að leggja jarðstrengi, einkum á viðkvæmum svæðum »Andri Snær Magnasonsegir sjálfsagt að leggja jarðstrengi í stað loftlína. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Andri Snær Magnason ÁTTA piltar og þrjár stúlkur gáfu skýrslu hjá lögreglunni í Húsavík í gær vegna atviks fyrir helgi sem varðar brottnám stúlknanna af heimavist Framhaldsskólans að Laugum af hálfu piltanna. Vitni að atvikinu fannst aðfarir piltanna með þeim ósköpum að lögreglan ætti að skipta sér af. Stúlkurnar voru numdar á brott á bíl og þeim ekið í nærliggjandi hús á Laugum. Ekki er grunur um kynferðisbrot. Allt er fólkið nemendur í Fram- haldsskólanum á Laugum, á aldr- inum sextán ára til rúmlega tvítugs. Stúlkurnar hafa ekki kært piltana en það er þó engin trygging fyrir því að þeir muni ekki bera sök í málinu því forræði rannsókn- arinnar er á hendi lögreglustjóra sem ákveður hvort piltarnir verði ákærðir. Rannsóknin beinist m.a. að því hvort um hafi verið að ræða hefnd í formi hrekks sem fór úr böndunum en áður höfðu stúlk- urnar hrekkt piltana með því að dreifa þorskhausum um herbergin þeirra. Gáfu skýrslu vegna atviks í Laugaskóla SÓKNARBÖRNIN Þorvaldur Þor- valdsson og Vaka Víðisdóttir úr prestakalli Lindasóknar tóku í sam- einingu fyrstu skóflustunguna að Lindakirkju í Kópavogi. Þorvaldur er á níræðisaldri en Vaka var fyrsta barnið sem hlaut skírn í Lindasókn árið 2002. Um 250 manns, ungir sem aldnir, voru viðstaddir athöfnina en Linda- sókn er í örum vexti. Við stofnun hennar voru sóknarbörnin 4.400 en hinn 1. desember sl. voru þau orðin 8.100. Hingað til hefur sókn- arprestur Lindasóknar, Guð- mundur Karl Brynjarsson, haldið messur í Lindasóla og í Salaskóla. Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, lauk athöfninni með ávarpi þar sem hann óskaði Kópavogsbú- um til hamingju með áfangann. Lindakirkja mun rísa á lóðinni við Uppsali þar sem safnaðarheim- ili sóknarinnar er nú til húsa. ASK arkitektar sáu um hönnun kirkj- unnar og útboð vegna byggingar verður haldið í apríl nk. Vígsla kirkjunnar er áætluð um haustið 2008. Skóflustunga að Lindakirkju Morgunblaðið/Ómar ÁTTA manns voru fluttir á sjúkra- hús til aðhlynningar eftir þriggja bíla árekstur við norðurenda Hval- fjarðarganganna síðdegis í gær. Að sögn lögreglunnar á Akranesi var um aftanákeyrslur að ræða. Slysið varð um klukkan 16 og mátti rekja það til mikillar hálku á veginum. Urðu talsverðar tafir á umferð í kjölfar slyssins á meðan lögregla og sjúkralið athöfnuðu sig á vett- vangi. Fólkið í bifreiðunum þremur hlaut hins vegar ekki alvarleg meiðsli. Árekstur við göngin KVENMANNSNÖFNIN Eufemía, Róbjörg, Líba og Marit hafa verið samþykkt af mannanafnanefnd og verða færð á mannanafnaskrá. Þá taldi nefndin að kvenmannsnafnið Siv hefði ekki öðlast hefð í íslensku máli enda væri stafsetning þess með v-i ekki í samræmi við íslenska rétt- ritun. Erindi vegna kvenmanns- nafnanna Jeanne og Íssól voru tekin fyrir en afgreiðslu þeirra frestað. Til að hægt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það í þjóðskrá gera mannanafnalög ráð fyrir að fimm skilyrði séu uppfyllt. Í fyrsta lagi skal eiginnafn geta tekið ís- lenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli og þá skal nafnið ekki brjóta í bága við ís- lenskt málkerfi. Einnig skal það rit- að í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðr- um rithætti þess. Jafnframt er eitt skilyrðanna að stúlku skuli gefið kvenmannsnafn og dreng karl- mannsnafn og þá má eiginnafn ekki vera þannig að það geti orðið nafn- bera til ama. Sif gamalt norrænt nafn Í úrskurði sínum gerði nefndin sérstaklega grein fyrir því hvers vegna Siv með v-i teljist ekki sam- rýmast íslenskum rithætti. Í úr- skurðinum segir að nafnið Sif sé gamalt norrænt nafn og þekkt um öll Norðurlönd en í norsku sé það ritað Siv. Bókstafirnir f og v standi fyrir tannvaramælt önghljóð í íslensku og norsku en venjur um ritun þessara stafa í innstöðu og bakstöðu eru hins vegar mjög ólíkar í málunum tveim- ur. Í íslensku er almennt skrifað f í innstöðu og bakstöðu en notkun bók- stafsins v er takmörkuð við ákveðin orð, t.d. sérnafnið Svavar. Þá bendir mannanafnanefnd á að í norsku sé þessu þveröfugt farið, þar er bók- stafurinn v almennt notaður í inn- stöðu og bakstöðu. Telur nefndin að þegar jafn almennar reglur um ritun orða séu brotnar fái orð erlendan svip og geti ekki talist íslensk. Um nafnið Eufemía sagði nefndin að bæði Efemía og Evfemía væru nöfn sem finna mætti á mannanafna- skrá og jafnframt bæru tvær konur nafnið Eufemía sem síðara nafn. Á grundvelli þess og þar sem nafnið telst einnig uppfylla önnur skilyrði laganna var rithátturinn samþykkt- ur og verður hann færður í manna- nafnaskrá. Nöfnin Líba og Róbjörg voru jafnframt samþykkt með þeim rökstuðningi að öll skilyrði laganna væru uppfyllt. Beiðni vegna kvenmannsnafnsins Maritar var samþykkt og var sér- staklega látið reyna á hvort nafnið teldist uppfylla að hafa áunnið sér hefð í íslensku máli. Bera sjö íslensk- ar konur nafnið. Róbjörg og Marit færð á mannanafnaskrá LÖGREGLAN á Akureyri rann- sakar nú innbrot og umferðarslys í Eyjafirði eftir að stolinn og mann- laus bíll fannst á hvolfi utan vegar skammt frá Laugalandi á laug- ardag. Bíllin er grænn pallbíll af gerðinni Ford F-250, sem hafði ver- ið stolið frá bílasölunni Bilasalinn.is við Hjalteyrargötu á Akureyri. Þar hafði verið brotist inn og stolið tveimur tölvuskjáum auk bílsins. Lögreglan á Akureyri biður alla þá sem einhverjar upplýsingar hafa um ferðir bílsins eða mannaferðir við Laugaland að hafa samband sem fyrst. Innbrot og bíl- velta í Eyjafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.